Tíminn - 10.07.1983, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.07.1983, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ1983 ■ Götulíf I Moskvu. Það var athyglisvert hve göturnar voru hreinar og að hvergi sást rusl í skemmtigörðum. Á hverjum morgni fóru stórvirk tæki um götur höfuðborgarínnar og hreinsuðu þær. ELDSPÝTUR HEFÐUGERT SAMAGAGN! upp í ákveðinn kvóta og segja þeir sem! þekkja að yfirleitt reyni forstjórar verk- smiðjanna að hafa kvótann eins lítinn og unnt er og ef verksmiðjunni tekst að framleiða meira en áætlunin gerði ráð fyrir fá starfsmennirnir bónus. Auðvitað vilja allir fá bónus, jafnt háif sem lágir og þá þýðir ekkert annað en að reyna að plata kerfið örlítið. Mestur tími þeirra sem stjórna verk- smiðju á borð við þá er við skoðuðum fer í að semja við yfirvöld um kvótann og að ákveða verð framleiðslunnar, en á þessum slóðum eru það yfírvöld sem hafa síðasta orðið í þeim málum - það er ekki spurning um framboð og eftirspurn. Þessi feiknalega miðstýring hefur gert það að verkum að afköst á hvern verkamann eru mun minni í Sovétríkj- unum en í flestum - ef ekki öllum vestrænum ríkjum. Gott dæmi er land- búnaðurinn, sem er rekinn á samvinnu- eða ríkisgrundvelli. Hið opinbera leyfir íbúunum að rækta litla skika á eigin ábyrgð og útkoman er sú að þeir gefa mun meiri uppskeru en venja er til á „ríkisökrunum". Sá hluti framleiðslunn- ar sem viðkomandi bóndi notar ekki til eigin þarfa er oftast seldur á frjálsum mörkuðum. Verð á þeim er mun hærra en gerist og gengur í verslunum hins opinbera og má segja að þar komi hið „rétta“ verð fram. Aðspurðir sögðu túlkarnir að mismunurinn lægi í því að varan á frjálsu mörkuðunum er nýrri, en það var skýring sem hlýtur að teljast mjög ófullnægjandi svo ekki sé meira sagt. Gallabuxur og ber læri Meðallaun í verksmiðjunni voru sögð vera 242 rúblur á mánuði. Þegar Olga túlkur heyrði töluna sagði hún að þetta væru mun betri laun en hún ætti að venjast sem haskólakennari. En hvað fær forstjóri verksmiðjunnar í laun? Þessi spurning var erfið - a.m.k. hófust nú langar viðræður á rússnesku og á milli komu svör sem erfitt var að henda reiður á. Að lokum var okkur sagt að forstjór- inn fengi sín laun beint -frá Moskvu og því miður væri ekki hægt að svara spurningunni. Nú vildi einhver spyrja hvernig fólki entust þeir peningar sem það fær í launaumslaginu. Því er til að svara að við fengum næsta lítið að kynnast því hvernig almenningur lifir - þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar að lútandi. T.d. fengum við ekki að sjá venjulega íbúð eða samyrkjubú. En það þóttumst við sjá að almenningur býr ekki við umtalsverðan skort hvað varðar brýnustu nauðsynjar. Að vísu væri synd að segja að úrval í matvöruverslunum væri til að hrópa húrra fyrir og miðað við gamlar rússneskar konur hafa þær svo sannarlega nóg að bíta og brenna. Þjóð- sagan um gallabuxnaskort virðist vera röng - að nokkru leyti. Áður en ég fór utan kom til mín harður íhaldsmaður, sem tjáði mér að ég ætti að hafa í farteski mínu nokkrar gallabuxur því Sovétmenn vildu engu öðru klæðast en vestrænum gallabuxum. Að vísu fór ég ekki að ráðum þessa vinar míns en svo mikið er víst að þetta var ekki langt frá lagi. í næturklúbbi í Vilnus fékk einn ferðafé-1 laganna tilboð í nýju