Tíminn - 01.05.1983, Síða 14
14
SUNNUDAGUR 1. MAI 1983
SUNNUDAGUR 1. MAI 1983
15
agnarlitla þorps héldu þeir til kirkjugarðsins sem
er á bakvið .. litla kirkju við aðalgötuna. í
suð-austurhorni kirkjugarðsins á rpeðal illgresis
og illra hirtra leiða fundu þeir grafir sextán þýskra
hermanna. Á leiðunum voru veðurbarðir tré-
krossar með látúnsplötum. Á einni þeirra stóð:
„Wilhelm Arndt“, og á annarri stóð: „Friedrich
Gundlfinger. flugmaður.1'
Blaðamennirnir tveir töldu sig náttúrlega held-
ur betur hafa komist í feitt. En að finna gröfina
var eitt og að komast að því hvað hent hafði
flugvélina óg dýrmætan farm hennar var annað.
Þegar öllu er á botninn hvolft þá voru þeir í
leynilegum erindagjörðum í Austur-Þýskalandi og
ólíklegt að þarlend stjórnvöld litu athafnir þeirra
hýru auga.
Samkvæmt sovéskum lögum nr. 124 frá 30.
október 1945, sem enn eru í gildi, erskylt að skila
öllum skjölum nasista til stjórnvalda.
Þannig að Heidemann sneri aftur til Vestur-
Þýskalands ásamt félaga sínum, eftir að hafa með
ýtrustu varkárni skrifað niður nöfnin á krossun-
um. Er þeir komu vestur yfir hófu þeir leit að
ættingum hinna látnu. í Sollingen í Ruhrhéraðinu
fundu þeir Leni Fiebes, ekkju Max Fiebes sem var
einn af lífvörðum Hitlers, en hann var éinn af
farþegunum í vél Gundlfingers.
Hún fékk ekki staðfestingu á láti eiginmanns
síns fyrr en sumarið 1948 þegar henni var sendur
útdráttur úr skýrslu er greindi frá því sem fundist
hafði við Börnersdorf - „lík af karlmanni í leifum
af grá-grænum einkennisbúningi með tveimur
stjörnum á kraganum, veski sem hafði að geyma
vegabréf Max Fiebes yfirliðþjálfa í SS-sveitunum
sem fæddur var 27. mars 1910 í Sollingen.
Persónulegar eignir fundust ekki enda var nær allt
brunnið."
Þessar upplýsingar komu Heidemann ekki að
■ Gerl Hcidcinan, blaðamaður Stern sem fann
dagbækur Hitlers. Þær eru í 60 bindum.
miklu gagni, en frú Fiebes gat liins vegar frætt
hann um nafn eins skotliða vélarinnar, Franz
Westermeier og heimilisfang hans í Haag, í
Bavaríu. En það sem mest var um vert var það að
Westermeier hafði lifað af hrapið.
Lánið hafði einu sinni áður leikið við Wester-
ntcier, cn það var þegar flugvél hans var skotin
niður yfir eyjunni Krít og hrapaði í hafið árið
1941, en þá var hann annar tveggja er komust af.
Við Börnersdorf kastaðist hann á svipaðan hátt út
úr- flugvélinni ásmat öðrum SS-manni sem hét
Gerhard Becker. Becker lést tveimur dögum
síðar af sárum sínum, en Westermcier hlaut
einungis smá skrámur.
Heidentann komst að því að árið 1953 hafði
Westermeier sótt um starf hjá vestur-þýska flug-
félaginu Lufthansa, - en fyrir furðulega tilviljun
var það enginn annar en Schultze yfirliðþjálfi og
flugmaður hinnar Junker-vélarinnar, sem tók á
móti umsókninni. En þessar upplýsingar komu of
seint því að Westermeier lést af völdum nýrna-
sjúkdóms í apríl 1980 eða áður en Heidemann
öðlaðist vitneskju um tilveru hans.
„Komið hingað
huglausu hundar
Heidemann átti nú um fátt annað að velja en
að snúa aftur til Austur-Þýskalands. Hann fór
aftur yfir Iandamærin í maí 1981 og hélt beina leið
til Börnersdorf, að þessu sinni staðráðinn í því að
hætta á að spyrja þorpsbúa um málið.
