Tíminn - 07.08.1983, Qupperneq 5
■ SUNNUDAGt'R 7. ÁGÚST 19X3
■ Þýskir hennenn við „gúllas-kanónuna1*, cins og vagnar hereldhúsanna ■ í nýju umhverfi!
voru nefndir. Einn hennannanna sagöi: „Gullasið var hræöilcgt á bragðið og
Jiamingjan iná vita hvað var í þessu. Við fengum gúllas i alla mata."
BARONARNIR”
gera sér glaðan dag og sýna umheimin-
um fram á veldi sitt, þá fóru þeir gjarna
á fínustu veitingahúsin í Kaupmanna-
höfn, sem á tímum heimsstyrjaldarinn-
ar fyrri voru Wivel eða Nimb,
Hljómsveitarstjórinn á Wivel, The-
odor Lumbye, segir frá: „Þjónarnir
á Wivel þénuðu ógrynni fjár og fengu
stundum 50 krónur fyrir það að taka
frá borð. Þegar þjónninn kom með
matseðilinn og spurði hvort menn
vildu fá „minni hádegisverðinn" eða
„stærri hádegisverðinn" var svarið
jafnan:
„Auðvitað þann stærri."
„Má bjóða herranum blómkálssúpu
eða uxahalasúpu, humar eða fiski-
flak..."
„Við viljum fá allt sem stendur á
matseðlinum."
„Hvaða vín má bjóða herranum?"
„Þau dýrustu."
Á borðunum stóðu vanalega kryst-
alsglös með úrvals enskuni kryddjurt-
um, en menn ýttu þeim til hliðar og
heimtuðu að fá almennilegan blóm-
vönd á borðið.
Margir vissu ekki hvaðan á þá stóð
veðrið, þegar bornar voru fram ostrur.
Menn héldu að það ætti að borða
skelina. Sumir nöguðu líka tólgina
sem var steypt utan um úrvals lifrar-
kæfur frá Strassburg, og sumir settu
rauðvínsflöskuna ofan í ísfötuna sem
ætluð varfyrirkampavínið. Þeirstöng-
uðu úr tönnunum með humargafflin-
um.
Þegar skipta skyldi um dúk á borð-
inu. þótti einstaka gesti sem það gengi
ekki nógu fljótt fyrir sig og þá var
dúknuni svipt af, svo allt sem á
borðinu var fór á gólfið og í mask.
Gúllas mátti alls ekki nefna og það
kom heldur aldrei fyrir að gúllas væri
á matseðlinum.
Kátt á Hjalla
Lumbye hljómsveitarstjóri hafði að
vonum manna best útsýni yfir salinn:
„Einn áf fastagestunum kom alltaf
ásamt 20-30 manna fylgdarliði. Hann
hafði sitt fasta borð í salnum og hver
máltíð kostaði hann 2-3000 krónur.
Hann og ýmsir aðrir fastagestir
komu þarna bæði í morgunmat, hádeg-
ismat og kvöldmatinn. Væru gcstirnir
ekki allt of „þrcyttir" var haldið áfram
eftir að staðnum var lokað í hinni
dýrlegu íbúð auðmannsins, þar sem
kampavínið flóði til morguns. Það var
ekki óalgengt að hann réði mig og 6-7
menn úr hljómsveitinni til þess að
leika fyrir næturgesti sína. Bílar stóðu
tilbúnir fyrir utan veitingahúsið til þess
að flytja okkur á staðinn. Þessar nætur-
skemmtanir, scm voru ríflega launað-
ar, enduðu venjulega með því að á
okkur var litið sem gesti og okkur
boðið að taka þátt í glaumnum.
Afar algengt var það þegar gestir
báðu hljómsveitina um óskalag, að
með í kaupunum fylgdi hálf flaska af
kampavíni handa mér og glas af visky
og sóda hana öðrum í hljómsveitinni.
Auðvitað drukkum við þetta ekki,
heldur fengum við upphæðina greidda.
„Gúllas-greifar" þessir höfðu aHs
cngan áhuga á annarri tónlist cn þeim
rcvýu-söngvum sem vinsælastir voru
þá og þá stundina. Ef ég leyfði mér að
spila vinsæl stef úr óperum, brást það
varla að orðsending kæmi frá gestum
þess efnis að þeir vildu ekki hlusta á
svona „jarðarfararmúsík."
Meðal margra furðufugla þarna var
ungur kaupmannssonur frá Nakskov.
sem stöðugt var undir áhrifum. Hann
hafði sitt fasta borð rétt hjá hljómsvcit-
inni, sat vanalega með kjánalegt bros
á vörum og taldi peningascðlana sína.
Eitt kvöldið fann hann upp á mjög
skcmmtilegu tiltæki að eigin áliti.
Hann vafði tíu-króna seðlum saman í
kúlur og reyndi að hæfa hljómsvcitar-
mennina með þcim, þegar hann blés
þeim út í gcgnum langt pappírsrör. Ef
það heppnaðist ætlaði hann aö rifna af
hlátri. Við létumst ákaflega móðgaðir,
cn vorum þó ekki móðgaðri en svo að
á cftir tíndum viö kúlurnar upp og
stungum þcim í vasann.
