Tíminn - 01.05.1983, Qupperneq 9
SUNNUDAGUR 1. MAÍ1983
9
menn og málefni
Samvinna bændanna hefur
reynzt neytendum hagstæð
Ánægjuleg
viðurkenning
■ Osta- og smjörsalan hélt aðalfund
sinn snemma í þessum mánuði og
minmist í sambandi við hann 25 ára
afmælis síns. Mikið fjölmenni var þá
samankomið í hinum veglegu húsa-
kynnum fyrirtækisins. Par mættu bæði
starfsmenn fyrirtækisins og viðskipta-
menn. Pað ieyndi sér ekki, að Osta- og
smjörsalan er vinsælt fyrirtæki.
Bezt staðfesting fékkst á þessu,
þegar formaður Félags matvöru-
kaupmanna, Ólafur Björnsson, steig í
ræðustólinn og las upp eftirfarandi
bréf frá stjórn félagsins til stjórnar
Osta- og smjörsölunnar:
„Stjórn Osta- og smjörsölunnar,
Bitruhálsi 2, Reykjavík
Stjórn Félags matvörukaupmanna
vill með bréfi þessu veita fyrirtæki yðar
viðurkenningu fyrir vöruvöndun og
mjög góða þjónustu við verzlanir fé-
lagsmanna.
Því til staðfestingar mun stjórn fé-
lagsins afhenda yður sérstakt inn-
rammað skjal.“
Vissulega var það ánægjulegt fyrir
forráðamenn Osta- og smjörsölunnar
að fá þessa kveðju frá kaupmönnum á
25 ára afmælinu. En vafalaust hefðu
fleiri viljað taka undir hana, ekki sízt
viðskiptamenn kaupmannanna.
Óhætt er að fullyrða, að það sé
almannarómur, að framfarir hafi á
fáum sviðum orðið meiri hérlendis á
; síðasta aldarfjórðungi en í framleiðslu
þeirra vara, sem Osta- og smjörsalan
hefur umsjón með og annast sölu á.
íslendingar standa ótvírætt orðið
mjög framarlega í ostagerð og útflutn-
ingur osta gæti orðið verulegur, ef
verðbólgan væri ekki til hindrunar.
Bréfið frá stjórn Félags matvöru-
kaupmanna til stjómar Osta- og
smjörsölunnar er skemmtilegur vitnis-
burður um batnandi sambúð þessara
aðila. Það vantar ekki, að reynt hefur
verið að sá úlfúð í sambúð kaupmanna
og framleiðslu- og sölufélaga bænda.
Þrátt fyrir það hefur sambúðin færst í
rétta átt og kaupmenn margir eru ekki
sízt í hópi þeirra, sem telja sér hag-
kvæmt að geta átt skipti við heil-
steypt og vel skipulögð framleiðslu-
fyrirtæki bændanna.
Óætt og
óseljanlegt smjör
Osta- og smjörsalan er gott dæmi
um, að jafnt framleiðendum og neyt-
endum er það mikilsvert, að framleið-
endur hafi trausta samvinnu og gott
skipulag á vinnslu og sölu afurðanna.
Það er þeim og öðrum til óhagræðis að
halda uppi innbyrðis samkeppni og
troða skóinn hver niður af öðrum.
Niðurstaðan verður verri vörur, minni
vöruvöndun og lakari þjónusta.
Þrátt fyrir þessar staðreyndir, ríktu
verulegir fordómar, þegar Osta- og
smjörsalan hljóp af stokkunum.
Þetta er rifjað upp í vönduðum
afmælisriti fyrirtækisins, sem Gylfi
Gröndal hefur tekið saman.
Þeim mótmælum gegn stofnun Osta-
og smjörsölunnar var ekki sízt
hampað,- að öll samkeppni væri úr
sögunni. Bændur tryggðu sér einokun
og það myndi leiða til minni vöruvönd-
unar og verri þjónustu.
Svipuðum mótmælum og þó raunar
miklu óvægnari var beitt gegn Mjólk-
ursamsölunni á sínum tíma. Þau eru nú
þögnuð, því að reynslan hefur afsann-
að þau.
Gylfi Gröndal segir svo frá í upphafi
kafla, sem hann kallar „Fæðingarhríð-
ir“:
„Osta- og smjörsalan var enn ekki
tekin til starfa, þegar byrjað var að
skrifa um hana í blöðin. Og þessum
fyrstu blaðagreinum var bersýnilega
ætlað að vekja tortryggni og andúð
meðal almennings.
Hinn 22. nóvember 1958 birtist í
blaðinu Frjáls þjóð grein, sem er ágætt
dæmi um tóninn í þessum skrifum. Þar
skín vandlæting úr hverju orði: Nú eigi
að hætta allri samkeppni og gamalt,
óætt og óseljanlegt smjör verði selt í
sömu umbúðum og á sama verði og
fyrsta flokks smjör!“
Deila við kaupmenn
Þá segir Gylfi Gröndal svo frá deilu,
sem reis við kaupmenn:
„Það var frá upphafi ákveðið, að
þeir aðilar, sem fengju gjaldfrest hjá
Osta- og smjörsölunni, skyldu greiða
mánaðarúttekt sína 15. næsta mánaðar
á eftir.