Helga Fries, eiginkona hóteleigandans í
bænum, sagði honum frá því hvernig flugvélin sást
DAGBÆKUR HHLERS
Frásögn þýsks blaðamanns um fund þeirra er líkust reyfara —
Er hún kannski uppspuni og bækurnar falsaðar?
■ 41940 í Berlín er símanúmerið hjá
Wehrmacht, upplýsingaþjónustu sem getur meðal
annars gefið nákvæmar upplýsingar um þá þýsku
hermenn sem féllu í stríðinu.
Mánudaginn 13. október árið 1980 hringdi
Gerd Heidemann, sem er þýskur blaðamaður og
ákafur safnari skjala frá nasistatímanum, í þetta
númer til þess að spyrjast fyrir um örlög Luftwaffe
flugmanns í seinni heimsstyrjöldinni, upp á von
og óvon. Hann langaði til að vita hvort á skrifstof-
unni væru nokkrar skýrslur um Friedrich Anton
Gundlfinger majór, en flugvél hans hvarf
skömmu eftir flugtak í Berlín á síðustu dögum
Þriðja ríkisins.
Svarið var já, Heidemann til mikillar furðu.
Skrifstofan upplýsti hann um það að Gundlfinger
hefði látið lífið í nágrenni smáþorpsins Börners-
dorf, rétt hjá Dresden þar.sem nú er Austur-
Þýskaland, þegar flugvél hans hrapaði þar fyrir
næstum 38 árum, þann 21. apríl 1945.
Skýrslurnar sýndu einnig að lík hans hafði verið
grafið nálægt staðnum þar sem flugvélin hrapaði.
Starfsfólk skrifstofunnar vissi ekki betur en að
gröfin væri þar enn. Dánarvottorð Gundlfinger
var númer 16/45 samkvæmt skráningu látinna í
sókninni.
Heidemann trúði varla sínum cigin eyrum. Gundlling-
er var einn af tíu flugmönnum sem flogið höfðu frá_
Berlín snemma morguns þapn 21. apríl, aðeins
nokkrum dögumáðuren Hitlerframdisjálfsmorð.
Um borð í flugvélinn i . sem var af gcröinni
Junkers 352, og bar cinkennisstarfina KTVC,
flutti hann mjög athyglisverðan farm - öll pers-
ónulcg skjöl Foringjans. Þegar Hitler frétti að
flugvélin væri horfin á hann að hafa orðið viti sínu
fjær af reiði: „í þessari flugvéj voru öll einkaskjöl
mín sem ég ætlaði komandi kynslóðum. Þctta er
hörmuleg ógæfa."
Þannig hafði Heidemann leyst gátuna um það
hvar flugvélin hrapaði með einu símtali - og hafið
leit sem tveimur og hálfu árisíðar átti eftir að leiða
til athyglisverðasta skjalafundar frá stríðslokum:
leynilegra dagbóka Adólfs Hitlers.
Það sem á cftir kcmur er byggt á frásögn
Heidemanns af því hvernig hann fór að þessu. Og
þá frásögn verður að rekja aftur til þeirra atburða
í apríl 1945 sem lágu að baki hinum óvenjulega.
- og síðasta leiðangri Gundlfingers.
Á 56. afmælisdegi Hitlers þann 20. apríl skrifaði
Martin Bormann staðgengill hans dapurlega í
dagbók sína að ekki væri beinlínis ríkjandi
„afmælisdags andrúmsloft". Það var ekki of sterkt
til orða tekið. Mótstöðuafl Þjóðverja var á
þrotum. Bandaríkjamenn voru komnirtil Leipzig,
Núrnberg og Magdeburg; Frakkar voru í Svarta-
skógi; Bretar voru á leið til Bremen og Hamborg-
ar; og þrjár sovéskar herdeildir búnar yfir sex
þúsund skriðdrekum voru að umkringja Berlín.
Þennan dag skröltu þrír fyrstu skriðdrekarnir inn
•í Mahlsdorf, oitt af úthverfum Berlínar.
