Tíminn - 10.07.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.07.1983, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR10. JULI1983 7 Ég skal ekki fjölyrða um það rit hér, enda stutt síðan sagt var frá því í Helgartímanum. Guðmundur boðar meritókratí í.bókinni og vill láta gefa embættismönnum einkunn fyrir frammi- stöðuna og þeir sístu fái reisupassann. Guðmundur skrifaði reyndar einnig grein í tímaritið Vöku 1929 um framtíð mannanna og vísindin, og boðar hann þar þróun í stað byltingar og mannakyn- bætur, eins og víða annars staðar í ritum sínum. Mannakynbótaste&ian fól í sér að auðvelda ætti gáfumönnum að eignast mörg afkvæmi en torvelda það hinum. Guðmundur og margir samtímamenn hans, sem einnig voru á hægrikanti stjórnmálanna, litu ríkisvaldið já- kvæðum augum. Þetta gildir t.d. um hópinn sem stóð einmitt að vöku á árunum 1927-29. Þessir menn vildu hafa ríkisforlag og niðurgreiðslu á menning- arstarfsemi m.m. og margir þeirra voru sjálfir ríkisstarfsmenn. í íhaldsflokknum voru hins vegar á þessum tíma margir frjálshyggjumenn (réttar nefndir mark- aðshyggjumenn, enda hefur stefna þeirra ekki meira með frelsið að gera en t.d. jafnaðarstefnan), og nægir að minn- ast á Jón Þorláksson. Jón var hins vegar andvígur ágangi erlendrar stóriðju í landinu, eins og sást afafstöðu hans í Fossanefndinni 1917, og hefði áreiðan- lega verið nefndur landráðamaður á sínum tíma að öðrum kosti, og það réttilega. En nú er öldin önnur með flokksbræðrum hans, sem eru nógu kald- hæðnir til að kalla sig sjálfstæðismenn. Nafni Jóns er nú flíkað mest af þeim sem æstastir eru í að gefa útlendingum foss- ana. Markaðshyggjumennirnir eru í mörgum tilfellum opinberir starfsmenn, þannig að drottinhollustu þeirra er á- bótavant í tveim megingreinum: gagn- vart atvinnuveitanda sínum og gagnvart þjóð sinni. Nú hafa einnig heyrst raddir hér í Svíþjóð um ofvöxt ríkisins og um að hið opinbera hafi teygt sig óeðlilega mikið inn á svið einkalífsins. Sumir óttast jafnvel að Svíþjóð sé að líkjast Austur- evrópuríkjum, sem ég fyrir mitt leyti tel ólíklegt. Hafa staðið blaðadeilur um þetta mál að undanförnu. Upphaf þeirra var að tveir jafnaðarmenn vöruðu við vaxandi áhrifum ríkisins. Nú hafa jafn- aðarmenn frekar verið frægir fyrir hitt: að vilja færa út kvíar hins opinbera í andstöðu við hægriöflin. Enda var tví- menningum þessum óðara svarað af sósíaldemókrötum, sem álíta að vöxtur ríkisins hafi frekar verið til góðs en ills, jafnvel þótt aukning skriffinnsku og miðstýringar hafi ótvíræða galla. Helsti talsmaður þessarar skoðunar, Walter Korpi að nafni, hefur bent á að á sviði ríkisins og stjórnmálalýðræðisins hefur nú hver maður eitt atkvæði í kosningum - nokkuð sem kostaði langa baráttu að fá framgengt - en á sviði fyrirtækjanna ríkja fáeinar fyrirtækjasamsteypur þar sem nokkrir tugir manna hafa milljónir atkvæða hver (í formi hlutabréfa). Kafka, Orwell, Huxley og margir fleiri höfundar hafa gerla lýst áhyggjum sínum af vaxandi firringu þar sem opin- ber umsvif aukast og samfélagið er orðið flóknara en áður. Þessi vandamál eru alvarleg og þarfnast umfjöllunar og að- gerða. Lýðræðið (eða skortur þess) í verkalýðshreyfingunni er ein mikilvæg hlið málsins. Og önnur er spurningin um vald kosinna fulltrúa yfir ríkisstofnunum (ráða t.d. bankastjórar yfir ráðherrum efnahagsmála eða öfugt?). í Svíþjóð eins og á íslandi geta menn bent á hátt þátttökuhlutfall í kosningum, sem bendir væntanlega til að menn finni ekki til algers valdleysis gagnvart stjórn- málastofnunum. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að ríkið hefur bætt hag almennings á sviði skólamála, sjúkra- þjónustu, samgangna o.s.frv. Hitt er aftur á móti ljóst að hið opinbera setur einstaklingunum hömlur um leið. En þó að auðmenn (og stöku menntamaður) telji sig geta snúið baki við ríkinu og barist gegn því með slagorðum markaðs- hyggjumanna, er ekki þar með sagt að t.d. verkalýðshreyfingin hafi efni á því sama. í slíku Ijósi hef ég tilhneigingu til að réttlæta ríkið þrátt fyrir skriffinnsku' þess. Valkosturinn við opinber umsvif er líka á næstu grösum, nú þegar hægriöflin hér stefna að því að læknisþjónusta verði forréttindi efnamanna. Meðan hið opinbera tryggir fátæklingum heilsu- gæslu getur það varla kallast skrímsli, hvað svo sem bölsýnum framtíðarskáld- skap líður. AS. SLÁTTUORFIÐ LEYSIR VANDANN Þú slærð blettinn með blaðinu, og í kringumtré, runna og fl.með spóttanum. ^SHINGU HOMELITE ÍEKI Tapast hefur frá Króki í Holtum vindrauður hestur, ómarkaður, stjörnóttur, aljárnaður 4 vetra gamall. Samband óskast haft að Króki eða í síma 76217 Reykjavík. Odýrar skjalamöppuhillur fyrir skrifstofur Viður: Eik, Teak og Fura Húsgögn og . , 'r. Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simi se 900 dráttaivélamar DEUTZ 07 gerð driffjöður framkvæmda og afkasta ☆ AFL ☆ AFKOST ☆ARÐSEMI Það eru síðustu traktorarnir að keyra út á gamla verðinu HAMAR HE Véladeild KHD Sími 22123. Pósthólf 1444! Tryggvagötu, Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.