Tíminn - 07.08.1983, Side 8
8
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Porarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðámenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur
Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson.
Rii: tjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, fleykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasimi
18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306.
Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Rannsókn á rekstri
opinberra fyrirtækja
■ Að tillögu Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra,
hefur ríkisstjórnin samþykkt að láta utanaðkomandi aðila
skoða rekstur ýmissa ríkisfyrirtækja. Ástæðan er auðvitað,
hversu miklar hækkanir á gjaldskrám ýmis þessara fyrirtækja
hafa talið sig þurfa og fengið.
„Ég held að þegar um fyrirtæki er að ræða, sem hafa
einokunaraðstöðu, sé ákaflega nauðsynlegt að fá utanaðkom-
andi aðila til að benda á það, sem betur mætti fara og
gagnrýna reksturinn“, sagði forsætisráðherra í viðtali við
Tímann um málið. Hann sagði að ýmsar sögur sem heyrðust
um starfshætti opinberra fyrirtækja vektu til umhugsunar um
hvort aðhald væri ekki nægilega mikið í rekstri þeirra. „Það
hefur t.d. víöa verið um gífurlega útþenslu að ræða, þar sem
útibú hafa verið stofnsett úti á landi - starfsmannafjöldi
jafnvel margfaldast. Eins má nefna allskonar fjárfestingu.
Maður sér t.d. hallir rísa hjá veitustofnunum í Reykjavík,
sem fellur að vísu ekki undir okkar verkahring að fylgjast
með. En t.d. fyrirtæki eins og Orkustofnun, Landsvirkjun,
Póstur og stmi og fleiri. Ég tel því að það væri mjög hollt að
fá utanaðkomandi aöila til að skoða slíkan rekstur“.
Það er ekki að efa að almenningur fagnar þessari ákvörðun
ríkisstjórnarinnar og væntir þess að hún verði framkvæmd
skjótt og undanbragöalaust. Og ekki síður væntir almenning-
ur þess að niðurstöður slíkra úttekta á rekstri opinberra
þjónustufyrirtækja verði birtar opinberlega og að þær
aðfinnslur, sem réttmætar eru, verði teknar til greina í rekstri
fyrirtækjanna.
Því er ekki að neita að sú skoðun er mjög útbreidd, að
opinber fyrirtæki hafi mörg hver hagað sér eins og ríki í ríkinu
og þanist út bæði hvað rekstur og fjárfestingu varðar án þess
að fyrir liggi að slík úþensla sé nauðsynleg fyrir almenning
i iandinu eða í samræmi við aðstæður í þjóðfélaginu.
Sérstaklega stingur það í augu að á þeim tímum, þegar
þjóðartekjur minnka ár eftir ár og heimilin verða að draga
verulega saman seglin, skuli ýmis opinber þjónustufyrirtæki
fjárfesta milljónir og milljónatugi í skrifstofuhallir, sem
vafalaust mættu bíða um sinn. Og afleiðing þessarar fjárfest-
ingarstefnu kemur fram í hækkuðum gjaldskrám, - þ.e.
dýrari þjónustu fyrir almenning. Þegar um er að ræða
einokunarfyrirtæki, sem sinna þjónustu sem venjuleg heimili
geta ekki verið án, þá er slík útþenslustefna á erfiðleikatím-
um sérstaklega aðfinnsluverð.
Það verður vel fylgst með því hvenær þær rannsóknir á
þessum fyrirtækjum, sem ríkisstjórnin hefur samþykkt að
beita sér fyrir, hefjast, hvernig þær ganga og hver verður
niðurstaða þeirra. Hér þarf að taka til hendi og stjórna ekki
síður en á öðrum sviðum.
Hiroshima-sprengjan
Þess er minnst víða um heim um þessa helgi, að
laugardaginn 6. ágúst árið 1945 var fyrstu kjarnorkusprengj-
unni varpað á borgina Hiroshima í Japan. Þegar þessu
ægilega vopni var beitt fyrsta sinni voru aðeins til tvær
kjarnorkusprengjur í heiminum. Nú eru þær 40-50 þúsund,
og hver einstök sprengja margfalt öflugri en Hiroshima-
sprengjan.
Áætlað er að þjóðir heims eyði í það minnsta einum
tuttugasta af heildartekjum jarðarbúa í hernaðarskyni. Risa-
veldin eyða þar auðvitað langmestu. Þótt aðeins litlum hluta
þessara fjármuna yrði varið til þess að útrýma fátækt og
sjúkdómum, sem kosta milljónir mannslífa, þá væri hægt að
lyfta heilum þjóðum upp úr örbirgð. En foringjar stórveld-
anna virðast hafa meiri áhuga á vopnaframleiðslu.
