Tíminn - 10.04.1983, Qupperneq 25

Tíminn - 10.04.1983, Qupperneq 25
SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1983 - En hvenær vaknaði áhugi þinn á heimspekinni? „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á bókmenntum, en á menntaskólaárunum vaknaði áhugi minn á heimspekilegum spurningum innan þeirra. Það er reyndar dálítið merkilegt að við erum þrír úr sama árganginum á Laugarvatni búnir, eða um það bil, að Ijúka doktorsprófi í heimspeki um þessar mundir, en það held ég að sé að mjög miklu leyti fyrir áhrif Kristjáns Árnasonar, sem kenndi okkur bókmenntir. Kristján hefur ein- stakt lag á því að vekja mann til umhugs- unar um hluti af því tagi, honum tekst svo vel að opna bókmenntirnar fyrir heimspekilegum spurningum. Ég skráði mig síðan í háskólann með bókmenntir sem aðalfag og heimspekina með, af því-að maður þurfti að taka tvö fög, en síðan snerist þetta þannig að heimspekin tók yfir. Ég er alltaf mjög þakklátur skóla- meistaranum á Laugarvatni, Kristni Kristmundssyni en starf þeirra sem stýra heimavistarskólum er mun viðameira en annarra skólastjóra. Ég var talsvert agavandamál á mínum menntaskólaár- um og Kristinn reyndist mer mjög vel í þeim málum.“ - En Ragnheiður, hvar lagðir þú út á menntabrautina? „Ég tók stúdentspróf frá Menntaskól- anum í Reykjavík, en það fannst mér leiðinlegur skóli. Síðan fór ég í íslensku í háskólanum en átti svo Eddu og hætti. Reyndar ætlaði ég að byrja eftir jólin en treysti mér svo ekki til þess, enda fór mestur tíminn í atvinnuleit. Veturinn á eftir fór ég svo til Neskaupstaðar og kenndi við barnaskólann þar.“ „Ég var þá að kenna við gagnfræða- skólann og undirbúa BA-ritgerðina,“ segir Vilhjálmur„j2ða réttara sagt ætlaði að gera það en minna varð úr því en til stóð vegna þess að nóg var að gera við kennsluna. Við Ragnheiður kynntumst svo í kirkjukórnum og í Egilsbúð - en kórinn var alveg prýðilegur þennan vetur...." „Þó ég hafi reyndar misst röddina allt í einu við eina messuna,“ heldur Ragn- heiður áfram, „ég hætti í miðjum sálmi vegna þess að ég var órðin svo rám, en það var nú í lok vetrarins sem betur fer. Ég er nýbúin að fá röddina aftur og syng nú bara byltingarsöngva'* „Yorum eiginlega send út“ ,, Annars finnst mér stúdentsprófið alls ekki nógu góður undirbúningur undir kennarastarfið. Mér finnst alls ekki rétt að demba stúdentum -svona beint út í kennslu, ef skólar taka stúdentafinnst' mér að þeir ættu að halda a.m.k. hálfs- mánaðar námskeið fyrir þá í viðkomandi skóla áður en kennslan byrjar, vegna þess að stúdentspróf er ekki sambærilegt kennaraprófi. Én mér þótti erfitt að kenna en skemmtilegt að mörgu leyti, sérstaklega hafði ég gaman af forskóla- kennslunni.“ „Mér þótti líka að mörgu leyti gaman að kenna“, segir Vilhjálmur, „en þetta var erfiður vetur, einkum og sérílagi vegna þess hve kennarar þurfa að vinna mikið til að hafa í sig og á. Grunnskóla- kennarar búa við sérstaklega slæm kjör og maður hefur mun meiri samúð og skilning með stéttinni eftir þessa reynslu. En það var að ýmsu leyti gaman að umgangast þann aldurshóp sem stundar nám í grunnskólunum þó ég vilji nú helst ekki þurfa að fást við agavandamálin sem þar tíðkast. Helst vil ég kenna í háskóla þar sem slík vandamál eru ekki fyrir hendi. Auk þess þurfa grunnskóla- kennarar einnig að hugsa um félagslegu hliðina, sem er skemmtilegt en afskap- lega þreytandi, þegar þetta leggst ofan á kennsluálagið. „Foreldrar hafa ekki nógu sterk sam- tök með sér,“ segir Ragnheiður, „en samtök foreldra gætu vel tekið þátt í félagslegu hliðinni, það mundi líka auka skilning foreldra á skólastarfinu og ef til vill stuðla að bættum samskiptum for- eldra og barna. Nú, en svo við höldum áfram skóla- göngunni þá