Tíminn - 07.08.1983, Page 12

Tíminn - 07.08.1983, Page 12
SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1983 ■ Frá friöargöngu í Veslur-Þyskalandi. EFASEMDIR UM FRID ARGÖN GU ■ Friöarganga '83 hól'st í Keflavík árdegis og lýkur með útifundi í miðborg Reykjavíkur í kvöld. Það eru Samtök hcrstöðvaandstæðinga sem að göngunni standa, og hún cr farin til að minnast þess að 38 ár eru liðin frá því að fyrstu kjarnorkusprengjunni var varpað á borgina H i ros- hima í Japan., Gengið er undir fimm kjörorðum: Alílrei aftur Hiroshima!, Hlutleysi íslands - gegn hernaðarbandalögiiinl, Friðlýsing N-Atlantshafs!, Kjarnorkuvopnalaus Norðitrlönd! og loks Sjálfs- ákvörðunarréttitr þjóða sé virlur! Sá sem þcssar línur ritar á ekki eríitt mcð að lýsa yfir stuðningi við kjörorð friðargöngunnar, að undanskilinni hlutlcysiskröfunni. Að mínu mati er hlutleysi í utanríkismálum huglaus afstaða og siðferðilcga óheil. En þótt cg fallist á meginkröfur göngunnar, cins og ég vona að flestir íslcndingar geri, hef ég ekki í hyggju að slást í hóp göngumanna og trcysti mér ekki til að hvetja aðra til þess. Fyrir því voru tvær ástæður einkunt. í fyrsta lagi er ég andstæðingur Samtaka herstöðva- andstæðinga og vil ekki aðstoða við að koma stefnumiðum þeirra á framfæri. Fyrirfram er augljóst að samtökin hyggjast nota gönguna til að láta í ljós andúð á varnarsamstarfinu við Banda- ríkin og aðildina að Atlantshafsbandalaginu. Ég á von á því að slagorð í þá átt verði ekki síður áberandi en hin opinberu kjörorð göngunnar. I annan stað hef ég ýmsar alvarlegar efasemdir um Guðmundur Magnússon blaðamaður skrifar friðarhrcyfinguna á Vesturlöndum. Það er al- kunna að friðargangan frá Keflavík er liður í alþjóðlcgum mótmælum sem í mikilvægunt atrið- um er bcint gegn ríkjandi varnarstefnu Vestur- landa, stefnu scm ástæða er til að ætla að liafi tryggt frið og frelsi í okkar hcimshluta frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Gagnrýnislaus samstaða mcð friðarhreyfingunni er því feigðarflan. Aðrir hagsmunir kjörorðunum ofar? Víkjum fyrst að þcim aðila sem að göngunni stcndur, Samtökum herstöðvaandstæðinga. Þetta eru fámenn samtök og virkir fclagar í þcini koma einkum úr röðunt Alþýðubandalagsins og sam- tökum þar til vinstri. Höfuð baráttumál samtak- anna um uppsögn varnarsamningsins við Banda- ríkin og úrsögn úr NATO hafa aldrci öðlast meirihlutafylgi með þjóðinni, og ástæða er til að halda að um þessar mundir sé það aðeins fá- mennur minnihluti þjóðarinnar sem telur að íslcndingar komist af án varna mcð aðstoð erlends herafla, og aðilar að varnarsamtökum. Hafi forystumann SH viljað efna til samfylkingar til að vekja athygli á þeim ógöngum sem vígbúnaðar- kapphlaup stórvcldanna er ratað í.hefðu þeir átt að leita til margvíslegra félagssamtaka og stjórn- málaflokka og óska eftir samstarfi og þá auðvitað á jafnréttisgrundvelli. Sú leið sem þeir hafa farið, að láta SH ein standa að göngunni, enda þótt þeir viti að allur þorri manna er andvígur þeim eða hefur jafnvel á þcim ímugust, er mjög ósanngjörn og líka vísbending um að þeir meti pólitíska einkahagsmuni sína meir cn kjörorðin sem þeir setja opinberlega á oddinn. Friðarhugmyndin Ég sagðist hafa efasemdir um friðarhreyfinguna á Vesturlöndum. Áður en ég reifa þær er nauðsyn- legt aö fara nokkrum orðum um sjálfa