Tíminn - 07.08.1983, Page 9

Tíminn - 07.08.1983, Page 9
Er betra að verðfella höfuð- stélinn en lækka vextina? Vísitölukerfíð ■ Efgerðurersamanburðurárekstr- arkostnaði fyritækja hér og í öðrum löndum Vestur-Evrópu, mun fljótt koma í Ijós, að einn kostnaðarliðurinn er langhæstur hjá okkur. Þetta er fjármagnskostnaðurinn. Meðan þessi mikli munur helzt á fjármagnskostnaðinum. verða íslenzk- ir atvinnuvegir ekki samkeppnishæfir, nema reynt sé að mæta honum með tíðum gengisfellingum. Þannig bíður nú augljóslega meiri háttar gengisfelling framundan, ef ekki verða gerðar ráðstafanir til að draga úr fjármagnskostnaðinum. Ríkisstjórnin hefur gefið fyrirheit um lækkun fjármagnskostnaðarins og mun mega vænta einhverra ráðstafana í næsta mánuði. Mikið mun velta á því, að þær verði verulegar. Það hefur átt sinn þátt í hinum mikla fjármagnskostnaði, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins, Alþýðuflokks- ins og Alþýðubandalagsins greip til þess ráðs 1979 að vísitölutryggja spari- fé. Sparifjáreigendur voru þá grálega leiknir af verðbólgunni. Ekki varóeðli- legt, að sparifé yrði vísitölutryggt með- an laun, búvöruverð og flest annað var vísitölutryggt. Vísitölukerfið eða víxlhækkanakerfið hefur reynzt mikill gallagripur. Það er ein meginorsök hinnar miklu verð- bólgu hér. Ólíklegt er, að íslendingar komist nokkurn tíma út úr verðbólg- unni, nemavísitölukerfiðverði afnum- jð til fulls. Nokkurt spor var stigið til afnáms vísitölukcrfisins með bráðabirgðalög- unum í maímánuði. Kaupgjaldið var tekið úr sambandi við vísitöluna. Mik- ill hluti vísitölukerfisins stendur þó eftir, eins og vísitölutryggingá sparifé, búvöruverði o.fl. Hætta er á, ef þessi hluti vísitölutryggingar hclzt áfram, að verðbólgan verði illviðráðanleg. Hreinlegast er að losa sig við vísi- tölukerfið til fulls, enda ekki réttlæti í öðru eftir að vísitölutryggingu launa er hætt. Ef stór hluti vísitölukerfisins helzt áfram, verður ekki staðið gegn þvi með sanngirni, að vísitölutrygging kaupgjaldsins verði tekin upp aftur. Það er ekki hægt að skipa vinnunni í einhvern undirmálsflokk. Höfuðstóllinn og vextirnir Eins og áður segir, er fjármagns- kostnaður íslenzkra fyrirtækja ekki aðeins miklu meiri heldur margfalt meiri en erléndra fyrirtækja, nema ef vera kynni einhvers staðar í þriðja heiminum. Undanfarið hefur verið reynt að koma í veg fyrir að þetta leiddi fyrir- tækin til hruns með hröðu gengissigi eða gengisfellingum. Frammi fyrir þessu munum við brátt standa einu sinni enn, nema fjármagnskostnaður- inn verði lækkaður, m.a. með vaxta- lækkun. Margir andmæla vaxtalækkun vegna hagsmuna sparifjáreigenda. En er gengisfelling hagstæðari þeim? Það er rétt, að vaxtalækkun dregur úr vaxtatekjunum. Gengisfelling verð- fellir hins vegar höfuðstólinn. I mörgum tilfellum mun það reynast sparifjáreigendum hagstæðara að vaxtatekjurnar séu skertar en að höf- uðstóllinn sé verðfelldur. Þess er jafnframt að gæta, að gengis- felling eykur verðbólguna, en vaxta- lækkun dregur úr henni. Að svo miklu leyti sem sparifjárcigendur eru neyt- endur eða framleiðendur. er þeim hagstæðara að verðbólgan lækki en að hún aukist. Bankarnir eru að kvarta undan því, að þeim berist ekki nægilegt sparifé, þrátt fyrir háa vexti og vísitölutrygg- ingu. Á þessu er einföld skýring. Sparifjáreigendur una því ekki að alltaf sé verið