Tíminn - 12.08.1983, Síða 12

Tíminn - 12.08.1983, Síða 12
Fæddur 24. júlí 1902 Dáinn 29. júlí 1983 Sigurður Thoroddsen fæddist 24. júlí 1902 á Bessastöðum á Áftanesi. Hann lauk stúdentsprófi 1919 og lokaprófi í byggingaverkfræði 1927. Hann starfaði hjá Reykjavíkurhöfn og vita- og hafnar- málastjóra til 1932 er hann setti á stofn eigin verkfræðistofu sem ber hans nafn síðan. Stofuna rak hann einn til 1961, en með samstarfsmönnum sínum eftir það, og var framkvæmdastjóri hennar til ársloka 1974, er hann dró sig í hlé frá verkfræðistörfum. Sigurður var einn brautryðjendanna í íslenskri verkfræðingastétt, sérstaklega meðal ráðgjafaverkfræðinga, enda er verkfræðistofa hans ein elsta verkfræði- stofa landsins, ef ekki sú elsta. Hygg ég að hann liafi öðrum fremur mótað störf ráðgjafaverkfræðinga hér á landi eftir þeim sjónarmiðum sem crlendis tíðkast um slík störf. Hann var fyrsti formaður Félags íslcnskra ráðgjafaverkfræðinga, og stofa hans mun hafa orðið fyrst íslenskra fyrirtækja til að ganga í al- þjóðasamband ráðgjafaverkfræðinga (FIDIC) og taka upp reglur þess í samningum sínum um verkfræðiþjón- ustu. í reglum þessa alþjóðasambands, sem orðnar eru til fyrir langa þróun, er mikil áhersla lögð á að ráðgjafaverk- síðar, á ráðstefnu Verkfræðingafélags fslands um orkulindir fslands og nýtingu þeirra, sem haldin var 1962. Á þeim árum sem síðan eru liðin hefur hann og verkfræðistofa hans átt drjúgan þátt í að fylla og bæta þá mynd sem hann dró upp 1962, og hefur í því efni veitt virkjunar- rannsóknum raforkumálastjóra og síðar Orkustofnunar ómetanlegt lið, en þær hófust í núverandi formi á árunum rétt fyrir 1960. Auk þess sem nú hefur verið talið hefur Sigurður Thoroddsen haft ýmis fleiri afskipti af íslenskum orkumálum. Hannsat í milliþinganefnd í raforkumál- um 1944-45, en hún undirbjó raforkulög- in frá 1947; í raforkuráði 1947-49; í hitaveitunefnd Reykjavíkur 1954-62; ráðgjafanefnd í virkjunarmálum 1957- 58; stjórn Landsvirkjunar 1965-69 og raforkunefnd 1971-75. Sú nefnd lagði grunninn að þeirri skipan sem nú er á orðin, að Landsvirkjun annist vinnslu raforku um allt land. Aðrir byggðu þar ofan á síðar. Þá hefur Sigurður setið í Landsnefnd Islands í Alþjóðlegu orku- málaráðstefnunni frá 1954 til dauðadags og í fslandsdeild Alþjóðajarðganga- sambandsins allt frá 1974. Hann sat í Náttúruverndarráði 1956-72 og var mik- ill áhugamaður um náttúruvernd, en jafnframt raunsær. Mættu íslensk nátt- úruverndarmál eignast sem flesta liðs- menn sem hann. Sigurður Thoroddsen var ekki aðeins góður verkfræðingur. Hann var einnig gæddur listrænum hæfileikum og stund- aði málaralist í frístundum sínum, ekki síst á kreppuárunum fyrir stríð og eftir Sigurði orðið tímabært að sameina ráð- gjafarverkfræðinga í sérstöku félagi að erlendri fyrirmynd. Hann stóð í bréfa- skriftum um þetta hugðarefni sitt v ið danska ráðgjafarverkfræðinginn Sören Rasmussen og FIDIC - alþjóðafélag ráðgjafarverkfræðinga - þegar á árinu 1958. Á þessum árum hafði Sigurður nánast einn þá stöðu hér á landi og starfsferil að baki sem samrýmst gat kröfum FIDIC um sjálfstæði, reynslu og þekkingu. En