Þótt risaveldin eigi nú margfalt fleiri kjarnorkuvopn en
þarf til að útrýma öllu lífi á jörðinni, keppast stórveldin enn
um að framleiða enn fullkomnari drápstæki, í stað þess að
leysa alvarlegustu vandamáf jarðarbúa. Það er mesti harm-
leikur vorra tíma.
Það hlýtur að vera mikilvægt verkefni hverrar friðelskandi
þjóðar að leggja sitt af mörkum til þess að reyna að
tryggja að hin ægilegu kjarnorkuvopn verði aldrei aftur
notuð. Það tekst ekki nema með nægilegum þrýstingi frá
almenningi á ráðamenn jafnt í austri sem vestri að hefja
skipulegar niðu skurð kjarnorkuvopnabirgða.
Það er sameiginlegt áhugamál allra, sem vilja að jörðin
verði áfram byggileg. -ESJ
SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1983
horft í strauminn
■ En ríkisstjórnin sein mynduA var 1971 og sat til 1974, og
er að mínu niati besta ríkisstjórn sem ráöið hefur landinu eftir
stríö, snéri þcssari þróun við og að störfum hcnnar hefur
þjóðin búið frain að þessu í byggðajafnviegi.
■ Gálítil ummæli fjármálaráðherra um það, að hann vildi
helst selja allar hlutaeignir ríkisins í fyrirtækjuni og stofnun-
uni, jafnvel heilar þjónustustofnanir þjóðfélagsins, hljóta að
vekja menn til umhugsunar um gerð íslenska þjóðfélagsins og
þróun þess á síðustu áratugum. Þegar íslenska efnahagsþjóð-
félagið mótaðist mest á þriðja og fjórða áratugi aldarinnar,
staðfestist blönduð gerð þess - félagsframtak, einkaframtak
og ríkisframkvæmd urðu tiltölulegá jafnvígir stuðlar hennar.
A árunum 1927-40 ríkti mikil félagshyggja, og fjöldi mála-
flokka var felldur í stakk hennar í umsjá frjáls félagsframtaks
eða ríkisins. Á þessum miklu mótunarárum þjóðrikisin's var
einkaframtakið ekki eins ráðamikið og í ýmsum öðrum
löndum við norðanvert Atlantshaf. Hér staðfestust ekki
einkenni kapítalisks þjóðfélags sem viðtekin höfðu verið
öðrum löndum, þar sem gcrð efnahagsþjóðfélagsins haföi
fallið í fastar skorður fyrr á tíð. Hér myndaðist ek
íhalds-ísland né heldur sovét-ísland heldur blandað þjóðféf
agskerfi með nokkru jafnræði félags-, einstaklings- og
framtaks.
Þrjár atrennur
fhaldsstjórn á árunum 1924-27 var of veik og skammvinn til
Þriðja atrennan í sókninni
til íitalds-fslands hafin
þess að leggja hornsteina Íhalds-íslands. Glæsileg félags
hyggjusókn braut þá íhaldsatrennu á bak aftur og félagshyggju-
stjórnirnar sem á eftir komu urðu langærri og drvgri við að
móta þjóðfélagið í sinni gcrð. Síðari íhaldsstjórnir - til að
mynda „viðreisnarstjórnin" - höföu hug á því að snúa
þróuninni við. og þá voru raddir háværar um fordæmingu
ríkisafskipta, félagsframtaks og samvinnustarfs, og um til-
færslu efnahags- og atvinnuumsvifa í hcndur einkaframtaks -
siglingu í átt til íhalds-lslands.
Nú virðist sami gunnfáninn dreginn að húni með gildri
þátttöku íhaldsflokksins í ríkisstjórn. Fyrsta dagskipunin í
þessari nýju sókn er að selja sem allra flestar eignir ríkisins,
að minnsta kosti hverja hlutdeild í atvinnu- eða viðskiptafyrir-
tækjum. sem einstaklingar vilja kaupa. Ríkið á ekki að vera
með puttana í þeim rekstri sem einstaklingar ráða við eða vilja
annast, er kjörorð þessarar nýju sóknar til íhalds-íslands.
Takist þessi fyrsti áfangi vel verður ráðist í næsta skref með
-meiri djörfung.
