Tíminn - 14.07.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.07.1983, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjórl: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elfas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Slðumúla 15, Reykjavlk. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Gleðileg lok Madridfundarins ■ Góð tíðindi hafa loks borizt frá fundinum í Madrid, þar sem þær þjóðir, sem undirrituðu Helsinkisáttmálann fyrir átta árum, hafa ræðzt við um þriggja ára skeið um öryggismál og mannréttindamál á grundvelli sáttmálans. Svo mikil óeining ríkti á fundinum lengi vel, að menn voru farnir að óttast, að honum lyki án nokkurs samkomulags. Síðustu fréttir benda hins vegar til þess, að samkomulag hafi náðst í stórum dráttum og sé efni þess til athugunar hjá viðkomandi ríkisstjórnum. Þegar jákvætt svar þeirra er fengið, verður hægt að ganga frá endanlegri ályktun fundar- ins. Yfirleitt virðist spáð, að fundinum geti lokið fyrir næstu mánaðamót. Samkvæmt þeim fregnum, sem hafa borizt af samkomulag- inu, mun verða kölluð saman í Stokkhólmi snemma á næsta ári, í janúar eða febrúar, ráðstefna um öryggismál og afvopnunarmái í Evrópu. Áður mun verða haldinn undirbún- ingsfundur í Helsinki, þar sem endanlega verður gengið frá dagskrá Stokkhólmsfundarins. Gert mun ráð fyrir, að fyrsta umræðuefni Stokkhólmsfundarins verði aðgerðir til að draga úr tortryggni og bæta andrúmsloftið, en síðan verði rætt um afvopnun. Jafnhliða þessu munu viðræður um mannréttindamálin haldast áfram, en á sérstökum fundum og mun ráðgert að slíkir fundir verði haldnir bæði í Ottawa og Bern. Þessir fundir, ásamt Stokkhólmsfundinum, eiga að hafa lokið störfum svo tímanlega, að hægt verði að kalla saman allsherjarráðstefnu um öll þessi mál í Vínarborg á árinu 1986. Það má sérstaklega þakka það óháðu ríkjunum á Madrid fundinum, að samkomulag náðist. Miðlunartillaga frá þeim, ásamt breytingu frá Gonzales forsætisráðherra Spánar, lagði grundvöllinn að því samkomulagi, sem nú virðist hafa náðst. Vegna þátttöku óháðu ríkjanna gera margir sér meiri von um árangur af Stokkhólmsráðstefnunni en ella. Viðræður, sem hafa farið fram milli fulltrúa hernaðarbandalaga í Evrópu um takmörkun hefðbundins vígbúnaðar þar, hafa gengið illa. Svipað er að segja um viðræður risaveldanna um takmörkun eldflauga, a.m.k. enn sem komið er. Það virðist vanta aðila til að bera sáttarorð á milli. Fyrir íslendinga er ástæða til að fagna því, að samkomulag er að nást um öryggis- og afvopnunarráðstefnu í Evrópu, því að þar mun gefast tilvalið tækifæri til að ræða um kjarnorku- vígbúnaðinn á Norður-Atlantshafi. íslendingar eiga að nota öll tækifæri til að vekja athygli á þeirri geigvænlegu hættu, sem þar er á ferðinni, og hvetja til aðgerða til að draga úr henni. Kjarnavopnalaust Kyrrahaf ■ Nýlega hefur verið skýrt frá því, að ríkisstjórn Verka- mannaflokksins í Ástralíu hafi skipað sérstakan sendiherra eða sendimann, sem fær það eitt verkefni að vinna að :akmörkun kjarnavopna. Fyrsta verkefni hans er að reyna að koma því til vegar, að Kyrrahafið, mesta haf veraldar, verði kjarnavopnalaust, en það mun nú að mestu eða öllu laust við slík vopn, þegar kjarnavopnatilraunir Frakka eru undanskildar. Stefnt er að þessu í sambandi við fleiri höf. Karabiskahafið mun verða kjarnavopnalaust vegna samningsins um bann við kjarnavopnum í rómönsku Ameríku. Friðlýsing Indlandshafs hefur verið lengi á dagskrá. Þetta sýnir, að það er orðið tímabært að hefja baráttu fyrir allsherjarsáttmála um kjarnavopnalaust haf. Hví skyldi Norður-Atlantshafið haft útundan? -Þ.