fórum við suður veturinn á eftir, Vilhjálmur til að taka kennslupróf- ið, ljúka við BA-ritgerðina og kenna og ég hóf nám í bókmenntafræði við Há- skólann. Mér þótti ofsalega gaman í skólanum þennan vetur, námsefnið var skemmtilegt, kennararnir góðir og svo var þetta mjög góður hópur sem byrjaði saman þarna." - En hvenær ákváðuð þið að fara til Bandaríkjanna? „Við vorum nú eiginlega send út af einum manni uppi í Háskóla-1, segir 25 ■ Ragnheiður og Vilhjálmur úti fyrir dyrum stúdentagarðsins sem hýsti þau í Purdue, Ljósm.: Dr. Páll Skúlason prófessor. ■ Árni bíður nú eftir leikskólaplássi en Edda byrjaði í Æfíngadeildinni skömmu eftir að hún kom hciin. unum,“ segir Vilhjálmur, „enda hef ég gaman af heimspekingum sem eru líka rithöfundar eins og t.d. Sartre." - Hvernig kunnuð þið svo við ykkur? „Við vorum nú talsvert lengi að venj- ast lífinu þarna, það tók okkur uppundir ár að átta okkur almennilega," segir Ragnheiður. „Eh ég var mjög ánægð með enskudeildina. Að vísu er byrjunar- nám í bandarískum háskólum miklu almennara en hérna vegna þess að bandarískir krakkar taka stúdentspróf átján ára, en maður gat valið mjög mikið. Ég var með enskar bókmenntir sem aðalfag og þurfti að taka með þeim sögulegt yfirlit yfir bandarískar bók- menntir. Það var ákaflega misjafn varn- ingur og fátt merkilegt við upphaf þeirra. Þá var mikið um púrítönsk og ofstækis- full trúarskrif og yfirleitt eru þetta mjög lélegar og illa skrifaðar bókmenntir, en það fór strax að glæðast með Poe, Hawthorne og Melville. í þessu námi vaknaði áhugi minn á ljóða- og leikrita- lestri, sem gefur möguleika á mjög persónulegri túlkun. Auk þess var boðið upp á námskeið í „skapandi skrifum” (creative writing) sem rithöfundar kenndu og voru mjög skemmtileg." „Ég var líka nokkuð ánægður bæði með námið og kennsluna og líkaði vel framan af,“ segir Vilhjálmur en þriðja árið var freniur Iosaralegt. Þá var mikið um próf sem skáru úr um hvort maður gæti haldið áfram í doktorsnámi. Að því loknu líkaði mér svo aftur miklu betur, enda er allt annað að vera að vinna að sinni eigin ritgerð." - Hver eru aðaláhugamál þín innan heimspekinnar? „Ég hef mestan áhuga á félagslegri og siðfræðilegri heimspeki og tengslum þeirra.BA-ritgerðin fjallaði um tilvistar- stefnu Sartre og t henni var ég ákaflega mikið sammála Sartre, - það má segja að ég hafi endað BA-námið í dýrðar- Ijóma tilvistarstefnunnar - en námið úti fór síðan mikið í það að skrifa mig frá honum og niðurstaða doktorsritgerðar- innar er eftir því. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á siðfræðilegum vandamálum en lítinn áhuga á fræðilegri siðfræði. Tilvistarsið- fræðin virtist skárri en við nánari athug- un fannst mér hún svo ófullnægjandi og í doktorsritgerðinni reyndi ég að koma með einhvern valkost án þess þó að byggja hann á hcfðbundnu siðfræðinni. Mér leiddist ríkjandi siðfræði oft mikið, fannst hún alltof abstrakt ogekki höfða á neinn liátt til siðferðilegrar reynslu fólks. Það var einmitt þar sem tilvistarsiðfræðin virtist betri en vandinn er sá að hún lendir í of mikilli einstakl- ingshyggju. Hún byggir algjörlega á persónulegri reynslu, frelsi og ábyrgð einstaklingsins sem auðvitað er mikil- vægt, en hún missir sjónar á mótunar- áhrifum samfélagsins og því hvernig siðferðilegu lífi er í rauninni lifað. Mér fannst að tengja þyrfti siðfræðina miklu meira félagslegum og sögulegum veru- leika mannsins og taka þannig menning- arlegu áhrifin inn í myndina. Einstakl- ingurinn er nefnilega alltaf barn; síns tíma og miklu meira barn síns tíma heldur en sú hetja sem tilvistarstefnan dregur upp. Ég legg lítið upp úr siðfræðilegum kenningum sem miðast við fræðilegar forskriftir um hegðun eða röklega grein- ingu