Tíminn - 10.07.1983, Side 18

Tíminn - 10.07.1983, Side 18
I ■ Bókin er tilsýndar tvöfalt stærri en hún er í reynd. Hún er jafn þykk og breið og VII bindi Merkra íslendinga, 310 blaða bókar, - Ingólfur er ekki nema 152 blöð og hálfu kíló léttari en „Merkir íslendingar". Loðpappír og loft í Ingólfi gerir þyngdarmuninn. í’ótt þetta í fljótu bragði sýnist vöru- svik, er það kostur þessarar sögu, að hún er helmingi styttri en hún sýnist. Fyrir bragðið er hún líka helmingi fljótlesnari! II Fyrsti þriðjungur sögunnar segir nokkuð frá ættum, uppvexti og afrekum Ingólfs, sem ungs manns - og síðar Hellu-kaupfélagsstjóra. Að sögn hans var það samfelld sigurganga. Á 48. blaði byrjar stjómmálarolla Ingólfs, og fyllir næstum 90 blöð. Mér fannst það að mestu leyti margþvældur þjóðmálavaðall, - íofinn karlagrobbi sögumanns. Hann er enn að telja fólki trú um að hann hafi verið frábær þing- skörungur. Enda sýnist hann eigna sér margt sem gert var til gagns á þingi og í þjóðfélagi. En ekki neitt, sem reynst hefur miður en í meðallagi. Kannski í þúsundasta sinni segir hann þarna þjóðsöguna um það hvernig hann tvöfaldaði kjötverð til bænda 1942. Hann var þá skipaður formaður Kjöt- verðlagsnefndar. Helgi Bergs, forstjóri Sláturfélags og Jón Árnason í Samband- inu voru þá í Kjötverðlagsnefnd og ákváðu þessa verðhækkun með honum. Ég held að hvorugum þeirra hafi dottið í hug að hæla sér af því. Enda var það aldrei frægðarverk. Matarþörf Breta í miðri styrjöld og mikill stríðsgróði ís- lendinga olli því, að þetta var sjálfsagður hlutur. Nokkrar slíkar grobbsögur fmn- ast í þessari rollu. En öll fannst mér hún heldur leiðinleg. Þar var eigi stórt að státa af. En litlu var Vöggur feginn. Síðar, eftir að Helgi hætti, tókst Ingólfi betur að tæla fákæna framsóknarfólkið. IV Hér vík ég að upphafi Ingólfssögu og leiðrétti nokkrar villur. Þar hnaut ég í sjöundu línu bókar um leiðinlega missögn. í>ar segir, að Holtasveit hafi fyrrum heitið Holtahreppur. Það er rangt. - Holtasveit milli Þjórsár og Rangár, neðan frá sjó og upp undir Árnes, hét Holtamannahreppur til forna, fram til 1892. Þá var honum tvískipt eftir sóknamörkum. Háfs-, Áss-, Kálfholts-, Árbæjar- og Hagasóknir voru látnar mynda Holtahrepp. Þarna kom það hreppsnafn fyrst til sögu -1892. Litlu neðar er Hrafntóftahjáleigan Steinstóft rangnefnd. Hún hefur aldrei heitið Steinstóftir! Næst er þar sagt rangt frá Safarmýri. Svo hét hún frá fornu fari í munni Holtamanna og heitir að sjálfsögðu enn, þótt Ingólfur og margir aðrir hermi þá , vitleysu hver eftir öðrum að kalla hana Safamýri. Nafn mýrarinnar mun vera dregið af Söf, sem var samnafn margra eða flestra starategunda fyrr á tíð. Það er mikil missögn Ingólfs, að mýrin hafi í margar aldir verið nægtabúr sem ekki brást. Að sögn gamals fólks, þegar ég var ungur var Safarmýri frá fornu fari þýfð og mögur þjóttumýri, nýtt til sumarbeitar. Kringum aldamót 1800 voru Rangár og Þverá búnar að bera undir sig mikinn sánd og vikur. í leysingum og stórrign- ingum flaut Rangá þá yfir vesturbakkann og braut í hann nokkur skörð. Flæddi yfir marflata Safarmýri, sem upp frá því marga áratugi lá undir íshellu alla vetur, - og sléttaðist þannig og breyttist smám saman í kafloðið gulstararengi. ■ Ingólfur Jónsson frá Hellu, fyrrv. ráðherra, með xvisögu sína. INGÓLFUR Á HELL1I Helgi Hannesson skrifar um ævisögu hans og gagnrýnir hana harðlega iii í sögunni gætir sjálfsánægju með það hvernig sögumanni tókst loksins á tíu árum með elju, brögðum og atkvæða- sníkjum, að verða fyrsti þingmaður