buxurnar sínar og gerði það kvenmaður sem ferðafélaginn hitti í klúbbnum. Ekkert varð úr kaup- unum enda illt að fara heim á hótel á. nærbuxunum. Sérkennileg afgreiðsla Það er mikill húsnæðisskortur í So- vétríkjunum og þá sérstaklega í Moskvu. Samkvæmt opinberum tölum hefur hver og einn í Vilnus röska 13 m2 til um ráða og þessi tala er lægri í Moskvu. Til samanburðar má geta þess að hér á landi hefur hver íbúi um 40 m2 til umráða. Ég er hræddur um að Frónbúum þættu matvöruverslanir í Sovétríkjunum frem- ur sviplitlar og úrvalið fátæklegt - sumar þeirra verslana sem ég skoðaði minntu mig á það sem tíðkaðist hér á landi fyrir tuttugu árum eða svo. Það var t.d. áberandi að nóg var af einstökum vöru- tegundum eins og niðursoðnum fiski því þær dósir voru í fjallháum stöflum. í einu kjötborðinu sem ég sá í stórri matvöruverslun var svolítil kjötsletta á stálbakka, fremur óhrjáleg og sömu sögu má segja úr öðrum búðum. En þegar Sovétmönnum er sagt frá þeirri gnótt sem ríkir í matvöruverslunum á Vesturlöndum segja þeir gjarnan að ástæðan sé auðvitað sú, að almenningur hafi ekki efni á að kaupa sér í matinn og því sé svo mikið í hillunum. Það hefur enga þýðingu að mótmæla. í Vilnus sáum við stór versiunarhús sem bjóða upp á þokkalegt úrval af vörum og góða þjónustu - a.m.k. fram að því að greiðsla er innt af hendi. Af einhverjum ástæðum, sem ég kann ekki skýringu á, fara viðskipti þannig fram að þú ferð að afgreiðsluborðinu og ákveður hvað þú ætlar að kaupa. Það er betra að festa sér verðið vel í minni því næsta skref er að fara til þess afgreiðslumanns, sem tekur á móti borgun, segja honum hvað það er sem þú ætlar að kaupa og hve mikið það kostar. Afgreiðslumaður- inn útbýr kvittun sem þú verður að fara með til þess sem sýndi þér vöruna og gegn afhendingu kvittunarinnar færð þú það sem ætlunin var að kaupa. Mér virðist þetta vera seinlegt kerfi og raunar samþykkti annar túlkurinn þá skoðun mína. Hitt er svo aftur annað mál að umrætt kerfi veitir fleiri atvinnu og það má deila um hve gott er að viðhalda slíkri atvinnubótavinnu. Við megum ekki gleyma „dollarabúðunum" eða það sem nefnist Beryozka á máli heima- manna. Þessar verslanir taka eingöngu við greiðslum í gjaldeyri sem er harla fáséður hjá hinum almenna borgara. í einni af þeim Beriozkum sem ég kom í var greiðslufyrirkomulag eins og lýst var hér að framan. Mér taldist til að þegar upp var staðið hefðu þrír afgreiðslumenn ritað nafn sitt á mismunandi blöð - en á þeim var nákvæmlega tilgreint hvað var keypt og vörunúmer var skrifað niður í sumum tilfellum. Satt best að segja öfunda ég ekki það fólk sem hefur þann starfa að fara yfir pappírana og kanna hvað hefur selst þennan eða hinn daginn. Gardínubílar Bifreiðar eru mjög dýrar í Sovétríkj- unum en þó fjölgar ökutækjum í einka- eign ár frá ári. Mochvith, Skoda og Lada eru nánast einu bílarnir sem sjást á götum í Sovétríkjunum og ég dáist að þjóð sem lætur sér slík tæki nægja. Miðað við kynni mín af austantjaldsbif- reiðum þá hljóta verkstæðin að hafa nóg að starfa. En til eru aðrar tegundir sem eingöngu eru notaðar af háttsettum opinberum embættismönnum. Við kölluðum þá bíla „gardínubíla" því yfirleitt er dregið fyrir alla glugga nema framrúðu og hliðarrúður í framhurðum. Vel má vera að embættismennirnir