Tíminn - 05.07.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.07.1983, Blaðsíða 8
a ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrtmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, GuðmundurSv. Hermannsson, Guðmundur Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Krlstfn Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavfk. Síml: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuðl kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. Létta má á ríkisrekstrinum ■ Sú yfirlýsing Alberts Guðmundssonar fjármálaráð- herra, að hann mundi láta kanna hvort ekki væri ráðlegt að selja einhver ríkisrekin fyrirtæki og hluti ríkisins í öðrum fyrirtækjum, hefur vakið athygli og umtal og sýnist sitt hverjum um þessar fyrirætlanir. Sumir telja að selja eigi öil ríkisfyrirtæki og yfirleitt alla hlutdeild ríkisins í atvinnurekstri og margs kyns þjónustu. Aðrir hafa þá skoðun að ríkisrekstur sé aldrei of mikill og að öll athafnasemi og þjónusta sé best komin í höndunum á embættismönnum ríkisins. Með þeim hætti einum verði þjónusta tryggð og að föðurleg forsjá ríkisvaldsins komi í veg fyrir arðrán og spillingu, Pað er sem sagt skammt öfganna á milli eins og oft vill verða með vorri þjóð. Um hugmyndir fjármálaráðherra er ekkert nema gott eitt að segja. Það er áreiðanlega löngu tími til þess kominn að endurskoða athafnasemi ríkisvaldsins í atvinnurekstri og stofnanavafstri. íslendingar eru orðnir svo vanir því að ríkisvaldið með landssjóðinn að bakhjarli hafi afskipti af fjölmörgum sviðum þjóðlífsins, að það er nánast litið á það sem náttúrulögmál að ríkið eitt sé fært um að sjá um tiltekinn atvinnurekstur og þjónustugreinar, svo ekki sé talað um stærri eða minni hlutdeild ríkisins í fyrirtækjum, sem einhvern tíma hafa þurft á aðstoð að halda á erfiðleikatímum. Ráðherrar Framsóknarflokksins hafa lýst yfir að þeir séu hlynntir að þessi athugun fari fram. En þeir hafa lagt áherslu á að verði ákvörðun tekin um sölu á einhverjum ríkisfyrirtækjum eða hlutabréfum ríkisins í öðrum, að starfsmannafélög og sveitarfélög fái forkaupsrétt á hlut- deild ríkisins ef .þau vilja. Starfsmannafélög einstakra fyrirtækja hafa þegar lýst yfir áhuga á slíkum kaupum. Sósíalistar hafa að vonum allt á hornum sér vegna þessara hugmynda, og hafa látið stór orð falla um að nú eigi að fara að taka þjónustuna og ágóðann frá fólkinu í landinu. En það er nú einu sinni trú ríkishyggju manna að ríkisforsjá sé lykillinn að fögru mannlífi og réttlæti. Sú trú er svo rótföst að stjórnsýsla marxista víða um heim fær ekki einu sinni hnikað henni. Það tilheyrir því að þeir snúist öndverðir gegn hverri skerðingu á áhrifavaldi ríkisins. En það er ekkert sjálfgefið að eignarhlutur ríkisins lendi í höndum harðsvíraðra peningamanna, eins og sósíalistar láta í veðri vaka. Ekkert er eðlilegra en að starfsmenn eignist hlutdeild í fyrirtækjunum. Sveitarfélög eiga og reka margs kyns fyrirtæki pg gætu þau tekið þátt í rekstri í ríkari mæli og samvinnufélög og almenningshlutafélög gætu sem best tekið við hluta af ríkisrekstrinum. Ef einhverjir fjársterkir einstaklingar hafa bolmagn og getu til að kaupa og reka eitthvað af bákninu er ekkert því til fyrirstöðu að þeir fái að spreyta sig. Ekki er gott að átta sig á hvaðan þær hugmyndir eru runnar, að ríkið eða einhvers konar opinberir aðilar, veiti eitthvað betri þjónustu en aðrir. En því er mjög haldið á lofti að þjónusta verði lélegri og dýrari ef ríkisvaldið sleppir af henni hendinni. En mjög verður að teljast vafasamt að það sé einhver trygging fyrir góðum rekstri að forstjóri fyrirtækis sé skipaður af ráðherra fremur en með öðrum hætti. Það þarf ekki lengi að lesa í lesendabréfum blaða eða hlusta á umkvartanir til að verða var við að víða kvartar fólk yfir slælegri afgreiðslu mála sinna hjá opinberu forsjánni. Ríkið hefur engu að tapa þótt það losi sig við einhver af þeim