friðarluig- myndina. Óhætt er að fullyrða að allur þorri almennings vill að friður sé innan ríkja og að friðsamleg sambúð sé á milli ríkja. í þcim skilningi tilheyrum við flest „friðarhreyfingu." Af málflutn- ingi talsmanna friðarhreyfingarinnar hér og er- lendis má oft skilja að þeir sem ekki fallast á tiltekin sjónarmið hennar séu andstæðingar friðar, hernaðarsinnar eða jafnvel stríðsæsingamenn. Auðvitað er þetta fjarri öllum sanni, og aðeins til marks um óheilindi sjálfskipaðra friðarboða. Sá ágreiningur sem skóp núverandi friðarhreyfingu á Vesturlöndum snýst á endanum um hvort menn vilja framfylgja ógnarjafnvœginu svonefnda eða falla frá því. Friðarhreyfingin vill víðast hvar einhliða afvopnun, en þeir sem fylgja ríkjandi varnarstefnu telja að slíkt mundi gcta leitt til þess að Vesturlandabúar glötuðu frelsi sínu eða að þeim yrði hreinlega tortímt. Þeir sem vilja að friður ríki. og að við búum jafnhliða að frelsi og öryggi, eru ekki hernaðarsinnar eða stríðsæsinga- menn, og hafa ekkert síður göfugar hvatir eða hugmyndir um mannlífiðen hinirsem nú tala mest og hæst um frið. Ógnarjafnvægið Ognarjafnvægið byggist á þeirri hugmynd að fæla Sovétríkin frá því að efna til kjarnorkuárásar á Vesturlönd með því að hóta því að árásin verði endurgoldin og tortímingin gagnkvæm. Sannar- lega er hugmyndin ekki geðfelld, og því hefur heldur enginn haldið fram. en hún er byggð á raunsæju mati. Og hér er komið að mikilvægu ábendingarefni: Það er fásinna að jafna saman frjálsum Vesturlöndum og Sovétblokkinni. Til þess hefur friðarhrcyfingin aftur á móti ríka tilhneigingu, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og virðist halda að vígbúnaður í vestri sé til orðinn í j sama augnamiði og vígbúnaður í austurvegi. ! Stundum er jafnvel gengið svo langt í fjarstæðunni að telja Sovétmenn vera friðelskandi ríki sem orðið hafi fyrir barðinu á hernaðarumsvifum Vesturlanda. En þegar allt kemur til alls verða menn að taka afstöðu til álitaefna um vígbúnað í heiminum á grundvelli raunsæis en ekki ósk- hyggju, með Vesturlöndum eða á móti þeim. Kjarnorkuvopn verða ekki afmáð Ég er í hópi þeirra sem telja að ógnarjafnvægið hafi á síðustu árum ratað í ógöngur, og að friðarhreyfing sem á þessum ógöngum vekur athygli og reynir að finna leiðir út úr þeim sé fagnaðarefni. Friðarhreyfingin sem hávaðasömust er hér á landi og erlendis hefur hinsvegar ekki látið sitja við þetta, og mörg stefnumið hennar eru ábyrgðarlaus og lítt yfirveguð. Friðarhreyfingin verður að læra að skilja að kjarnorkuvopn, sem sannarlega er djöfullegasta uppfinning mann- skepnunnar. munu aldrei hverfa úr sögunni. Það er ekki unt að eyða þeim í eitt skipti fyrir öll, og hugmynd sem einu sinni hefur kviknað og verið hrint í framkvæmd verður ekki afmáð. Allsherjar afvopnun er fjarlægur draumur sem fráleitt er að taka mið af í alvarlegu pólitísku starfi. Kjarnorku- vopn eru og verða á meðal okkar um alla framtíð. Friðargangan frá Keflavík er að minni hyggju misheppnað fyrirtæki, vegna þess hvernig að henni er staðið og vcgna þess að í hugmyndinni að henni felst varhugavert ábyrgðarleysi um mikils- verðustu atriði kjarnorkuumræðunnar. Það er af þeim sökum sem ég, sem er eindreginn friðarsinni og hef óbeit á öllum hernaði, vil ekki slást í hópinn. -GM

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.