sporgöngumennirnir voru að slíta barnsskónum sem sjálfstæðir ráðgjafarverkfærðingar. Þann 26. febrúar 1961 var félagið stofnað af þrem verkfræðingum. Fyrst í stað bar það heitið Félag verkfræðilegra ráðunauta, en tveim árum eftir stofnun félagsins var nafni þéss breytt í Félag ráðgjafarverk- fræðinga. Sigurður varð fyrsti formaður félagsins og gegndi því starfi í sex ár. Tengslin við alþjóðafélagið FIDIC rofnuðu aldrei, enda var Sigurður þeirr- ar skoðunar að íslenskum ráðgjafarverk- fræðingum væri mikill akkur í að tengjast félagsböndum við erlenda starfsbræður. Þegar haustið 1962 sat Sigurður fyrsta samráðsfund norðurlandafélaga innan FIDIC. Félag ráðgjafarverkfræðinga varð hins vegar ekki fullgildur aðili að FIDIC fyrr en á aðalfundi þess félags í París í maí 1964. Sigurður sat það ár aðalfund FICIC í fyrsta sinn. Félag ráðgjafarverkfræðinga gerði Sigurð Thoroddsen að heiðursfélaga árið 1979 fyrir forgöngu hans að stofnun félagsins. Að leiðarlokum kveðja ráð- gjafarverkfræðingar brauðryðjanda með virðingu og þökk. Félag ráðgjafarverk- Sigurður Thoroddsen, verkfræðingur fræðingurinn sé óháður og óbundinn af öllum öðrum viðskiptahagsmunum en þeim sem snerta ráðgjafaþjónustuna beint. Það þykir t.d. ckki góð latína að hann selji jafnframt vörurogefni til þess mannvirkis scm hann á að hanna, eða taki að scr smíði þess sem verktaki. Slík sjónarmið hygg ég að mörgum hér á landi hafi þótt nokkuð framandleg í fyrstu. þar sem algcngt var að innflytj- cndur efnis og búnaðar til mannvirkja, e< ■[ verktakar, önnuðust jafnframt Iiönnun mannvirkis, cða þá að hún var unnin í aukavinnu af mönnum í fullu starfi annars staöar. Viðhorfin í þessu cfni hafa mjög breyst á síðari árum og ætla ég að Sigurður eigi stóran þátt í þeirri breytingu; ekki síst með fordæmi sínu, því sjálfur fylgdi hann mjög fast fram reglunni um að vera engum öðrum háður en viðskiptavininum í öllu sínu ráðgjafastarfi. í starfi sínu scm ráðgjafaverkfræð- ingur hefur Sigurður Thoroddsen, ásamt samstarfsmönnum sínum, fengist við margvíslcg viðfangsefni á sviði bygginga- verkfræði. Ég mun hér aðeins fjalla um störf hans að orkumálum, einkum hönnun vatnsorkuvera og rannsóknir á vatnsorku. Verkfræðistofa hans hcfur hannað fjölmörg vatnsorkuver víðs veg- ar um land. svo sem virkjun Eiðavatns 1935, Staðarár 1936, Fossvatns við Skut- ulsfjörð 1936, Gönguskarðsár 1947, Fossár í Ólafsvík 1951, Þverár við,1 Flólmavík 1951. Laxár í Suður-Þing- eyjarsýslu (Laxá II) 1952, Skeiðsfoss 1953 (stækkun), Fossár í Hólshreppi 1956, Grímsár 1956, Laxár í S.Þing. (Laxá III) 1970, Lagarfoss 1971, og í félagi við Harza Engineering Co, virkjun Tungnaár við Hrauneyjafoss og Þjórsár við Sultartanga. Ennfremur miðlunar- virki við Mývatn 1961 og Þórisvatn 1971-72. Auk þessara mannvirkja, sem hann hefur fullnaðarhannað, hefur hann forhannað fjölmargar virkjanir sem lið í rannsóknum á vatnsorku landsins, svo sem virkjun Þjórsár við Urriðafoss, H\ ítár viö Hestvatn, Tungufell, Sandár- tungu og Ábóta; Blöndu við Eiðsstaði, Héraðsvatna við Villinganes, Jökulsár á Brú við Hafrahvamma og Brú og Jökuls- ár á Fljótsdal. Sumar þessara virkjana