Tíminn - 14.07.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.07.1983, Blaðsíða 9
Framvinda samstarfs við erlend ríki á sviði f iskveiða ■ V.M. Kamentsev sjávarútvegsráð- herra Sovétríkjanna er í nokkurra daga heimsókn hér á landi í boði Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegs- ráðherra. Steingrímur Hermannsson fór til Sovétríkjanna er hann var sjáv- arútvegsráðherra og bauð þá hinum sovéska kollega sínum að heimsækja ísland. í tilefni heimsóknarinnar birtum við þessar greinar sem eru frá APN frétta- stofunni. ■ Sovétríkin eiga hlut að 64 milliríkja- samningum, 13 alþjóðlegum samningum milli stofnana, um fiskveiðar, við 44 þjóðir, þar af 8 sósíalistiskar þjóðir, 26 þróunarlönd og 10 kapítalistisk. Auk þess kemur Fiskveiðiráðuneyti SSSR fram fyrir hönd stjórnarinnar á 15 milli- ríkjasáttmálum varðandi fiskveiðar og nýtingu auðlinda í hafinu, þar á meðal eru þær samþykktir sem leitt hafa til stofnunar margs konar alþjóðastofnana svo sem: Alþjóða hafrannsóknarráðsins, Fiskveiðinefnd Norð-Austur-Atlants- hafsins, Baltíska fiskveiðinefndin, Suð- Austur-Atlantshafsnefndin og fleiri. SSSR hefur einnig viðskipti um fiskveið- ar við þau kapítalistisku, iðnþróuðu ríki þar sem þau hafa, samkvæmt hefð. veitt innan núverandi fiskveiðimarka og lagt sinn skerf til rannsókna og nýtingar á fiskimiðum eða öðrum auðlindum. Þcssi lönd eru öðrum fremur: Kanada, Frakkland, fsland, Færeyjar, Danmörk, Nýja-Sjáland o.fl. í meira en 20 löndum, sem SSSR hefur mikil viðskipti við, á Fiskveiði- ráðuneyti SSSR fulltrúa, í 13 ríkjum eru blandaðir rannsóknarleiðangrar að störfum með þátttöku okkar manna og heimamanna, þrettán ríki þiggja aðstoð okkar um uppbyggingu mannvirkja til fiskveiða og vinnslu og auk þess er haft samstarf um áætlanagerð og rannsóknir, sovéskir sérfræðingar starfa við fyrirtæki og á skipum annarra þjóða, þeirra sem samvinna er við. Fiskveiðiráðuneytið styður erlendar viðskiptaþjóðir sínar til þess að mennta fólk til starfa við fiskveiðar. Hundruð manna frá Kúbu, Póllandi, Rúmeníu, Búlgaríu, Kína, Víetnam, Angola, Kór- eu, Gwajana-Bissá, írak, Perú, Samein- aða Arabalýðveldinu, Mexíkó og fleiri iöndum hafa hlotið starfs- og tækni- menntun við fyrirtæki og stofnanir ráð- uneýtisins og á sovéskum skipum. Þús- undir manna hafa komið frá öðrum löndum og tekið háskólapróf, þar með talin kandidats- og doktorspróf, frá sovéskum stofnunum á sviði sjávarút- vegsins. Sem stendur eru 1300 manns við nám í sovéskum stofnunum á vegum Fisk- veiðiráðuneytisins, frá 60 þjóðlöndum. Um 80% námsmanna þessara eru frá þróunarlöndunum í Asíu, Afríku og Rómönsku-Ameríku. Allt þetta fólk hlýtur ókeypis námsdvöl og námslaun. Samskiptum Fiskveiðiráðuneytis SSSR við sósíalistisku löndin er hagað í samræmi við ýmist tvíkvæma eða fjöl- kvæma samninga, samþykktir og laga- bálka. Einna mesta þýðingu í sambandi við samvinnu sósíalistisku ríkjanna á sviði fiskveiðimála hefur samkomulag ríkisstjórna Austur-Pýskalands, Pól- lands og Sovétríkjanna frá 28. júlí 1962. Inn á þetta samkomulag gengust síðan Búlgaríu, Rúmenía og Kúba. Allar þær þjóðir innan Sósíalistisku Efnahagssam- hjálparinnar sem reka fiskveiðar eru því orðnar aðilar að samkomulagi þessu. Lönd innan Sósíalistisku Efnahags- samhjálparinnar nýta sér þá yfirburði sem samvinna og verkaskipting gefur, til dæmis reynsla Þjóðverja og Pólverja í skipasmíðum og skipaviðgerðum. Til- tölulega flest skip SSSR og hinna ann- arra landa eru komin úr skipasmíða- stöðvum þessarra. Það er náinni samvinnu sósíalistisku landanna að þakka að þau ráða nú yfir nýtískulegum flota, marggreindu fram- leiðsluskipulagi í landi, þéttriðnu neti menntastofnana á þessu sviði sem gerir þátttökulöndunum kleyft að fullnýta eggjahvítuafurðir sjávarins og efna til útflutnings þessara afurða til annarra landa. Sósíalistisku löndin hafa fullkominn togaraflota og veiða 25% alls heimsafl- ans, 49% frystra og kældra afurða og 30% saltaðra og reyktra, þau reka marg- þætta rannsóknarstarfsemi og fylgja þeirri stefnu að auðæfi hafsins séu nýtt af forsjá og skynsemi. Sósíalistisku lönd- in njóta mikillar virðingar í alþjóðastofn- unum varðandi sjávarútveg. 