Rangæinga. Hann stóð í því stríði við Helga Jónsson, lækni á Stórólfshvoli, þingmann framsóknarmanna, - heiðurs- karl og vinsælasta mann í Rangárþingi. Hann hælist um hvernig honum tókst að kaupa Sigurð karl á Núpi til kjörfylgis við sig. Sigurður var að sögn hans „gallharður framsóknarmaður" og „mik- ill vinur Helga læknis og mat hann mikils“. Ingólfur var óþreytandi að sníkja atkvæði kunningja sinna: lítils- gildra framsóknarmanna, sem hann taldi trú um, að engu skipti hvort Helgi væri 1. eða 2. þingmaður. Hann sjálfan skipti það hins vegar miklu máli: Ólafur Thors hét því eitt sinn í gáska, að Ingólfur skyldi fá ráðherranafnbót, ef honum tækist að verða 1. þingmaður Rangæ- inga. - Og Ólafur skyldi fá að standa við það. Þrátt fyrir brögð og bægslagang Ingólfs, fjölgaði atkvæðum hans ekki þau fjögur sinn sem hann keppti við Helga lækni um 1. sætið. En krötum og kommum fjölgaði á kostnað Helga eins og taflan sýnir. Filippus Þorsteinsson á Bjólu (fæddur 1800) hófst handa og hlóð í sum bakka- skörðin, sem voru þá kölluð Ósar. Svo hóf hann sla'tt í Safarmýri fyrstur bænda, svo að kunnugt sé. Ekki skiptir miklu máli, þó kann ég því heldur illa, hversu ónákvæmt sögu- maður segir frá búskap og búferlum foreldra sinna. Þau byrjuðu búskap í Þjóðólfshaga vorið 1901 og voru þar fjögur ár. Þá fluttu þau að Bjóluhjáleigu og bjuggu þar 19 ár, til 1924. Ekki 1923 eins og segir í sögunni. Hannes bróðir Jóns bjó sömu 19 ár í Litlutungu. Síðast bjuggu þau Jón og Anna 9 ár í Hrafntóft- um. Jón Gíslason fræðimaður tók saman áatal Ingólfs á Hellu, eflaust skilmerki- lega. En svo illa er það leikið í Ingólfs- sögu, að það væri betur óprentað, t.d. er þar rangfeðruð langamma Ingólfs, móðir Guðrúnar í Bjóluhjáleigu, fyrri kona Filippusar á Bjólu: Guðbjörg Jónsd., bónda í Sauðholti, Gíslasonar bónda á Syðri-Hömrum, Jónssonar líkl. í Litlu- Hildiscy Jónssonar bónda í Krosshjá- leigu, Vigfússonar. En móðir Guðbjarg- ar á Bjólu var Guðrún húsfreyja í Sauðholti, Erlendsd. bónda á Sandhóla- ferju, Árnasonar skálds í haga, Sigurðs- sonar á Brekkum í Mýrdal, Helgasonar. Kona Erlends á Ferju var Guðrún Þórðard. lögréttum í Háfi, Þórðarsonar, sem kominn var í beinan karlegg af Akraætt á Mýrum. Kona Árna skálds í Haga var ókunn þar til Valgeir á Þingskálum fann hana fyrir eigi mörgum árum. Hún hét Guðrún Þórðard. klaust- urhaldara í Kirkjubæ á Síðu, Þorleifs- sonar prests á Kálfafelli, Árnasonar lögréttum. á Ásgeirsá, Daðasonar lögr.m. á Eyrarlandi, Árnasonar sýslu- manns á Görðum í Staðarsveit, Oddsson- ar bónda í Staðarsveit, Bjarnasonar. - Guðrún sú var stórættuð, þótt eigi verði ættir hennar raktar lengra hér. V Hér er komið að fyrstu kynnum Ing- ólfs af kaupfélagi. Þau hófust vorið 1931. Hann kom þá af vertíð í Vest- mannaeyjum og frétti, að á Rauðalæk vantaði aðstoðarmann við kaupfélagið. Hann kom til mín og falaði þessa vinnu. Mér sýndist pilturinn myndarlegur og réði hann fram að slætti. Hann kom svo aftur í sláttulokin og var fram um veturnætur. Tvö næstu ár vann hann enn allmikið með mér utan sláttar. Annað þeirra réðist hann sumarlangt. Þá sagði hann mér seint á vori, að ég ætti þá um tvennt að velja: Sleppa sér heim f sláttinn eða hækka svo kaup sitt, að jafnhátt væri því sem faðir hans þyrfti að borga duglegum kaupamanni. Það kaup var miklu hærra en ég sjálfur hafði. Ég sleppti honum orðalaust. Loks kom hann til okkar frá Akureyri vorið 1934 og vann með mér til febrúar- loka 1935. Mér reyndist Ingólfur röskur og iðinn og féll mjög vel við hann að flestu leyti. Hann