svo sem Blöndu og Jökulsár á Fljótsdal, hafa nú undanfarið verið í fullnaðar- hönnun á Verkfræðistofu SigurðarThor- oddsen; hin síðasttalda í samvinnu við aðrar íslenskar verkfræðistofur. í þessa:’ upptalningu vantar ýmsar stærstu virkjanir landsins, svo sem Sogs- virkjanir og Búrfellsvirkjun. Þær voru hannaðar erlendis. Hefur það tíðkast fram á síðustu ár að leita til útlanda með hönnun meiriháttar virkjunarmann- virkja. Til þess lágu sumpart góðar og gildar ástæður, einkum fyrr meir, meðan innlenda verkfræðinga skorti mjög reynslu á þessu sviði. Þó hygg ég að vanmetakennd smáþjóðarinnar hafi valdið því að leitað var til útlanda oftar og í ríkara mæli en brýna nauðsyn bar til. Slíkt féll Sigurði Thoroddsen þungt. Ekki fyrst og fremst vegna sjálfs sín eða stofu sinnar, heldur vegna íslenskrar verkfræðingastéttar, en hann hafði mik- inn metnað fyrir hennar hönd. Hygg ég, að hann hafi talið það ekki ómcrkan þátt íslenskrar sjálfstæðisbaráttu, að íslensk- ir verkfræðingar hönnuðu íslensk mann- virki. Var hann þó fullkomlega raunsær og gerði sér Ijósa grein fyrir því, að oft er nauðsynlegt að leita á erlend mið í þessum efnum. Gerði hann það og óhikað sjálfur, eða efndi til samstarfs við erlenda verkfræðinga um úrlausn flók- inna viðfangsefna hér heima, en ávallt mcð því hugarfari að verða betur í stakk búinn en áður til að leysa svipuð verk af hendi án aðstoðar síðar - til að læra og vaxa með vandanum, en ekki til að varpa frá sér vanda og ábyrgð. Á síðari árum hcfur orðið gleðileg brcyting í þessum efnum. íslenskir verkfræðingar standa nú fyrir hönnun hinna stærstu mannvirkja hér, þar á meðal virkjana. Margir eiga góðan þátt í því að þessi breyting er á orðin, en ég hygg að á engan sé hallað þótt staðhæft sé að Sigurður Thoroddsen eigi þar einna drýgstan hlut með fordæmi sínu, hvatningu og kjarki. Við hönnun á vatnsorkuverum leitaði Sigurður jafnan samstarfs við hina færustu arkitekta í því skyni að tryggja snyrtilegt útlit mannvirkja og að þau féllu vel að umhverfi sínu. Árangurinn hefur orðið sá, að vatnsorkuver hér á landi eru yfirleitt til fyrirmyndar hvað þetta snertir, því aðrir hönnuðir, svo og verk- kaupar, hafa ekki viljað láta sinn hlut eftir liggja í þessu efni. Sigurði mun snemma orðið Ijóst mikil- vægi þess að geta byggt hönnun vatns- orkuvera á traustum upplýsingum um aðstæður á virkjunarstað, svo sem um jarðfræði, vatnsrennsli, aurburð, ís- myndun o.fl. Hann mun sjálfur hafa þurft að gera ýmsar þær mælingar og athuganir sem til þurfti fyrir sumar fyrstu vatnsaflsstöðvarnar sem hann hannaði, auk þess sem hann ritaði um þær, m.a. íTímarit Verkfræðingafélags- ins, þar sem hann hvatti til að slíkar rannsóknir væru gerðar nægjanlega snemma á fyrirhuguðum virkjunar- stöðum, ekki síst vatnamælingar. sem þurfa að standa í alllangan tíma áður en þær gefa nothæfa vitneskju, sem kunn- ugt er. Hann fékk smíðaðan (á síðari stríðsárunum) hinn eina straumhraða- mæli sem mér er kunnugt um að hafi verið smíðaður hér á landi. Hét sá Ivar Jónsson, kunnurhagleiksmaðurogvinur Sigurðar, er mælinn smíðaði. Þessi mælir er nú á Þjóðminjasafninu. Sigurður var