Tíminn - 05.07.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.07.1983, Blaðsíða 2
2‘ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ1983 Þénið meira og vinnið erlendis t.d. U.S.A. Canada, Saudi Arabía, Venezuela o.fl. er óska að ráða til skemmri eða lengri tíma: Iðnaðar- menn, verkamenn, tæknimenn o.fl. Sendið 2 alþjóðleg svarmerki og fáið nánari upplýsingar. OVERSEAS, DEPT. 50332 701 Washington Street, Buffalo, New York, 14205, U.S.A. Lestunar- áætlun Hull/Goole: Jan .........................11/7 Jan .........................25/7 Jan ........................ 8/8 Jan .........................22/8 Rotterdam: Jan ........................12/7 Jan .........................26/7 Jan......................... 9/8 Jan .........................23/8 Antwerpen: Jan .........................13/7 Jan .........................27/7 Jan.........................10/8 Jan ........................24/8 Hamborg: Jan .........................15/7 Jan .........................29/7 Jan .........................12/8 Jan ........................ 26/8 Helsinki: Helgafell...................15/7 Helgafell................... 9/8 Larvik: Hvassafell..................18/7 Hvassafell.................. 1/8 Hvassafell..................15/8 Gautaborg: Hvassafell.................. 5/7 Hvassafell..................19/7 Hvassafell.................. 2/8 Hvassafell..................16/8 Kaupmannahöfn: Hvassafell.................. 6/7 Hvassafell..................20/7 Hvassafell.................. 3/8 Hvassafell..................17/8 Svendborg: Hvassafell.............,... 7/7 Helgafell...................12/7 Dísarfell ..................21/7 Hvassafell..................22/7 Hvassafell.................. 4/8 Árhus: Hvassafell.................. 7/7 Helgafell...................12/7 Dísarfell ...................21/7 Hvassafell..................22/7 Hvassafell.................. 4/8 Gloucester, Mass: Jökulfell....................14/7 Skaftafell...................20/7 Skaftaiel!..................17/8 Halifax, Canada: Skaftafell..................22/7 Skaftafell..................19/8 m f SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu''* Pósth. 180 121 Reykjavík 'Sími 28200 Telex 2101 fréttir í jj : ■V. 1 .. y.\ .i. i ^•4 ■' 91 * 8 * if - '* # ■ ■ Starfandi myndlistarmenn í Eyjum efndu til samsýningar í Akogeshúsinu í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá lokum gossins. Hér má sjá er biskupshjónin frú Sólveig Ásgeirsdóttir og herra Pétur Sigurgeirsson virða fyrir sér málvcrkin á sýningunni. Tímamyndir: GS ■ Meðal áheyrenda á NELSONS-messu Haydens var forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Hér klappar hún flytjendum lof í lofa að messunni lokinni, ásamt bæjarstjóranum í Eyjum og fleira fólki. Tíu ár frá lokum goss í Heimaey: ■ Mikið var um hátíðahöld í Vest- mannacyjum um helgina í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá því að gosi lauk í Heimaey. Vegna veðurs varð þó að fresta hluta hátíðahaldanna. Að sögn Guðmundar Búasonar kaup- félagsstjóra sem var í framkvæmdanefnd hátíðahaldanna varð að fresta hátíða- höldum sem vera áttu á Stakkagerðis- túninu en það voru einkum skcmmtiatr- iði sem ætluð voru yngri kynslóðinni. Einnig varð að fresta sprangi sem vera átti á fiskhellanefinu. í staðinn var efnt til kvikmyndasýninga í samkomuhúsinu og diskotek var í gangi. Aö öðru leyti gengu hátíðahöldin mjög vel fyrir sig að sögn Guðmundar. í Akogeshúsinu settu 8 starfandi list- málarar upp sýningu á verkum sínum og teiknarinn Sigmund hélt sýningu á um 4000 teikningum sínum þar. Þá var sett ■ Kór Landakirkju flutti s.l. sunnudag NELSONS-messuna eftir Hayden við frábærar undirtektir áheyrenda. Hér má sjá er einsöngvararnir taka við blómvöndum að flutningi loknum, en þeir eru f.v. Sigríður Gröndal, Anna Júlína Sveinsdóttir, Sigurður Bjömsso og Geir Jón Þórisson. Stjórnandinn, Guðmundur H. Guðjónsson, er lengst til vinstrí á myndinni. upp ljósmynda- og teiknisýning á