Tíminn - 14.07.1983, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.07.1983, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ1983 21 árnad heilla Gullbrúðkaup Ragnheiður Þorgeirsdóttir og Hinrik Jóhannsson Helgafelli ■ Hjónin á Helgafelli Ragnheiöur Þorgeirsdóttir og Hinrik Jóhannsson eiga 50 ára hjúskaparafmæli í dag 14. júlí. Ragnheiður er fædd aö Helgafelli 5. maí 1909, ein af sex systkinum, en Hinrik að Innri-Drápuhlíð 16. febrúar 1905 og er hann yngstur ellefu systkina. Foreldrar Ragnheiðar voru Ingibjörg Björnsdóttir og Þorgeir Jónasson búend- ur á Helgafelli. Á undan þeim bjuggu þar foreldrar Þorgeirs, Jónas Sigurðsson og Ástríður Þorsteinsdóttir. Foreldrar Hinriks voru Jóhann Magnússon og Ingibjörg Þorsteinsdóttir Bergmann, sem voru búendur á Innri- Drápuhlíð og Hofsstöðum. Ragnheiður og Hinrik eru því bæði Helgfellingar. Þau bundust tryggðarböndum á yngri árum, sem dugað hafa vel. Ragnheiður og Hinrik hófu búskap árið 1936 að Helgafelli, fyrst í sambýli með foreldrum Ragnheiðar, en síðan á allri jörðinni þar til Hjörtur sonur þeirra og Kristrún kona hans hófu þar búskap með stofnun nýbýlis er þau nefndu Litla-Fell. Nú hafa þau hjón látið af búskap fyrir fáum árum og látið jörðina í hendur syni sínum og tengdadóttur en hafa þó sína notalegu íbúð heima á Helgafelli og hyggjast eyða þar elliárunum. Með þessu hafa þau og börn þeirra stuðlað að því að jörðin héldist áfram í sömu ættinni og um leið tryggt búsetu á henni. Sjálf njóta þau þess að dvelja á þeim stað sem þeim er kærastur. Býlið Helgafell stendur í Þórsnesi undir samnefndu felli og er staðarlegt heim að líta. Helgafell er sögufrægt höfuðból og þar var klaustur um aldir. Margir merkir menn hafa setið á Helga- felli svo sem sagan greinir. Ákveðin helgi fylgir fellinu og m.a. þess vegna koma margir þangað. Það er því alltaf nokkur vandi og að vissu leyti kvöð að sitja slíkan stað svo sómi sé að. Það hafa þau hjón gert með prýði. Þau hafa hýst og ræktað jörðina vel og gert hana að glæsilegu býli, eins og þeir sjá sem þar koma. Sama ættin, ætt Ragnheiðar hefur búið á Helgafelli frá 1888 eða í 95 ár. Þau hjón nutu ekki mikillar skóla- göngu á yngri árum, en þó var Hinrik við nám á Hvítárbakka í einn vetur og hafa þau alltaf tekið mikinn þátt í félagslífi sveitar sinnar, enda félagslynd. Störfuðu þau bæði í ungmennafélaginu Helgafell og áttu sinn þátt í góðu félagslífi, sem nauðsynlegt er hverri sveit. Ragnheiður mun t.d. hafa spilað á harmonikku á þeim árum. Þá var hún lengi formaður kvenféiags sveitarinnar. Hinrik hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum m.a. setið í hreppsnefnd um árabil. Hann hóf fyrstur Helgfellinga að selja og flytja mjólk að staðaldri til Stykkishólms og flutti hana á hestum um 6 km leið. Síðar fetuðu fleiri bændur í fótspor hans og hófu mjólkursölu. Hinrik sá að þetta var nauðsyn til þess að geta haft sæmilega afkomu. Ævistarf Ragnheiðar og Hinriks er mikið og ekki alltaf verið „dans á rósum“, stundum þurfti að vinna utan heimilis og mikið var lagt að sér við uppbyggingu á jörðinni, en fjölskyldan var samhent. Fátækt frumbýlingsáranna að baki, þau eignuðust höfuðbólið Helgafell, byggðu það myndarlega upp og létu það í hendur syni og tengdadótt- ur. Ragnheiður og Hinrik eiga sjö börn og eru þau þessi: Auður gift Axel Andréssyni, búsett í Stykkishólmi, Ingi- björg Þorgerður gift Guðmundi Friðriks- syni, búsett í Kópavogi, Birgir kvæntur Fjólu Gísladóttur, búsett í Vík í Mýrdal, Hjörtur Jóhann kvæntur Kristrúnu Guðmundsdóttur, búendur á Helgafelli, Gunnar á heimili að Helgafelli, Sjöfn gift Jónatan Sigtryggssyni, búsett í Stykkishólmi, Haraldur kvæntur Bryn- dísi Sigurðardóttur, búsett í Reykjavík. Auk barna sinna ólu þau upp dótturson sinn Brynjar, sem búsettur er á Tálkna- firði. Alls eru afkomendur þeirra hjóna 40 talsins. Allt er þetta manndómsfólk. Helgafell er og hefur verið kirkjustað- ur um langan tíma. Helgafellshjónin hafa látið sér annt um kirkjuna og kom í hlut þeirra að