þannig einn af upphafsmönnum vatns- orkurannsókna á íslandi. Fljótlega eftir að Sigurður setti á stofn verkfræðistofu sína hófst samvinna hans og Jakobs Gíslasonar, sem þá veitti forstöðu Rafmagnseftirliti ríkisins, við undirbúning og hönnun vatnsaflsstöðva. Rafmagnseftirlitið hafði þá þegar með höndum athuganir á virkjunarmögu- leikum víðs vegar um land og leitaði mjög til Sigurðar um hina byggingar- verkfræðilegu hlið þeirra. Þetta samstarf, sem alla tíð var með miklum ágætum, efldist mjög þegar embætti raforkumálastjóra var sett á stofn í ársbyrjun 1947, og hefur haldist æ síðan við það embætti og eins við Orkustofnun og Rafmagnsveitur ríkisins eftir að em- bætti raforkumálastjóra var lagt niður 1967. Var Sigurður og stofa hans um langt skeið sá ráðgjafi sem þessir aðilar leituðu mest til varðandi hönnun vatns- orkuvera. Á síðari árum hafa fleiri dugandi menn haslað sér völl á því sviði, og hefur m.a. Orkustofnun einnig leitað til þeirra. Ennþá er samt Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen sá ráðgjafi hér- lendis sem mesta og lengsta reynslu hefur í hönnun vatnsaflsstöðva, að öðrum alveg ólöstuðum. Sigurður mun snemma hafa farið að reyna að gera sér heildarmynd af vatns- orku íslands og hvernig mætti virkja hana, sumpart að eigin frumkvæði og áhuga, sumpart að áeggjan Jakobs Gíslasonar, raforkumálastjóra. Varði hann miklum tíma utan síns venjulega vinnutíma til þessa af áhuga einum saman. Varð Sigurður þannig fyrstur til að gera heildaryfirlit yfir vatnsorkuna er byggt væri á skilgreindum virkjunarhug- myndum, en áður hafði Jón Þorláksson, landsverkfræðingur, sett fram mat á henni út frá ágiskunum um vatnsrennsli og heildarfallhæðir er virkja mætti í stærstu ánum. Enda þótt margar þessara virkjunarhugmynda Sigurðar væru lauslegar þar eð hann hafði einungis mjög ófullkomin gögn til að byggja á, t.d. ekki önnur kort en herforingjaráðs- kortin, urðu sumar þeirra þó síðar í megindráttum grundvöllur virkjana er hafa verið reistar. Hann birti drög að þessu heildaryfirliti á móti norrænna raffræðinga, sem haldið var í Reykjavík 1952, en mun ítarlegra yfirlit tíu árum að hann lét af verkfræðistörfum. Hefur hann haldið margar myndlistarsýningar, bæði einn og með öðrum. Sigurður hafði ríka samúð með þeim sem minna mega sín í samfélaginu, og mun það hafa mótað stjórnmálaskoðanir hans, en hann hafði nokkur opinber afskipti af stjórnmálum; sat m.a. á Alþingi 1942-46, sem landskjörinn þing- maður fyrir Sósíalistaflokkinn. Ég hef átt því láni að fagna að eiga mikið og gott samstarf við Sigurð Thor- oddsen allt frá því að ég byrjaði að starfa við virkjunarrannsóknir og orkumál fvrir um það bil 25 árum. Nú, er leiðir skilja, er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa notið hans hollu ráða; fyrir persónulega vinsemd og samskipti sem aldrei bar skugga á en voru krydduð hinni óviðjafn- anlegu kímnigáfu sem honum var svo ríkulega gefin og mótaði allan hans persónuleika. Ég hefi fáa þekkt sem í jafn ríkum mæli og Sigurður Thoroddsen hafa lifað lífinu eftir hinu forna heilræði Glaður og reifur skyli gumna hverr uns sinn bíður bana. Að geta það