18 fulltrúar hafa verið kjörnir í stjórnir slíkra stofn- ana frá þeim. Þróunarlöndin skipa þýðingarmikið pláss í samskiptum Fiskveiðiráðuneytis SSSR við önnur lönd. Þetta eru lönd sem, við erfiðar aðstæður eru að berjast fyrir efnahagslegu og pólitísku sjálfstæði sínu. Sovétríkin styðja af alhug fullveldi sjálfstæðra ríkja yfir náttúruauðlindum sínum og rétt þeirra til að ráðstafa þeim til þjóðarhags og veita í þessu skyni þróunarlöndunum aðstoð við rannsóknir á fiskistofnum og hagkvæmustu nýtingu þeirra. Á árunum frá 1980 til 1982 einum voru farnir 63 rannsóknarleiðangrar á fiskimið ýmissra þróunarlanda, eftir þeirra pöntun, til þess að rannsaka veiðistofna og var meirihluti þátttakenda jafnan frá viðkomandi landi. Sovéskir sérfræðingar hafa gert áætl- anir um nýtingu sjávarauðlinda til 10 ára fyrir mörg þróunarlandanna, þeirra á méðal eru Máritanía, Angola, Marokko, Gwajana-Bissá, Sierra-Leone, Græn- höfðaeyjar og fleiri. Auk þessa veita Æviagrip V. Kamentsev, sjávarútvegs- raðherra SSSR ■ Vladimir Mikhuilovits Kamentsev fæddist árið 1928 og húf störf á hinum erfiðu áruni heimsstyrjaldarinnar síð- ari. Frá árinu 1942 var hann kyndari á gufuskipi, rennismiður í skipasmíða- stöð og vélstjóri á skipi. líann lauk námi við Fiskiðnaðar- og Sjávarútvegs- háskólann í Moskvu árið 1950 og fór að starfa sem yfirmaður við Hönnunar- deild Tilraunastöðvar fiskveiðiflotans í Múrmansk. Á árunum 1953-1962 gegndi hann ábyrgðarstöðum varðandi stjómun flskveiða á Múrmansk-svæð- inu og við framleiðsluráð Múrmansk- héraðs. Frá árinu 1962 var hann fyrsti varaformaður framleiðslunefndar so- vésks sjávarútvegs og var síðan fyrsti varasjávarútvegsráðherra Sovétríkj- anna. Frá 1979 hefur hann verið sjávarút- vegsráðherra Sovétríkjanna. Sovétríkin tæknihjálp til margra þróun- arlanda og er þá athyglinni einkum beint að uppbyggingu undirstöðuframkvæmda svo sem hafnarmannvirkja, skipasmíða- stöðva, hraðfrystihúsa og annars þess konar. Það er samstarfi við Sovétríkin að þakka að mörg þessara landa hafa komið á fót öflugum fiskiðnaði sem leggur grundvöll að fæðuöflun þjóða þeirra. Verslunarviðskipti eru einnig höfð við hin iðnþróuðu kapítalistisku lönd, eink- um við þau sem lýsa sig reiðubúin til ærlegra viðskipta sem stjórnist af beggja hag, og jafnræði. Mest eru samskiptin við nágrannaríkin: Finnland, Svíþjóð, Noreg, Japan og USA þar sem fiskimenn þessara landa stunda sömu fiskimið og kollegar þeirra sovéskir og þessi fiski- ntið, sameiginleg mörgum þjóðum mynda eina líffræðilega heild í sínum hluta heimshafanna. Margir fiskistofnar ganga jafnt milli SSSR og USA á Beringshafi, svo og milli Norðmanna og Sovétmanna á Barentshafi, milli Japana og okkar á Kyrrahafi. Með samningum Norðmanna og Sovétmanna hefur til dæmis verið náð jafnvægi í nýtingu loðnunnar á Barentshafi. Á þessu ári verða gerðar rannsóknir og áætlanir um æskilegasta nýtingu þorskstofnsins í Bar- entshafi, milli þessara þjóða. Vísinda- menn Noregs og Sovétríkjanna vinna að 14 rannsóknarefnum í sameiningu ár- lega. SSSR og USA vinna að sameigin- legum rannsóknarefnum bæði í Atlants- hafi og Kyrrahafi. Frá 1977-1982 hafa verið farnar 39 rannsóknarferðir með sovéskum skipum með þátttöku amer- ískra sérfræðinga. Auk þess fara fram sex ráðstefnur þessara aðila á ári hverju um rannsóknaniðurstöður á Atlantshafi og Kyrrahafi. Efnahagsleg samvinna er einnig höfð um nýtingu ýmissa hafgæða á vegum fyrirtækisins „Sovam" þar