Seraglio-aðgerðin
Það var vegna þessara ósigra að „Seraglio-að-
gerðin" var sett í gang. Bormann hafði verið að
reyna að fá Foringjann til þess vikum saman að
flytja aðalstöðvaj sínar úr neðanjarðarbyrginu í
Berlín til Bavaríu. „Bormann vill fá öll skjölin
mín“, skrifaði Hitler í dagbók sína. „Hann ætlar
að pakka þeim niður í sérstök hylki og senda þau
á brott."
Samkvæmt Seraglio-aðgerðinni átti að flytja
aðalstöðvar nasistanna til vígis Hitlers í Ölpunum
í grennd við Berchtesgaden. Dag eftir dag flutti
herdeild Hitlcrs, sem Gundlfinger taldist til,
skjalasafn og skýrslur ríkisins frá Berlín ásamt
nokkru starfsliði og þann 20. apríl yfirgáfu
Himmler og Göring neðanjarðarbyrgið í síðasta
sinn.
Ekki var ljóst hvort Hitler myndi einnigyfirgefa
Berlín. Viku fyrr sagði hann Ferdinand Schörner
herforingja að hann hygðist sitja í Berlín þar til
yfir lyki. En Bormann hélt áfram að hvetja hann
til að flýja og hann sá um að hluti af eigum Hitlers
var fluttur. í svefnherbergi Hitlers í neðanjarðar-
byrginu var lítill peningaskápur úr stáli, kúffullur
af persónulegum pappírum hans, skjölum og
bréfum, í mikilli óreiðu, ef marka má aðstoðarfor-
Efasemdir aukast nm á-
reiðanleika dagbókanna
Frásögn sú uin fund dagbóka Adolfs
Hiflers sein birt er í niiðopnu Helgar-
Tímans er þýdd úr breska sfórblaðinu
The Sunday Times sem keypt hefur rétt
til að birta efni dagbókanna af þýska
vikuritinu Stern. F'rásögnin er sannar-
lega merkilcg, en ekki að sama skapi
trúverðug. Efasemdir um að dagbæk-
urnar séu að einhverju eða öllu leyti
verk Hitlers hafa aukist síðustu daga, og
sá inaður sem í upphafi lagði fræði-
mannsheiður sinn að veði fyrir því að
þær væru ófaisaðar - hinn virti breski
sagnfræðingur Hugh Trcvor Roper -
hefur nú dregið mjög í land og vill
ekkert lengur fullyrða um áreiðanleika
þeirra fyrr en frekari rannsókn á þeim
hefur farið fram. Flestir sérfræðingar í
sögu Hitlerstímans eru mjög efíns, einkum þýskir fræðimenn,
sem sumir hverjir fullyrða jafnvel að þær séu augljóst gabb. í
þeim hóp er t.d. sagnfræðingurinn Werner Maser sem bent
hefur á að Hitler hafi átt mjög erfitt með að skrifa frá því í
janúar 1943, og að flest það sem hann skrilaði fyrir þann tíma
ifí verið með blýanti, en ekki penna eins og dagbækurnar.
!ins hefur það verið nefnt að fram að þessu hefur enginn vitað
tii þess að Hitler héldi dagbók. Hann var frckar kunnur fyrir
pennaleti, og las t.d. bók sína Mein Kampf fyrir í stað þess að
skrifa hana sjálfur.
Vikuritið Stern hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir það hvernig
það hcfur meðhöndlað málið frá upphafí. Það hefur að vísu
leitað til rithandarsérfræðinga, og nokkrir óháðir fræðiinenn
fengið að skoða bækurnar í fáar klukku
stundir . Aftur á móti hefur enginn
sérfræðingur, verið fenginn til að fara í
saumana á efni þcirra og bera það
sainan við þekktar staðreyndir um
einkaiíf Iiitlers og viðburði á þessum
árum.
Skoðanir rithandasérfræðinga eru
skiptar, sumir telja bækurnar falsaðar,
aðrir telja þær ekta eða að ógerlegt sé
að kveða upp úr um það fyrr en að
undangenginni miklu nánari rannsókn.
í þessu sambandi má minna á að á
undanförnum árum hafa rithandasér-
fræðingar oft verið blekktir: Þeir héldu
að dagbækur Mússólínis frá 1967 væru
ekta, en þær reyndust vera falsaöar af
tveimur ítölskum konum, og þeir héldu
líka að ævisaga Howard Hughes væri ekta, en hún reyndist
fölsuð af Clifford nokkrum Irving.
