Tíminn - 07.08.1983, Side 22
SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1983
tekinn tali
■ Sannarlega lyftist brúnin á íþróttamönnum, já, og raunar flestum
íslendingum, þegar þaö fréttist að rétt 23ja ára landi, afreksíþrótta-
madurinn Einar Vilhjálmsson hefði farið með frægan sigur af hólmi
á frjálsíþróttmóti í Stokkhólmi á dögunum, þar sem Norðurlöndin og
Bandaríkin leiddu saman hesta sína. Hann kastaði þar 90.66 metra,
sem sannarlega glæsilegur árangur, því hann er yngsti maðurinn sem
kastað hefur svo langt til þessa, eftir því sem við best vitum,- og hann
á framtíðina fyrir sér, þar sem talið er að um 26 ára aldur séu
spjótkastarar á hátindi ferils síns. Það er því trúlegt að menn fylgist
vel með fréttuin af honum næstu daga, en hann er nú að halda á HM
keppnina í Helsinki.
Einar ersonur Vilhjálms Einarssonar,
hetjunnar frá Olympíuleikunum 1956,
sem enn á Islandsmetið í þrístökki,
Móðir hans er Gerður Unndórsdóttir,
en hún er systir glímukóngsins Jóns
Unndórssonar, svo sjá má að það cr
góður stofn afreksmanna sem að Einari
stendur. Við Helgar-Tímamenn heim-
sóttum Einar á fimmtudaginn og spurð-
um hann um hitt og þetta varðandi hann
sjálfan, íþróttina og nám hans í Banda-
ríkjunum. þar sem hann leggur stund á
læknisfræði.
„Já, ég er fæddur í Reykjavík 1. júní
1960, en fluttist rnjög ungur að Bifröst í
Borgarfirði." segir Einar, þegar við
höfum horið upp fyrstu spurninguna.”
Á Bifröst ólst ég upp fyrstu fimm árin,
en þá flytja foreldrar mínir að Reykholti
í Borgarfirði og þar var ég í 14 ár, cða
til vors 1980. þegar foreldrarnir flytja til
Reykjavíkur. Ég vann alltaf í Reykholti
á sttmrin. cn var við nárn í Reykjavík á
vetrum, svo kannske má segja að ég hafi
flutt fyrr frá Reykholti, eða 1978."
Hvað uin upphafið á ■þróltaiðkuiiuni
þínum?
„Pabbi hafði íþróttaskóla í Reykholti,
„íþróttáskóla Höskuldar og Vilhjálms"
um nokkurra ára skeið og auðvitað naut
maður góðs af því, lærði þar knattleiki
og raunar allar gerðir íþrótta og hafði þá
mestan áhuga á knattleikjum. Frjáls-
íþróttirnar voru einkum slundaðar á
sumrum nteð fótboltanum og ég keppti
þarna í flcstu fyrir ungmennáféfagið, til
þess að fá stig. En það er loks 1976,
þegar ég keppti á m.eistarmóti Islands í
drengja og sveina flokki og cg vann
mótið í spjótkasti, að ég ákvað aö kaupa
mitt fyrsta spjót. Samt er þaö ekki fyrr
en 1980 aö ég slæ til og ákveð að sjá hve
langt ég geti náö í þessu. Jú, orsök þess
var sú að ég hafði þá unnið Unglinga-
meistarámót Norðurlanda í Malmö og setti
Islandsmet með því að kasta 76.76
metra.'
Ég vann á hótel Eddu í Rcykholti
þessi sumur og var þar líka 1981 og
þjálfaði mig þar mikið og næsta ár, 1982,
Þú hefur hætt íslandsmetið jafnt og
þétt að undanförnu?
„Já, það hefur komið geysilegur stíg-
andi í þetta hjá mér í vor. Ég byrjaði á
að kasta í fcbrúar í Los Angeles85.12 í
skólakeppni og eftir það mót varð ég
bjartsýnn, þótt ég gerði mér grein fyrir
að maöur yröi að vera mjög varkár og
að allt getur brcyst í einu kasti. Þegar
leið fram á vorið fann ég það á æfingum
að cg gat bætt þetta enn meir og loks
gcrðist það á háskólameistaramótinu í
Houston að ég næ í undanúrslitum að
sctja nýtt bandarískt háskólameistara-
met, kasta 89.98. I úrslitum tveimur
dögum síðar kastaði ég 89.36 og varð þar
meö bandarískur háskólameistari, en
það var auðvitaö draumurinn. Pað er
þaö sem allir frjálsíþróttamenn þar í
lantli stefna að og skólinn metur slíkt
mikils.
Hverju þakkar þú svo stórstígar
framfarir?
„Raunar gerði ég engar meginbreyt-
ingar í vetur frá því vcturinn áöur, og
umbæturnar í vetur frá fyrra vctri voru
kannske ekki raunhæfar,- ég bætti geysi-
lega mikiö við mig fyrsta vcturinn úti.