Sporin sem hræða
Það er auðvitað engin goðgá að huga alla tíma nokkuð að
því, hvort ekki sé réttmætt að ríkið losi sig við hlutdeild í
fyrirtækjum. þar sem það hefur hlaupið undir bagga við
stofnun til þess að bæta byggðajafnvægi cöa treysta atvinnu á
erfiðum tíma. En þó skyldi farið mcð allri gát. Hér má það
ekki eitt ráða úrslitum, hvort aðrir aðilar geta tekið við eign
og rekstri að fullu eða ekki. Hlutdcild ríkis. bæjarfélaga og
samvinnufélaga tryggir að fyrirtækið, eignir og fjármunir sem
það myndar, sitji um kyrrt í byggðarlagi sínu og þjóni því
áfram en verði ekki hrifið á brott að einhverju eða öllu leyti
úr lúindum heimafólks.
Einhver mikilvægasta rcgla í samvinnurckstri er sú að cignir
og fjármunir scm félagsreksturinn myndar verður ekki fluttur
brott úr byggðarlaginu, jafnvel þótt félagið og rekstur þess
leggist niður. Þetta heitir samvinnukjölfesta sem er afar
mikilvæg hér á landi. Rekstur í höndum einkaaðila eða
hlutafélaga er ekki rótfestur með sama hætti á sínum stað og
í sínu hlutverki. Örlagarík dæmi um slíkt brottnám má
fjölmörg nefna, og þau hafa ærið oft orðið heimabyggð mikið
áfall.
Margir muna enn lok síldarsöltunariðnaðarins á mörgum
útgerðarstöðum landsins. Hann var að miklu leyti í höndum
einstaklinga og hlutafélaga. Þégar síldin kvaddi lögðust
söltunarfyrirtækin niður, en fjármagnið, eignirnar, sem þessi
uppgangstíð myndaði, var langoftast flutt burt en ekki fest í
nýjum atvinnufyrirtækjum á staðnum. Beinagrindur fúnandi
söltunarmannvirkjanna á Raufarhöfn eftir síldarævintýrið þar
voru og eru enn hrópandi dæmi um þetta. Þar sem samvinnu-
félög höfðu síldarsöltun eða annan rekstur staðfestist sú eign
sem reksturinn myndaði, og hið sama gerðist alls staðar um
hlut ríkisins.
Nú hlýtur sú spurning að vakna, hvort afleiðing af sölu
ríkishlutar í atvinnufyrirtækjuni og afhcnding hans á lausar
hendur nú gæti ekki orðið sú sama.
Minnst hefur verið á fyrirtækið Þorbjörn ramma á
Siglufirði, burðarás í atvinnulífi þar. Ríkið á hlut í því,
framlag til þess að vera lyftistöng með heimamönnum á sínum
tíma. Ýmsir telja eðlilegt að ríkið selji nú hlut sinn þar.
Segjum að svo yrði gert - hverjum þeim sem hafa vildi og hvar
sem væri á landinu. Síðan kæmi cinhvern tíma að því að
fyrirtækið legðist niður. Gæti þá ekki svo farið að mikill hluti
eigna þeirra sem þar hefðu myndast yrðu í eigu aðila sem fiyttu
þær brott í stað þess að festa þær í nýjum atvinnufyrirtækjum
á Siglufirði til gagns fyrir heimafólk?
Hér ber ríkinu að vera á verði. Selji það eignarhluti sína í
slíkum fyrirtækjum, má það ekki kasta kollubandinu lausu.
Því ber aö trvggja að salan vcrði mcð jafnmikilli staðfestu og
það myndaði áður.
Þannig vröi auðvitað að skoða og meta hvert tilfclli í
félagslegu Ijósi með hliðsjön af þörf hverrar byggðar en
orðskáar viljayfirlýsingar ráðherra um sölu ríkiseigna - helst
allra - eru vanhugsuð ómagaorð.
Ferðafrelsi einkafjármagnsins
Eitt dæmi urn viðsjávert ferðafrelsi cinkafjármagns fyrir
miktlvæg byggðarlög blasir við þessa dagana. Eitthvert stærsta
fyrirtæki landsins, íslenskir aðalverktakar-sem ríkið á raunar
smáhlut í, en sumir telja vafalaust sjálfsagt að selja - bcr nú
62 millj. í skatta, hina hæstu á landinu. Það hefur safnað fé
með framkvæmdum á Suðumesjum - Keflavíkurflugvelli.
Festing gróðafjármunanna á Suðurnesjum - þar sem þeirra er
aflað - hefur verið smávægileg og þurft að draga hana þangað
með töngum. Auðvitað má telja eðlilegt að slík starfsemi sé
ekki á einum staði og m.a. í Reykjavík, en einhvers verður
upprunastaðurinn að njóta. Mcð aðild ríkisins var hægt að
knýja fyrirtækið ti! þess að svo varð þótt í miklu minni mæli
væri en cðlilegt verður að telja, og ríkið hafi ekki beitt sér
nægilcga til þess.
