Tíminn - 07.08.1983, Side 16

Tíminn - 07.08.1983, Side 16
16 SUNNUDAGUR 7. AGUST 1983 eignatilfærslu milli þeirra eignalausu og þeirra sem betur eru settir í þjóðfélag- inu. Við getum tekið sem dæmi að sá sem kaupir hús fær lánað hjá hinum cignalausu peninga sem stöðugt falla í verðgildi á sama fima sem fasteignin heldur raungildi sínu. Eignatilfærslan er það innra vandamál sem vcrðbólgan skapar. Ytra vandamálið lýtur að sam- skiptum Svíþjóðar viðönnur lönd. Hærri verðbólga í Svíþjóð en í helstu viðskipta- löndum okkar gerir það að verkum að samkeppnisaðstaða atvinnuveganna versnar. betta leiðir til þess að við getum ekki selt framleiðsluvörur okkar á heimsmarkaðnum. Þetta eru þau tvö atriði sem gcra baráttuna gegn verð- bólgu mikilvæga. Það var sérstaklega miðjustjómin 1980-82 sem náði góðum árangri á þessu sviði. Vcrðbólgan fór stig lækkandi allt fram að kosningum s.l. haust. Launþegasjóð- irnir örlagavaldur Svíþjóðar Þegar hér var komið sögu barst talið að launþegasjóðunum, en tillögur jafn- ■ Gylfi Kristinsson ræðir við Thorbjörn Fálldin formann Miðflokksins og fyrrv. forsætisráðherra Svíþjóðar. Tímamynd JVK hana stundar. Á þennan hátt væri hægt að auka heildar eftirspurnina á heims- markaðnum. Þessu til skýringar má benda á Marshall-hjálpina. Þegar Bandaríkjamenn hleyptu henni áfstokk- unum eftir seinni heímsstyrjöldina þá var það ckki eingöngu af umhyggju fyrir Evrópubúum. Heldur vegna þess að þeim var það Ijóst að því fljótar sem hjólin færu að snúast í Evrópu því betra fyrir bandarískan iðnað. Ég tel að þessi hugsunarháttur þurfi í ríkari mæli að einkenna Norður-Suður viðræðurnar. Því fljótar sem suðurhluti heimsins kemst í gagn því betra fyrir norðurhlut- ann. En hver á að hafa frumkvæðiö? - Ef Sameinuðu þjóðirnar fengju pólitískt umboð og nægilegt fjármagn þá er ég viss um að þróunin yrði á áðurnefndan hátt. En það sem er afger- andi er pólitískur vilji stórveldanna. Þjóðaratkvæða- greiðsla um launþegasjóði Það var greinilegt að rigning var á næsta leiti. Til að slá botninn í viðtalið NMtRÆNS SAMSTARFS B&tA FJMMfHtG VQtKEFM aðarmanna og sænska alþýðusambands- ins um slíka sjóði hafa undanfarið verið eitt höfuð deiluefnið í sænskum stjörn- málum. Ég spurði Thorbjörn Fálldin hvers vegna Miöflokkurinn og hinir borgaraflokkarnir hefðu barist jafn hatr- amlega gegn tillögunum og raun bar vitni. Fálldin rctti úr sér á bekknum, lagði hendurnar fram á borðið og varð alvarlegur á svipinn. - Ég álít að launþegasjóöirnir geti orðið örlagavaldur Svíþjóðar. Það að sænska þingiö samþykkir tillögur sem fela í scr að umframhagnaður þeirra fyrirtækja sem ganga vel eða að launþegar afsali hluta af laununum sínum til miðstýrðra sjóða mun óhjákvæmilega breyta sænska efnahagskcrfinu. Það sem við fáum er miðstýrt og sósíalískt efnahagskcrfi. Ég cr eindreginn andstæðingur sliks kerfis. Mér er það hrein ráðgáta hvers vegna við í Svíþjóð eigum að ganga á undan og breyta því kerfi sem ef til vill hcfur fært okkur þá mestu hagsæld sem um getur í heiminum. En það er bara þannig, að sá sem er í cðli