forn- leifamunum þeim sem fundist hafa á undanförnum árum í Herjólfsdal. Á Iaugardeginnum fór m/s Herjólfur í hringferð um eyjarnar og var hátíðar- gestum þar gefin kostur á að skoða eyjarnar og umhverfi þeirra frítt, en Herjólfur er 7 ára um þessar mundir. Á sunnudeginum fór fram hátíðar- og þakkarguðsþjónusta í Landakirkju þar sem biskupinn yfir íslandi herra Pétur Sigurgeirsson predikaði. Síðar um dag- inn hélt kór Landakirkju tónleika þar sem flutt var NELSONS-messa Hayd- ens og hlaut sá flutningur mjög góðar viðtökur eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Til hátíðahaldanna var boðið forseta íslands frú Vigdísi Finn- bogadóttur og lét hún vel yfir þeim eins og sést á mynd þeirri sem tekin var á tónleikunum í Landakirkju. -ÞB „HATIÐAHOLDIN GENGU MJÖG VEL FYRIR SIG” George Bush kemur til landsins í dag: Vidræður við ís- lenska ráðamenn í fyrramálið — viðbúnaður eins og venjulega í þjódhöfdingjaheimsóknum, segir lögreglustjóri ■ „Viðbúnaður hjá okkur er cins og venjulega, þegar erlendir þjóðhöfðingj- ar koma hér í heimsókn og þó heldur meiri, þvi að bandarískum forsetum og varaforsetum fylgja þeirra eigin lífverð- ir,“ sagði Sigurjón Sigurðsson lögreglu- stjóri í Rcykjavík, þegar Tíminn spurði hann um undirbúning lögreglunnar fyrir komu George Bush, varaforseta Banda- ríkjanna til Islands í dag. „Við teljum ekki rétt að gefa það upp“, sagði Sigurjón þegar hann var spurður um fjölda lögreglumanna, sem taka þátt í að gæta varaforsetans og kvaðst heldur ekki tilbúinn að gefa upplýsingar um það hvort og hve stór hluti íslensku lögregluþjónanna væri vopnaður. „íslenska lögreglan er að sjálfsögðu ábyrg fyrir öryggi varaforsetans meðan hann er staddur á íslensku landi í góðri samvinnu við öryggisverði hans. Við þurfum að fylgja honum á milli staða og sjá um að allt sé með felldu á þeim stöðum, þar sem hann staldrar við,“ sagði Sigurjón. George Bush, kona hans og annað fylgdarlið koma til Keflavíkurflugvallar kl. 16.00 í dag. Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra og frú og Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra og frú taka á móti honum ásamt embættis- mönnum. { kvöld sitja gestirnir kvöld- verðarboð forsætisráðherra á Hótel Sögu, en í fyrramálið mun hann eiga viðræður við íslenska ráðamenn í stjórn- arráðshúsinu. - JGK. Veiðihornið umsjón Friðrik Indriðason Besta veidi í Þverá í 4 ár: BUSH ÆTTI AÐ FÁ LAX — en varaforsetinn rennir í ána á morgun ■ Laxvciðin í Þverá í Borgarfirði hefur verið ntjög góð það sem af er þessu sumri og eru nú komnir á land þar 370 laxar af neðra svæðinu og 250 laxar af efra svæðinu en til samanburð- ar má geta þess að allt sumarið í fyrra komu einungis 600 laxar upp af neðra svæðinu og sagði Halldór Vilhjálmsson í veiðihúsinu við ána að árið í ár væri besta laxaárið í ánni undanfarin 4 ár. George Bush varaforseti Bandaríkj- anna mun renna fyrir lax í ánni á morgun og eftir þessum fréttum að dæma ættu að vera mjög góðar líkur á því að hann fái lax. Halldór sagði að í byrjun hefði laxinn úr ánni verið mjög stór, þetta 10-18 pund, en þann stærsta til þessa 18,5 pund hefði Gunnar Gíslason fengið. Nú hefði meðalstærð laxins minnkað nokkuð en enn veiddist grimmt úr ánní. Framan af voru miklar leysingar í ánni en þær virðast ekki hafa hamlað veiðum þar að ráði. Vatnið í ánni er nú komið í eðlilegt horf. 120 komnir úr Víðidalsá Mjög góð veiði hefur einnig verið í Víðidaisá það sem af er tímabilinu en áin opnaði þann 15. júní s.l. Úr ánni eru nú komnir 120 laxar sem er yfir helmingi betri veiði en í fyrra, sem dæmi má nefna að 1. júlí í fyrra voru komnir þar á iand 49 laxar en 92 í ár. Á síðustu 4 dögunt hafa veiðst í ánni 32 laxar þar af tveir 17 pund sem útlendingar fengu. Sigrún Árnadóttir í veiðihúsinu við ána sagði að menn væru mjög bjartsýn- ir á framhaldið þar, áin hefði verið vatnsmikil undanfarið vegna leysinga en það væri að breytast til batnaðarnú. -FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.