Þegar umsvif minnka á Keflavíkurflugvelli, sem öll þjóðin
vill vonandi, standa Suðurnesjamenn illa að vígi í atvinnumál-
um og nýjar greinar þurfa að koma til. Þá eru mestar líkur til
þess að nær allar eignir og fjármunir sem myndast hafa af
starfsemi Aðalverktaka í þessum samtökum hverfi brott með
eigendum sínum, en Suðurnesjamenn standa slippir eftir í
vanda, þar sem verulegur hluti þessa fjármagns ætti þá að
koma fótum undir ný atvinnufyrirtæki á upprunastað sínum.
Nýir fólksflutningar
Fregnir herma um þessar mundir, að skattbirting ársins
1983 og fleira sýni verulegt tekjufall fólks í héruðum utan
suðvesturhornsins, einnig að þess sé farið að gæta að
fólksflutningar þangað utan af landi séu farnir að aukast að
nýju. Þetta eru vátíðindi. Enn niuna menn öngþveitið sem
myndaðist vegna fólksflutninga á áratugnum eftir stríðið,
öngþveiti sem raskaði bæði byggðinni úti á landi og stofnaði
uppbyggingu þéttbýlisins við Faxaflóa í vanda. Á „viðreisnar-
árunum" margfrægu hafði landsbyggðin verið vanrækt stór-
lega með hrikalegum afleiðingum fyrir þjóðina alla. Þá var
ríkið ekki óðfúst að hlaupa í félag með heimamönnum úti um
hvippinn og hvappinn til þess að kaupa hluti í atvinnufyrirtækj-
um í því skyni að koma þeim á fót. Þá var róið í átt til
íhalds-íslands.
Besta ríkisstjórn eftir stríð
En ríkisstjórnin sem mynduð var 1971 og sat til 1974, og er
að mínu viti besta ríkisstjórn sem ráöið hefur landinu eftir
stríð. snéri þessari þróun við og að störfum hennar hefur
þjóðin búið fram að þessu í byggðajafnvægi. Hún hleypti nýju
blóði í atvinnustarfsemi úti á landi og studdi einka- og
félagsframtak til þess mcð hæfilegri og nauðsynlegri þátttöku
ríkisins, og frá þeim tíma cru allmargir þeirra ríkishluta sem
íhalds-íslendingar vilja nú óvægir selja og losa um leið þetta
akkeri í heimáhöfnum.
Þá var vábrestur í íslensku stjórnarfari þegarsamstarfið um
ríkisstjórnina 1971-74 gliðnaði áður en árangurinn af stefnu
hennar og störfum fékk að njóta sín nógu vel. Þá brustu líka
allir varnargarðar í vegi síðustu og verstu verðbólguholskefl-
unnar sem kaffært hefur þjóðina á síðustu árum.
Varðveitum blandaða kerfið
Þrátt fyrir allt má telja að hið blandaða cfnahagskerfi. þar
sem félags- og einkahyggja búa saman við mundangshóf, hafi
orðið okkur farsælt og þar sé að finna þær lausnir sem duga
okkur best. Mikið samstarf og félagshyggja til cflingar
einkaframtaki innan þeirra marka að það skaði ekki aðra, og
með nokkurri þátttöku ríkisins og umsjón þess á almennuin
lýðtryggingum og samfélagsþjónustu verður okkur farsælast.
Þegar vígreifir riddarar íhalds-íslands geysast fram í
meginárás til þess að sundra þessu sambúðarkerfi sem þjóðin
hefur myndað, eins og nú gerist í þriðja sinn eftir sjálfstæðis-
hcimtina undir kjörorðinu að selja ríkiseignir og fyrirtæki -
helst allar - er nauðsynlegt að félagshyggjufólkið sé á verði og
þjappi sér saman til þess að verja þá þjóðfélagsgerð sem það
hcfur myndað, þótt auðvitað sé margur annmarki á henni enn.
Framsóknarflokknum er því mikill vandi. ábyrgð og hætta
á liöndum í þessu stjórnarsamstarfi, og'nú er ef til vill hafin
mciri úrslitahríð um þessi tvö meginsjónarmið en á yfirborði
sést cnn. Til marks um það má nefna. að nú sitja á
ráðhcrrastólum tvcir musterisriddarar íhalds-fslands, og vill
annar selja hverja ríkiseign en hinn berst fyrir því heilaga
stefnumáli að íslendingar eigi alls ekki meirihluta, og helst
ekkert, í orkufrekum stóriðnaði á landi sínu. Þetta cru skýr
tímans tákn.
Andrés
Kristjánsson
skrifar mM