Tíminn - 10.04.1983, Page 22
SUNNUDAGUR 1Q. APRÍL 1983
nútíminn
Christopher Cross -
Another Page/Steinar
■ Ég vissi hvorki haus né sporð á
þessum kappa er ég fékk þcssa plötu
í hendurnar annað en hann er banda-
rískur og að þctta mun vera önnur
plata hans til þessa.
Er fyrsta lag hennar „No time for
talk“ rann í gegnum græjurnar og inn
og út um heiladingulinn voru fyrstu
viðbrögðin að þetta væri í meira lagi
bragðdauf tónlist, ekkert pepp í
henni og þegar annað lagið byfjaði
spurði bróðir minn: „Hefur hann
ekki veriö í einhverri hljómsveit
áður?“ Ég svaraði því til að það
mætti andskotinn vita.
„Er þetta ekki einn af Bee Gees
bræðrunum, sá fimmti eða fjóröi?"
spurði þá bróðir.
„Tja hann hefur þessa svakaiegu
„falsettu“ rödd ef ég man samlíking-
una rétt“ kom svarið (alltaf gott að
geta gripið til þessara gáfulegu orða
við og við)
Þriðja lagið rann svo í gegn meðan
ég hripaði ofangreint niður og gott ef
afgangurinn af plötunni gerði það
ekki líka án þess að skilja nokkuð
eftir.
Fyrir þá sem hafa áhuga hefur
Cross mjög háa, og kvenlega rödd P
og leikur „melíó'* popp, áferðarfallegt
en gersamlega átaka- og' áherslu-
laust, gott að hafa það sem bakgrunn
dinglandi við eyrum ef ntaður er að
hugsa eða gera eitthvað allt annað.
- FRI
«1» °*
■ Igagnrýniumtónleika Vonbrigða'
og Kikk á Borginni þann 20. mars
fann ég síðarnefndu hljómsveitinni
til foráttu að hún skyldi syngja á
ensku og þar með ekki ná til áhorf-
enda sem skyldi. Meðal annars sagði
ég: „Það er annars synd með jafn-
góða hljómsveit og Kikk að hún skuli
ekki hafa neitt að segja íslendingum
til syndanna eða neitt til að hrósa
þeim.“
Trommuleikari Kikk, Sigurður
Helgason, hringdi í mig og vildi
vinsamlegast benda mér á að þessi
ensku textár væru einungis vinnu-
textar, hljómsveitin væri ekki nema
fjögurra mánaða gömul og nú sem
stendur vinnur hún að íslenskum
textum. Stefnan var í upphafi, og er
enn, að syngja allt á íslensku og var
því svolítið kjaftshögg fyrir hljóm-
sveitina að vera notuð sem dæmi um
íslenskan/enskan bastarð, ef svo má
að orði komast.
Um leið og við biðjumst afsökunar
á e.t.v. of harðyrtri grein, viljum við
skora á Kikk að senda okkur texta til
birtingar fyrst þeir eru orðnir að
umtalsefni.
- Bra
99Við höfum jukkað
saman í fleiri ár”
— Möðruvallamunkarnir líta í heimsókn til Nútímans
■ „Hljómsveitin sem slík var stofnuð í
miðjum desember s.l. en það má segja
að við höfum „jukkað“ saman í fleiri ár“
sagði Ingjaldur Arnþórsson söngvari
Möðruvallamunkanna í samtali við Nú-
tímann en skömmu fyrir helgina litu þeir
inn í heimsókn til Nútímans, það er 75%
þeirra, Hreinn Laufdal trommulcikari
var víst veðurtepptur fyrir norðan. Með
Ingjaldi voru þeir Rögnvaldur Rögn-
valdsson bassaleikari og Sigfús Arnþórs-
son píanóleikari.
„Jukkið** sem átt er við hér að ofan á
við þremenningana Ingjald, Hrein og
Sigfús en þeir gerðu garðinn frægan í
hfjómsveitum á borð við Flugfrakt og
síðar Skarr, sú fyrrnefnda komst víst
aldrei lengra en að senda fréttatilkynn-
ingar í blöðin, sú síðarnefnda aftur á
móti var þekkt „underground** sveit á
Akureyri sem kom víst aldrei fram
opinberlega.