fyrirtækjum sem skolað hefur eftir ýmsum leiðum upp í hendur þess. Og það er engin trygging fyrir góðum og arðgæfum rekstri að fyrirtæki eða stofnanir heyri undir ráðuneyti og það er heldur ekki trygging fyrir hnökralít- illi þjónustu fyrir þá sem til fyrirtækja og stofnana þurfa að sækja. Og ráðherra og ráðuneyti hafa nóg á sinni könnu þótt eitthvað sé létt á ríkisrekstrinum. -OO %< Útgefandi: Útgáfufélagið Búbót. Ritstjóri: Anna Bjarnason. Hönnun: Atli Steinarsson. íþróttir: ívar Benediktsson, Lágholti 17, sími 66285. Auglýsingar og ritstjórn: Merkjateig 2, Mosfelissveit, sími 66142. Setning, umbrot og prentun: Prentstofa G. Benediktssonar, Bolholti 6, sfmi 83530. Björgum skútunni með glöðu geði Bjartsýni í stað svarta- gallsrauss ■ Eftir að ríkisstjórnin kunngerði ráðstafanir sínar til að koma skikki á efnahagsmálin hefur ekki linnt svartagalls- rausinu úr öllum áttum. Nú á að fara að setja allt á hausinn og kippa stoð- urn undan lífsgæðunum. Fólk verður að fara að draga við sig í eyðslu á meðan verið er að kom- ast yfir erfiðasta hjallann. Bjartsýni gætir ekki víða. Samt eru til undantekningar. Anna Bjarnason ritstjóri Mos- fellspóstsins skrifar for- ystugrein í blað sitt um ástand, horfur og ráð- stafanir undir fyrirsögn- inni „Björgum skútunni með glöðu geði". Anna skrifar: „Þar kom að því að ráðamenn þjóðarinnar urðu að grípa til ein- hverra' harkalegra ráða til þess.að koma í veg fyrir að þjóðarskútan sigldi alveg í strand. Er hér átt við kjaraskerðing- una 1. júní. Mörgum þykir að full harkalega hafi verið grip- iö í taumana. En öðrum þykir ekki nóg að gert. Svo mikið er víst, að enginn er ánægður. Við skulum staldra við og atliuga hvort það er ekki eitthvað frekar sem við getum látið á móti okkur, án þess að líða einhvern skort. Það eru svo margir hlutir og mik- ið af lífsins gæðum, sem við getum hæglega verið án og það án þess að vinna fyrir því. Auðvitað er ekki rétt að banna eitt eða neitt. En kannski er ekki hægt að grípa í taumana og takmarka lífsgæðin, nema með því að banna eitthvað. Er hér átt við innflutn- ing af ýmsu tagi, sem getur ekki flokkast undir annað en hreinan óþarfa, í það minnsta eitthvað sem við getum hæglega verið án. ' Nægir að nefna blóma- innflutning. Nálgast það ekki hálfgerðan óhemju- skap að þurfa að flytja' inn hinar ýmsu blómateg- undir þann tíma ársins sem ekki er hægt að rækta þær hér á landi. Fyrir nokkrum árum voru blómategundirnar til á hinum ýmsu árstím- um, eins og t.d. rósir yfir sumartímann, túlípanar og aðrar laukplöntur seinni hluta vetrar og á vorin, krýsantemur á haustin o.s.frv. Nú er hægt að fá allar þessar blómategundir nær allan ársins hring og auðvitað margar fleiri. Þær eru bara fluttar á milli landa og eru þar af leiðandi mjög dýrar. Það má einnig segja að inn- flutningur á garðplöntum sé hinn mesti óþarfi. Auk þess sem ekki er ólíklegt að með lifandi plöntum geti borist hingað til lands alls konar skor- kvikindi sem hingað eiga lítið erindi, að ekki sé talað um sóttkveikjur. Nægir að minna á al- gert bann við kjötinn- flutningi vegna gin og klaufaveiki. Svona mætti lengi telja. Það er eitt og ann- að sem við getum hæg- lega verið án og það án þess að finna fyrir því. Við getum líka vel ekið um í ársgömlum bílum, - dregið um eitt ár að fá okkur nýjan bíl. Við get- um notað yfirhöfnina frá því í fyrra. Við getum sleppt því að fara í sólar- landaferð á hverju ári. Við getum notað gólf- teppið eitt ár til viðbótar o.s.frv. Fyrir nokkrum árum voru sólarlandaferðir ekki orðnar jafn algengar og þær eru í dag. Þá var það heldur ekki algild regla að fólk fengi nýja árgerð af bíl á hverju ári, - margir áttu sömu yfirhöfnina í tvö ár eða enn lengur. Þá ar líka hægt að gera sér glaðan dag með því að bregða svolítið útaf því sem var dagsdaglega. Nú er erfitt að gera sér glaðan dag. Það eru nefnilega allir daga svo ofsalega „glaðir“. Nú eru alltaf rósir á boðstólum. Nú fara allir í sólarlandaferðir á hverju ári. Nú aka lang- samlega flestir um í glæ- nýjum bílum. Nú er jóla- steik á borðum í miðri viku. Hvað á þá að hafa á borðum á jólunum? Ef það getur hjálpað blessaðri þjóðarskútunni að við leggjum á okkur smávegis hömlur um skeið, þá ættum við að taka saman höndum og gera það með glöðu geði.