treysti sér ekki til að sjá það sem fyrir augu ber og verð ég að segja að það skil ég mætavel í sumum tilfellum. Það var skrýtið að sjá þessa og aðra bíla aka um götur að næturþeli. Af einhverjum or- sökum eru heimamenn lítt gefnir fyrir ljós og láta stöðuljósin nægja ef það er nokkur möguleiki að grilla í veginn framundan. Það var Iíka einkennilegt að sjá að kyrrstæðir bílar voru yfirleitt án þurrkublaða og hliðarspegla. Ef kíkt var inn í bílana þá mátti sjá þessi nauðsynja- tæki liggja í framsæti. Ástæðan fyrir því að menn taka umrædda hluti af bílum sínum er sú að á þeim er skortur og mikið um „þurrku-“ og „speglaþjófnaði". „Það var maíkvöld..." Já dagskráin var löng og ströng en þrátt fyrir það héldu sumir þátttakend- ■ urnir í sendinefndinni út í nóttina þegar ■ tækifæri gafst til þess arna. Vissulega vildu túlkarnir sýna okkur land og þjóð - með vissum undantekningum þó og það var með ólíkindum hve miklu þeir gátu hlaðið á dagskrána, sem breyttist með sjávarföllunum. Mér virtist að þeir spiluðu hana eftir eyranu og það sem var ákveðið í gær var horfið í dag. En það er fátt eins skemmtilegt og að kanna sjálfur ókunnuga stigu og því vildum við stundum sjálf ráða ferðinni. Því var það að við héldum þrír af stað að kvöldi 9. maí og var ferðinni heiti að Hótel Inturist. Auk mín var þarna Geir Haarde og Gylfi Guðmundsson. Við Gylfi vor- um fyrr um kvöldið búnir að sjá tvær ungar dökkhærðar konur sem stóðu þarna rétt hjá. Þetta voru laglegar konur og þess má geta að í Moskvu er mikið af þeim. Önnur sneri sér að Geir og spurði á rússnesku hvort hann gæti séð af sígarettu. Eftir smá vangaveltur og eftir að þau höfðu skipt yfir í ensku komst stúlkan að því að hún hafði farið í geitarhús að leita ullar, þar sem Geir reykir ekki. Eins og krata er vandi kom Gylfi til bjargar og innan skamms voru umræðurnar orðnar líflegar. Við vildum endilega bjóða konunum upp á bjór á hótelinu, en þær hristu höfuðin, sögðu að slíkt gengi ekki. Hótelið væri einvörð- ungu ætlað útlendingum og ef þær færu inn væri allt eins líklegt að lögreglan kæmi og skrifaði þær niður og henti þeim út. Með öðrum orðum kæmust þær á skrá. Nú var úr vöndu að ráða. Þetta var síðasta kvöldið okkar í Sovétríkjunum og greinilega síðasta tækifærið okkar að hitta fólk sem ekki var búið að velja fyrirfram. Við buðum því upp á göngu- túr. Því boði var tekið og haldið var af stað út í næturkyrrðina. Aftur trakteraði Gylfi stelpurnar á sígarettum og þær soguðu að sér amerísku sígarettudýrð- ina. Til að gera langa sögu stutta þá mældum við fortófin í nágrenni hótelsins og leituðum að veitingahúsi hvar hægt væri að fá kaffi eða bjór, en allt kom fyrir ekki. Nóttin seig yfir og minnugur þess að vélin til Kaupmannahafnar færi eld- snemma næsta morgun harðneitaði Gylfi að labba frekar og fór heim á hótel. Önnur stúlkan fylgdi fordæmi hans og fór til stns heima, sagði að sín biði vinna snemma næsta morgun en hin féllst á þá tillögu Geirs að nú væri tilvalið að hún biði okkur tveim heim í tedrykkju. Að vísu hikaði hún smástund en samþykkti síðan, hefur sennilega talið að þessir Islendingar væru ekki svo slæmir þegar öllu væri á botninn hvolft. Ekki tala upphátt! Við fórum með leigubíl og ferðalagið tók nokkurn tíma. Fyrstu aðvaranir stúlkunnar komu: Þið