sínu og afstöðu sósíalisti hann berst fyrir launþegasjóðum. Öll teikn benda til þess að Jafnaðarmcnn muni framkvæma tillögurnar um sjóðina um næstu áramót. Þeir hafa meirihluta fyrir slíku á þingi. Af því leiðir að viö verðum að leggja megináhersluna á skoðanamyndunina í landinu og á þann hátt brcyta valdahlutföllunum á þingi, þannig að hægt vcrði að leggja sjóöina niður fyrir kosningarnar 1985. Ef það hins vegar dregst í nokkur ár getur það reynst nær ómögulegt. Þess vegna er þaö svo mikilvægt að við fáum nýjan þing- meirihluta eins fljott og hægt er til þess að breytingum vcrði við komið. Utanríkis- og varnarmál Svíþjóð er, eitt af fáum rtkjum í Evrópu sem hafa kosið að standa utan hernaöarbandalaga. Þrátt fyrir þcssa staðreynd virðist virðing sumra ríkja fyrir sænsku hlutleysi fara ntinnkandi ef dæma má af fjölgandi heimsóknum er- lendra kafbáta í sænsk hafsvæði. Með hliðsjón af þessu bað ég Fálldin að skýra í fáum orðum út stefnu Svíþjóðar í utanríkis- og varnarmálum. - Sú utanríkis- og varnarmálastefna sem við höfum valið byggir á því að við stöndum utan hernaðarbandalaga á friðartímum til þess að gcta staðið utan vopnaátaka á ófriðarfimum. Þessi stefna gerir sérstakar kröfur til okkar. Það er að við getum varið yfirráðasvæði okkar og að umheimurinn virði varnir okkar og stefnu. Þegar þeir atburðir gerast sem þú minntist á þá verðum við að auka kafbátavarnirnar og um það hefur sænska þingið þegar tekið ákvörðun. Eftir að kafbátavarnirnar hafa verið bættar munu erlendar þjóðir hugsa sig tvisvar um áður en þær scnda kafbáta inn á hafsvæði okkar. Ég tel að kafbáta- málin gefi ekki tilefni til að víkja frá þeirri utanríkis- og varnarmálastefnu sem við höfum valið. Á þingi Norðurlandaráös í Osló í mars sj. vakti Halldór Ásgrímsson núverandi sjávarútvegsráðherra íslands ntáls á því að fulltrúar utanríkisnefnda norrænu þjóðþinganna ættu ineð sér fundi sam- hliöa norrænu utanríkisráöhcrrafundun- um. Á þann hátt yrði sainráðið milli Norðurlandanna i utanríkis- og varnar- niáluin smám saman aukið. Hvernig líst þér á þessa hugmynd? Nú er það svo að samráðsfundir norrænu utanríkisráðherranna eru fyrst og fremst haldnir í því skyni að skiptast á upplýsingum og undirbúa afstöðu Norðurlandanna á vettvangi sameinuðu þjóðanna. Það hefur aldrei vcrið til- gangurinn að einstök Norðurlönd breyttu þegar mótaðri stefnu í utanríkis- og varnarmálum. Við megum ekki gleyma því að utanrikisráðhcrrarnir eru fulltrúar framkvæmdavaldsins og þeirra hlutverk er að framfylgja þeirri grund- vallarstefnu sem þjóðþingin og þar mcð utanríkisncfndirnar hafa átt þátt í að móta, þannig að þessir tveír aðilar gegna að ýmsu leyti ólíkum hlutverkum. Þrátt fyrir það tel ég að upplýsingamiðlun á millli þeirra norrænu þingncfnda sem vinna að utanríkis- og varnarmálum mikilvæga þannig að hugmyndin á fullan rétt á sér. Ég get nefnt það að til stóð að varnarmálanefnd sænska þingsins heim- sækti Danmörku, ísland og Noreg og færi til Spitsbergen, en á síðustu stundu varð að hætta við ferðina. Efnahagsbanda- lag Norðurlanda