Tíminn - 05.07.1983, Blaðsíða 5
ORION
■ Frá keppninni í brokki.
Rúmlega 4000 manns voru á hestamannamótinu
á Melgerdismelum:
HESTAKAUPIN SETTU
MIKINN SVIP Á MÓTKI
- Mjög algengt ad svona 10-15 hænsni væru
notud sem
milligjöf í
hrossakaup-
um
■ Rúmlega 4000 manns sóttu vel-
heppnað Fjórðungsmót norðlenskra
hestamanna sem haldið var á Melgerð-
ismelum um helgina, í ágætis veðri ef
undan er skilinn föstudagurinn en þá
rigndi mikið og blotnuðu menn bæði
útvortis og innvortis.
Engin vandræði né óhapp af neinu
tagi urðu og að sögn Ólafs Ásgeirssonar
aðstoðaryfirlögregluþjóns fór þetta mót
mjög vel fram frá þeirra bæjardyrum
séð.
Ólafur Björnsson matreiðslumaður.
Ólafur er enginn nýgræðingur í veit-
ingasölu á mótum sem þessum og er
mönnum enn í fersku minni staða hans
á landsmótinu á Vindheimamelum í
fyrra. Að sögn Ólafs eldaði hann, og
starfslið hans, fleiri þúsund máltíðir á
þessu móti, til að mynda voru 400 manns
í mat í einu á sunnudaginn.
„Ég held að enginn hafi lagt af á þessu
móti“, sagði Ólafur og glottti og Þorkell
Bjarnason ráðunautur sem þarna átti
leið um bætti því við að það mætti hafa
hann fyrir því að þetta væri dagsatt:
„Enginn sylti hjá Ólafi“.
Kvöldvökurnar á föstudags og laugar-
dagskvöldið settu auk þess svip á mótið
og ekki voru böllin í Sólgarði og Laugar-
borg síðri, þar sem Geirmundur og
Gautar frá Siglufirði sáu um fjörið.
ESE/FRI
■ Keppni í stökki var hörð og spenn-
andi.
Tímamyndir: ESE
Hestakaup settu mikinn svip á mótið,
sérstaklega á laugardaginn, en þá var
haldið folaldauppboð. Buðu margir af
meira kappi en forsjá þannig að upp-
boðshaldarinn, hinn kunni lögfræðingur
og hestamaður Ragnar Tómasson mátti
hafa sig allan við að henda reiður á
boðunum.
Þá vakti athygli að ýmis fénaður,
aðallega fiðurfé, svo sem kjúklingar og
hænsni gékk kaupum og sölum á svæðinu
og mjög algengt a svona 10-15 hænsni
væru notuð sem milligjöf í hrossakaup-
um.
Önnur ög hefðbundnari verslun var
einnig á svæðinu, þar á meðal nýlendu-
vöruverslunin Melabúðin og pylsu og
sælgætissjoppa. Þá var einnig rekin veit-
ingasala en henni og mötuneyti starfs-
manna, veitti Ólafur Björnsson mat-
reiðslumaður frá Siglufirði forstöðu.
Úrslit í
kappreidum
150 m skeið J Sek.
1. Biiki.....................16.33
Eigandi: Lúðvík Ásmundsson
Knapi: Erling Ó. Sigurðsson.
2. Svanur .................. 16.74
Eigandi: Skúli Sigurðsson.
3. Náttfari..................18.86
Eigandi: Pálmi Bragason.
Knapi: Örn Grant.
250 m skeið Sek.
1. Hómer ....................23.46
Eigandi og knapi: Sævar Pálsson
2. Snarfari..................23.77
Eigandi: Jósafat Felixson
Knapi: Björn Þorsteinsson
3. Frumi ....................23.82
Eig. ogknapi: ErlingÓ. Sigurðsson
250 m stökk Sek.
1. Hylling ................. 18.75
Eigandi: Jóhann Þ. Jónsson.
Knapi: Jón Ó. Jóhannesson.
2. Arnon.................... 19.05
3. Fjarki................... 19.32
Eigandi: Guðmundur Frímannss.,
Knapi: Sonja Grant.
/
350 m stökk Sek.
1. Loftur....................25.55
Eigandi: Jóhannes Þ. Jónsson
Knapi: Jón Ó. Jóhannesson.
2. Blakkur...................25.60
Eigandi og knapi: Róbert Jónsson
3. Sindri....................25.90
Eigandi: Jóhannes Þ. Jónsson.
800 m stökk Sek.
1. Örvar.....................62.73
Eigandi og knapi: Róbert Jónsson.
2. Snarfari..................63.77
Eig. og knapi: Jón Ó. Jóhanness.
300 m brokk Sek.
1. Bastían ..................39.54
Eig. og knapi: Benedikt Arnbjörnss
2. Burst ....................39.79
Eigandi: Andrés Kristinsson.
Knapi: Rögnvaldur Sigurðsson
3. Trítill ..................39.80
Eig. og knapi: Jóhanncs Þ. Jónss.
Alhliða gæðingar
Úrslit:
1. Þorri, eigandi Sigurður Höskulds-
son
2. Logi, eigandi Höskuldur Jónsson
3. Sámur, eigandi Reynir Hjartarson
4. Straumur, eigandi Guðlaug Reynis-
dóttir.
5. Neisti, eigandi Björn Ingason.
6. Dimmalimm, eigandi Björn Þor-
steinsson.
7. Sörli, eigandi KristjánÓliJónsson.
8. Blakkur, eigandi Sigríður Þor-
steinsdóttir.
Klárhestar
Úrslit
1. Kristall, eigandi Gylfi Gunnarsson.
2. Jörfi, eigandi Haildór Rafnsson.
3. Aron, eigandi Aldfs Björnsdóttir.
ORION
■ Brjóstbirtan var að sjálfsögðu til staðar á mótinu.