“ Ekki hlaupið frá vanda- málunum Þórarinn Sigurjónsson alþingismaður skrifar forystugrein Þjóðólfs og segir: „Fimmtudaginn 26. maí tók ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar við stjórnartaum- unum í landinu. Tók hún við af ríkis- stjórn Gunnars Thor- oddsen, sem setið hafði í þrjú og hálft ár. Voru þá stjórnar- myndunarviðræður bún- ar að standa í rúman mánuð, og búið að reyna á allar leiðir til aö mynda stjórn. Lokin urðu svo þau að hörðustu and- stæðingar í íslenskum stjórnmálum Framsókn- ar- og Sjálfstæðisflokkur mynduðu meirihluta- stjórn til þess að afstýra stöðvun atvinnuvega landsins og því böli sem fylgir atvinnuleysi. Þingræðisþjóðfélag gerir ráð fyrir því að alþingismenn sem kjörn- ir eru á þing af þjóðinni fari með stjórn landsmál- anna, en skorist ekki undan ábyrgð, þó að leysa þurfi erfið verkefni sem bíða úrlausnar. Framsóknarflokkur- inn lagði á það áherslu í kosningabaráttunni að mynduð yrði ríkisstjórn eftir kosningar sem fær yrði um það að takast á við efnahagsvandann, og að fylgja eftirstefnu sinni nægilega lengi til þess að árangur næðist í barátt- I unni fyrir hjöðnun verð- bólgunnar án þess að at- vinnu landsmanna væri stefnt í voða. Hann brást ekki í þetta sinn frekar en áður að vera ábyrgur flokkur sem þorir að takast á við vandamálin, þó að ráð- stafanir þær sem varð að gera séu ekki vinsælar af öllum. Meginþorri atvinnu- fyrirtækja í landinu stendur höllum fæti og stöðvun vofir yfir sumum. Stórfelldur halli er á ríkisrekstrinum sem verður að stöðva. Verð- bólgan hefur aldrei verið meiri og erlendar skuldir eru orðnar ískyggilega miklar. Fráfarandi ríkisstjórn hefur verið kennt um hvernig komið var, af stjórnarandstæðingum hennar, sem er ekki rétt að verulegu leyti. Mikill aflabrestur, verðfall og sölutregða eiga stóran þátt í því hvernig komið var. En verðbólgan væri nú minni og viðráðan- legri, ef fylgt hefði verið 1 áfram þeim niðurtalning- araðgerðum, sem hófust í ársbyrjun 1981 og báru árangur á því ári. En þar skarst Alþýðu- 1 bandalagið úr leik, með þeim afleiðingum að verðbólguhraðinn fór vaxandi á ný og var kom- inn í á annað hundrað prósent þegar núverandi stjórn tók við. Þær aðgerðir sem nú- verandi stjórn hefur sett sér að koma fram eru ekki vænlegar til vin- sælda í upphafi. Því að- eins munu þær takast, að þjóðin sýni þeim skilning og geri sér ljóst, hvað framundan er, ef það mistekst má búast við enn meiri erfiðleikum. Það er að sjálfsögðu auðvelt fyrir forustu- menn flokka að flýja af hólmi þegar takast þarf á við erfið vandamál og gera ráðstafanir, sem kunna að vera óvinsælar, en munu skila árangri þegar litið er til lengri tíma. En ef allir tækju til fótanna þegar erfið vandamál ber að höndum, þá er ekki við því að búast, að málefn- um landsins verði vel stjórnað. Það er því undir þjóð- inni komið hvort hún vill styðja stjórnmálamenn á alvörustund, sem hafa ábyrgðartilfinningu, til þess að takast á við erfið- leikana. Og að úthald og festa verði nægileg til að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið, þar til þeim árang- ri, sem aðerstefnt, hefur verið náð. Það er ekki nóg að hefja verkið, það þarf líka að ljúka því og sýna þannig, að með réttri stefnu í efnahagsmálum er hægt að treysta at- vinnulífið, tryggja fulla atvinnu og ná verðbólg- unni niður á viðunandi stig. Mun þá koma í ljós að veruleg lækkun verð- bólgunnar með skipu- legum aðgerðum á til- teknu tímabili, er besta tryggingin til góðra lífs- kjara í landinu.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.