aftur á dagskrá? Nú var Solveig Fálldin búin að hclla upp á könnuna og bauð upp á kaffi og kökur. Mcðan við drukkum kaffið spurðist Thorbjörn Fálldin fyrir um ýmsa íslcnska stjórnmálamenn sem hann hafði kynnst, m.a. Gunnar Thoroddsen og Ólaf Jóhannesson. Lauk hann miklu lofsorði á þá báða. Eftir kaffið ræddurn við norræna samvinnu og ég spurði hann, hvort hann væri ánægður með þróunina á því sviði. - Maður á aldrei að vera ánægður, en ef alþjóðlegur samanburður er gerður, og þrátt fyrir að við höfum valið ólíkar leiðir í utanríkis- og varnarmálum, þá eiga Norðurlöndin með sér samskipti sem ganga sérstaklega snurðulaust. Fólk sem kemur frá öðrum heimshlutum og kynnist þessari samvinnu á erfitt með að skilja hversu vel hefur tekist til. En ekkert er svo gott að það geti ekki orðið betra. Og það var þess vegna sem við reyndum að stuðla að aukinni efnahags- samvinnu á milli þessara landa þegar við sátum í ríkisstjórn. Vissa hluti er hægt að gera án þess að Norðurlöndin fimm séu þátttakendur. Þannig veitir Norræni fjárfestingabankinn stuðning til verk- efna í einstökum löndum. Mér er kunn- ugt um að nokkur verkefni á Islandi hafi hlotið stuðning frá bankanum og gefið góðan árangur. Við cigum að halda áfram á þessari braut. Við mcgum ekki gleyma því að Norðurlöndin cru einhver kaupsterkasti markaðurinn í heiminum. Og gott væri ef við gætum þróað sam- vinnuna á þann liátt að öll Norðurlöndin væru heimamarkaður sem norræn fyrir- tæki gætu notað sem cins konar stökk- bretti til þcss að komast inn á hcims- markaðinn. Þetta gæti orðið norrænum fyrirtækjum mikilvægur stuðningur við að komast inn á markaði í öðrum löndum. En það er ekki einungis á efnahags- sviðiriu sem mikilvæg verkefni bíða nor- rænnar samvinnu. Einnig á sviöi vísinda og tækni eru möguleikarnir óteljandi. Norðurlöndin eru hvert um sig of lítil til að geta kostað umfangsmiklar rannsókn- ir á ýmsum sviðum. Hér er vafalaust hægt að koma á verkaskiptingu og samræmingu sem yrði öllum Norður- löndunum hagkvæm. Yerðum að fá hjólin til að snú- ast í þriðja heiminum Síðasti málaflokkurinn sem ég færði í tal viö Thorbjörn Fálldin varðaði al- þjóðamál. Ég spurði hann um álit hans á vtgbúnaðarkapphlaupinu og ástandinu í þriðja heiminum. - Það er í rauninni mjög sorglegt að þjóöir heims skuli verja svo óhemju miklu fjármagni til vígbúnaðar. Og það sem er ógnvænlegast er kjarnorkuvopn- akapphlaupið. Á því sviði hefur orðið stórhættuleg þróun. Hér áður fyrr þégar ákvörðun um notkun kjarnorkuvopna lá hjá ríkisstjórnum þeirra landa sem höfðu slík vopn var hægt að hugsa sér að slíkt fyrirkomulag hindraði notkun þeirra. Með tilkomu kjarnaodda og smærri kjarnorkuvopna hefur ákvarð- anatakan um notkun færst til þeirra sem eru á vígvellinum. Þetta tel ég að hafi verulega aukið hættuna á að kjarnork- uvopnum verði beitt komi til vopnaðra átaka. Þetta er hræðileg þróun. Sjálfur reyndi ég sem forsætisráðherra við öll tækifæri; á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna, á afvopnunarráðstefnum og á fundum íþeim löndumsemégheimsótti, að