Tíminn - 05.07.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.07.1983, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ1983 M .Mii 7 ■ Annc-Marie og dóttirin litla, sem hlotið hefur nafnið Theo- dora, eru komnar af fæðingarheimilinu í faðm fjölskyldunnar. T.f.v. Paul krónprins, Anne-Maríe með Theodoru, Konstantin fyrrv. kóngur Grikklands, Nikolaus og Alexia. Anne Marie eignaðist dóttur „Sannkallað óskabarn", segja vinir hennar ■ Anne-Marie, fyrrum drottning í Grikklandi, varð léttari í síðustu viku og eignað- ist dóttur. Þau hjón, Konstant- ín og Anne-Marie eiga þrjú börn fyrir, Alexíu, sem er 17 ára, Paul 15 ára og Nicolaus 11 ára. Síðan Anne-Marie eignað- ist Nicolaus hefur hún nokkr- um sinnum orðið ófrísk, en misst fóstur, og töldu læknar að best væri fyrir hana að eignast ekki fleiri börn. En þau hjónin höfðu hugsað sér fleiri börn, ef mögulegt væri, og því var mikil gleði yfir litlu dótturinni. Ingrid, fyrrv. drottning Dan- merkur og móðir Anne-Marie, tók fyrstu flugvél til London, þar sem fyrrverandi konungs- hjón Grikklan ds búa nú, til að sjá nýjasta barnabarn sitt. Margrét Danadrottning hafði hug á að fara líka til systur sinnar, en komst ckki strax vegna heimsóknar Indiru Gandhi til Danmerkur. Blaðafutltrúi og ritari hjá fyrrverandi Grikklandskon- ungi, Michael Arnaoutis ofur- sti, sagði blaðamönnum í London, að dóttirin hefði verið 7 pund að þyngd (14 merkur) og bæði móður og barni liði vel. Hann sagði einnig, að fyrstu hamingjuóskir til fjöl- skyldunnar hafi komið frá Buckingham höll, frá konungs- fjölskyldunni þar og sérstak- lega þó Philip prins drottning- armanni, sem er náskvldur Konstantin. ■ Anne-Marie og Konstantin, fyrrv. konungshjón í Grikklandi, þóttu hin glæsilegustu konungshjón, en Grikkir vildu afnema . konungsdæmið og þá urðu þau landflótta. Þau búa nú í Englandi. ast“, sagði Rafn Arn- björnsson mótsstjóri á Fjórðungsmóti norð- lenskra hestamanna sem haldið var á Melgerðismel- um í Eyjafirði um helgina í samtali við Tímann í mótslok. Að sögn Rafns munu um 2500 manns hafa keypt sig inn á mótssvæðið þá fjóra daga sem fjórðungs- mótið stóð, en allt í allt munu mótsgestir hafa ver- ið um 4000 talsins. „Þetta verður að teljast ákaflega vel heppnað mót og allt gekk snuþðulaust fyrir sig, engar tafir af neinu tagi, og sú nýjung að vera með tölvuútreikn- inga og birta úrslit og með- aleinkunnir um leið mælt- ist mjög vel fyrir“, sagði Rafn og bætti því við að tölvumaðurinn þeirra Björn Thorarensen ætti heiður skilið fyrir. Hvað með kostnaðarhliðina? „Við ímyndum okkur nú að þetta mót muni standa undir sér en það er enn of snemmt að spá nokkru fyrir um það í smáatriðum. Það er samt greinilegt að við verðum að einfalda fyrirkomulag mótsins í framtíðinni og huga að öðrum leiðum í því sambandi. Öll skipulagning og framkvæmd er orðin þung í vöfum og starfsmanna- hald mikið. Þessu fylgir auðvitað mikill kostnaður og hann verðum við að skera niður í framtíðinni“, sagði Rafn Arnbjörnsson mótsstjóri. -ESE/-FRI. ■ Shulz, Reagan og Bush. George Bush hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum erlent yfirlit Hann var vel undir varaforsetastarfið búinn ■ George Bush. ■ EFTIRMINNILEGASTI dagur í lifi Georges Bush, vara- forseta Bandaríkjanna, sem kemur í opinbera heimsókn til íslands í dag, hefur sennilega verið 2. september 1944. George Bush var þá kominn í flugherinn, þótt ungur væri, en hann var strax kallaður í herinn 1942. Hann valdi sér flugherinn og komst fljótt í hóp yngstu flugmanna, sem verið hafa í flugher Bandaríkjanna. Að nauðsynlegum undirbúningi loknum var hann sendur til víg- stöðvanna á Kyrrahafi. Umræddan dag hafði Bush verið sendur til að varpa sprengj- um á japanska útvarpsstöð á Chichijima. sem er lítil eyja. Það mun hafa tekizt að eyðileggja útvarpsstöðina, en Japönum tókst lika að koma skotum á flugvél Bush og féll hún logandi í sjóinn. Bush tókst áður að stökkva út í fallhlíf, en tveir félagar hans fórust. Bush átti hins vegar lengra líf fyrir höndum, því að bandarískur kafbátur bjargaði honum eftir að hann hafði verið þrjár klukkustundir í sjónum. Fyrir þetta var Bush að sjálf- sögðu sæmdur heiðursmerki. Hann fékk fleiri verðlaun fyrir framgöngu sína í stríðinu. Vafalaust hafa þessi afrek Bush átt sinn þátt í því, að gata hans var greið eftir styrjöldina bæði í viðskiptaheiminum og á sviði stjórnmálanna. Ungar stríðshetjur áttu þá margar hverjar mjög auðvelt með að ná frama í Bandaríkjun- um. Gleggsta dæmið um það er ferill Johns F. Kennedy. GEORGE Herbert Walker Bush er fæddur 12. júní 1924 í Massachusetts. Afi lians