Allt fyrir peningana
Þjónarnir og kokkarnir á Wivcl og
Nimb höfðu það varla jafngott og
hljómsveitarmcnnirnir, - cn þeir þén-
uðu ágætlega eigi að síður.
Villy Valet. þjónn á Wivcl, scgir:
„Þcir nýríku fundu upp á mörgu sér
til skcmmtunar, cn scm þjónn varð
maður að láta scm manni þætti allt
harla gott. Það kom í okkar hlut að
sópa upp glcrbrotum og þurrka af
gestunum, þegar þcir steyptu kampa-
víni hvcr yfir annan.
Oft byrjuðu mcnn daginn á Wivel
við morgunvcrðarborðið, sátu áfram
allan daginn og fengu loks okkur
þjónana til þess að koma heim mcð sér
um kvöldið og upparta gesti alla nótt-
ina. Þar fækkuðu stúlkurnar fötum og
kampavínið flóði til morguns. Út-
gangurinn var oft hræðilegur. Við
gerðum þctta aðcins pcninganna
vegna.
En við urðum að lifa eins og aðrir og
okkur voru ekki ætluð önnur laun en
drykkjupeningarnir og það voru marg-
ir um bitann: 2 framkvæmdastjórar, 10
yfirþjónar, 50 þjónar, 8 ungþjónar og
30 ncmar.
Pctcr Holm, ungkokkur hjá Wivcl
rifjar upp gamlar minningar:
„Eftirlætisréttir „gúllas-barónanna"
voru kavíar og gæsalifrarkæfa og við
seldum minnst tvö kíló af kavíar og
nokkru meira af gæsalifrinni á dcgi
hvcrjum. En við áttum alltaf nóg af
þcssu og fremur var skortur á stein-
sclju, til þcss að skreyta réttina mcð.
Þá var mikið um ostrur og viö seldum
svo scm 250 stykki daglcga.
Á árum fyrri hcimsstyrjaldarinnar
höfðum við aldrci frí í fyrstu. En svo
fcngum við hálfs dags frí í viku, -
máttum fara klukkan 2, cn aðeins cf
við vorum búnir að öllum vcrkum.
Á kvöldin urðum við að flýta okkur,
því þaö kom oft fyrir að gcstir vildu
heimsækja okkur í eldhúsinu cftir að
staönum var lokað og þá urðum við að
búa til pönnukökur. Vitanlega þurftu
gcstirnir aö prófa aö snúa þeim við í
loftinu."
Einn, tveir, þrír...!
Harald Pcterscn, ungþjónn: „Einn
daginn komu tíu herramcnn, víxlarar
og gúllasbarónar inn. Þcir pöntuðu
ríkulegan málsverð og loks rjómaköku
scm ætluð var 24 manneskjum eða
helmingi stærri en vaninn var. Ekki var
að sjá að þeir væru mjög hungraðir, því
þegar kakan kom á borðið taldi einn
þeirra upp að þremur. Þá slógu allir
gestanna krumlunni ofan á kökuna,
svo rjóminn spýttist í allar átti. Svo
gáfu þeir okkur 30 krónur hverjum til
hreinsunar á fötunum.
Gósseigendur
Voriö 1018 keypti cinn „gúllaskóng-
anna", Otto Biegler, hcrragarðinn
Bangsbo sunnan við Frcdrikshavn fyrir
400 þúsund danskar krónur og innrétt-
aöi hann í gömlum aðalsmannastíl
fyrir jafnháa upphæð. hann hafði þén-
að um 3 milljónir króna í Kauphöllinni
og nú átti að gera scr glatt í geði fyrir
pcningana.
Nýi cigandinn fckk brátt nafnið
„baróni.m" í hcraðinu og varð það
mikil skcmmtun manna að fylgjast
með því sem þár fór fram úr skjóli á
bak við tré.
Til vígsluhátíðarinnar bauð Bicgler
100 gcstum, scm hann lét sigla til
Fredrikshavn mcð scrstöku skipi.
Vcislan var ævintýralega glæsileg og til
þess að ganga á undan mcð góðu
fordæmi var húsráðandinn svo fullur,
að þcgar súpan var borin fram barði
hann konu sína í ennið mcð kampa-
vínsflösku, og féll hún meðvitundar-
laus niður við borðið. Ekki eyðilagði
þctta þó stcmmninguna, heldur varð
kætin svo mikil að eftir desertinn syntu
hcrrarnir kappsund í gömlu virkisgröf-
inni við herragarðinn, klæddur í kjól og
hvítt.
Vígsluhátíðin átti að vcra í viku og
til þess að þjónustan væri í lagi hafði
Biegler leigt þjóna hjá Wievel. Varð
það til þess að brátt áttu gestirnir erfitt
með að grcina hver var gestur og hver
þjónn, því þjónarnir frá Kaupmanna-
höfn kunnu miklu betur að bera sig í
samkvæmisklæðnaðinum en útbclgdir
milljónungarnir, sem lágu aftur á bak
í djúpum stólum með kampavíns-
flöskuna í hendinni.