Tíminn - 05.07.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 05.07.1983, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikíö úrval Sendum um land allt Abyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs 5AMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 T* abriel HÖGGDEYFAR 0ivarah,utir .Sfílirsía riamarshöfða 1 Eldur í húsinu að Fjólugötu 29 í Vestmannaeyjum: EINN ÍBIÍANNA BRAUT SÉR LEIÐIÍT UM STOFUGLUGGA ■ „Við vorum kallaðir út uin hálf áttaleytið um morguninn og okkur sagt að fólk varri í húsinu. Við fórum strax á staðinn og er við komum hafði einn íbóanna brotið sér leið ót um stofuglugg- ann á hósinu en hjónin höfðu komist ót uin djrnar. Stofan var þá alelda og logana lagði ót um aðra glugga á hósinu", sagði Kristinn Sigurðsson slökkviliös- stjóri í Vestmannaeyjum í sam- tali við Tímann en á sunnudags- morguninn kom upp eldur í hósinu að Fjólugötu 29 í Eyjum. Þrennt var í húsinu cr eldurinn kom upp, hjónin Sigurður Sig- urðarson og Jóhanna Friðriks- dóttir auk sonar þeirra Arnars en honum tókst að brjóta sér leið ót um stofugluggann. Kristinn sagði að greiðlega hefði gcngið að ráða niðurlögum eldsins cftir að slökkviliðið kom á staðinn. Tjón afþessum bruna er hinsvegar gífurlegt, allt innbú í stofuálmu hússins brann til grunna og reykskemmdir urðu á öðrum hlutum hússins. Ein íbúð er í kjallara hússins, en hún var mannlaus er eldurinn kom upp og þar sem hún er algcrlega aðskilin frá öðrum hlutum húss- Unniö að slökkvistörfum við Fjólugötu 29. ins skemmdist hún ckkert. Að sögn Kristins liggur ekki á hrcinu um hver eldsupptök voru en menn hallast helst að því að þau hafi verið út frá rafmagni. Reykskynjari var í húsinu en Tímamynd: GS rafhlöðurnar í honum voru út- brunnar. Hjónin á Þingvalla- stræti 22 fengu ekki frest hjá Hæstarétti: ■ „Við fengum ekki frcst á dómnum hjá Hæstarétti, við höfum ekki getað ótvcgað okkur annað hósnæði og þar sem við erum með ósöluhæfa eign erum við algjörlega á götunni um næstu helgi er fresturinn sem dómurinn kvað á um rcnnur ót“ sagði Olafur Rafn Jónsson í samtali við Timann cn í bréfi sem Þór Vilhjálmsson forseti Hæstaréttar sendi þeim hjónuni á Þingvallastræti 22 á Akureyri segir: „Það er ekki í mínu valdi eða „ERIIM ALGJORLEGA A GðlUNNI IIM HELGINA 77 — segir Ólafur Rafn Jónsson en hjónin munu ætla að fara fram á frest hjá dómsmálaráðuneytinu Hæstaréttar að veita frest..." Eins og kunnugt er af fréttum fóru þau hjónin fram á að frestur yrði veittur á útburðardómi þeim sem kveðinn var upp yfir þeim og var ástæðan fyrir beiðni þeirri sú að þau hyggjast fá málið cnduropnað fyrir Hæstarétti en þess munu engin dæmi þekkjast þar sem einstaklingar ciga í hlut að slíkt hafi fengist. Lögmaður þeirra Jón E. Ragnarsson varð bráðkvadd- ur og nýr lögmaður hefur, vegna synjunarinnar, mjög skamman tíma til þess að fá þetta í gegn. í bréfinu frá hæstarétti segir ennfremur: „Eftir samtal okkar Ólafs R. Jónssonar og lestur fylgiskjala (...) sé ég ástæðu til að ítreka þá ábendingu sem ég lagði áherslu á í samtalinu að full þörf er á að fá lögmartn til að gæta hagsmuna ykkar. Af fylgiskjölum verður ráðið að þið hyggist beiðast endurupptöku hæstaréttarmáls- ins sem dæmt var 25. mars, slík endurupptökubeiðni þarfnast undirbúnings og gefur þetta atr- iði á ný tilefni til að leggja áherslu á þessa ábendingu.' Ólafur sagði að næsta skref þeirra í málinu væri að fara fram áþaðvið Dómsmálaráðuneytið að umbeðinn frestur yrði veittur en lögfræðingur þeirra mun ekki vera