Rögnvaldur aftur á móti er þekktuj
um allan Eyjafjörð fyrir þátttöku sína í
hljómsveitinni Sýklunum.
„Við vorum búnir að vera farand-
verkamenn saman í fleiri ár og spiluðum
samhliða því“ segja þeir og spyrja svo
hver annan hvort það sé ekki eins
sannferðug lýgi og hver önnur...“ Ég
hef ekki verið það síðan 1979, hef verið
með fasta vinnu síðan" segir Ingjaldur...
„Það breytir engu segir félagi hans
Sigfús.
Þar sem undirritaður hefur ekki heyrt
í þeim félögum áður spyr hann hvernig
tónlist þeir séu með.
„Þetta er svona keyrslurokk með
dreifbýlisívafi, alls ekki gamaldags samt
og hljómurinn nokkuð sérstakur þar
sem við erum með rafmagnsflygil í
staðinn fyrir gítar'* segja þeir.
Það kemur ennfremur fram hjá þeim
að um páskana hafa þeir unnið að
áb0rðiðfýrirNótímann.
löðruv aUamunkarnir,
>ða750/°t>e,tta
upptökum á fyrstu plötu sinni... „tókum
12 lög á 64 tímum og vöktum svo í
sólarhring við að hljóðblanda þau. í það
fóru einir 20 lítrar af kaffi og ein og hálf
rúlla af skeinipappír'*.
Upphaflega ákváðu þeir að gefa út
plötuna sjálfir en nú hafa þeir „koksað“
á því og lýsa hér með eftir útgefenda...
„Það yrði alfarið hans mál í hvaða formi
þessi 12 lög, eða hluti þeirra, yrði gefinn
út,“ segja þeir.
Tónlistarlíf á Akureyri
í spjallinu komum við inn á tónlistarlíf
Akureyringa um þessar mundir.
„Það má segja að þessi bylgja sem
kom upp hér í Reykjavík fyrir einum
tveimur árum, hafi skotið upp kollinum
ári seinna fyrir norðan og nú er mikið í
gangi þar, hljómsveitir eins og 1/2 7,
Odds og Des, en alls eru um 8 hljóm-
sveitir starfandi þar, fyrir utan ca. 7
sveitaballagrúppur, þetta er orðið gott
partý“, segja þeir.
Þeir eru sammála um það að engan
veginn sé hægt að lifa af tónlistinni fyrir
norðan, nema maður sé vinsæll á sveita-
böllum, Sjallinn sé þá staðurinn sem
hægt sé að skjótast inn á.
Þeir félagar eiga eigin rútu og eru á
henni hér fyrir sunnan, héldu upp á
Skaga eftir spjallið, verða í Klúbbnum í
kvöld, laugardagskvöld og jafnvel með
eina aukatónleika á sunnudag ef ekki
verður fært norður.
Og að lokum, þar sem Tíminn er
framsóknarblað vill Sigfús taka það fram
að hann samdi eitt lag fyrir Upplyftingu,
„Endurfundir'* en vill taka það skýrt
fram að tónlist þeirra sjálfra er í engri
líkingu við það.
-FRI
SATT-
tónleikar
í Klúbbnum
■ Helgartónleikar SATT í Klúbbn-
um hófust í gærkvöldi er Baraflokkur-
inn og Q4U tróðu þar upp en í kvöld,
laugardagskvöld mun önnur Akureyr-
arsveit koma þar fram, Möðruvalla-
munkarnir, og er þctta í fyrsta sinn
sem þeir leika hér fyrir sunnan. Sú
sveit spilar. að sögn, keyrslurokk með
dreifbýlispönktvafi en þeir hafa nýlok-
ið upptökum fyrir plötu, eins og fram
kemur í viðtali við þá hér á opnunni.
Ásamt „munkunum" koma fram t
kvöld Bergþóra Árnadóttir og Pálmi
Gunnarsson og heiðursgestir kvöldsins
verða hjónin Bjarni Hjartarson og
Anna Flosadóttir frá Búðardal með
frumsamið efni.