Þegar væntalegum viðskiptavinum
var skýrt frá þessum greiðsluskilmál-
um, hófu samtök kaupmanna baráttu
fyrir því að greiðslufrestur yrði
lengdur.
Stjórn Kaupmannasamtaka íslands
gekk á fund Sigurðar Benediktssonar
og fór fram á breytingar, og þegar sú
för bar ekki árangur, var skrifað til
stjórnar félagsins.
Stjórnin samþykkti að standa fast á
þeim reglum, sem settar hefðu verið í
upphafi, og kaupmönnum var því
skýrt frá því, að ekki væri unnt að
verða við tilmælum þeirra. Þau rök
voru færð fyrir neituninni, að sá
greiðslufrestur, sem ákveðinn hefði
verið, nægði til þess að kaupmenn
þyrftu ekki að binda fé í vörubirgðum
mjólkurvara. I smásölu væru vörur oft
fengnar gegn staðgreiðslu og verzlanir
ættu kost á að kaupa þær eftir hend-
inni. Einnig var bent á, að ekki væri
hægt að ætlast til þess, að bændur
lánuðu kaupmönnum tekjur sínar.
Eftir þetta málþóf og hálfgerðar
hótanir kaupmanna, var beðið með
eftirvæntingu eftir fyrsta greiðsludeg-
inum, sem var 15. febrúar. Ekki var
rukkað, heldur áttu viðskiptamenn að
koma og greiða skuld sína.
Hvernig skyldi nú ganga að fá
greiðslu fyrir fyrstu mánaðarsölu hins
nýja fyrirtækis?
En sjá! Kaupmenn og aðrir kaup-
endur komu svo til undantekningar-
laust og greiddu úttekt sína á réttum
tíma.“
Afskipti
Neytendasamtakanna
Þá segir Gylfi Gröndal frá afskiptum
Neytendasamtakanna:
„Áð sjálfsögðu hafa kaupmenn ekki
verið ánægðir yfir því að þurfa að hlíta
þessum málalokum, og ef til vill hefur
þeim með gremju sinni tekizt að skapa
óánægju meðal neytenda. Sumum
þótti einsýnt, að náið samband væri á
milli kaupmanna og Neytendasamtak-
anna í þessu máli.
Hvað sem þeirri skoðun líður, er
það staðreynd, að hinn 20. febrúar,
nokkrum dögum eftir að kaupmenn
höfðu skilvíslega greitt janúarúttekt
sína, birtist í Morgunblaðinu yfirlýsing
frá stjórn Neytendasamtakanna, þar
sem krafizt var eftirfarandi af Osta- og
smjörsölunni:
„1. Að upalýst verði sem nákvæmleg-
ast, hver séu lágmarksskilyrði til þess
að smjör sé flokkað í 1. flokk og nefnt
„Gæða-smjör“.
2. Að á þeim umbúðum, sem Osta- og
smjörsalan ábyrgist innihaldið að vissu
marki, sé getið framleiðslu og pökk-
unarstaðar, þangað til því marki sé
náð um gæði, sem Osta- og smjörsalan
hefur heitið neytendum að keppa að
og hið opinbera myndi samþykkja sem
1. flokks smjör.
3. Að nafnið „Gæða-smjör“ verði fellt
niður og látlausara nafn tekið upp.
Eðlilegast virðist, að samheitið eigi að
vera „smjör“ - og síðan sé gæðaflokk-
un tilgreind.“
Þessar kröfur Neytendasamtakanna
voru síðan áréttaðar með bréfi til
Osta- og smjörsölunnar dagsettu 9.
marz og var það birt opinberlega. í
þessu bréfi er því haldið fram, að
sölufélagið hafi gerzt brotlegt við
lagaákvæði, bæði hvað viðvíkur því að
gefa ekki upp framleiðslustað og síðan
að kalla smjörið „Gæða-smjör“, sem
talið var brjóta í bága við lög um
vemdun gegn skrumkenndri vöru-
merkingu."
Fékkst ekki birt í Mbl.
„Blaðaskrifunum var að sjálfsögðu
svarað. Sigurður Benediktsson skrifaði
skilmerkilega grein sem svar við
skrifum Neytendasamtakanna í Morg-
unblaðinu. Greinin birtist íTímanum,
en fékkst ekki birt i Morgunblaðinu.
Næsti leikur Neytendasamtakanna
er svo kæra til borgardómara og var
Erlendi Einarssyni sem formani stjórn-
arinnar og Sigurði Benediktssyni fram-
kvæmdastjóra stefnt fyrir Sjó- og verzl-
unardóm Reykjavíkur snemma í apríl-
mánuði 4959.
