Tíminn - 10.07.1983, Blaðsíða 22

Tíminn - 10.07.1983, Blaðsíða 22
SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ1983 nútfminh FRAKKARMR í Safari: MEB LÍMRÆMU LAFANDIí SÍGARETTUNNI Staður lifandi tónlistar ■ Þá hafa nýir eigendur tekið við Safari og jafnframt sagt að tvisvar f viku verði lifandi tónlist á boðstólum hjá þeim, taka sem sagt við hlutverki Borgarinnar á þessu sviði en síðan hún lagðist af fyrir tónleikahald hefur þrettándinn verið fremur þunnur á þessu sviði hér í borg. Á myndunum sem Árni Sæberg tók fyrir Nútímann á opnunarkvöldinu eru fyrst þau hjónin Jóhannes Lárus- son og Guðrún Reynisdóttir en hann et. nú cigandi Safari. Þá koma þær • stöllur Ragnhildur og Dóra Einars- dóttir, síðan má sjá Bubba Morthens ræða málin við Rúnar, Röggu og Lindu og loks er svipmynd af dans- gólfinu. -FRI ■ Mike og félagar í léttri fönk-sveiflu. Nú-Tíinamyndir Ámi Sæberg. ■ Sætur er sameiginlegur sopinn. Rúnar, Ragga og Danny fylgjast með Frökkunum. Ekki vitum við hver dýfir í hjá Röggu. Upp og niður hjá JoUí & Kola ■ Þá er hún komin platan Upp og niður hjá þeim félögum Joilí & Kóla en það munu vera þeir Valgeir Guð- jónsson og Sigurður Bjóla. Með þeim á þessari plötu er allt Stuð- mannagengið eins og það leggur sig, Egill, Ásgeir, Tómas, Þórður og Jakob auk þeirra Eggerts Þorleifs- sonar, Björgvins Gíslasonar og Gylfa Kristinssonar en sá síðastnefndi lék áður í Rifsberja við góðan orðstír en hefur ekki komið nálægt „bransan- um“ svo vitað sé s.l. 10 ár eða svo. Þá má einnig geta þess að Ágúst Guðmundsson, leikstjórinn kunni, mun þenja raddböndin að einhverju Ieyti í einu Iaginu á plötunni en hann stjórnaði sem kunnugt er upptökum á myndinni Með allt á hreinu. FRl Ásgeir hættir I Deild I ■ Ásgeir Bragason mun vera hætt- ur sem trommuieikari í hljómsveit- inni Deild 1 en útgerðin þar hefur verið í meira lagi brösótt frá því að þessi sveit var stofnuð. Við stöðu hans tekur hins vegar Magnús Stefánsson (EGÓ) til bráða- birgða, þar sem Deild 1 var búin að bóka sig á nokkra tónleika í sumar. Magnús er hinsvegar að berja saman eigin hljómsveit eins og greint var frá hér fyrir skömmu. -FRI Sex-Pol ■ Hér í bæ er starfrækt hreyfing sem nefnist Sex-Pol. Það nafn stend- ur fyrir Sexual Politics og er tilgangur hreyfingarinnar kynfræðsla. Þó ekki fræðsla um hvemig líkaminn fúnker- ar eins og endanlega var útskýrt í heilsufræðibókinni vinsælu, heldur fræðsla um svokallaða kynjapólitík. Ekki meir um það. Þessi hreyfing mun hafa til umráða eitt kvöld í mánuði í Safari það sem eftir er ársins til hljómleikahalds og næsta fimmtudagskvöld, 14. júlí, hefst það prógramm. Á þessu fyrsta Sex-Pol kvöldi munu koma fram hljómsveitirnar Vonbrigði, Q4U og Baðverðimir. Tvær fyrmefndu þarf fæpast að kynna en Baðverðina skipa Pollock bræður, Mike og Danny og Gunnþór úr Q4U. Einnig koma fram Þorsteinn, Guðlaugur og Sigtryggur úr Þeysurum, allir með eigið prógramm. T.d. er Sigtryggur með trommu og dansverk sem samið er fyrir Sex-Pol. Þótt oftast sé sumarið hálf dauður tími í hljómleikahaidi virðist þetta sumar ætla að rísa upp úr meðal- mennskunni hvað varðar líf og táp og fjör í blessuðu poppinu. Enda ekki seinna vænna þar sem næsta ár er 1984 og hver vcit