að krukka í höfuðstól- inn. Hver ræður vaxta- pólitíkinni? Því er oftast haldið fram, aðSeðla- bankinn ráði vaxtapólitíkinni, og ríkis- stjórnin verði að sætta sig við ákvarð- anir hans í þeim cfnum. Þetta er misskilningur. sem er byggður á því. síður telja það cilt meginhlutverk sitt að vinna a"ð því, að sú stefna, sem ríkisstjórnin markar að lokum. nái tilgangi sínum." í greipargerð fyrir Seðlabankafrum- varpinu. sem fjallað var uni og afgreitt sem lög á þinginu 1960-1961, segir svo um 4. grcinina: „Grein þessari cr ætlaö að skilgreina stöðu Scðlabankans gagnvart ríkis- valdinu. Hér er um þrjú megíhatriði áð ræða: I. að bankinn skuli hafa nána sam- almennu greinargerðinni um þetta efni: " „Umræðuf um fyrirkomulagá stjórn Seðlabankans hafa mjög snúizt um það. hvort æskilegt væri. að Seöla- bankinn væri ú stðrfum sínum og stefnu óháður þeirri ríkisstjórn. sem við völd er.hvcrju sinni. Halda sumir því fram. að bankinn eigi að vera sem sjálfstæðastur og vcra réiðubúinn að ganga í bcrhögg við stefnu ríkisstjórn- arinnar, ef hann telur hana ranga cða hættulega. Aðrir eru hins vegar á ■ Líkan af hinu nýja Seðlabankahúsi. ■ að menn halda sig einhliða við 13. grein laganna um Seðlabankann, sem hljóðar á þessa leið: „Seðlabankinn hefur rétt til að ákveða hámark og lágmark vaxta, sem innlánsstofnanir, er um ræðir í 10. grein, mega reikna af innlánum og útlánum.N'ær þetta vald einnig til að ákveða hámarksvexti samkvæmt lögum nr. 73/1933. Vaxtaákvarðarnir skulu birtar í Lögbirtingablaði. Ákvörð- unarvald þetta næreinnigtil þóknunar, sem jafngildir vöxtum að áliti Seðla- bankans." Þessi ákvæði virðast afdráttarlaus, ef þau eru slitin úr samhengi við 4. grein laganna, en þá verður annað uppi á teningnum. Fjórða greinin Fjórða grein Seðiabankalaganna hljóðar svo: „í öllu starfi sínu skal Seðlabankinn hafa náið samstarf við ríkisstjórnina og gera henni grein fyrir skoðunum sínum varðandi stefnu í efnahagsmál- um og framkvæmd hennar. Sé um verulegan ágreining við ríkisstjórnina að ræða, er Seðlabankanum rétt að lýsa honum opinberlega og skýra skoðanir sínar. Hann skal engu að vinnu við ríkisstjórn og gera hcnni grcin fyrir skoðunum sínum; 2. að bankanum sé rétt sem sjálfstæð- um, sérfróðum aðila aö halda fram skoðunum sínum opinberlega, jafn- vel þótt um ágreining við ríkisstjórn sé að ræða; 3. að endanlegt ákvörðunarvald um stefnu í efnahagsmálum hljóti þó ætfð að vera hjá ríkisstjórninni og undir það hljóti Scðlabankinn ætlð að beyja sig að lokum. Um þetta atriði er sérstaklega rætt í hinni almennu greinargerð hér að framan." Sjálfstæði Seðla- bankans Víkjum þá næst að því. sem segir í þeirri skoöun, að Seðlabankinn sé aðcins ein grcin ríkisvaldsins og cigi að fara í cinu og öllu eftir fyrirmælum ríkisstjórnarinnar. Svo virðist vcra í þessu máli sem fleirum, að hvorugur deiluaöili hafi mcð öllu rétt fyrir sér. Reynsla flestra þjóða hefur sýnt það greinilega, að ekki er mögulegt fyrir seðlabanka, hversu óháður sem liann er að nafninu til. aö rcka til lengdar stefnu, scm gengur í berhögg við fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum. Ef til átaka kemur, hlýtur valdið að vera í höndum ríkisstjórnar, sem hefur á bak við sig mcirihluta hinna kjörnu fulltrúa þjóðarinnar. Sú' skipting framkvæmdavaldsins, sem mundi felast í raunvcrulegu sjálfstæði Seðlabankans, er