Þessum málaferlum lyktaði þannig,
að undirréttur taldi hina óaðgreindu
smjörsölu heimila, en sakfelldi for-
ráðamenn Osta- og smjörsölunnar fyr-
ir villandi vöruheiti á gæðasmjörinu.
Málið kom aldrei til dóms í hæstarétti,
því var vísað frá vegna formgalla og
ekki tekið fyrir aftur.
Á aðalfundi Osta- og smjörsölunn-
ar, sem haldinn váró. apríl 1959, flutti
Erlendur Einarsson ítarlega skýrslu
um starfsemi fyrirtækisins fyrstu þrjá
mánuðina, sem sannarlega voru við-
burðaríkir, eins og lýst hefur verið
stuttlega hér að framan.
. Á einum stað í þessari ræðu komst
hann svo að orði:
„Við skulum vona, að andblásturinn
undanfarnar vikur sé aðeins eins konar
fæðingarhríðir. Þegar börn eru í heim-
inn borin, er það hlutverk foreldranna
að annast uppeldi þeirra. Hvað varðar
þetta unga sölufélag, sem fæddist á
nýársdag, er það skylda okkar allra,
sem viðriðnir erum starfsemi þess, að
annast uppeldi þess og koma því á
legg, svo að það geti gegnt hlutverki
sínu sem bezt.“
Og ræðunni lauk hann með þessari
setningu:
„Ef réttur andi ríkir hjá ölium
aðilum, sem standa að þessum félags-
skap, þá er ég viss um, að fyrirtækið
mun eiga sér bjarta framtíð."
Þetta reyndust orð að sönnu.“
Dómur neytenda
Riti sínu lýkur Gylfi Gröndal með
þessum orðum:
„Senn er lokið þessu ágripi af sögu
Osta- og smjörsölunnar - í máli og
myndum.
Hún er hluti af fjölþættu skipulagi
afurðasölu landbúnaðar á íslandi.
Þetta skipulag hefur verið að mótast í
nær hundrað ár og byggist að mestu
leyti á frjálsum samvinnufélagsskap
bændanna sjálfra.
Algjör samstaða þeirra fyrir 25
árum, goð forsjá og hæfir starfskraftar
hafa gert það að verkum, að Osta- og
smjörsalan hefur frá upphafi reynzt
happasælt fyrirtæki.
Um nafn þess leikur ljómi í hugum
almennings.
Á fundi Rotaryklúbbs í marzmánuði
árið 1980 var þáverandi formaður
Neytendasamtakanna, Reynir Ár-
mannsson, fenginn til að sitja fyrir
svörum þar sem ræða átti neytenda-
mál. Ekki leið á löngu, þar til fram-
leiðslu og sölu landbúnaðarvara bar á
góma, en þau hafa verið sígilt umræðu-
efni síðustu árin.
Þeirri fyrirspum var beint til for-
mannsins, hvort Neytendasamtökin
væru ekki gagnrýnin um of, hvort þau
ættu ekki líka að láta frá sér fara góða
dóma um það, sem vel hefur tekizt, í
stað þess að einbeita sér að því að
gagnrýna það, sem miður fer.
í þessu sambandi var minnzt á, að
neytendasamtök erlendis veittu oft
viðurkenningu fyrir það, sem þeim
þætti skara fram úr.
Formaðurinn tók undir þetta og
kvaðst ekki vera í neinum vafa um,
hvaða íslenzkt fyrirtæki hlyti fyrst
viðurkenningu Neytendasamtakanna.
Það væri Osta- og smjörsalan.
Þetta dæmi segir sína sögu.“
Osta- og smjörsalan hefur haft 'tvo
framkvæmdastjóra. Fyrsti fram-
kvæmdastjórinn var Sigurður Bene-
diktsson, sem gegndi því starfi frá
stofnun fyrirtækisins til 1967, þegar
hann lézt fyrir aldur fram. Óskar H.
Gunnarsson hefur verið framkvæmda-
stjóri síðan.
Erlendur Einarsson hefur verið
formaður stjórnar Osta- og smjörsöl-
unnar frá upphafi.
Samkvæmt lögum Osta- og smjör-
sölunnar eru mjðlkursamlögin beinir
eignaraðilar að fyrirtækinu. Þau eiga
75% en Samband íslenzkra samvinnu-
félaga 25%. Eignarhlutdeild hvers
mjólkursamlags fer eftir því afurða-
magni, sem fyrirtækið selur fyrir það.
Atkvæðisréttur skiptist að hálfu eftir
eignaraðild, en að hálfu eftir fjölda
þeirra bænda, sém leggja inn hjá
hverju samlagi.
Samkvæmt þessum reglum fer S.Í.S.
nú með 250 atkvæði, en Mjólkurbú
Flóamanna með 450, þótt eignaraðild
S.f.S. sé 25% en eignaraðild Mjólkur-
bús Flóamanna 12,5%.
Mjólkursamlögin eru nú 17 og tala
bænda í þeim 2500.
Þorarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar