Tíminn - 12.08.1983, Qupperneq 9

Tíminn - 12.08.1983, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1983 fmmm ________9 Velf erðarþjóðf élagið er við- tekið samfélagsform lýð- ræðisþjóða Vestur-Evrópu eftir Ingvar Gíslason, alþm. ■ Tíminn birti fyrir skömmu (29/7 sl.) grein undir fyrirsögninni „Velferðarríki í erfiðleikum." Grein þessi er að mestu endursögn eða óbein þýðing á grein í bandaríska vikuritinu Newsweek. Þetta er skipulega samin yfirlitsgrein, sem flytur nokkurn fróðleik, m.a. saman- burðartöiur um félagsleg útgjöld í til- teknum Evrópulöndum og stutt sögulegt yfirlit yfir viðgang velferðarstefnunnar á þessari öld og nokkru fyrr. Sögulega yfirlitið er að vísu ekki nákvæmt, en heldur ekki svo fjarri lagi að ástæða sé til að gagnrýna það sérstaklega. Kjarni málsins kemur nokkurn veginn skýrt í Ijós, þ.e.a.s. að vestrænt velferðarþjóð- félag hefur smám saman verið að taka á sig ákveðna mynd nokkra hina síðustu mannsaldra, svo og hitt að stjórnmála- flokkar með ýmsum nöfnum eiga hlut að þessari þróun, ekki eingöngu svokallaðir vinstri flokkar ( eða „verkalýðs- flokkar"), heldur og miðflokkar og jafn- vel hægri flokkar að sínu leyti. í þessu felst reyndar að velferðarstefn- an er í höfuðatriðum viðtekinn hugsun- arháttur nútímafólks, einskonar pólitísk meginforsenda í lýðræðisþjóðfélagi nú- tímans. Velferðarríkið er m.ö.o. sjálfsagður hlutur í augum Vestur-Evrópumanna, án tillits til stjórnmálaskoðana eða stéttaskiptingar. Opinber afskipti í nútímaþjóðlífi. Velferðarríkið er umfram allt reist á viðtækum opinberum afskiptum af fé- lags- og heilbrigðismálum og mennta- og menningarmálum, „réttlátri félagsmála- löggjöf", „öflugum stuðningi við heilsu- gæslu og heilbrigðisþjónustu", og „jafn- rétti til náms“, svo vísað sé til fáeinna setninga í stefnuskrá eins af stjórnmála- flokkunum íslensku sem ætla má að líkist orðalagi í stefnuskrá annarra flokka hér á landi og á vafalaust sam- svörun í stefnuskrám lýðræðisflokka annars staðar í Vestur-Evrópu. Viðurkennt samfélagsform Ef það er rétt, sem hér er sagt, að vetferðarþjóðfélagið sé viðurkennt sam- félágsform nútímamanna, þá þarf áreið- anlega mikið til, ef breyta á þeirri hugsun, sem liggur að baki þessari almennu viðurkenningu. Enda eðlilegt að spyrja um leið: Er einhver ástæða til að efast um ágæti velferðarþjóðfélagins? Ég set þessa spurningu fram vegna þess að tilvitnuð grein í Tímanum og News- week gæti gefið tilefni til efasemda um velferðarstefnuna, efasemda sem ég vil vara við. Þótt greinin sé út af fyrir sig skiplega samin og læsileg þá er niður- staða hennar, ef einhver er, að þjóðfé- lagið sé að sligast undan útgjöldum til félagsmála, að atvinnuvegirnir og skatt- greiðendur séu að kikna undan þeim þunga sem á þá er lagður. í höfuð- atriðum er þessi skoðun röng. Atvinnulíf í velferðarþjóðfélagi. Það er rangt að velferðarstefnan sem slík sé baggi á skattgreiðendum og atvinnuvegunum. Hvað skattgreiðendur varðar er Ijóst að þeir fá endurgreitt framlag sitt í sameiginlegan sjóð þjóðar- innar í formi margs konar lífsgæða og þjónustu, sem þeir hefðu ekki ráð á clla. Hvað atvinnuvegina varðar þá væri það vafasamur greiði við þá að ætla að umbylta velferðarþjóðfélaginu, og það af ýmsum ástæðum. Fyrst kemur það í hugann, að ef draga ætti úr eða fella niður félagsleg útgjöld hins opinbera, þá flyttist byrðin og ábyrgðin í þessu efni fljótlega yfir á atvinnulífið í miklu ríkara mæli en nú er, enda óhugsandi að samtök launafólks yndu því að vinnandi fólk væri svipt þeim rétti, sem það hefur áunnið sér með 100 ára baráttu og fyrir félagslega hugarfarsbreytingu og mann- úðarstefnu nútímans. I öðru lagi stendur þannig á að atvinnulífið í velferðarlöndunum er svo samgróið velferðarkerfinu og því mann- lífi - lífsstíl - sem því fylgir, að afnám velferðarkerfisins í verulegum mæli myndi umbylta atvinnulífi hlutaðeigandi þjóða og framleiðsluháttum þeirra. A.m.k. er Ijóst að margs konar atvinnu- umsvif, verslun og þjónusta, myndi ekki bera sitt barr eftir það, t.a.m. ferða- mannaþjónusta og það sem henni fylgir beint og óbeint, reyndar margt annað, sem of lagt yrði upp að telja. Hinir réttnefndu byltingamenn nútímans eru því þeir sem vilja „afsósíalísera“ þjóð- félagið. Orsök efnahagsvandans. Efnahagsvandi Vestur-Evrópulanda stafar ekki af sigrum félagshyggjunnar og „ofurþunga" velferðarkerfisins, hann stafar ekki af því að leitast er við að efla heilbrigðis- og tryggingakerfið og auð- velda mönnum aðgang að lágmarks skólamenntun. Efnahagsvandinn (t.d. atvinnuleysið) stafar af ágöllum sem varða stjórn, skipulag og markmið atvinnufyrirtækjanna sjálfra. Alþjóða- auðmagnið, sem ræður atvinnurekstri - iðnaði - Vestur-Evrópuþjóða, telur sig hafið yfir félagslegar skyldur, þ.á.m. þá grundvallarskyldu að tryggja næga at- vinnu í þessum löndum. Ef atvinnuleys- isbætur eru að sliga þjóðarbúskap Vest- ur-Evrópulanda þá er frumorsökin sú, að atvinnurekendur festa fé í fyrirtækj- um (iðnfyrirtækjum) annars staðar, í öðrum löndum. Enda fer það ekki milli mála. Alþjóðaauðmagnið hefur stuðlað að því að iðnfyrirtæki í Evrópu eru lögð niður (þar er of hátt kaupgjald) og þau sett upp í láglaunalöndum, allt til þess að tryggja hávexti og gróða af fjármagni milljónamæringa og alþjóðlegra auð- hringa. Það fólk sem fyrst og fremst er atvinnulaust í Evrópulöndum eru iðnað- armenn og iðnverkafólk, enda síst að ■ Ingvar Gíslason undra miðað við þá stefnu sem ríkir í atvinnumálum þessara landa. Sérstaða íslendinga. íslendingar hafa verið svo lánsamir að láta ekki ánetjast að fullu erlendum auðmagnsáhrifum eða hugsunarhætti stórkapitalista til þessa. Hefursú megin- stefna orðið ofan á hjá íslenskum stjórn- málaflokkum í reynd - að opna landið ekki upp á gátt fyrir erlendum atvinnu- rekstri, heldur hitt að setja lagaskorður við eignarhaldi útlendinga á atvinnu- fyrirtækjum hér á landi. Hér er að vísu mjótt á munum, þar sem er álbræðslan í Straumsvík - umsvifamikið fyrirtæki í eigu útlendinga - og þær yfirlýsingar, sem stundum má heyra af vörum Sjálf- stæðismanna og nú síðast iðnaðarráð- herra úr þeirra hópi, að íslendingar eigi ekki að sækjast eftir eign á stjóriðjuver- um, ef reist yrðu í landinu. Ef þetta cr almenn skoðun Sjálfstæðismanna og (væntanlegt) stefnuskráratriði Sjálf- stæðisflokksins, þá efast ég um að upp- bygging orkufreks iðnaðar geti átt sér stað í samstarfi við Framsóknarflokkinn, þegar til kastanna kemur. Andúð á félagshyggju. Ástæða er til að vara fólk við lítt hugsuðum áfellisdómum um velferðar- þjóðfélagið, eða röddum sem boða ein- hvers konar afturhvarf varðandi vest- ræna félagshyggju og mannúðarstefnu. Hafa menn hugleitt hvað við tæki, ef félagshyggju og vestrænum mannúðar- skilningi yrði kastað fyrir róða sem ráðandi afli í stjórnmálum Evrópulanda, þ.á.m. íslands? Tal um „afsósíalíser- ingu" er af hinu vonda. Að spila á kerfið Hitt er annað mál, að í því háþróaða velferðarkerfi, sent orðið er, kann að þróast andfélagsleg starfsemi eða hugsun, jafnvel spilling, ef notað er stcrkt orð. Sú hætta er nt.a. fyrir hendi að kerfið sjálft taki völdin og láti sjálft sig vaxa umfram þarfir eða eðlileg markmið. Sú hætta vofir alltaf yfir að metnaður einstakra stofnana eða fyrir- tækja ráði meiru en góðu hófi gegnir hvað varðar viðfangsefni þeirra, umsvif og útþenslu. Þetta hefur vafalaust gerst innan velferðarkerfisins eins og það hefur gerst á ýmsum öðrum sviðum opinberrar starfsemi. Mönnum hlýtur m.a. að blöskra kostnaðurvið heilbrigð- isþjónustu, þ.á.m. launakostnaður jafn- vel verkaskipting hcilbrigðisstéttanna og margt í uppbyggingu heilsugæslunriar og þau viðhorf sem þar ríkja oft og einatt varðandi skipulag, tækjakaup og nýtingu fjármagns, bcndir til nauðsynjar á að- haldi á þessu sviði. Það cr hlutvcrk stjórnmálamanna að koma í veg fyrir ofvöxt opinberrar starfscmi og stöðva misnotkun velferðar- kerfisins, ef á slíkt reynir, en ekki að fyllast andúð gegn félagshyggju almcnnt og pólitískri mannúðarhugsjón, þótt ein- hverjir verði til þess að misnota kcrfið í eigingjörnum tilgangi. Misnotkun vel- ferðarkcrfisins cr sem bctur fcr undan- tekning og þar á almcnningar engan hlut að máli. Játvarður kóngur VII Christopher Hibbert: Edward VII. A Portrait. Penguin Books 1982. 339 bls. ■ Játvarður VII., sonur Viktóríu Bretadrottningar og Alberts prins, er í hópi þeirra konunga breskra, sem einna mestrar hylli hafa notið meðal þegna sinna. Ekki vegna þess að hann væri neitt sérlega stórbrotinn þjóðhöfðingi, sem markaði djúp spor í þjóðarsöguna, heldur miklu fremur vegna skemmtileg- heita sinna og sérvisku, svalls og oft undarlegra uppátækja. Játvarður fæddist árið 1841, en þá hafði breskum konungshjónum ekki fæðst sonur í 80 ár. Fréttum af fæðingu hans var því tekið með miklum fögnuði af allri þjóðinni og má segja, að sá fögnuður hafi fylgt honum lengst af þau 69 ár, sem hann átti ólifuð. Viktoría drottning sat sem kunnugt er lengur á veldisstóli en títt var um þjóðhöfðingja Evrópu á 19. öld. Af þeim sökum þurfti sonur hennar að bíða lengur en flestir aðrir krónprinsar eftir því að fá að setjast í hásætið. Hann var prins af Wales í sex áratugi og síðan konungur í ein 9 ár. Eins og vænta mátti skorti prinsinn af Wales hvorki fé né tækifæri til að eyða því þótt því fari fjarri að Játvarður hafi eytt ævinni í eintómt sukk og svall verður því trauðla neitað, að hann hafi borist allnokkuð á og notfært sér þau lífsgæði, sem veröldin bauð honum. Af því hlaut hann stundum nokkurt ámæli lítilla sála, en þeir voru þó miklu fleiri, sem þótti vænt um hann og dáðu hann jafnvel. Ýmis ferðalög hans á meðan hann var prins þóttu fréttnæm og þá líklega helst mikil ferð, sem hann fór til Indlands. Þegar Játvarður var orðinn kóngur varð hann ekki síður fréttaefni en fyrr. Hann hélt uppi meira fjöri við hirðina en móðir hans hafði gert, en þegnar hans gáfu honum gælunafnið „kingy" (kóngsi). Eins og fleiri þjóðhöfðingjar hafði hann óskaplega gaman af að ferð- ast og heimsótti gjarnan frændfólk sitt og skyldulið, kóngafólk í öðrum löndum Evrópu. Vegna víðtækra fjölskyldu- tengsla hlaut hann viðurnefnið „frændi Evrópu“, en einkum voru rómaðar ferð- ir hans á vit frænda sinna, keisaranna í Berlín og St. Pétursborg. Síðustu árin gerðist kóngsi þó helsti feitur og þungur til að standa í stórreisum og frægt varð er hann steinsofnaði undirskálaræðum í veislu hjá Vilhjálmi Þýskalandskeisara. Þá kurteisi kunnu Þjóðverjar lítt að meta, en létu þó kyrrt liggja fyrir frændsemis sakir. Áður hefur hér í blaðinu verið sagt frá bókum eftir Christopher Hibbert og þá greint frá höfundinum, en hann þykir afbragð þeirra Englendinga, sem um þessar mundir fást við að skrifa það, sem kallað er alþýðleg sagnfræði og er ekki fyllilega útskýrt hugtak. Hann skrifar stórskemmtilega, en byggir rit sín á öruggri heimildakönnun og nákvæmni og er oft býsna glúrinn við að draga fram t dagsljósið nýjar heimildir og gögn, sem öðrum hefur sést yfir eða þeir vanmetið. I þessari bók byggir hann á ýmsum lítt kunnum gögnum um ævi Játvarðs VII. og öll ber bókin glöggt merki um handbragð Hibberts. Hún er stórskemmtileg aflestrar, frásögnin er myndræn og opnar lesandanum sýn inn í veröld sem var; heim og líf kóngafólks- ins í Evrópu, líf í allsnægtum, sem þó var oft á tíðum innantómt og hamingju- snautt. Jón Þ. Þór. ■ Jén Þ. Þór skrifar um bækur

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.