því ekki samrýman- leg þingræðisstjórn, eins og við þekkjum Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar hana. Þetta hefur koniiö glögglega fram í því, að þeir seðlabankar, sem verið hafa í einkaeign, eins og áður var títt, hafa yfirleitt leitazt við að móta stefnu sína sem mest í samræmi við vilja ríkisvaldsins. Á hinn bóginn er sjálfsagt, að tekið sé verulegt tillit til skoðana Seðlabank- ans varðandi stefnu í efnahagsmálum og honuni gcfið hæfilegt ákvörðunar- vald í þcim málefnum, sem liggja innan starfsviðs hans. í þessusambandi er vert að íhuga. hverjar eru höfuðá- stæðurnar fyrir því, að sá háttur er nú konrinn á í öllum löndum að fela sérstökum seðlabanka að fara með mikilvæga þætti í stjórn peninga- og gjal.deyrismála. Hér cr annars vegar um það að ræða. að síjórn þessara mála er að verulegu leyti sérfræðilegt viöfangsefni, sem heppilegra er að hafa í höndum sérstakrar stofnunar, er hefur aflað sér reynslu og þekkingar til að leysa úr þeim án politískra afskipta. Hins vegar er þaö eitt meginhlutverk Seðlabankans að standa vörð um gjald- miöil þjóðarinnar og varðvcita traust manna til hans innan lands og utan. En þcssu. hlutverki getur hann því aðeins gcgnt til fulls. aö mcnn sjái aö hann sé annað og meira en vcrkfæri í höndum ríkisstjórnarinnar." Endanlega valdið hjá ríkisstjórninni I framhaldi almcnnu greinargcrðar- innar segir: „Af þessu ætti að vcra augljóst, að komast vcröur á náin samvinna og eölileg vcrkaskipting á milli Seðla- bankans og ríkisstjórnarinnar, er bvgg- ist annars vegar á því, að ríkisstjórnin viðurkcnni sjálfstætt hlutverk Seðla- bankans og taki fullt tillit til skoðana hans varðandi þau mál, sem hann hefur sérþekkingu á, en hins vegar á því, að Seðlabankinn skilji, aö cndanlegt úr- skurðarvald varðandi stefnu þjóðar- innar í efnahagsmálum hlýtur að vera hjá ríkisstjórninni, en ekki honum. í því frumvarpi, sem hér liggurfyrir, cr reynt aö skilgrcina aðstöðu Seðla- bankans gagnvart ríkisstjórninni í 4. grcin. Þar er Seðlabankanum falið að hafa nána samvinnu við ríkisstjórnina og gcra henni grein fyrir skoðunum sínum. Verði um vcrulegan ágreining að ræða milli bankans og ríkisstjórnar- innar, cr bankanum rétt sem sér- fróðum og ábyrgum aðila að skýra skoðanir sínar opinberlega. Engu að síður skal hann tclja það eitt megin- hlutvcrk sitt að vinna að því, að sú stefna, scm ríkisstjórnin markar að lokum, nái tilgangi sínum. Nú er að sjálfsögðu hugsanlegt, að bankastjórn Seðlabankans geti með engu móti fallizt á stefnu ríkisstjórnarinnar í mikilvægu máli. Getur þá svo farið, að eina lausn vandans verði sú, að banka- stjórnin víki úr sessi. Með tilliti til þessa eru ákvæði í 27. grein frumvarps- ins, er vcrnda sérstaklega hag banka- stjóra. sem vikið er úr starfi eða segir lausu starfi, t.d. vegna ágrcinings við ríkisstjórn Þessi greinargerð, sem hér hefur verið rakin og sennilegt er að þeir Jóhannes Nordal og Gylfi Þ. Gíslason hafi mest fjallað um, leiðir það ótvírætt í Ijós að endanlegt ákvörðunarvald í vaxtamálum og öðrum peningamálum er hjá ríkisstjórninni, hvað sem líður 13. grein. Seðlabankanum ber að halda svo á því valdi sínu, semfeÞstí 13. grein, að það leiði ekki til árekstra við stefnu stjórnarinnar, sem hefurhiðendanlega vald. Greinargerðin tekur af öll tví- mæli.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.