Tíminn - 16.08.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.08.1983, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 16, ÁGýST 1983 3 fréttir Jón Þór í Djúpinu ■ Jón Þór Gíslason opnar mál- verkasýningu í Djúpinu, Hafnar- slræti 15 nmmtudaginn 18. ágúsl. Sýnir hann þar 17 olíumálverk sem öll eru unnin á sumri þessu. Jón Þór hefur lokiö námi frá Mvndlista- og handídaskóla íslands og hyggur á frckara nám erlendis. Er þetta fyrsta einkasýning hans, en hann hcfur áöur tekið þátt í fjölda samsýninga. Björn Thoroddsen og fclagar munu leika jazz af fingrum fram viö opnun sýningarinnar. Sýningu Jóns Þórs lykur 4. september., cn hún er opin alla daga frá 11-23.30 og er sölusýning. -Jól Kvenna- búðir ■ Kvennaráöstefna veröur haldin helgina 2-4 september að Búðum á Snæfellsnesi undir nafninu Kvenna- Búðir. Það eru Samtök um kvenna- lista sem eiga frumkvæði aö ráðstefn- unni. Markmið ráðstefnunnar er „að konur hittist, sjáist og kynnist því þær hafa svo margt að miöla hver annarri“, scgirí fréttatilkynningu frá Kvennalistanum. Allar nánari upp- lýsingar eru gefnar í síma 91-13725. -Jól M.s Edda og tfmaritið Skák: Fyrsta skákmót- ið sem haldið er á úthafinu ■ Það er ekki nýtt að menn tefli skák á siglingum yfir hafið til að stytta sér stundir, t.d. segir sagan að Grímseyjarklerkur einn hafi jafnan haft meö sér tafl og teflt á þóftunni þegar hann átti leið i land. Það var þegar Grímseyingar voru fremstir í skákmennt á íslandi. En nú er í vaendum fyrsta skákmót sem haldið hefur verið á úthafinu, eða svo fullyrða skipuleggjendurnir. Þetta mót verður haldið um borð í m.s. Eddu í nastu hringfcrð og er ráðgert að gera þetta mót að árlegum viðburði og færa það yfir á alþjóðleg- an vettvang eins og segir í tímaritinu Skák um mótið. Farskip h.f. býður sérstök kjör fyrir þátttakendur í mótinu, cn mótið hcfst fimmtudaginn 18. ágúst og verða þá tcfldar tvær umferðir með 45 mínútna umhugsunartíma á mann og síðan verður tcfld ein umferð á dag og lýkur mótinu á mánudag, 22. ágúst og verðlaunaafhending fer fram þriðjudaginn 23. ágúst. Vegleg verðlaun verða í boði, fyrstu verð- laun í opnum flokki verða kr. 20.000, önnur verðlaun 15.000 og þriðju verðlaun 10.000. Einnig verða veitt aukaverðlaun fyrir besta árangur miðað við Elo styrkleika svo og „Old boys" verðlaun, kvennaverðlaun, unglingaverðlaun og sérstök verð- laun veitt fyrir óvæntustu úfslitin. Samtals nemur verðlaunafjárhæðin 80.000 krónum. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt ættu að iátá skrá sig sem fyrst því uppselt hcfur verið, með Eddunni undanfarið. - JGK Eldur kom upp í Gagnfræðaskólanum í Hveragerði: ELDSUPPTOK RAKIN TIL handbUsara á salerni ■ Eldur kom upp í húsnæði Gagn- fræðaskólans í Hveragerði við Breiðu- mörk um hádegið á laugardag. Slökkvi- liði Hveragerðis og Brunavörnum Ar- nessýslu tókst að ráða niðurlögum elds- ins á rúmum klukkutíma en miklar skemmdir urðu á húsnæðinu vegna elds, vatns og reyks. Eldurinn er talinn hafa kviknað út frá handblásara á salerni. Tíminn hafði samband við Karl Guð- mundsson sveitarstjóra Hveragerðishrepps og spurði hann hvort skólastarf tefðist vegna brunans. Karl sagði að ljóst væri að skólinn myndi ekki byrja fyrr en í fyrsta lagi um miðjan septembcr og þá aðeins í rúmlega helmingi húsnæðisins. Að minnsta kosti tveir mánuðir myndu líða þar til sá hluti hússins sem verst varð úti kæmist aftur í gagnið. Karl sagði að í viðbót við skemmdir á húsnæðinu hefðu ýmis gögn og skýrslur varðandi skólastarfið skemmst og eyði- lagst en ekki væri enn búið að meta það tjón. Gagnfræðaskólinn leigði þetta hús- næði af Trésmiðju Hveragerðis og er hún í sama húsi en sá hluti hússins slapp við skemmdir. Nú er verið að byggja nýtt skólahús í Hveragerði ogsagði Karl Guðmundsson að jarðvegsvinnu væri lokið og í dag ætti að byrja á að steypa sökklana. - GSH ■ Hreinsað til Gagnfræðaskólanum \ Hveragerði eftir brunann. Tímamynd GE f & JBI ( j j r i t 1 m 1 I Fyrsta liðið í Reykjavík til að keppa 1. deildarleik á eigin félagssvæði var Valur, en á laugardaginn var fór þar fram leikur Vais og Þróttar. Grasvöllurinn er fagur, breiður og góður en samt urðu úrslit leiksins Valsmönnum ekkert gleði- efni á þessum hátíðisdegi því Þróttararnir höfðu með sér bæði stigin á brott, með 4-1 sigri. En til hamingju með nýja völlinn Valsmenn! Tímamynd Róbert ■ Þessi hersing Trabantbifreiða var leidd um götur Kópavogs s.l. laugardag af skynsömum hestum og knattspyrnumönnum auk lúðrasveitar. Tilgangur þessa uppátækis mun hafa verið leikur knattspyrnufélagsins Augnabliks í Kópavogi sem haldinn var síðar um daginn. Höfðu Augnabliksmenn samband við bifreiðaklúbbinn „Skynsemin ræður“ sem í eru Trabanteigendur eingöngu og fengu þá til að fara í akstur um bæinn til að vekja athygli á leiknum. Mun árangur þessa uppátækis hafa borið tilætlaðan árangur, enda skynsemin í fyrirrúmi. Reykjavfk: Atvinnuleysið mest hjá verslunarfólki ■ „Það er verslunarfólkið sem verið hefur mjög áberandi í atvinnuleysis- tölunum alveg frá áramótum. Langtím- um saman hafa um 100 manns verið á skrá úr þeirri stétt, bæði karlar og konur", sagði Óskar Hallgrímsson hjá Vinnumáladeild félagsmálaráðuneytis- ins, er hann var spurður hvort áberandi margir væru úr einhverjum ákveðnum stéttum í tölum þeim sem frá deildinni koma mánaðarlega um skráð atvinnu- leysi í Reykjavík. Á síðasta yfirliti jafngilti skráð atvinnuleysi 272 atvinnu- lausum í Reykjavík allan mánuðinn, eins og komið hefur fram. Aðra atvinnulausa kvað Óskar aðal- lega dreifast á ýms'ar þjónustustéttir og einnig væru þar iðnaðarmenn úr ýmsum greinum, en þó ekki byggingariðnaðar- menn. Fiskverkunarfólk sagði hann hins vegar ekki meðal atvinnulausra í Reykjavík að undanförnu. -HEI.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.