Tíminn - 07.08.1983, Blaðsíða 6
6
SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 19X3
Bílaleiga
Carrental
^AÞJÓ^
Dugguvogi23. Sími82770
Opið 10.00-22.00.
Sunnud. 10.00 - 20.00
Sími eftir lokun: 84274 - 53628
Leigjum út ýmsar
gerðir fólksbíla.
Sækjum og sendum
Þvoið, bónið og
gerið við bílana
ykkar í björtu og
rúmgóðu húsnæði.
OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN
Skóladagheimili -
Forstöðumaður
Starf forstöðumanns á skóladagheimilinu að
Kirkjuvegi 7, Hafnarfirði er laust til umsóknar.
Laun samkv. kjarasamningi við Starfsmannafélag
Hafnarfjarðar. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst
n.k. og skulu umsóknir sendast undirrituðum.
Athygli er vakin á rétti öryrkja til starfa samanber
16. gr. laga Nr. 27/1970.
Upplýsingar um starfið veitir dagvistarfulltrúi hjá
félagsmálastofnun Hafnarfjarðar, sími 53444.
Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði.
VERKANNA
VEGNA
Betra er að fara
seinna yfir akbraut
en of snemma.
||UMFHROAB
lalandi umgæói
Vel byggð hús, þar sem gæði og hagkvæmni eru í fyrirrúmi eru
meira virði en önnur og hafa hærra endursöluverð.
Mikil vinna hefur því verið lögð í hönnun og frágang Aneby
einingahúsa, enda er það yfirlýst stefna framleiðenda að kaupendur
geri góð kaup, hvort heldur litið er til lengri eða skemmri tíma.
EOK
EOK
EOK
EOK
99 mJ
123 -
132 -
138 -
BILSKUR 32-
855.800 kr.
1.061.300 -
1.230.850 -
1.247.700 -
219.150 -
>4NEBXHUS
Söluumboð Eignamarkaöurinn
Hafnarstræti 20, 101 REYKJAVÍK
Pósthólf 56
Slmi 91-26933
Það er
ekkert sparað í útveggina.
Mikið og gott timbur svo
naglar fái góða festu - og
einangrun sem stenst allar
prófanir. (Gerðu samanburð
á veggjum annarra fram-
ðenda - þá sérðu hvað við erum
að tala um.) Ysta lag veggjanna er
íanlegt hvort heldur vill; úr hleðslusteini
..~m krefst lágmarks viðhalds og gefur hús-
unum sérstæðan svip eða með timburklæðningu.
Þrefalt einangrunargler er í gluggum, vandaðir innveggir, steinflísar
á þaki og fleiri atriði mætti nefna sem öll hafa það sameiginlegt að
vera hluti af vandaðri framleiðslu.
Verðið á húsunum er fast í sænskum krónum næstu 10 mánuði
og er ekki vísitölubundið. Verð þau
sem eru uppgefin hér að neðan; reiknuð
á gengi frá 27/5, stóðu nær óbreytt í lok
júlí. Þau miðast við hús tilbúin til af-
greiðslu í Reykjavík og eru aðflutnings-
gjöld, frakt og söluskattur innifalin.
VIDTÖLUM UMGÆÐI
EN FYRIR hAll ERU ANEJBYHÚSIN hEKKHIST
Hljómsveit og fjöldi grammófóna
var þarna til þess að bera uppi músík-
ina og voru plöturnar notaðar til þess
að spila með þeim kciluspil á magh-
ógníkeilubraut herragarðsins. Þá var
veðjað um það hver troðið gæti flesta
strengi í sundur á flyglinum í stofunni,
en á eftir var hann fylltur af kampavíni,
svo froðan sprautaðist á málverkin og
fínu teppin.
Naktar styttur
í lok veislunnar var ákveðið að fara
í blysför. Safnað var saman öllum
silfurkertastjökum hússins og báru
gestirnir logandi Ijós í þeim um garðinn
fram og aftur. Þegar komið var að
vatninu sem þarna var, stilltu gestirnir
sér í kringum það og köstuðu öllu
saman út í, þegareigandinn gaf merki.
Sökk silfrið í leðjuna, meðan húrra-
hrópin gullu við.
í norðurálmunni innréttaði Biegler
veislusal mikinn, þar sem fastráðið
tríó lék borðmúsík fyrir hann oggesti
hans. Urðu gestirnir svo háværir að
þeir yfirgnæfðu hljómsveitina og þá
samdi Bicglcr við Larsen hljónisveitar-
stjóra í Fredrikshavn að lúðrasveit
staðarins kæmi tríóinu til aðstoðar.
Eftirlætislag Bieglers var „Den gang
jeg drog af sted." (gamall stríðssöngur)
leikinn á túbu. Skyldi túbuleikarinn
marsera um garðinn meðan hann blés.
Til þess að hreinsa af borðinu sem
hraðast átti Biegler það til að taka í öll
fjögur hornin á dúknum. safna þannig
öllu'": sent á borðinu var í einn sekk og
láta allt saman hverfa niður í virkis-
gröfina.
Kvöld nokkurt vildi Biegler sýna
gestum sínum stvttur af nokkrum
gyðjum. sem hann hafi látiðkoma fyrir
í garðinum. Að sýningu lokinni kont í
Ijós að hann hafði cinnig látið koma
fyrir í garðinum öðrum „gyðjum", en
það voru léttklæddar stúlkur, sem
troðið var upp á stall og fylgdi það
sögunni að leyfilegt væri að snerta
sýningargripina. Má nærri geta hvort
listunnendur hafi ckki orðið snortnir.
Þegar hann hafði erindum að gegna í
Fredriksstad ók Biegler helst í kerru
með tveimur gæðingum fyrir. Öku-
maðurinn var klæddur í viðhafnarbún-
ing og var nafn eigandans saumað í
búninginn með silfurþræði. Á ökuferð-
um sínum kastaði hann hnefafylli af
peningum til barnanna.
Þegar Biegler kom í hljóðfæraversl-
un nokkra og hugðist kaupa grammó-
fón sem kostaði 250 krónur, vildi hann
borga með500 króna seðli. Afgreiðslu-
maðurinn gat ekki skipt. en Biegler
var fljótur að ráða bót á því: „Hvað
kostar rúðan þarna?" spurði hann og
benti á sandblásna rúðu í dyrum versl-
unarinnar. „Líklega um 200 krónur,"
sagði afgreiðslumaðurinn." Biegler
rak þá stafinn í gegnum rúðuna og
sagði: „Nú. þá passar upphæðin."
Fyrir utan glæsikerruna átti Biegler
gráan opinn bíl, franskan. Þrátt fyrir
að bannað væri að nota bíla um þetta
leyti, nema í neyðartilvikum vegna
bensínskorts, lét hann sig ekki muna
unt að aka fram og aftur til Kaup-
mannahafnar og borga drjúga sekt
hvar sem hann kom á leiðinni. Hann
hafði ákveðið að hafa stráhatt á
höfðinu eitt sinn er hann ók til Hafnar
og mátti vænta að hatturinn fyki af í
gustinum. Svo fór líka, en Biegler tók
þá aðeins nýjan hatt. því hann hafði
keypt 30 stykki til ferðarinnar.
Dýrðin varði þó aðeins í eitt ár. 1919
varð „baróninn" að fara frá Bangsbo
og lét eftir sig ókjör af ógreiddum
reikningum." (Þýtt - AM)
■ Teikning úr „Blæksprytteren: „Vorið 1915 og haustið 1915."
■ Kauphallartiðindin voru eftirsóttari cn stríðsfréttirnar.