Tíminn - 10.07.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.07.1983, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 10. JULI1983 sá síðamefndi var Gestapo-foringi í Lyon. Þegar þeir hittust fyrir tilviljun á brautarstöðinni hvatti Merk Barbie til þess að verða honum samferða á hinni nýju framabraut. Barbie sótti um og fékk viðtal vegna vinnunnar í skrifstofu 970. deildar CIC í smáborginni Kempten í Bavaríu. For- inginn sem talaði við Barbie við þetta tækifæri var, að því er skýrslur CIC herma, Robert Taylor sem nú býr í Syracuse í New York. Þó að Taylor muni ekki lengur eftir Barbie viðurkenn- ir hann vitnisburð skýrslanna sem sýna að Barbie var ráðinn með samþykki yfirforingja CIC þar um slóðir, Dale Garvey sem nú býr í Kansas. Sá sem ekki var neitt sérstaklega ánægður með ráðningu Barbies var Earl Browning, fyrrum foringi hjá CIC sem nú býr í Washington, en hann tók við af að yfirheyrslan í Oberursel gæti leitt til handtöku hans sem stríðsglæpamanns. Barbie tókst að stökkva út úr jeppanum og flýja til skógar. Lavoie tæmdi skamm- byssuna sína á eftir Barbie, ein kúlan hæfði fingur Barbies. En hann slapp. Innan klukkustundar hafði CIC sett af stað umgangsmiklar mannveiðar, borgir og þorp, þar sem vitað var að vinir Barbies bjuggu, voru kembdar. Eins og einn CIC maðurinn sagði: „Þeir eltu hann eins og hund.“ Loks náðist hann, var handtekinn og fluttur í strangri öryggisgæslu til Oberursel þar sem hann var færður í grófan fangabúning og læstur inni í einangrunarklefa. Þeir sem yfirheyrðu hann sögðu hon- um að skrifa skýrslu um stríðsferil sinn. Mörgum árum síðar sagði Barbie að hann hafi verið látinn einn í klefa sínum vikum saman og hann hafi orðið svo ■ - Starfsmenn bandarísku gagnnjósnaþjónustunnar í Vestur-Þýskalandi: Efst frá vinstri Gene Kolb, þá Earl Browning, síðan Herbert Bechtold og loks Jim Milano. Garvey í Frankfurt í febrúar 1947. Browning lét gera skrá yfir alla þá sem unnu fyrir CIC og þegar nafn Barbies birtist í skýrslunum nokkrum mánuðum síðar brá honum heldur í brún því að Barbie var á lista yfir þá sem átti að handtaka umsvifalaust og hafði hann verið skráður á lista yfir slíka menn nokkrum mánuðum áður. „Ég sat inni á skrifstofu minni þegar aðstoðarmaður minn, Jim Ratliff, kom inn með einhverja pappíra,“ sagði hann. „Þetta var listi sem Garvey hafði sent okkur yfir þá sem unnu á svæði 4. Ég las hann og sá nafnið Klaus Barbie. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum. Ég mundi greinilega eftir því að þetta var sami Þjóðverjinn og Garvey hafði sagt að við ættum að handtaka þegar ég var í Bremen og nú notaði hann þennan mann... Ég sendi Garvey strax skipun um að handtaka Barbie.“ Þetta var upphafið að bitrum deilum Brownings og foringja CIC á Fjórða Svæði (sem Garvey stjómaði) sem voru staðráðnir í því að vemda Barbie. Browning var meira að segja eitt sinn sagt að Barbie væri „horfinn". í október og nóvember 1947 sendi hann Garvey stöðugt harðorðari skilaboð um það að handtaka Barbie. í desember féllst Gar- vey loks á að framselja Barbie til Evrópudeildar CIC í Obemrsel. Læstur inni í einangrunarklefa Dick Lavoie, ungur CIC foringi, átti að fara með Barbie til Oberursel. Á leiðinni sagði hann nóg til þess að staðfesta grunsemdir Barbies um að hann væri hugsanlega í hættu staddur - örvæntingarfullur og þunglyndur að hann hafi tvívegis reynt að fremja sjálfsmorð. Hann byrjaði loks að skrifa þegar hann var orðinn hræddur um að hann yrði framseldur Frökkum. En í viðtali frá 1979 hrósaði hann sér af því að hafa sagt frá ósköp litlu: „Ég sagði þeim ekki meira en það sem ég gat skrifað á eina og hálfa blaðsíðu. Skýrslur um yfirheyrslumar frá þessu tímabili sýna að Barbie neitaði öllum ásökunum um að hafa framið glæpi gagnvart Frökkum. Auk þess var beitt töluverðum þrýstingi til þess að fá hann lausan. CIC menn á Svæði 4 höfðu beint máli sínu fram hjá Browning og til yfirforingja CIC David Erskine og sann- fært hann um að Barbie væri svo mikil- vægur að þeir mættu ekki missa hann. Þeir héldu því fram að réttlætanlegt væri að nota fyrrverandi Gestapo-foringja sem gæti veitt mikla aðstoð í baráttunni við kommúnista. Og Barbie var látinn laus. Hann sneri aftur til Kempten þar sem CIC foringjamir vildu ólmir ráða hann til starfa á ný. Browning mótmælti en lét undan að lokum. Barbie tók aftur