Tíminn - 10.07.1983, Blaðsíða 26

Tíminn - 10.07.1983, Blaðsíða 26
SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ1983 Hann gerðist þaulsætinn við ritstörfin og kona hans, Edith Lieblang, kvað hann ekki unna sér nokkurrar „Kujau hershöfðingi” ■ Skjala og handritakaupmaðurinn Rendall. Það tók hann einn eftirmiðdag og eina morgunstund að sjá að skjölin voru fölsuð. Tappaði á „Sinalco“-flöskur Ef til vill var það ást hans á öllu sem að hernaði laut og það hve gaman hann hafði af að ganga í skrúðfylkingum að hann tók að starfa í FDJ. Heins bróðir hans segir að hann hafi haft mjög gaman af stríðsvikmyndum. Árið 1957 flýði hann eins og fætur toguðu til V-Þýskalands. Hann vargrun- .aður um að hafa stolið hljóðnema. Konrad Kujau flutti til Stuttgart og fékk þar vinnu í gosdrykkjaverksmiðju og tappaði á „Sinalco„-flöskur. Bjó hann þá á gistiheimili. Fólk það sem bjó a heimilinu hafði mikið álit á honum. Hann keypti sér fín föt, meira að segja smoking. Hann sagði herbergisfélaga sínum Roderich Weber að í rauninni væri hann teiknari og grafiker. Weber trúði þessu: „Hann dró upp myndir eins og ekkert væri.“ Allir urðu líka mjög hrifnir, þegar Kujau sagði að bróðir hans væri „háttsettur fugl“ í Alþýðuhernum. í byrjun sjöunda áratugarins kynntist Kujau sambýliskonu sinni Edith Lieb- lang. Hann vann þá sem gluggapússari, en starfaði líka á knæpu, sem mikið var sótt af rannsóknarlögreglumönnum. Þar notaði hann í fyrsta sinn nafnið Konrad Fischer. Um 1970 settu þau Edith á stofn hreingerningafyrirtæki og tóku að leggja grundvöll að forngripaversluninni. Sá rekstur gekk í brösum, þar til hann kynntist Heidemann árið 1980, - mann- inum sem átti eftir að verða stærsti viðskiptavinur hans. Frá því að þau kynni tókust kom mikill fjörkippur í viðskiptin. Þessi fyrr- verandi lásasmiður, gluggapússari, að- stoðarþjónn og teiknari gerðist nú rit- höfundur. Nágrannarnir segja svo frá að hann hafi verið mjög athafnasamur við ritstörfin. Eitt sinn sagði hann svo frá að hann væri að rita ævisögu Adolfs Hitlers og ætti að verða úr þessu framhaldssería í „Stem“. Edith Lieblang bar sig illa yftr því við vini sína að „Conny“ væri að skrifa fyrir „Stern“ dag og nótt. Sagði hún hann vera orðinn uppgefinn vegna anna. Hefði þetta'orðið til þess að þau hefðu orðið að hætta við hnattferð sem þau höfðu í hyggju að takast á hendur. Glaðar stundir En sá sem erfiðar svo mikið verður að hafa eitthvað svo hann geti slakað á. Leið til þess fann Konrad Kujau á börunum í gamla bænum í Stuttgart. Eftirlætisbarir hans voru „Sissy-Bar“, Pigalle", „Bier-Bar“, „Melodie “ og „Corso". Þegar Conny birtist urðu allar dömurnar að flykkjast um hann og hann valdi sér eina úr hópnum. Þeim sem eftir urðu bauð hann upp á kampavín (eitt kvöldið 70 flöskur). Hann hélt nú með þá útvöldu til glæsilegrar skrifstofu sinn- ar að Schreiberstrasse 22, en skrifstofuna nefndi hann „stjórnstöðina". Þar kaus hann að gamna sér á hvítum leðursófa innan um broddhjálma og orður sem stóðu á bak við sýningargler. Oft gekk hann á milli knæpanna í gömlum SS-einkennisbúningi og lét þá ávarpa sig sem „hershöfðingja" eða „Sturmbannfuhrer". Abraham Kufer- berg, þjónn í „Pigalle" varð að þola að vera kallaður „gyðingsúrþvætti", og „gyðingssvín“. Samt má hann innilega sjá eftir „Kujau hershöfðingja“, því það var ekki fátítt að hann skildi eftir svo sem 15 þúsund marka ávísun. Hefði hann ekki nóg reiðufé undirritaði hann skuldaviðurkenningu, sem hann greiddi daginn eftir. Sást hann þá telja fjármun- ina fram upp úr plastpoka. Þar geymdi hann knippi þau af fimmhundruð og þúsundmarkaseðlum sem maðurinn frá „Stern“ færði honum reglulega á fjög- urra eða sex vikna fresti. Bareigendur og knæpuhaldarar aðrir í gamla bænum í Stuttgart töldu að hershöfðinginn hefði a þessum tíma sóað þar 1.5-2 milljón mörkum. Laun Heidemanns Eftir að hann var handtekinn lét Kujau lögfræðinga sína semja yfirlýsingu þess efnis að hann hefði ekki falsað dagbækurnar og ætíð verið þess fullviss að þær væru ekta. Þá kvaðst hann aðeins hafa tekið við 2.5 milljónum marka af Heidemann, en ekki 9.34 milljónum. Þegar ritstjórar „Stern“ tóku til við athuganir sínar eftir að upp komst um svindlið, flaug þeim brátt í hug að Heidemann hefði skilið nokkuð af pen- ingunum eftir sjálfum sér til handa. Til þess benti það að hann hafði í hyggju að festa kaup á glæsihúsi fyrir 1.3 milljónir marka og enn fremur hafði hann látið gera upp skemmtisnekkju sína, sem hét „Emmy 11“ og var komin úr eigu Görings, fyrir 800 þúsund mörk. „Stern“ ristjórinn las það fyrst í tímaritinu „Bild“ að Gruner+Jahr höfðu greitt Heide- mann 1.5 milljónir marka fyrir að útvega bækurnar. Ekki hugðust Gruner+Jahr þó gefa Heidemann þessa peninga. Meðan hann var að útvega bækurnar lést hann vera svissneskur verksmiðjueigandi og varð því að kaupa ýmislegt fleira góss frá tímum nasista. Til þeirra nota voru honum fengnir þessir peningar og var það því skilyrði bundið að hann seldi gripina aftur, þegar dagbækurnar væru komnar í réttar hendur og málinu þannig lokið. Skyldi hann þá afhenda útgáfunni peningana að nýju. Nú er málinu lokið og Heidemann. getur tekið til við að selja góssið. En hitt er vafamál hvort hann hefur upp á þeim kjána sem vill kaupa. Önnumst viðgerðir og nýsmíði Allt til reiðbúnaðar Söðlasmíðaverkstædi Þorvaldar og Jóhanns, Einholti 2 - sími 24180 ORION Notuð tæki öll ný yfirfarin ★ Welger heyhleðsluvagn 28 rúmm. Árg. 78, verð kr. Tilboð. ★ URSUS C-335 40 ha. m/grind. Árg. ’81, verð kr. 95.000,- ★ URSUS C-335 40 ha. m/grind. Árg. 75, verð kr. 55.000,- k URSUS C-360 65 ha. m/grind+klæðn. Árg. 78, verð kr. 105.000,- k URSUS C-360 65 ha. m/húsi. Árg. ’81, verð kr. 160.000,- Prúttið um greiðslukjör. vciACece Sundaborg 10 — Simar 8-66-55 & 8-66-80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.