kvartaði ekki þótt kalt væri í búðinni, við sæjum sjaldan fram úr önnum og stundum þyrfti að starfa fram á nætur. Hann lét sér annt um kaupfélag- ið, - og deildi ekki, svo ég muni, á mig. Það kom mér því mjög á óvart, þegar hann síðustu þrjá mánuði, sem hann vann hjá félaginu, vildi það fyrst og fremst feigt, og gróf af aUri getu sinni undan þvi og mér. Hann fórnar í bók sinni heilu blaði fyrir þetta kaupfélag og mig. Hann getur þess þar, að við séum frændur, en segir eigi þá sögu nema til hálfs. Fyrir aðra frændur okkar finnst mér rétt að rekja skyldleikann nánar: Faðir hans og móðir mín voru hálfsystrabörn dætra Filippus- ar ríka á Bjólu. Þá voru feður okkar þremenningar. Ömmur þeirra, Margrét og Sigríður í Gunnarsholtshjáleigu og á Helluvaði, voru dætur Magnúsar gamla á Eystri-Geldingalæk, Sæmundssonar. Hann bjó þar 47 ár, lengstum eða alltaf bláfátækur, og dó þar 1858, 92ja ára gamall. Auk þessa erum við Ingólfur af bæði Hvamms- og Víkingslækjarættum. Eigi að síður erum við mjög ólíkir. Ingólfur lofar mig óhóflega og meira en nokkur annar hefur gert. En eðlilega varð hann var við nokkra galla mína, og telur fram þessa þrjá: 1. Var „gallharður framsóknarmaður.“ 2. „Hætti iðulega til að halda nokkuð fast fram málstað flokksins.“ 3. Hefur „ávallt spillt fyrir sér með alls konar sérvisku, sem mér er lítt skiljanleg," segir hann. Af framhaldi málsgreinar þeirrar, sem hér er vitnað í, sýnist næst sanni að skilja Ingólf þannig: „Lítt skiljanleg „sérviska" mín var að hans mati einkum sú, að stöku sinnum hef ég sagt honum til synda, þegar háttalag hans ofbauð mér. Tvívegis á þingmálafundum, eitt sinn eða oftar í „Suðurlandi" blaði þeirra sjálfstæðismanna, deildi ég nokkuð á hann. Ég gætti þess að ljúga engu, enda brást hann drengilega við - og samþykkti þau orð með dauðaþögn. Nú segir hann í sögu sinni, að ég hafi ausið svívirðing- um yfir sig saklausan. VI í einum kafla sögu sinnar ræðir hann um pólitískan þroskaferil sinn. Þarsegir hann, eins og víðar í bókinni, of lítið af sannleikanum. Hann segist hafa heillast ungur af Jónasi og Tryggva Þórhallssyni, en aldrei af Kommúnistum. Margt benti þó til þess þegar hann kom til mín að Rauðalæk, höfðum við lítinn tíma til lestrar, þó las hann það vor í rúmi sínu „Rauðu stjörnuna“ og „Sovéttvininn", tvö tímarit íslenskra kommúnista, og sagði sig skráðan á biðlista hjá þeim sem sendinefndarmann til Rússíá. Þá ferð fór hann þó ekki. Það sama vor fréttist utan úr Eyjum, að þar hefði hann átt þátt í uppþoti sem liðsmaður Jóns Rafnssonar, harðfylgis kommúnista. Þá var hann um þessar mundir kær vinur og aðdáandi Kristins heitins meistara Andréssonar. Á Rauðalækjarárum sínum gerðist hann liðtækur Framsóknarmaður og kaus með þeim 1933. Um þær mundir sýndist Ágústi á Bjólu - gætnum og glöggum Sjálfstæðismanni, sem hafði þekkt Ingólf alla hans ævi, - að hann væri batnandi maður. En nú tók kappinn skjótum sinnaskiptum. Haustið 1934 var hann allt í einu orðinn harðsnúinn Sjálfstæðisgarpur - og átti þó eftir. að harðna til muna meir. - í samræðu við Helga lækni, sagði hann þá: „Ég er nasisti,“ um leið og hann sló bylmings- högg í borðið. VII Enn á ég eftir að minnast nokkuð á mesta afreksverk Ingólfs: StofnunKaup- félagsins Þór á Hellu 1935. - Óþarfasta Alþingiskosningar í Rangárþingi 1942-1953 Atkvæðatölur: 1942 1946 1949 1953 Ingólfur á Hellu 778 772 747 770 Helgi læknir 834 780 749 722 Kratar: 9 41 38 42 Kommar: 27 41 51 38 Andstæðingar Ingólfs: 870 862 838 802

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.