til við að veita Bandaríkjamönnum upplýsingar þar til hann flúði 1951 og gekk þá undir nöfnun- um Ernst Holzer, Mertens og Behrens. En hann var enn ekki sloppinn. Foringi í bandarísku leyniþjónustunni sagði frönskum kunningja sínum að Barbie mætti finna á hemámssvæði Bandaríkja- manna. Sá franski hóf fljótlega leit að honum. Einn af frumkvöðlum Rottuleiðarinn- arárið 1945 var JamesC. Milanoofursti, yfirmaður leynilegra aðgerða CIC. Bæði hann og eftirmaður hans, Jack Dobson sem heimiluðu Barbie-aðgerðina 1951 halda því staðfastlega fram að þeir hefðu aldrei samþykkt að Gestapo-foringinn yrði fluttur úr landi, ef þeir hefðu vitað hver hann var í raun og vem. En í aðalstöðvum CIC í Ágsborg vom menn betur upplýstir. Tveir þeirra sem vissu að Barbie var Gestapo-foringi í Lyon á stríðsámnum vom Eugene Kolb og Herbert Bechtold, en þeir notuðu hann samt báðir sem njósnara árin 1948-1950 og unnu úr þeim upplýsingum sem hann aflaði þeim, aðallega um Kommúnistaflokkinn í Bavaríu frá 1948- 50. „I stríði er allt leyfilegt“ Bechtold, sem nú býr í Richmond í Indiana, tengdist Barbie vináttubönd- um. Barbie lýsti fyrir honum hvemig lífinu var háttað undir stjóm Nasista og greindi frá afskiptum sínum af frönsku andspyrnuhreyfingunni á öndverðum fimmta áratugnum og þeim aðferðum sem hann notaði til að afla sér upplýsinga um hreyfinguna. „Eins og hann útskýrði það,“ sagði Bechtold, „mátti bara engan tíma missa þegar fólk náðist á annað borð í yfirheyrslu. Þeir urðu að fá nöfn hinna strax og í stríði er allt leyfilegt.“ Kolb hefur á hinn bóginn aldrei viður- kennt þær ásakanir Frakka að Barbie hafi notað pyndingar. Það sem batt þá Barbie og Kolb vináttuböndum var gagnkvæmur skilningur - „sameiginlegir sálrænir hagsmunir" sérfræðinga eins og hann kallaði það. Báðir höfðu iþeir miklar áhyggjur af ógn kommúnismans en hæddust um leið að þeim sem túlkuðu alla skapaða hluti sem kommúnísk sam- særi. Kolb og aðrir CIC foringjar gefa þrjár ástæður fýrir því að þeir ákváðu að verja Klaus Barbie fyrir tilraunum Frakka til þess að fá hann framseldan. í fyrsta lagi töldu þeir að þær upplýs- ingar sem hann aflaði þeim væru mjög mikilvægar. í öðru lagi álitu þeir að glæpir hans gagnvart frönsku andspymu- hreyfingunni væru í rauninni stríðsað- gerðir. í þriðja lagi, og það er ef til vill mikilvægasta röksemdin, treystu þeir Frökkum ekki. Þeir héldu að Frakkar vildu fá Barbie framseldan í hefndar- skyni en ekki til þess að fullnægja réttlætinu. Þá grunaði Frakka um kom- múnisma og að tilraunir þeirra til að fá Barbie framseldan væm gerðar að undir- lagi kommúnista innan frönsku öryggis- þjónustunnar. „Ef Frakkar hefðu náð Barbie,“ segir Kolb, „þá er ég viss um að hann hefði verið kominn til Moskvu innan fárra daga.“ Þeir fullyrða allir að þeim hafi verið ókunnugt um þau grimmdarverk sem Barbie vann á gyðingum í Lyon - hvernig hann fór með böm gyðinga og sendi gyðinga þúsundum saman til þess að mæta dauða sínum í Auschwitz. „Sjálfsagt héldum við að hann hefði hugsanlega notað gúmmíslöngutæknina einu sinni eða tvisvar en við vissum það ekki fyrir víst og hreinskilnislega sagt trúi ég því ekki enn þann dag í dag,“ sagði Kolb. „Ef við hefðum vitað það þá hefðum við ekki fengið hann til hðs við okkur. Það verður að gera skarpan greinarmun á því að berjast gegn andspymuhreyfing- unni og hins vegar Gyðingamálunum. Uppræting Gyðinga var stríðsglæpur sem við vissum ekkert um. Frakkar minntust heldur aldrei á þessa hluti.“ Fyrirliggjandi gögn benda til þess að þetta sé ekki ólíklegt. Rannsókn Frakka á hryllingsverkum Þjóðverja í Lyon fór mjög hægt af stað vegna ringulreiðarinn- ar í stríðslok. Enginn þeirra sem ábyrgð ber á handtöku Barbies hefur nefnt Gyðinga á nafn. En þrýstingurinn frá Frakklandi átti eftir að aukast jafnt og þétt með hverju ári. Og að lokum féllust Bandaríkja- menn á að greiða fyrir flótta eftir hinni svokölluðu „Rottuleið." Nú eigum við aftur til á lager vinsœlu ISUZU pallbílana, með drifi á öllum hjólum, bensín eða stœrri díeselvélinni, með eða án vökvastýris. VERÐ: ISUZU PICKUP ’82 bensín kr. 277.700,- ISUZU PICKUP ’83 díesel kr. 374.200,-«** *»«,, BÆNDUR - VERKTAKAR - FYRIRTÆKI Komið - Skoðið og kynnist ISUZU $ VÉLADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavík MÚLAMEGINJ Sími38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.