vongóður um að það takist. -FRI Líkamsárás á Hallærisplaninu: llla leikin.fi á andliti ■ Ráðist var á tvítugan mann á Hallærisplaninu aðfararnótt sunnudagsins og er maðurinn illa leikinn á andliti eftir árás- ina, m.a. beinbrotinn. Var hinn slasaði fluttur á Borgarspítalann en þar gekkst. hann undir aðgerð vegna sára sinna. Árásarmaðurinn náðist ekki og hefur RLR nú málið til meðferðar. - FRI. Kirkjubæjarklaustur Óróasamt eftir dansleik! ■ Þrír ökumenn voru teknir nú um helgina grunaðir um ölvun við akstur á Kirkjubæj- arklaustri og í Vík í Mýrdal. Aö sögn Harðar Davíðssontir, lögrcgluntanns varð óvenju ó- róasamt þessa helgi eftir dans- leik á Kirkjubæjarklaustri og bagalegt að. fangaklefar eru hvorki þar né í Vík. - B.E. Nokkur innbrot um helgina: Veski með 9 þús. kr. stolið ■ Nokkur innbrot urðu á höfúð- borgarsvæðinu um helgina. Aðfararnótt laugardagsins var brotist inn í hús í Hafnarfirði og þaðán stolið veski með 9 þús- und kr. í. Aöfararnótt sunnu- dagsins var síðan stolið hljóm- flutningtækjum úrbíl í Hafnar- firði. Þau eru af gerðinni GEX og verðmæti þeirra talið um 30 þúsund kr. Sömu nótt var stol- ið hljómflutningstækjum úr bíl í Fossvogu Brotist var inn í hús í Hrauntungu og þaðan stolið uin 3-4 þúsund kr. og brotist var inn í hús á Hverfisgötu og þar tekin hljómflutningstæki af Akai-gerð, að verðmæti 30- 40 þúsund kr. - FRI. dropar Verslunar- menning á Akureyri ■ Dagur á Akureyri ræðir í gær um verslunarmenninguna þar nyröra. Þar segir m.a.: „Nýlega fór Hagkaup fram á hcimild til að lengja opnunar- tíma verslunar sinnar á Akur- eyri, einkum fyrir stórhátíðir, en einnig var' farið fram á tveggja klukkustunda lengingu á opnunartíma í viku hverri og munu ráðamenn Hagkaups einkum hafa hug á fimmtu- dögum í því sambandi til að dreifa helgarinnkaupunum. Þessi bciðni hefur enn ekki fengið afgreiðslu hjá bæjar- stjórn sem vildi kanna hug annarra hagsmunaaðila áður en ákvörðun verður tekin, t.d. Kaupfélagsins, Kaupmanna- samtakanna og síðast en ekki síst stéttarfélags verslunar- manna. I framhaldi af þessu má búast við að reglur um verslunarhætti í bænum verði endurskoðaðar í heild. í þessum reglum er ákvæði þar sem stendur að aðeins skuli selja neysluvörur um söluop eða „lógur" eftir ákveð- inn tíma að deginum og um helgar. Þetta var virt lengi vel en síðan fóru verslunareigend- ur í auknum mæli að láfa undan vilja viðskiptavina sinna til að komast í hósaskjól á meðan þeir versluðu. Það stóð nefnilega ekkcrt í reglugerð- inni um að „lógan mætti ekki vera innan dyra. Þess vegna mun vera nóg að „lógan" sé við hliöina á peningakassan- um, bara ef varan fer í gegnum hana!!!“ Vændis- auglýsingar ■ íslendingar hreykja sér eða annað kvöld. I50 i laitíst í énd DV Einkamál Frjálslynd kona vill kynnast manni sem býr úti á landi en á erindi til Reykjavíkur af og til. Sendu mér bréf til DV og merktu það „Heimsókn 666” heiti þér 100% trúnaði. efi kvarta yfir á víxl að ekki skuli viðhöfð skipuleg starfsemi hér á landi á sviði vændismála, að hætti erlendra þjóða nær og fjær. Vísir að slíkri starfsemi er þó hafinn hériendis, eins og best má merkja af einkamálaaug- lýsingum DV. Ein slrk birtist í gær undir fyrirsögninni: Frjáls- lynd kona vill kynnast manni sem býr óti á landi en á erindi til Reykjavíkur af og til. Sendu mér bréf til DV og merktu það „Heimsókn 666“ heiti þér 100% trúnaði. Krummi ...Andropov er veikur, Glis- trup situr inni og sjálfur er ég hálf slappur...!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.