Tíminn - 16.08.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.08.1983, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 16.' ÁGÚST 1983 fi 4 y fréttir Nýi hámarkshraðinn í gamla vesturbænum tók gildi f gær: ÖKUMENN TÓKU ÁBENDINGUM y f ■■ IBUASAMTAKANNA MJOG VEL ■ „Við höfum stöðvað bíla hér í vesturbænum eftir hádegi í dag, rætt við ökumenn og vakið athygli þeirra á nýju hraðatakmörkunum og afhent þeim dreifibréf og límmerki. Þessu hefur verið tekið mjög vel með örfáum undantekn- ingum. Svo vel að bæði merkin og dreifibréfin eru að verða uppurin." Þetta sögðu fulltrúar úr íbúasamtökum vestur- bæjar þegar við hittum þá síðdegis í gær ■ Gagnfræðaskóli vesturbæjar stendur fast við umferðargötu og þar hefur því verið mikil slysahætta. Þar hefur gatan nú verið þrengd um helming og í gær hafði þessi áletrun verið máluð á götuna. ■ íbúasamtökin höfðu miðstöð í Gagnfræðaskóla vesturbæjar. F.v. Stefán Örn Stefánsson, Stefán Thors, María Þorsteinsdóttir, Kristín G. Andrésdóttir og Anna Kristjánsdóttir. INDJANATJOLD DÚKKUKERRUR BÍLAR - GRÖFUR og margt fleira Póstsendum. LEIKFANGAVERZLUNIN JOJO AUSTURSTRÆTI8 - SÍM113707 XYJ Meinatæknir Sjúkrahús Skagfirðinga Sauðárkróki óskar að ráða meinatækni nú þegar, eða eftir nánara samkomulagi. Mjög góð vinnuaðstaða. Útvegum húsnæði sé þess óskað. Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 95-5270. Hjúkrunarforstjóri. ■ Vcgfarandi stöðvaður og hann minntur á að fara að öllu með gát. Tímamyndir GE í Gagnfræðaskóla vesturbæjar. í gær gekk í gildi nýr hámarks ökuhraði í gamla vesturbænum 32 km. á klukku- stund. í dreifibréfinu, sem dreift var til ökumanna sem leið áttu hverfið í gær segir að eðlilegt sé að þetta skref sé stigið fyrst í gamla vesturbænum, þar sé eitt þéttbyggðasta íbúðahverfi innan borgar- markanna og hverfið hafi verið fullbyggt fyrir u.þ.b. hálfri öld og því á engan hátt sniðið fyrir mikla bílaumferð. Því sé fagnaðarefni að nú hafi verið ákveðið að umferðin skuli laga sig eftir hverfinu, en ekki öfugt. Þá er einnig bent á að í gamla vesturbænum sé hlutfall barna og aldraðs fólks óvenjuhátt, en þessir aldurshópar eiga að sjálfsögðu erfiðast með að laga sig að mikilli og hraðri bílaumferð. - JGK ■ Arnór Pétursson tekur hér fyrstu skóflustunguna að nýju íþróttahúsi fyrir ÍFR að Hátúni 12. Tímamynd Róbert íþróttafélag fatlaðra: BYGGING HAFIN AÐ NÝJU ÍÞRÓTTAHUSI ■ Fyrsta skóflustungan að nýju íþróttahúsi er verður í eigu íþróttafélags fatlaðara í Reykjavík, var tekin í gærdag að viðstöddum mörgum af framá- mönnum íþróttahreyfingarinnar á ís- landi, fulltrúum fatlaðra og fleiri góðum mönnum Það var Arnór Pétursson, formaður ÍFR frá upphafi, er tók fyrstu skólfu- stunguna að húsinu að Hátúni 12 í Reykjavík. Áætlaður kostnaður við að fullgera þetta nýja íþróttahús miðað við núgild- andi verðlag er á bilinu 17-20 milljónir króna. Sérstök húsbyggingarnefnd hefur ver- ið skipuð til að annast undirbúning og framkvæmdir, bæði verklegar og fjár- hagslegar og eiga sæti í henni þeir Sigurður Magnússon, Trausti Sigur- laugsson og Vigfús Gunnarsson. í íþróttahúsinu verður íþróttasalur 33x18 metrar að stærð með 7 metra lofthæð, búningsherbergi, áhaldageymslur, þrek- þjálfunarsalur, fundasalur, skrifstofa, aðstaða fyrir húsvörð og fleira. Húsið er teiknað af Teiknistofunni h.f. en verkfræðiteikningar af Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. -Jól.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.