hvað gerist þá. Hvað sem öðra líður hef ég trú á að Safari og íslensku hávaðahljómsveit- imar muni lifa það af, ef fólk hjálpar til og vappar við á Skúlagötunni. Bra ■ Nú hefur veitingahúsið Borgin runnið sitt skeið á enda. Núverandi stjómendur hafa séð gróðavon í peningaleiktækjum og því fór sem fór. En annar og betri staður hefur tekið að sér að hýsa hljómsveitirnar og reynt að sinna þeim sem ekki hafa regluleg mök við vídeóskermana sína. Safarí er smart staður og hljómburðurinn þar er með eindæm- um góður. Með hjálp Danny Pollock og góðs söngkerfis var hljómurinn einhver sá besti sem ég hef heyrt þetta sunnu- dagskvöld. Hljómsveitin Frakkarnir naut góðs af þessum frábæra hljóm og til samans gerðu hljómsveitin og sándið þessa tónleika að þeim bestu sem ég hef verið á í langan tíma. Frakkana skipa Mike Pollock- söngur, Finnur (Tíbrá, Eik) - gítar, Þorleifur (Ego)-bassi, Þorsteinn (Eik, Þeyr) -gítar, en trommarann kann ég ekki að nefna. Að vísu verður Þorsteinn ekki mikið lengur með hljómsveitinni og trommarinn ekki heldur. Tónlist Frakkanna var að mestu leyti fönk með smá rokki og poppi í bland. Þótt venjulega sé ekki þess vert að minnast á hljóð- færaleik einan og sér var samspil hljómsveitarinnar mjög gott og í góðu jafnvægi við skemmtilegan söng Mike. Gítarsándið hefði mátt vera skarpara en í heildina var hljómurinn einbeittur og tónlistin alvöru fönk. Mike Pollock hefur geinilega lært svolítið af Mick Jagger í sviðsfram- komu og söng undir áhrifum frá Lou Reed og Grace Jones, en bæði þessi atriði voru sannfærandi og stundum hrífandi. Hreyfingar hans virtust mjög hvetjandi fyrir hljómsveitina og hann hafði gott vald á „rap“ röddinni. Lög Frakkanna voru undantekningalaust góð og fram úr hófi danshæf þótt ekki hafi verið dansað fyrr en undir lokin. Eftir uppklapp sögðust þeir ætla að taka blús og leist mér ekki á blikuna, því blús getur verið svo hrottalega leiðinlegur, sérstaklega ef hann leysist upp í djamm með þreyt- andi gítarsólóum og svoleiðis ragli. En viti menn þessi blús var með þeim skemmtilegri sem ég hef heyrt, agað- ur og hljóðfærin dempuð en innri krafturinn fékk fólk til að dansa. Einhverjir spaugsamir sprautuðu lím- kenndum ræmum yfir gesti og yfir Frakkana sem festust í hári, fötum og meira að segja festist ein ræman í sígarettu Þorsteins og hékk þar í dágóðan tíma á meðan hann spilaði. Ég get ekki sagt annað en að mér hafi komið á óvart uppákoma Frakk- anna að öllu leyti. Meðlimir hljóm- sveitarinnar hafa lítið sem ekkert komið nálægt svona tónlist áður en spiluðu hana eins og englar, og Mike sýndi á sér hlið sem enginn söngvari hérlendis hefur sýnt. Stíllinn var ekki aðeins góður, röddin var líka mjög sterk og textar hans vel samdir og góðir að efni. Það er líka gott að vita til þess að hljómsveitin hafi depúterað á þessum góða stað Safari. Mér segir hugur að íslenskar hljómsveitir hafi eignast nýjan og öruggan lókal og samfara því muni fara að birta til í hálf draugslegri poppmenningu landans, eins og hún hefur verið upp á síðkastið. Hjá stjórnendum staðarins er planið að halda a.m.k. tvenna tónleika í viku og eiga þeir mikið hrós skilið fyrir það framtak. Bra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.