Bjórkjallarinn er opinn að vanda og
fjörið hefst rétt fyrir kl. 22.
-FRI
Metro
■ Nýtt fyrirtæki í þágu tónlistar-
bransans hefur verið sett á stofn. Það
heitir Metro Music og bak við það
standa Hailvarður Þórsson og sam-
starfsmaður, en hans nafn er á huldu.
Helsti tilgangur þess er að standa fyrir
tónleikahaldi og í undirbúningi er
stórkonsert í Höllinni í maí þar sem
erlend hljómsveit mun koma fram.
Þegar hefur verið haft samband við
Kraftwerk og Roxy Music sem ekki
hafa séð sér fært að koma, en Hallvarð-
ur sagðist vera bjartsýnn á að Siouxsie
and the Banshces skryppu yfir. Auk
þcssa er á döfinni í sömu herbúðum
konsert með fsfirsku hljómsveitinni
Grafík sem bráðlega mun gefa út sína
aðra piötu. Sá konsert er ráðgerður
seint í apríl á Borginni R _
The Fall undanfarið í Englandi og tvær
plötur hljómsveitarinnar, Room to
love og hljómleikaplatan Part of Ame-
rica sem tekin var upp í ýmsum
fylkjum Steits, »hafa sctið lengi á
independant listunum. Bra
Ebe
■ Fyrir nokkrum dögum var staddur
TheFall
spila hér
7. maí
■ Nú er búið að ganga frá heintsókn
ensku hljómsveitarinnar The Fall þótt
enn sé ekki ákveðið á hvaða stað þeir
spila né hverjir spila með þeim. Hún
mun aðeins halda eina tónleika hér
sem vcrða að öllum líkindum laugar-
daginn 7. maí. Mikið hefur kvcðið að
hér á landi danskur náungi að nafni
Ebe. Sá maður kom I þeim göfuga
tilgangi að kynna sér íslenska rokk-
tónlist fyrir danska tónlistartímaritið
MM (Musik Magasin) og er Bkki sá
fyrsti sem kemur í þeim erindagjörð-
um. Þótt ekki hafi borið mikið á áhuga
Skandinava á íslensku rokki er hann
víst talsverður og jafnvel eru (slenskar
plötur nokkuð algengar í plötubúðum
á Norðurlöndum. En það er bara eitt
próblem sem kemur líklega til með að
hindra frekari samskipti íslands og
Skandinavtu í þessu sambandi: þeir
skandinavísku aðilar sem kaupa af
okkur plötur vilja jafnan losa sig við
eitthvað af þeirra útgáfu í staðinn, og
það eigum við erfitt með að meðtaka.
Tungumál þeirra hljóma einfaldlega
ankannalega í okkar eyrum í fylgd
með rokktónlist. Enskan er mun þægi-
legri.
Trúðurinn í
Danaveldi
■ Trúðurinn, sem skipaður er Val.
Gautasyni, Haraldi Karlssyni, Þór
Stiefel og Sigurði Guðmundssyni, er
nýkominn frá Danmörku þar sem
hann hljóðritaði tónlist sína. Eftir
bestu heimildum á að gefa hana út á
kassettu. Undanfarið hefurTrúðurinn
verið duglegur við að koma frani og
tvímælalaust er kominn tími til að
festa hann á band. Bra
Bunnymen
■ Mikill áhugi er á Bretlandseyjum á
tónleikum Echo and the Bunnymen
sem hérlendis verða í júít, og ljóst
er að hljómsveitin á þar harðan kjarna
aðdáenda sem fullan hug hafa á að
fylgja henni til fslands.
Þannig hefur Nútíminn fregnað að
þegar sé byrjað að hringja í kollega
okkar á Mogganum, ssv. að biðja um
að miðar séu fráteknir m.a. hringdi
einn ákafur Skoti og vildi sinn miða og
ekkert múður og þær fregnir berast frá
umboðsmönnum Echo að mun
meira sé spurt um tónleikana hér á
íslandi hjá þeim en um aðra tónleika
sem sveitin er með vfðsvegar um
Bretland f sumar. -FRI