sem sovésk fiskiskip eru við störf á leigu- kjörum. Ákveðin árviss viðskipti fara fram milli Japans og SSSR enda hefur hagur beggja af þessu hvað eftir annað fengið staðfestingu aðila. Margvísleg og dugmikil starfsemi Fiskveiðiráðuneytis SSSR á sviði milli- ríkjaviðskipta er byggð á jafnrétti og gagnkvæmum hag og stuðlar að því að vísinda og tæknimáttur okkar nytjist erlendum viðskiptavinum jafnframt því sem sovéski fiskiflotinn fær aðgang að umframauði þeim sem að ströndum viðkomandi ríkja liggja. V.K.Zflanov líffræðingur (Þessi grein, sem áður birtist í „Ribnoje hosjaistvo“ nr. 5 ’83 er hér birt í mjög styttu formi). (APN) Sovéskar fiskveiðar: Vandamál og möguleikar ■ Sovésk haffræði hefur hlotið al- menna viðurkenningu heimsins og nú- tímahugmyndir um þær hræringar sem í honum verða og ástand fiskstofnanna hafa að verulegu leyti myndast fyrir tilstilli ótölulegra rannsókna- og leitar- leiðangra sovéskra rannsóknarskipa sem þúsundum saman hafa lagt á haf til rannsókna í þágu sjávarútvegsins. Sú árás á hafið sem einkennt hefur síðustu tuttugu ár ásamt aukningu heimsaflans um 350%, upp í 70 milljónir tonna, var stöðvuð fyrir tilverknað So- vétríkjanna ekki síst. Um 200 þjóðir hafa fiskafurðir sem grundvallarfæðu. Aukinn fólksfjöldi, ásamt kappi eftir því að bæta lífskjör fólks, kallar á aukna matvælaöflun og þar munu fiskafurðir eiga stóran þátt. Samfara þessu höfum við dæmin um hrun þeirra fiskstofna sem mest hefur verið sóknin í (síld, þorskur, lax) og það hefur knúið vísindamenn margra landa til umhugsunar um það hvernig nýta megi auðæfi hafsins með skynsamlegum hættfl Ósjálfrátt verður mönnum hugsað til þess að af þeim 9% af öllu yfirborði jarðarinnar sem lagt hefur verið undir beitilönd, grænmetis-, korn- og ávaxta- rækt, fær mannkynið 98% allrar sinnar fæðu, en af þeim 71% sem þakið er sjó fær það ekki nema tæp 2% fæðu sinnar. Jafnframt því sem nauðsyn ber til að nýta auðlindir hins hingað tii ósnerta úthafs, þarf að koma á fót og efla sem fyrst hverskonar búrekstur neðansjávar, ■ ræktun skelja, krabba og fiska. „Neðan- sjávarkálgarðar" og „Neðansjávarbú" og nemur framleiðsla slíks búskapar nú 2 milljónum tonna í heiminum. Sér- fræðingar telja að í framtíðinni ætti að vera hægt að koma afurðum hafræktar upp í 50 miiljónir tonna og þar af 1,5-2.0 milljónir tonna við sovéskar strendur af ostrum og sjávargróðri. í Sovétríkjunum sýna jafnt vísinda- menn, fiskimenn og ræktunarmenn mik- inn áhuga á fiskirækt jafnt í sjó sem ferskum vötnum. Þeir hafa beitt sér fyrir því að komið hefur verið upp stjórnan- legum fiskibúskap í Kaspíahafi sem gefur af sér 30 þúsund tonn á ári af styrju sem er afar verðmætur fiskur. Milljarður laxaseiða er alinn upp í fiskræktarstöðv- um við Amur, í Sakhalín, á Kúrileyjum og Kmtsjaka sem gefur af sér 20 þúsund tonn á ári af þessum dýra fiski. Við Eystrasaltsstrendur hefur gengið ágæt- lega að ala upp silung í sjó og fást 200 tonn af fiski úr hverjum hektara kerja. Með strönd Svartahafsins eru stöðvar sem rækta ostrur, og fleiri tegundir eru ræktaðar. Allar þessar fyrstu tilraunir til að kveða niður afl tilviljunarinnar varðandi öflun sjávarfanga gefa vonir um stór- kostlegan árangur þeirrar viðleitni í framtíðinni. Sovéskar vísindastofnanir og útgerð- arfyrirtæki munu að sjálfsögðu vinna að þessum málum í nánu sambandi við erlenda starfsbræður sína. SSSR er aðili að rúmlega 40 samþykktum og samning- um á sviði fiskveiða í heimshöfunum sem allar miða að því að sjávarnytjar verði svo skipulagðar að ekki komi til eyðingar á nýtilegum auðlindum hafsins. í þessu skyni munu Sovétríkin hrinda umfangsmikilli áætlun í verk um vísinda- lega rannsókn sjávarins og lífs þess og deila niðurstöðum þeirra við allar aðrar þjóðir. (APN)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.