Þ. skrifað og skrafai FIMMTUDAGUR 14. JULI1983 Skortir vísindalegan tilgang ■ Sovétmenn hafa nú stöðvað leiðangur nokk- urra Svía sem ætluðu að skemmta sjálfum sér og öðrum með því að sigla fornar leiðir norrænna manna frá Eystrasalti til Svartahafs, þar yfir og til Miklagarðs. Kaupmenn, víkingar og aðrir ævin- týramenn fleyttu skipum sínum á fljótum alla þessa leið eins og sagt er frá í gömlum bókum. Svíarnir hugðust fara leiðina á eftirlíkingu af litlu víkingaskipi, og sýn- ist þetta saklaust gaman. Þjóðviljinn segir svo frá að Svíarnir hafi átt greiða leið upp Vislu í Póllandi og ætluðu síðan eftir ánni Bug yfir í Dnjepr og á því fljóti var áætlað að sigla til Svartahafs. En á landamærum Sovétríkj- anna kom babb í bátinn. Yfirvöld sögðu að Sví- arnir hefðu ekki gilda vegabréfsáritun. En ferðalagið var nú komið til kasta virðulegra stofn- ana. Sænska vísinda- akademían fór þess á leit við sovésku vísindaaka- demíuna að hún beitti- sér fyrir því að sænski báturinn fengi að sigla á rússnesku ánum. En svarið var að vísinda- legur árangur leiðangurs- ins væri vafasamur og komast Svíarnir nú hvorki lönd né strönd og verða að hætta við að sigla gamla víkingaslóð. Sovétmenn ráða að. sjálfsögðu hverjir fá að sigla á fljótum þeirra og í hvaða tilgangi. En mikil er sú ógestrisni og tor- tryggni sem þeir sýna nokkrum Svíum að leyfa þeim ekki að ferðast á litlum trébáti opnum inn- an landamæra þeirra. Þeir eru ekki svona smásmuguiegir þegar þeir bjóða sjálfum sér í leiðangra inn í sænska lögsögu. Kafbátar þeirra svamla þar um skerja- garðinn, allt inn í Stokk- hólmshöfn, liggja við í álum utan við flotastöðv- ar og frægt er dæmið um sovéskan kafbát sem strandaði uppi á skeri langt inni í sænskri lög- sögu og var sá óvéfengjan- lega búinn kjarnorku- vopnum. I skjóli valds og undir merki sósíalisma leyfa Sovétmenn sér ruddaleg- an yfirgang gagnvart smáríkjum og virða full- veldi þeirra að vettugi þegar jieim sýnist svo en þykir samt ekkert athuga- vert við að reka saklausa ferðalanga af höndum sér, sem fara þess góðfús- lega á leit að fá að ferðast með frumstæðum hætti um lönd þeirra. Þessi þursaháttur og rótgróna tortryggni Rússa í garð útlendinga er eitt höfuðvandamál al- þjóðlegra samskipta í dag. Kartöfluát á undanhaldi ■ Síðan íslendingar komust upp á lag með að rækta og eta kartöfl- ur hefur þessi garðávöx- tur verið ómissandi á borðum með soðning- unni og sunnu- dagssteikinni. Etið er meira af kartöflum en nokkurri annarri jurta- fæðu, nema kannski að korni undanskildu. En ekki tekst ávallt sem skyldi að sjá um að ætíð sé nóg af góðum kar- töflum á borðstólum og er óþarfi að orðlengja það nánar. En þess sjást merki að kartöfluneysla fer minnkandi og er það miður. Matthías Eggertsson ritstjóri Freys fjallar um þetta í forystugrein í blaði sínu og segir: „Kartöflur, ræktun þeirra, meðferð og sala, eru og hafa verið mikið til umræðu hér á landi. Eins og löngum vill verða er því sem miður fer meira haldið á lofti en hinu sem vel hefur tekist og vissulega er það margt sem tekið hefur fram- förum í þeim málum á síðustu árum. Gera má ráð fyrir að innan kar- töfluræktar muni eiga sér stað sama þróun og í ýmsum öðrum búgrein- um, þ.e. að það harðni