er hverjum manni mikil gæfa. Sigurður Thoroddsen var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jakobína Margrét Tuliníus. Þau slitu samvistum; eignuðust fjögur börn. Síðari kona hans er Ásdís Sveinsdóttir, og lifir hún mann sinn ásamt fjórum börnum þeirra. Við Jóna vottum frú Ásdísi, börnum þeirra og börnum Sigurðar af fyrra hjónabandi innilega samúð. Blessuð sé minning Sigurðar Thoroddsen. Jakob Björnsson Kveðja frá Félagi ráðgjafarverkfræðinga Sigurður Thoroddsen er látinn 81 árs að aldri. Með honum er genginn einn af frumkvöðlum íslenskrar atvinnusögu, fyrsti íslenski verkfræðingurinn sem bar titilinn ráðgjafarverkfræðingur með rentu. Æviferill Sigurðar verður ekki rakinn hér, aðeins staldrað við hlutdeild hans að félagsmálum ráðgjafarverk- fræðinga. Sigurður var fæddur að Bessastöðum 24. júli 1902. Hann setti á fót eigin verkfræðistofu árið 1932 og á grunni hennar starfar enn verkfræðistofa, sem ber nafn hans. 25 árum síðar frnnst fræðinga sendir eiginkonu Sigurðar og öðrum aðstandendum dýpstu samúðar- kveðjur. Félag ráðgjafarverkfræðinga „Þá verða símtölin ekki fleiri við Sigurð Thoroddsen", varð mér að orði er andlátsfregnin barst mér til eyrna. Fyrir atbeina ísfirðinga átti Sigurður sæti á Alþingi á Nýsköpunarárunum. Hann starfaði í milliþinganefnd að raf- orkumálum. Raforkulögin frá 1946 kveða svo á: „Raforkumálastjóri hefur umsjón með vatnsrennslismælingum í fallvötnum landsins". Bæði sökum stjórnunarþekkingar Sigurðar og verk- fræðimenntunar hans, en þó ekki hvað síst vegna brennandi áhuga hans á könnun og nýtingu vatnsorkunnar, komst á og hélst náið og gott samband á milli Raforkumálaskrifstofunnar (nú Orkustofnun) og Sigurðar Thoroddsens verkfræðings. Á bernskuárum Vatna- mælinga var sérlega gott að geta leitað til Sigurðar með eitt og annað, þar mætti maður í senn þekkingu, greind og góðvild. Sigurður var hinn mikli virkjana- hönnuður íslands. Hann leysti farsællega mörg erfið og vandasöm verkefni. Hvað eftir annað hlaut hann viðurkenningu fyrir, hve vel mannvirki, sem hann hannaði, féllu að umhverfinu. Reykvík- ingar og íbúar nágrannabyggða hafa Hitaveitugeymana á Öskjuhlíð daglega fyrir augunum. Útlit þeirra skiptir því miklu máli. Efnt var til samkeppni um útlisthönnun þeirra. Sigurður hlaut 1. verðlaun, að því er mig minnir. Ég vil nefna annað dæmi í sama dúr. Þegar vegurinn um Skriðdal og Velli á Fljóts- dalshéraði er ekinn, er ómaksíns vert að gefa því gaum, hve Grímsárvirkjun fellur vel að landslaginu. Sigurður á þar | drjúgan hlut að máli. Við lestur fyrstu orðanna í línum þessum munu þeir, sem þekktu Sigurð Thoroddsen lítt, e.t.v. draga af þeim þá ályktun, að hann hafi legið langdvölum í símanum. Það væri helber misskilning- ur, allt hvað ég veit. Símtölin voru stutt og hnitmiðuð, en þrátt fyrir erfiði og amstur dagsins, lét hann leiftrandi perlu fljóta með. Hann bar von um háleita þjóðlífsvernd fyrir brjósti og léttur húm- or lá honum á tungu. Eftir hvert samtal fann ég mig örlítið ríkari en áður. Slíkur persónuleiki gleymist ei þótt sambandið rofni. Sigurjón Rist.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.