á siðfræðilegum hugtökum. Ég legg frekar áherslu á að reyna að greina þann siðferðilega veruleika sem við búum við og reyni að lýsa því hvernigsiðferðilegar hugmyndir fólks, t.d. um réttlæti, spretta af hversdagslegri reynslu þess af misrétti og ranglæti." „Bjuggum í vernduðu umhverfi“ - En hvcrnig kom bandarískt þjóðlíf ykkur fyrir sjónir? „Rcynsla námsmanna í Bandaríkjun- um er yfirleitt jákvæð,“ segir Vilhjálm- ur, „og okkur líkaði miklu betur en við gerðum ráð fyrir. Við bjuggum þama í námsmannasamfélagi, á stórum stúd- entagarði og í stúdentabæ þannig að við vorum í mjög vernduðu umhverfi. Auk þess höfðum við það mjög gott fjárhags- lega, ég var á styrk og íslensku námslánin dugðu okkur vel því það er miklu ódýrara að lifa þarna en hér. Andstætt því sem hér tíðkast getur maður lifað ódýrt þarna, t.d. með því að borða mikið grænmeti. Við kynntumst góðu fólki, bæði Bandaríkjamönnum og útlendingum, því að á garðinum bjó fólk frá öllum heimsálfum." „Reynslan af því að búa í háskólabæ cr alls ekki raunhæf," segir Ragnheiður, „maður sér það þegar maður kemur til stórborga eins og t.d. Chicago. Þar er stéttaskiptingin mjög áberandi og hana sér ntaður líka þegar maður fer í skemmtigarðana eða í tívoií. Þá hittir maður allt í einu fyrir fólk sem er eins ogaföðrum þjóðflokki. Þaðergreinilegt að þetta fólk býr við mjög slæm skilyrði, það er óhreint og eitthvað svo vonlaust á svipinn að maður hefur á tilfinningunni að það geti ekki unnið sig upp úr þessu. Atvinnuleysið var líka að verða geig- vænlegt, um það leyti sem við fórum var það komið upp í tíu prósent, en það hefur aukist stöðugt cftir að Reagan komst til valda." „Það var líka áberandi," segir Vil- hjálmur, „að eftir því sem atvinnuleysið jókst fjölgaði auglýsingum í sjónvarpinu um dásemdir hermannalífsins og öll tækifærin sem biðu ntanna í hernum. Þetta var því orðið að óbcinni herkvaðn- ingu pg margir hafa ekki um neitt annað að velja. Enda ergreindarstigið nú farið að hækka í hernum, en það hefur löngum verið mjög lágt, enda cru um það bil 10% Bandaríkjamanna ólæsir og óskrifandi. Auk þeirra cru ca 25% svo illa læsir og skrifandi að þeir geta ekki Vilhjálmur „Mikael M. Karlssyni, sem fleiri þekkja eflaust undir nafninu Mike Marlies. En við vorum hálf óákveðin í hvað bæri að gera, ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara í lögfræði eða iðnnám hér heima eða heimspeki og bókmenntir úti, og þá á Norðurlöndun- um, en svo dreif Mike í að sækja um fyrir okkur í Bandaríkjunum og það varð úr að við fórum þangað. Það ýtti líka undir ákvörðunina að ég vissi að manni yrði haldið við efnið og gæti því orðið talsvert fljótari þar en annars staðar, auk þess sem þeir eru með fjárhagsaðstoð og nemendur sem eru í framhaldsnámi fá líka kennslu. En manni leist sosum ekkert vel á Bandaríkin og hafði ímugust á þeim fyrirfram, sá bara fyrir sér skýjakljúfa og skelfilega hluti." „Mig langaði nú mest til að halda áfram í bókmenntafræðinni," segir Ragnheiður, „en það var ómögulegt því ég var rétt byrjuð. Ég reyndi því að finna einhverja hliðstæðu þeirra. Það skemmtiiega við bókmenntirnar er að mínu mati það að þær fjalla um svo margbreytileg efni, svo sem heimspeki- leg, söguleg, félags- og sálfræðileg. Þannig finnst mér t.d. að við lestur forngrísku bókmenntanna hafi. ég lært söguna miklu betur en við lestur ein- hverrar þurrar sagnfræðibókar, auk þess sem líf fólksins kemur miklu betur fram.“ „Hef lítinn áhuga á fræðilegri siðfræði“ „Ég hef líka alltaf verið dálítið spæld- ur yfir því að hafa dottið út úr bókmennt- ■ Vilhjálmur eyðir miklum tíma við ritvélina - en í þetta sinn held ég að hann sé nú bara að skrifa sendibréf.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.