hafði verið bankastjóri í St. Louis, og faðir hans, Prescott Bush, hafði farið inn á sömu braut. Þrír bræður Bush hafa farið sömu braut með góðum árangri. Prescott Bush flutti með fjöl- skyldu sína frá Massachusetts, þegar George Bush var á ungum aldri, til Greenwich í Connectic- ut. Þar hóf Prescott Bush afskipti af stjórnmálum og náði þeim árangri að vera kosinn öldunga- deildarþingmaður fyrir Conn- ecticut. Einn af sonum hans reyndi að ná kosningu þar til öldungadeildarinnar í þingkosn- ingunum 1980, en beið lægri hlut.. George Busli var kvaddur í herinn 1942 og hafði fengið flug- , mannsréttindi áður en hann varð 19 ára. Á þeim tíma var hann yngsti maður í flugdeild flotans, sem hafði náð þeim réttindum. George Bush hætti í hernum 1945 og hélt þá heimleiðis. Sama ár giftist hann Barböru Pierce, en faðir hennar var útgefandi tímaritanna Redbook og McCall. Eftir heimkomuna hóf Bush nám í hagfræði við Yaleháskóla og lauk prófi þaðan á tveimur og hálfu ári. Hann átti þess kost að ganga sömu slóðina og forfeður hans og bræður og gerast banka- maður. Því hafnaði hann og kaus sér heldur að reyna óþekktar slóðir. í samræmi við það héit hann til Texas og fékk atvinnu hjá olíufélagi. Hann byrjaði í heldur lágri stöðu, en varþar ekki lengi. Hann lærði fljótt hvernig átti að hagnast á ohuvinnslunni í Texas á þeim tíma. M.a. stofnaði hann tvö olíufyrirtæki, sem skiluðu sæmilegum arði. Þegarhann dró sig út úr olíuviðskiptunum í Texas 15 árum seinna, var hann orðinn milljónamæringur. Bush átti það skylt með föður sínum, að hugur hans hneigðist meira að stjórnmálum en við- skiptum. Árið 1966 gaf hann kost á sér til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í einu kjör- dæmanna í Texas og náði kosn- ingu. Hann var endurkosinn tveimur árum síðar. Þegar Bush tók sæti í fulltrúa- deildinni seldi hann eignir sínar í olíufélögunum og hefur ekki fengizt við þau viðskipti síðar. . Bush stefndi hærra en að eiga sæti í fulltrúadeildinni. Hann vildi komast í öldungadeildina eins og faðir hans. Hann reyndi tvívegis. í fyrra skiptið mistókst honum í prófkjöri, en í síðara skiptið vann hann prófkjörið, en féll í sjálfri kosningunni. Bush varð að sleppa sæti sínu í fulltrúadeildinni, þegar hann bauð sig fram til öldungadeildar- innar. Eftir fall sitt þá, mun hann ekki hafa talið sig eiga framtíð í Texas. Hann flutti aftur til aust- urstrandarinnar. Sendiherrastaða Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum var þá laus. Nixon hafði þá haft nokkur kynni af Bush og taldi að hann væri réttur maður á réttum stað í sendiherrastöðunni hjá S.þ.. Bush þótti standa sig þar allvel. Það mun Nixon líka hafa álit- ið, því að innan tveggja ára, eða 1972, fékk hann Bush til að taka viðframkvæmdastjóraembættinu hjá flokki republikana. Water- gatemálið var þá í uppsiglingu og þetta starf hlaut því að vera nokkuð vandasamt. Það reyndi verulega á Bush sem frani- kvæmdastjóra að halda flokkn- um saman undir þcssum kring- umstæðum. Mcðal annars þurfti hann að gæta hóflega hagsmuna forsetans, án þessaðverða nokk- uð kenndur við Watergatemálið. Þetta heppnaðist Bush. Þegar Ford varð forseti 1974 gerði hann Bush að eins konar sendihcrra Bandaríkjanna í Peking, en 'það þótti þá vanda- samt starf. Því gegndi Bush þó ekki nema í eitt ár, því að 1975 skipaði Ford hann yfirmann leyniþjónustunnar CIA. Því starfi gegndi Bush þangað til Carter varð forseti. Sennilega er Bush eini yfir- maður CIA sem aldrei hefur verið gagnrýndur fyrir störf sín hjá stofnuninni. Hann er þó sá eini, sem hefur staðið í stjórn- málabaráttu eftir að hafa hætt þar. BUSH var meðal fyrstu leið- toga repúblikana, sem gaf kost á sér til framboðs fyrir þá við forsetakosningarnar 1980. Hann varð jafnframt sá, sem hélt lengst út í samkeppninni við Reagan. Margt benti til þess á þeim tíma, að Reagan mislíkaði þetta úthald Bush. Reagan ætlaði sér hann ekki þá sem varaforsetaefni sitt. Niðurstaðan varð samt sú, að Reagan sá ekki annan betri kost. Bush þykir hafa leyst starf varaforsetans vel af hendi. Hann hefur eins og varaforseta ber stutt stefnu forsetans, en þó hóflega. Jafnhliða hefur hann forðazt að ganga fram fyrir skjöldu og draga þannig athygli frá forsetanunr. Sérstaklega er það rómað, hvernig Bush hagaði framgöngu sinni á þeim tíma, sem Reagan lá á spítala eftir banatilræðið. Líklegt er talið, að Reagan gefi aftur kost á sér og Bush verði aftur varaforsetaefni hans. Engan veginn er ólíklegt, að hann geti átti eftir að verða forseti. Þórarinn 1 Þórarinsson, Ifi ritstjóri, skrifar itfl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.