Ef dagbækur Hitlers eru í rcynd ófalsaðar eru þær að
sjálfsögðu mikill hvalreki fyrir sagnfræði því þar er að fínna
nýstárlegar upplýsingar um murga viðburði styrjaldaráranna,
flótta Rudolf Hess til Bretlands, afstöðu Foringjans til vina
sinna og sumstarfsmanna, viðhorf hans til Gyðinga o.s.frv. Sem
stendur verður ekki skorið úr um hvort hér er um að ræða
hugvitsamlega og yfirgripsmikla fölsun - sem þá stjórnast
væntanlega af peningasjónarmiðum og vilja einhverra til að
leggja nýjan skilning í sögu Hitlers nú þegar liðin er hálf öld
frá því hann komst til valda - eða hvort hér er á ferðinni
erkilegasti atburður í evrópskri samtímasögu um árabil.
■ Þessi tvö sýnishorn úr dagbókum Hitlers sýna að skrift hans hefur hnignað frá
1932-1943. Efri myndin er af blaði sem skrifað er í nóvember 1932. Blaðsíðan á neðri
mvndinni er ekki dagsett, en talin skrifuð í aprfl 1945, tveimur vikum áður en
Foringinn stytti sér aldur.
gefið fyrr en kiukkan tvö um nóttina en þá var
orðið stutt í það að myrkrið sem átti að skýla þeim
fyrir árásum bandamanna hyr.fi. Gundlfinger
og Schultze ræddu hvaða aðferðir þeir ættu að
nota.
Eða eins og Schultze átti síðar eftir að segja
Heidemann: „Gundlfinger vildi fljúga mjög lágt,
rétt fyrir ofan trén. Sem reyndum flugmanni á
fremstu víglínu (hann hafði lifað af margar
orrustur við rússnesku víglínuna) áleit hann að
þar yrði hann öruggastur fyrir óvinunum. Égsagði
honum að ég mýndi fljúga eins hátt og nauðsynlegt
væri til þess að geta notað sérhvern skýhnoðra til
skjóls."
Liðið var nær dögum þegar farþegarnir komu
loks og flugvélarnar voru hlaðnar. Gundlfinger
var enn að bíða eftir síðasta farþeganum þegar
Schultze ákvað að nú væri nóg komið og hélt af
stað með sína þrjátíu farþega úr utanríkis- og
áróðursmálaráðuneytunum og starfsfólki við kan-
slaraembætti Hitlers. „Það þýddi ekkert að bíða
lengur," sagði Schultze við Heidemann. „Maður
fór um leið og maður var tilbúinn."
Hann telur að Gundlfinger hafi lagt af stað
fimm mínútum á eftir sér - um klukkan fimm að
morgni. Skömmu eftir að vél Schultzes var komin
á loft uppgötvaði hann að varaeldsneytistankurinn
var brotinn. Hann lenti því í Prag, sem enn var í
höndum Þjóðverja, til þess að bæta eldsneyti á
flugvélina. Hann gerði ráð fyrir því að þegar hann
kæmi til Salzburgar mundi Gundlfinger bíða hans
þar. En þegar vél Schultzes, sem nú flaug í fullri
dagsbirtu náði öryggi flughafnarinnar um kl. 8.30
kom í ljós að hin stóra Junkervélin var ekki komin
þangað og höfðu engar fegnir borist af henni.
Gundlfinger og Arndt voru horfnir sporlaust
ásamt fimmtán farþegum og áhöfninni.
Sexftán leiði finnast
Þetta var sem sagt ráðgátan sem Gerd Heide-
mann ætlaði sér að leysa. Mánuði eftir að hann
hafði með einu símtali komist að því hvar
Gundlfinger hafði hrapað hélt hann ásamt sam-
starfsmanni sínum á þýska tímaritinu Stern,
Thomas Waldc, inn í Austur-Þýskaland og áleiðis
til Börnersdorf. Um leið og þeir komu til þessa
ingja .hans, Julius Schaub yfirflokksforingja í
SS-sveitunum.
