Tíminn - 10.04.1983, Síða 23
SUNNUDAGUR 1«. APRÍL 1983
■ Þorvar í léttri sveiflu
„ÞAB SEM LIGG-
DR FYRIR ER AÐ
KDMA UPP RANDI
í NEW YORK”
- rætt við Þorvar fyrrum söngvara
og saxafónleikara Jonee Jonee
■ Ég var svo heppinn að rekast á
Þorvar, fvrrum söngvara og saxafón-
lcikara JONEE-JONEE, en hann er nú
í smá leyfl frá skóla sem staðsettur er í
New York City og ber nafnið Institute
of Audio Research. Hvað sem það nú
merkir þá er Þorvar í námi í hljóðupp-
tökum og alls kyns tæknilegum brelli-
brögðum sem almenningur vill helst
ekki kannast við að hafa mikið vit á. Þar
sem ég treysti mér ekki tU að spyrja
gáfulegra spurninga í því sambandi lét ég
Þorvar leysa frá skjóðunni.
„Námið gengur einkum út á tæknilegu
hliðina við hljómplötugerð, þ.e. allt frá
því að koma mikrafónum fyrir í upp-
tökuherbergi, síðan upptaka og mix og
að síðustu skurður og pressun hljóm-
plötunnar.
Námið í þessum skóla tekur 1 ár, eða
fjórar annir, en svo liggur beint við að
fara í New York University, en í N.Y.U.
er svo aftur tekið fyrir það sem snýr
meira að hljómlistarmanni og útgefanda,.
þ.e. hljóðfæraleikur, tónfræði, rekstur
útgáfufyrirtækis o.s.frv. Allt í allt kemur
þetta til með að taka 5-7 ár, eða allt eftir
því hversu hátt markið er sett í síma-
skránni: BA, MA.
Ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara
út, var sú að mér fannst ekki nóg um
fagmennsku í íslenskri hljómplötu-
vinnslu, hérna er of mikið gert af því að
læra af mistökum sem ekki er nógu gott,
því það getur hæglega orsakað móður-
sýkiskast og jafnvel uppgjöf hjá við-
kvæmum sálum.“
En hvað heldurðu að þú komir til með
að gera á næstunni í músik?
„Það sem liggur fyrir á þessu ári er að
koma upp bandi í New York, að vísu
hefur ekki gengið neitt alltof vel að finna
mannskap, en það er verið að leita á
fullu núna. Að vísu leita ég ekki mikið
á meðan ég hangi hérna heima, en ég var
byrjaður að æfa með bassaleikara áður
en ég kom heim og hann er að leita að
mannskap sem gæti fittað inní það sent
við höfum komið okkur saman um að
gera."
Og hvað í ósköpunum á þetta eftir að
verða?
„Sá tími er liðinn að viðskipti voru
treyst með handabandi. Þess vegna vil
ég ekki tala um það sem ég kem til með
að gera á næstunni, því að það eru of
miklar líkur. á því að vond augu sjái og
skemmd eyru heyri. Sjálfur hlusta ég
mjög lítið á músik annara, því að með
því finnst mér ég eiga best með að
einbeita mér' að mínu og vera sjálfum
mér samkvæmur.“
Hvernig er að vera í NYC, er hún
jafnspennandi og því fólki finnst sem
gengur með I love New York skiltin?
„New York er frábær borg, svo frama-
lega, sem fjárráð eru næg, en fyrir
námsmenn erfið, hrísgrjón og spaghetti.
Það sem sennilega er hvað mest spenn-
andi við borgina, er sennilega hversu
ólíkum hlutum er blandað saman svo
sem ólík þjóðarbrot og lifnaðarhættir
frá öllum heimshornum, peningar og
fátækt, geðveiki og góðmennska, alveg
eins og í Glæsibæ „Allt á sama stað“
(Just name it)“
„Ég læt Andy Warhol um það:“
A: „It’s nice out, should we walk?“
B: „No“
A: „O.K.“
-bra
ÍS'Í'ÍÍÍÍ!
Fyiiitivggja
í ferðamálum
Þú getur byrjað strax í
SLferðaveltunni
SL-ferðaveltan gerir farþegum okkar
kleift að búa nú þegar í haginn fyrir
nœsta sumar, safna á auðveldan hátt
álitlegum farareyri og skapa sér þannig
ánœgjulegt sumarleyfi, laust við hvimleið-
ar fjárhagsáhyggjur.
SL-ferðaveltunni svipar til venjulegrar
spariveltu, - nema í einu grundvallaratriði
- sem einmitt gerir gœfumuninn.
Líkt og í spariveltunni leggur þú
mánaðarlega inn ákveðna upphœð á
Ferðaveltureikning í Samvinnu-
bankanum og fœrð upphœðina síðan
endurgreidda í einu lagi að 3ja til 9
mánaða sparnaði loknum, ásamt láni frá
bankanum jafnháu sparnaðarupphœð-
inni. Þú hefur þannig tvöfalda upphœð til
ráðstöíunar að ógleymdum vöxtunum.
Sérstaða SL-ferðaveltunnar er siðan
fólgin í því að þú greiðir lánið á 5-11
mánuðum, 2 mánuðum lengri tíma en
venja er til. Samvinnuferðir-Landsýn
fjármagnar framlengijigu endurgreiðslu
tímans, hver greiðsla verður léttari og
sumarleyíió greiðist upp án fyrirhafnar.
Þökk sé SL-ferðaveltunni og fyrirhyggju
þinni.
Þú þarft ekki að hugsa þig tvisvar um,
-tryggðu þér tvöfaldan ferðasjóð strax.
Samvinnuferdir-Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
SL-ferðavelta - nýr lánamöguleiki
SPARNAÐAR- TÍMABIL MÁNAÐAR- LEGUR SPARNAÐUR SPARNAÐUR1 LOK TÍMABILS LÁN FRÁ SAMVINNU- BANKA RÁÐSTÖFUN- ARFÉ MEÐ VÖXTUM MÁNAÐARLEG ENDURGR. ENDURGR. TÍMI
3 mánuðir 1300.00 2600.00 3900.00 3900.00 7800.00 11700.00 3900.00 7800.00 11700.00 7974.00 15948.00 23922.00 865.70 1731.50 2597.20 5 mánuðir
5 mánuðir 1300.00 2600.00 3900.00 6500.00 13000.00 19500.00 6500.00 13000.00 19500.00 13512.50 27040.00 40552.50 1066.20 2132.50 3198.70 7 mánuðir
7 mánuðir 1300.00 2600.00 3900.00 9100.00 18200.00 27300.00 9100.00 18200.00 27300.00 19233.00 38481.00 57729.00 1200.60 2401.20 3601.80 9 mánuðir
9 mánúðir 1300.00 2600.00 3900.00 11700.00 23400.00 35100.00 11700.00 23400.00 35100.00 25150.50 50301.00 75451.50 1305.50 2611.00 3916.50 11 mánúðir
Gert er ráð fyrír 42% innlánsvöxtum og 42.964% útlánsvöxtum svo og lántökukostnaði (stimpil- og lántökugjaldi). Vaxtakjör eru háð ákvörðun Seðlabankans. Framangreind vaxtakjör gilda frá 1.11. 1982.
o
It
Efni í bogaskemmur með eða án gafla
Hentugar fyrir véla- og verkfærageymslur, heyhlöður, gripahús o.fl
Klæðning galvaneseruð eða með innbrenndri Ijósgrænni málningu.
Útvegað með stuttum fyrirvara.
Útvegum ennfremur klæðningar á boga-
skemmur galv. eða m/innbrenndri máln-
ingu, fyrir þá sem þurfa að endurnýja eldri
klæðningar
FJALAR HF.
SNOEI bogaskemma viö Sultartanga ÆgÍSgÖtU SÍmÍ 17975/76
Sveitastörf — Barnagæsia
Duglegir og heilbrigðir krakkar, drengur 13 ára og stúlka 10 ára óska
eftir að komast á góð sveitaheimili i sumar.
Þarf ekki að vera á sama heimili.
Vinsamlega hringið í síma 91-54862 á kvöldin.
Umboðsmaður
óskast í Garðabæ
óskum eftir umboösmanni fyrir dreifingu blaðsins
í Garðabæ.
Vinsamlegast hafið samband við afgreiðslu
blaðsins sími 86-300
Tíminn
Síðumúla 15
* UMFERÐIN
-VIÐ SJÁLF
S______________r
yU^FERDAR
NÝIR KAUPENDUR
HRINGIÐ*
BLADID
KEMURUMHÆL
SÍMI 86300