megið ekki tala upphátt, þá heyrir bílstjórinn að þið eruð útlendingar. Það getur haft sínar afleiðingar. - Mér varð hugsað til þess ef svipaðar viðvaranir giltu hér heima. Þá væri eins víst að maður væri dauðhrædd- ur við bílstjórana á Hreyfli ef útlending- ar væru með í för. Bíllinn stoppaði hjá stóru fjöibýlishúsi. Aftur vorum við áminntir og alveg sérstaklega beðnir um að steinþegja þegar við kæmum upp að húsinu. Að sjálfsögðu vorum við þöglir eins og gröfin. íbúð stúlkunnar var lítil en þægileg, stúlkan greip aftur til ensk- unnar og bauð okkur að setjast. Og teið kom og um leið sykruð niðursoðin jarðarber, sem ættingi stúlkunnar suður í landi hafði sent henni. Við spurðum hana um lífið í Sovétríkjunum. - Það er allt í lagi ef þú sættir þig við að mega ekki gera ákveðna hluti. Ef þú hugsar aðeins um brýnustu lífsnauðsynjar er allt í lagi, sagði stúlkan, - en þið getið verið jafn vissir um það og ég að herbergi ykkar á hótelinu eru hleruð. Ég held líka að minn sími sé hleraður af því að ég hef mikið samband við útlendinga vegna vinnu minnar á hóteli, en sími hins almenna borgara er ekki hleraður. Persónunjósnir Og smám saman fór myndin að verða heilsteyptari. Ef marka má orð stúlkunn- ar eru persónunjósnir daglegur þáttur í lífi fjölmargra íbúa Sovétríkjanna og þó einkum í Moskvu og þeim borgum þar sem finna má útlendinga. Lögreglan hefur náið eftirlit rneð fólki svo það er betra fyrir það að fikra sig eftir mjóa veginum. Eftirlit með útlendingum í Moskvu er mikið og því til sönnunar má geta þess að starfsmaður í sendiráði Islands í Moskvu fyrir nokkrukm árum sagði eitt sinn stundarhátt heima í stofu: Ansi er dimmt hérna fyrir utan. Þeir ættu að setja upp fleiri götuljós . - Það var eins og við manninn mælt. Innan skamms voru verkamenn mættir á stað- inn og farnir að grafa fyrir nýjum staurum. En aftur til stúlkunnar. Hún sagði að fyrir utan mikinn húsnæðisskort væri varla hægt að tala um neyð, að vísu kæmi oft fyrir að ekki væri hægt að fá ákveðnar tegundir matvæla, en það væri staðreynd að lífið í Sovétríkjunum í dag væri mun betra en það var fyrir nokkrum árum eða áratugum. Hún talaði líka um þá sem hugsa um annað en að kýla vömbina, um þá sem vilja fá að kynnast veröldinni utan járntjaldsins, þá sem vilja hugsa án aðstoðar eða eftir leiðsögn hins opinbera. Þeir fáu menn sem þora að standa upp og krefjast mannréttinda eru umsvifalaust barðir niður og er í því efni skemmst að minnast þess manns sem vildi koma á fót friðarhreyfingu í Sovétríkjunum - án aðstoðar ríkisins. Því vildu stjórnvöld ekki una og maður- inn fékk að fara til Austurríkis með fjölskyldu sína, eftir að hafa dvalið á stofnunum sem hafa á sér misjafnt orð.. Sovétmenn hafa greitt háu verði þann munað að hafa í sig og á - þeir hafa greitt það gjald með því sem okkur öllum er dýrmætast - frelsinu til að hugsa og tjá sig að vild. Það var orðið áliðið nætur er við Geir læddumst aftur út úr íbúð stúlkunnar. Við vorum hljóðir, nú þurfti ekki að biðja okkur um að þegja. Samtal okkar ’ við stúlkuna hafði haft þau áhrif að okkur langaði ekki til að tala. Mér leið eins og manni sem hefur gert eitthvað af sér - en minn glæpur var í því fólginn að þyggja heimboð og tala um ástandið í Sovétríkjunum. Eftir langa mæðu fundum við leigubíl hjá