hafa umsjón með henni. Hinrik var lengi í sóknarnefnd og með- hjálpari svo lengi sem ég man. Fór honum það starf einkar vel. Það hefur alltaf verið siður húsráð- enda á Helgafelli fyrr og síðar að bjóða í kirkjukaffi að lokinni messugjörð. Þeir sem þess hafa notið minnast margra ánægjustunda undir kaffiborðum með gleði og gestir fundu það svo vel að húsbændunum var Ijúft að veita þann beina. Hafi þeir þökk fyrir það. Eins og fyrr er að vikið er ekki vandalaust að sitja sögufrægt höfuðból og auk þess kirkjustað, svo sómi sé að. Fyrir fáum árum heiðraði Búnaðarsam- band Snæfellinga húsráðendur á Helga- felli fyrir prýðilegt staðarhald. Það var m.a. viðurkenning til þeirra hjóna frá héraðsbúum fyrir góðri umhyggju fyrir staðnum. Sú viðurkenning var verðug. Þessum orðum, sem hér hafa verið sett á blað er fyrst og fremst ætlað að vera þakklætisvottur til þeirra hjóna fyrir verk sín og ánægjulega viðkynningu á liðnum árum. Þau hafa sett sinn svip á samtíðina og verið góðir fulltrúar sveitar sinnar og héraðs. Við hjónin sendum ykkur Ragnheiður og Hinrik bestu hamingjuóskir í tilefni gullbrúðkaups ykkar með ósk um góða ókomna daga. Leifur Kr. Jóhannesson. mirming Sigurður Guðgeirsson ■ ÞegarégvarblaðamaðurhjáTíman- um fyrir hálfum fjórða áratug var Sigurð- ur Guðgeirsson í námi í prentsmiðjunni Eddu. Tíminn hafði þá skrifstofur sínar í Edduhúsi svo að samskipti urðu marg- vísleg milli blaðamanna og prentara fleiri en þeirra sem beinlínis unnu við blaðið. Sigurður Guðgeirsson var geðþekkur unglingur og með okkur tókst góður kunningsskapursem þróaðist í vinfengi. Svo liðu áratugir án þess að fundum bæri saman. En þegar ég var svo sestur að hér syðra aftur á síðustu árum lágu: leiðir okkar Sigurðar saman í félagsskap templara. Þá var aftur byggt á gömlum grunni. Sigurður hafði flest það til að bera sem gerir fólk að ákjósanlegum félags- mönnum. Hann hafði ágæta greind og rólega lund, góðviljaður og hófsamur, umburðarlyndur í hófi en ákveðinn í skoðunum og mjög vel fallinn til að vera mannasættir. Naut þess þar að hann bjó að þjálfun ærinnar reynslu í félagsmál- um. Það var gaman að vera á fundi í stúkunni Víking þar sem Sigurður stjómaði, en þar var hann æðsti templar. Fundarstjórn hans var föst og örugg en þó svo lipur og frjálsleg að allt virtist þetta koma af sjálfu sér án allrar fyrir- hafnar. Persónulega varð mér það mikil ánægja þegar Sigurður Guðgeirsson gerðist ritari Þingstúku Reykjavíkurvor- ið 1981. Það var góð lausn og enginn varð fyrir vonbrigðum af því. Miklar vonir voru bundnar við það að njóta hans í svo mikilvægu starfi fyrir bindind- ishreyfinguna. Víst var það gott meðan þess naut en nú er söknuðurinn og treginn því meiri. Sigurður var fæddur 30. maí 1926 og því aðeins 57 ára er hann lést 6. þ.m. Hann var fæddur í Reykjavík, sonur Guðgeirs Jónssonar bókbindara og Guðrúnar Sigurðardóttur konu hans. Ekki þarf að eyða orðum að þeim söknuði sem það vekur innan heimilis og fjölskyldu þegar menn falla frá með svo sviplegum og ótímabærum hætti sem nú hefur orðið. En ég vildi að fram kæmi að bindindishreyfingin veit um skaða sinn jafnframt því sem hún þakkar það sem að baki er. Og þó að sárt sé að missa góðan félaga ber okkur þó fyrst og fremst að þakka gengna samfylgd og gleðjast við það sem við fengum að njóta. H.Kr. in Bllaleiga lu Carrental • Dugguvogi 23. Sími 82770 Opið 10.00-22.00. Sunnud. 10.00-20.00 Sími eftir lokun: 84274 - 53628 Leigjum út ýmsar Þvoið, bónið og gerðir fólksbíla. gerið við bílana Sækjum og sendum ykkar í björtu og rúmgóðu húsnæði. OPIÐ ALLAN SOLARHRINGINN Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir júnímánuð er 15. júlí. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið 8. júlí 1983. Slmi 44566 RAFLAGNIR ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIÐJAN Cl HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45000 VERKANNA VEGNA ORION Simi 22123 Postholf 1444 Trvqqv.igotu Reykjavik

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.