vekja athygli á þeirri staðreynd að fjölgun kjarnorkuvopna eykur ekki ör- yggi eins eða neins heldur skapar hættu fyrir alla. Afstaða sforveldanna ræður hér mestu. Upp á síðkastið hafa verið viss teikn á lofti um að undirbuningur sé hafinn við að finna lausn á þessu máli. En maður veit ekki hvort árangur næst fyrr en viðræður hafa hafist. Hitt stórmálið á alþjóðavettvangi er sífellt vaxandi örbirgð í þriðja heimin- um. Eyðimerkur fara stækkandi. Fólks- fjöldinn margfaldast á örstuttum tíma á vissum svæðum meðan matvælafram- leiðslan stendur nær í stað. Þess vegna er það mikilvægt að einhver ákveðin niðurstaða fáist sem fyrst í svonefndum Norður-Suður viðræðum. Ég fékk tæki- færi til að taka þátt í fundi æðstu manna 'í Cancum í Mcxikó. Og þar staðfestist það álit sem ég hef lengi haft, að áhugi stórveldanna fyrir að aðstoða lönd þriðja heimsins ákvarðast af þeirri bættu hern- aðar- og valdaaðstöðu sem slík aðstoð gæti leitt af sér. Þetta er Þrándur í Götu þess að alþjóðleg samræming og alþjóð- legt hjálparstarf komist í gang. En þrátt fyrir þetta finnst mér að skilningurinn á því hversu háð við erum hvort öðru hafi aukist. Og .við skulum vona að sá skilningur aukist það mikið að hann geti orðið grundvöllur fyrir sforfelldu hjálp- arstarfi í þriðja heiminum. Við skulum gera okkur grcin fyrir því að forsenda þess að efnahagsþróunin í okkar heims- hluta verði stöðug er að kaupmáttur íbúa þriðja heimsins aukist. Á þann h átt skapast markaður fyrir heimsframleiðsl- una. í iðnríkjunum er framlciðnin á vissum vörutegundum langt umfram cftirspurn og þess vegna verðum við að' stuðla að þeirri þróun i þriðja heiminum sem leiðir til þess að fólk í þeim heimshluta fái tækifæri til að stunda þá framleiðslu sem aðstæður þar leyfa. Sú framleiðsla eykur kaupmátt fólksins sem spurði ég Thorbjörn Fálldin um framtíð- ina og þá sérstaklega kosningabaráttuna í Svíþjóð 1985 og það sem tæki við eftir hana. - Það er Ijóst að á meðan Jafnaðar- menn halda fast við þá fyrirætlun stna að stofna launþegasjóði er cnginn grund- völlur fyrir formlegu eða óformlegu samstarfi milli okkarogþeirra. Núcrum það full samstaða milli ekki sósíalistisku flokkanna að afnema launþegasjóðina fái þessir flokkar þingmeirihluta. Og á það er ég bjartsýnn. Allar skoðanakann- anir benda til þess að meirihluti sænskra kjósenda sé á móti launþegasjóðum. Eðlilegast væri að efna til þjóðaratkvæð- agreiðslu um málið. En því cru jafnaðar- menn andvígir og það er enn eitt merki þess að þeir vita að þeir hafa ekki meirihltua sænsku þjóðarinnar á bak við sig. Nú var ekki undan því komist að bjarga sér undan rigningardcmbunni og þakka fyrir og kveðja Thorbjörn og Solveigu Fálldin. Sem við smeygðum okkur inn í bílinn kallaði Thorbjörn: „Þú manst eftir því að skila kveðju til kunningjanna á íslandi. Við biðjum sérstaklcga að heilsa Gunnari og Völu Thoroddsen og Ólaft Jóhannessyni og Dóru Guðbjartsdóttur". Uppsulum í júlí 1983. ■ Thorbjörn og Solveig Fálldin heima á hlaðinu að ÁS. Tímamynd Gylfi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.