bensínstöð í grennd við hús stúlk- unnar. Bílstjórinn, sem einnig var kvenkyns, tók í það langan tíma að skilja hvert við vildum fara. Mismunandi svör Varð allt satt sem stúlkan sagði? Var frásögn hennar miðuð við það að segja okkur þá hluti sem hún hélt að félli okkur í geð? Ég held ekki. Fyrr um daginn hafði íslenska sendinefndin þegið boð hjá sendiráðinu í Moskvu og þar gátum við spurt og fengið svör sem við vitum að voru rétt. Þau svör voru svipuð og þau sem stúlkan gaf. Ég spurði t.d. fyrsta sendiráðsritara hvort hægt væri að leigja sér bíl í Moskvu og fara síðan hvert á land sem er. - Það er miklu auðveldara að telja upp þær borgir sem þú mátt fara til en þær sem eru lokaðar fyrir útlendingum var svarið. j beinu framhaldi af svari hans lagði ég sömu spurningu fyrir Olgu og fékk allt annað svar. - Jú, þú getur komið hvenær sem er og leigt þér bíi, sagði Olga og brosti blíðlega, - og þú mátt fara hvert sem þú vilt. Þetta svar var hvorki í samræmi við það sem sendiráðsritarinn sagði eða það sem lesa má í enskum ferðamannabækl- ingi, sem gefinn var út af ensku forlagi í samvinnu við sovésk stjórnvöld. Þar segir að ferðamenn í eigin bílum - eða bílaleigubílum - verði að ákveða með löngum fyrirvara hvert þeir ætli að fara, hvar þeir ætli að sofa og eta og svo mætti lengi telja. Þar að auki verður ferðamað- urinn að velja á milli nokkurra leiða, sem yfirvöld hafa ákveðið sem útlend- ingaleiðir, ef svo mætti að orði komast. Fleiri dæmi mætti nefna þar sem upplýs- ingar leiðsögumannanna stönguðust á við það sem við fengum að heyra í íslenska sendiráðinu, en þetta dæmi verður látið nægja. Friðarumrædan Að lokum má ekki skilja svo við Sovétríkin að ekki sé aðeins minnst á það sem einkenndi flesta ef ekki alla þá fundi sem við sátum - en það var umræðan um friðarmál. Að sjálfsögðu voru allir sammála um nauðsyn friðar og afvopnunar og hvílík ógn hvíldi yfir mannkyni á meðan til eru nokkrar kjarnorkusprengjur á hvern íbúa jarðar- innar. Ég held að það sé ekki hægt að efast um einlægan friðarvilja hins al- menna borgara, sem þó hefur á margan hátt brenglaðar hugmyndir um ástand mála. Honum er aðeins rétt ein skoðun, aðrar fá ekki að komast að - erlend viðhorf eru flokkuð undir áróður af svæsnustu tegund. Áður hefur verið minnst á viðbrögð yfirvalda gegn þeim sem vildu stofna friðarhreyfingu, óháða ríkisvaldinu. Einnig má nefna hvernig farið hefur fyrir því fólki sem vildi að ákvæði Helsinkisáttmálans yrðu ekki aðeins í orði heldur á borði. Þegar þetta og 'fleira er haft í huga vaknar sú spurning hve mikið mark er hægt að taka á sovéskum yfirvöldum. Afganistan ér líka ljóslifandi dæmi um að friðarsúpa Sovétríkjanna er í saltara lagi. Að morgni 10. maí hóf flugvélin sig á loft frá Sheremetyevo airport með íslending- ana innanborðs. Ég held að þeir eigi allir minningar um stórt og fallegt land, vingjarnlega íbúa og hlýlegt viðmót. En sumir þeirra eiga líka minningar um yfirvald sem líður enga mótspyrnu, frjálsa hugsun eða frelsi til athafna. Sovésku þjóðirnar hafa unnið sig upp úr sárri fátœkt og eru búnar að stofna eitt voldugasta ríkið í víðri veröld, en áður hefur verið drepið á það gjald sem þœr urðu að greiða. Það gjald var hátt - svo ekki sé meira sagt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.