á dalnum og fleiri og stærri framleiðendur vilji koma þessari afurð sinni á markað heldur en hann þolir. Um þessar mundir er staðan í þeim málum sú að hver sem er getur hafið kartöflurækt og komið vörunum á mark- að til jafns við alla aðra. aðra. Kartöflurækt er áhættusöm ræktun hér á landi. Ræktunin sem búgrein er bundin tak- mörkuðu svæði þótt kar- töflur séu víðar ræktaðar til heimilisnota en jafnvel á þeim stöðum sem bestir eru taldir til kartöflu- ræktar getur brugðist til beggja vona um árangur- inn þegar tíðarfar er erfitt. Það eykur svo enn á erfiðleika við þessa ræktun að góð sprettuár skila meiri framleiðslu en unnt er að koma í verð. Mest af þeim kartöfl- um sem á markað koma eru seldar á vegum Grænmetisverslunar landbúnaðarins. Græn- metisverslunin er sjálfs- eignarstofnun. Fram- leiðsluráð landbúnaðar- ins skipar þrjá menn í stjórn fyrirtækisins en fyrir tveimur árum var fjölgað um tvo í stjórn þess og tilnefna Samtök kartöflubænda þá. Á vegum landbúnaðar- ráðuneytisins starfar yfir- matsmaður garðávaxta og er hlutverk hans að sjá um að framfylgja lögum og reglugerðum um flokkun og mat á kartöflum og öðrum garðávöxtum. Gegnir hann hliðstæðu hlutverki og formenn kjötmats, ullarmats og gærumats. Síðasti hlekkurinn á leið kartöflunnar úr moldinni í innkaupapoka neytand- ans eru smásöluverslan- ir. Þegar farið er ofan í saumana á þessu kerfi verður niðurstaðan sú að útkoman er ekki eins góð og hún þyrfti að vera þrátt fyrir það að víða er vel að verki staðið. Það verður að horfast í augu við það að á borðum neytenda eru oft á tíðum lélegar kartöflur þegar líður fram á vor og sumar. Átaks er þörf í þessum efnum og engir eiga meira í húfi að það sé gert en þeir bændur sem framleiða kartöflur. Þótt kartöflur séu á borð- um flestra íslendinga á degi hverjum þá er úrval af öðrum matvörum, sem keppa við þær mikið og margt af því innfluttur matur svo sem hrísgrjón, baunir og fleira og fleira. Kartöflur eiga sér vissu- lega fastan og verð- skuldaðan sess í neyslu- venjum þjóðarinnar en hans þarf líka að gæta. Það er skoðun þeirra sem til þekkja að engin ein aðgerð geti komið þessum málum í æskilegt horf, heldur dugi það eitt að vanda til vörunnar og meðferð hennar í hverj- um lið allt frá upptöku til eldamennsku. Fyrsti lið- urinn er að framleiðend- ur skili góðri vöru. Út frá skammtímasjónar- miði getur það verið hagsmunamál framleið- enda að senda frá sér vöru sem stenst ekki gæðakröfur. Þegar til lengdarlætur skaðar það hins vegar markaðinn. Við pökkun og dreifingu í smásöluverslanir þarf að fara varlega og forðast hnjask. Sú skoðun er til meðal framleiðenda að þar megi gera betur. í smásöluverslunum eru kartöflur að jafnaði geymdar í stæðum og stofuhita en flestar eða allar aðrar vörur með tilsvarandi geymsluþol eru geymdar í kæliborði. Þar þyrfti að koma á samræmi og geyma kar- töflurnar einnig í kæli. Að lokum er víða ábót- avant í geymslu kartaflna í heimahúsum, þar sem þær eru geymdar við of hátt hitastig, þó að allt annað grænmeti sem not- að er í heimilinu sé geymt í kæliskáp. Til að undir- strika þetta væri til bóta að merkja á umbúðir við hvaða hitastig þarf að geyma kartöflur svo að þær haldi geymsluþoli sínu sem best. Með samtaka átaki allra þeirra sem hlut eiga að máli er unnt að skipa kartöflunni í þann sess sem henni ber í matar- æði þjóðarinnar."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.