Tíminn - 12.08.1983, Side 1

Tíminn - 12.08.1983, Side 1
Dagskrá rikisfjölmidlanna næstu viku - sjá bls. 13 FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLftÐ! Föstudagur 12. ágúst 1983 184.tölublað - 67. árgangur. Siðumuta 15 - Pósthótf 370 Beykjavík - Rrtstjorn 86300- Augtysingar 18300- Afgreidsla og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306 Hugmyndir innan ríkisstjórnarinnar: KREPPUAÐSTOÐ TIL BÆNDA MÓTl MINNINÆKKIIN A BUVÖRIIVERM? ■ „Satt að segja held ég að bændur á stórum landsvæðum þurfi nú hálfgerða kreppuað- stoð, eigi ekki að koma til algerrar upplausnar vegna tíðarfarsins, kuldanna í vor og síðan óþurrk- anna í sumar“, sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra m.a. í samtali við Tímann. Taldi hann jafnvel mikilvægast að ríkissjóður hlypi nó undir bagga. en á móti yrði samið um að verðhækkanir búvara X. okt. n.k. verði ekki eins miklar og ella mætti búast við. Landbúnaðarráðherra, Jón Helgason var spurður nánar um undirbúning þessa. „Vissulega horfir mjög alvarlega og auðséð að þegar er orðið gífurlegt tjón fyrir bændur þegar óþurrkarnir bætast nú við hart vor og þá fjárhagslegu erfiðleika sem ýms- ir eru í. Að vísu virðist , sem betur fer, víða hafa ræst betur úr með sprcttu þar sem erfiðast var, heldur en á horfðist fram eftir sumri, En jafnvel þótt birti upp núna þannig að töluvert heý næðist inn á skömmum tíma þá er Ijóst að fóðurgildi þeirra heyja verður rýrt úr þessu. Þar sem gras er hins vegar ekki á túnum vegna kals, bætist ástandið ekk- ert héðan af", sagði Jón. Hann var þá spurður hvort í undirbúningi sé að ráðstafa ein- hverju fjármagni beint til bænda og ncytendur mcgi þess í stað búast við minni búvöruhækkun- um í haust heldur en clla og spár hafa jafnvel heyrst um. Jón kvað það í athugun hvort slíkt væri ekki hagkvæmara fyrir alla aðila. Vænti hann þess að tillögur í þá átt kæmu fram á næstunni. Þannig að fólk þarf kannski ekki að búast við neinum skelfi- legum verðhækkunum 1. október - t.d. líklegt að flestir mundu telja25-30% búvöruverðshækk- anir skelfilegar við núvcrandi aðstæður? „Ég vona nú að slíkar tölur sjáist ekki", sagði Jón. Hann kvað það vera hækkanir á rekstr- arliðum sem valdi vandanum. Ljóst sé að rekstrarvöruhækkan- ir séu töluverðar vegna þcss að gengisfellingin í sumar hafi ekki nema að nokkru leyti komið inn í viö síðustu verðákvörðun þann I. júní s.l. Hversu miklar hækk- anirnar verði konti hins vegar ekki í ljós fyrr en við útreikninga í scptember. -HEI. Vestfjarðamid: SMAMRSK- URHEFUR FAMDUPP f 84% ■ „Auðvitaö berskipstjórum skylda til aö koma meö allan afla í land, en ég vil ekkert fullyröa um hvað þeir gera við allan smáþorskinn“, sagði Björn Stcinarsson, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknarstofn- un í samtali við Tímann, en undanfarið hafa eftirlitsmenn Sjávarútvegsráðuneytisins á Vestfjarðamiðum orðið varir við mjög mikið magn smá- þorsks í afla togaranna, og líklegt þykir að miklum hluta smáþorsksinssé hcnt aftur í sæ. „Það er rétt að smáþorskur- inn hcfur farið upp í allt að 84% í togi, sem er langt fyrir ofan þau mörk sem viðsetjum, en þau eru að 30% aflans má vera undir 57 cm“, sagði Björn. Björn sagði ennfremur að mjög mikið hefði verið að gera á Vestfjarðarmiðum undan- farnar vikur og tvisvar hefði það komið fyrir að veiðar hefðu verið stöðvaðar skv. reglugerðarákvæðum. -Jól. ■ Strætisvagn ók yfir fót á manni við Grensásveg í gær. Slysið varð með þeim hætti að vagninn var að aka inní biðstöðina þegar bílstjórinn missti vald á honum, þannig að vagninn kastaðist upp á gangstéttina og lenti á manninum. Maðurinn var fluttur á slysadeild, en ekki var vitað nánar um meiðsl hans í gær. Tímamynd Sverrir/GSH, Vistgata vid Þórsgötu: VERÐUR EKKI AÐ VERULEIKA fÁR Siglufjörður: RIFBROTNAÐI í AREKSTRI ■ Harður árekstur varð á Siglufirði í gær, á mótum Aðal- götu og Norðurgötu. Þar lentu tveir bílar saman og mun annar þeirra vera ónýtur en hinn mikið skemmdur. Ökumaður annars bílsins rifbrotnaði en að öðru lcyti urðu sáralítil slys á fólki og að sögn lögreglunnar á Siglufirði er það nær krafta- verk eins og bílamir eru úö leiknir. -GSH. ■ Það er nú Ijóst orðið að hugmyndinni um vistgötu við Þórsgötu í Reykjavík verður ekki hrint í framkvæmd á þessu ári. Á síðasta borgarráösfundi var lagt fram bréf gagnamála- stjóra um málið. Þar eru birtar kostnaðaráætlanir, þar sem fram kcmur að tillögurnar um vist- götu myndu kosta 4.3-4.5 millj- ónir í framkvæmd eftir því hvaða útfærsla yrði valin. Ef sú leið vrði valin að koma götunni í fyrra horf myndi það kosta 1.3 milljónir, en 2.4 milljónir að koma henni í endanlegt horf með endurnýjuðum gangstétt- um. í bréfi gatnamálastjóra segir að þegar hafi verið varið helm- ingi þeirrar upphæðar sem áætl- uð hafi verið til vistgatna í borginni á þessu ári, en hún var 4 milljónir króna. Þá sé ljóst að vinnuflokkar borgarinnar hafi ekki tíma til þessara fram- kvæmda fyrir veturinn. Leggur gatnamálastjóri til að gatan verði undirbúin fyrir veturinn með því að bera í hana góða möl og tíhiinn notaður til að undirbúa útboð fyrir framkvæmdirnar. Borgarráð samþykkti að fela borgarskipulagi ódýrari útfærslu á vistgötu við Þórsgötu en þær sem fyrir liggja. - JGK.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.