„Foringinn er áfjáður í leynd." skrifaði Schaub.
„Hann byrjaði mjög snemma á einkaskjalasafni
sínu, löngu áður en hann náði völdum. Hann
treystir engum nema sjálfum sér þegar um mikil-
væg mál er að ræða.“
En peningaskápurinn í neðanjarðarbyrginu var
ekki nógu stór. Tveir aðrir voru í svefnherbergi
Hitlers á fyrstu hæð í gamla ríkiskanslarahúsinu
rétt hjá. Þar að auki var einn til viðbótar í
einkaíbúð hans við Prinzregentenplatz í Múnchen
og stálhirsla var einnig í vinnuherbergi hans í
Berchtesgaden. Schaub vissi að í þessum peninga-
skápum geymdi Hitler skrár yfir meðlimi nasista-
flokksins, sem náðu aftur til fyrstu daga hans og
einnig skrár yfir erlenda stuðningsmenn. Þeir
geymdu einnig einkabréf hans frá Mussólíni,
Francó á Spáni og frá ástkonu hans, Evu Braun.
Það sem Schaub vissi hins vegar ekki var það
að í einum þessara peningaskápa voru Ieynilegar
dagbækur Hitlers.
Eftir að Hitler hafði tekið á móti hamingjuósk-
um starfsfólks síns þann 20. apríl, og skoðað hina
versnandi hcrnaðarlegu stöðu ásamt herforingjum
sínum, kallaði hann hinar tvær elstu af fjórum
einkariturum sínum, Johönnu Wolf og Christu
Schröder, til sín.
Hann sagði þeim að þær ættu að fara frá Berlín
innan stundar ásamt hinu starfsfólkinu. Þær ættu
að fara landleiðina. Nokkrum mínútum síðar
breytti hann skipuninni. Þegar var búið að loka
vegunum suður eftir og þær yrði því að fara
fljúgandi. Um leið og hann kvaddi Jóhönnu Wolf
muldraði hann: „Nú er öllu lokið."
Þetta kvöld var einkaþjóni Hitlers, Wilhelm
Arndt, einnig ekið út á flugvöll, en honum hafði
verið treyst fyrir nokkrum stílabókum með
svörtum, þykkum spjöldum sem báru innsigli
Hitlers.
Einkaþjónninn fór
með dagbækumar
Afganginum af skjölunum var pakkað ofan í
kassa sem verðir úr SS-sveitunum og lífverðir
Hitlers hlóðu upp á vörubíla. Þeir héldu einnig
áleiðis út á flugvöll.
Flutningarnir áttu að fara fram frá fjórum
flugvöllum í nágrenni Berlínar. Arndt hélt með
dagbækurnar til Schönewalde, sem var grasvöllur
norð-vestur af borginni skammt þar frá sem
aðalflugvöllur Vestur-Berlínar er nú. (Farangur
Christu Schröder fór einnig til Schönewalde og
var settur um borð í flugvél Gundlfingers; en sjálf
fór hún til Tempelhof og flúði með einni af
vélunum sem fóru þaðan - heppilegt fyrir hana.)
Á Schönewalde-flugvellinum beið Gundlfinger
ásamt öðrum flugmanni, yfirliðþjálfanum
Schultze ef marka má frásögn Gerd Heidemanns
af þessum löngu Iiðnu atburðum.
Brottför þeirra var því miður frestað. Um
klukkan 22.00 tilkynntu loftvarnarflautur enn
eina sprengjuárás bandamanna á Berlín og far-
þega- og farangurslestin sem stefndi til flugvallar-
ins neyddist til þess að bíða. Gundlfinger og
Schultze leituðu skjóls í flugvallarskýli þar sem
þeir urðu að bíða í fjórar klukkustundir ásamt
áhöfnum sínum.
Merkið um að hættan væri liðin hjá var ekki
■ Kort þetta sýnir leiðina sem flugvélin með
dagbækur Hitlers á að hafa farið frá Berlín í
stríðslok. Leiðin lá til Salzburg en áður en þangað
komst hrapaði hún.
EAST
GERMANY
*
BERUN
WEST
GERMANY
CZECH
SALZBURG