þótt þaö kæmi ekki fram vcgna olnboga-
meiöslanna. Þá á ég við þá uppbyggingu
sem ég náði á æfingum innan þess
þjálfunarkerfis sem við gcngum þar í
gegn um. Þctta kerfi er ólíkt því sem hér
gerist að því leyti að við leggjum ekki
jafn mikið upp úr lyftingum og kraft-
æfingum. þótt þær séu stundaðar
markvisst. Miklu meiri áhcrsla er lögð á
að útfæra tækni og stíl rétt. enda er
spjótkastið tækniíþrótt, og vanti á tækn-
ina er krafturinn einskis viröi. Hjá mér
gerðust miklir hlutir í þvessu tilliti síð-
asta haust. að þá fór ég að skynja þá
tækni sem éghafði lært, skynjaði hvernig
hreyfingin átti að fara fram. Við náðum
að þroska þessa hlið verulega með
hugleiðslu. Ekki með því að fara út og
kasta. heldur með innhverfri íhugun og
einbeitingu. Þegarþessu var náð fór ég
að æfa mig i lyftingum og styrkja mig
■ „Þetta hefur kostaö geysilega mikla sjálfsögun og nvtingu á tíma,“ segir Einar, sem jafnframt því að vinna
afrek á heimsmælikvaröa í spjótkasti stundar strangt læknanám í Bandaríkjunum,
(Tímamynd Ari)
„ÞA ER EKKI UM
ANNAD AB GERA EN
BfTA k JAXLINN,”
— segir afreksíþróttamaðurinn Einar Vilhjálmsson, sem nú er á leið á HM-mótið í Hels-
inki, eftir glæsilegan árangur í Stokkhólmi, þar sem hann kastaði spjótinu 90,66 metra!
náði ég að bæta íslandsmetið í 81.22.
Um haustiö 1981 fékk ég styrk til þcss
að leggja stund á læknisfræði í Austin í
Texas og það þáöi ég. Þetta sumar var
ákaflega viðburðaríkt fyrir mig. því ég
gifti mig þá og konan mín kom með mér
út. Að loknu fyrsta árinu þar kom ég
heim, en hafði þá orðið fyrir meiðslum
úti í Bandaríkjunum, sem háðu mér allt
árið 1982. Það kom af því að ég lertti í
vitlausri útkastsstöðu, sem erti sinar í
olnboga kasthandar.
Haustið 1982 fer ég út að nýju,
ákveðinn í því að gera betur og eftir það
má segja að eftirtekjan hafi verið hreint
ævintýraleg."
meira. því ég gerði ráð fyrir að geta nýtt
þá þjálfun. Það virðist hafa verið rétt.
Éftir háskólameistaramótið keppti ég
í Vancouver í Kanada og setti þar opið
British Columbia met. en ég kastaði
89.18. Þa fór ég á heimsleika stúdenta.
þar sem ég lenti raunar í geysilegu
óhappi. Við lentum þar í umferðaröng-
þveiti sem varð vegna bílslyss og ég kom
20 mínútum of seint á leikvanginn. Því
missti ég af allri upphitun og slíku og
mátti þakka fyrir að lenda í fjórða sæti
með 82.48.
Svo var það landskcppnin milli Banda-
ríkjanna og Noröurlanda?
„Eftir að heim kemur reyni ég að
halda inínu striki og reyni að stefna aö
sem bestum árangri í þessari lands-
keppni. sem haldin var í Stokkhólmi 26.
og 27-júlí. eins og þú veist. Þar náði ég
að kasta yfir 90 mctra, 90.66.
Ég hafði verið að bæta mig jafnt og
þétt í sumar og hafði því ástæðu til að
ætla að ég kynni aö ná nokkru lengra
kasti en áður og þetta mót lagðist
geysilega vel í mig. Ég hafði nægan tíma
til upphitunar og fékk nógan tíma á
vellinum sjálfum fyrir keppnina. Þegar
við upphitun fann ég að ég var geysilega
vel upp lagður, kastaði 62-64 metra án
atrennu, sem var mun betra en ég áður
hafði gert og með hálfri atrennu kastaði
ég yfir 85 meta. í fyrsta kastinu sem var
mjög langt. fékk ég geysilega góðar
móttökur frá áhorfendum, en það var
dæmt ógilt eða „flatt", sem merkir að
endinn á spjótinu kemur fyrst niður. En
nú fékk ég sem sagt geysilega góðar
undirtektir í hverju kasti. Áhorfendurnir
voru alveg yndislegir, kölluðu nafn mitt
upp og sköpuðu feikna stemmningu. Því
var nú kúnstin sú að fara ekki yfir um,
beita ekki kröftunum um of og slaka á,
en virkja samt þá orku sem er fyrir
hendi. Þegar þarna náði ég90.66 kastinu
og allt fór í háa loft á vellinum. Það
reyndi því á að halda jafnvægi, því
keppnin var ekki búin. En ég held að
þetta hafi haft þau áhrif á aðra kastara,
að þeir misstu móðinn, - að minnsta
kosti styttust köst þeirra jafnt og þétt
eftir þetta. Ég átti tvö mjög góð köst
eftir þetta sem bæði voru dæmd „flöt" og
þau voru yfir 85 metra að sögn keppnis-
stjórans."
Er ekki enn erflðara að einbeita sér,
þegar menn vita af öllum stóru „stjörn-
unum“ í keppninni líka?
„Jú, því þarna voru menn á borð við
Petranoff. Olsen. Roggi og fleiri af
þessum stærstu. Ég hafði aldrei mætt
þeim áður. Þetta er geysileg spenna og
spurning um sjálfsögun. sem lærist eins