Tíminn - 16.08.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.08.1983, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 16. AGÚST 1983 umsjón: B.St. og K.L. Hundurinn leiddi lögregluna á fund húsbónda síns ■ Lögreglan mætti á staöinn aöeins fáum mínútum eftir aö innbrot hafði verið framið, en það var engu líkara en að þjófurinn hefði sloppið heilu og höldnu frá afbrotinu. Engin ummerki sáust eftir hann, utan eitt. Það átti eftir að verða afdrifaríkt fyrir hann. Hann hafði skiliö hundinn sinn eftir á staönum. Þessi atburður átti sér stað í New York. Lögreglan tók hundinn snarlega í sína vörslu og gekk í nærliggjandi hús til að spyrjast fyrir um, hvort nokkur kannaðist við hundinn, og þar með eiganda hans, en án árangurs. En þá datt einum lögregluþjóninum snjallræði í -hug. Hvernig væri aö’sleppa . hundinum lausum og gá, hvort hann leiddi ekki verði laganna á spor þjófsins? I minna en kílómetrafjar- lægð frá innbrotsstaðnum stansaði hundurinn fvrir fram- an hús eitl og gaf frá sér bofs til að verða hleypt inn. Eigand- inn, sem kom til dyra, ætlaöi ekki að trúa sínum eigin aug- um, þegar hann sá sig um- kringdan lögreglumönnum. Fyrir rétti játaði hann, aö hafa stolið segulbandstæki og jafnvirði 3.500 króna. Hann var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi. Vanmetinn listamaður ■ Nágrannar Cavallo Castro í Mílanó á Ítalíu voru orðnir leiðir á drykkjulátum hans, sem aðallega komu fram i háværum og endalausum söng. Þeir kröfðust þess, að lögregl- an gerði eitthvað í málinu. Lögreglan lét ekki á sér standa og hneppti sökudólginn snarlega í varöhald. En áður en ein kiukkustsund var liðin var Cavallo aftur frjáls ferða sinna og náttúrulega óðar kom- inn til síns heima, þar sem hann hélt áfram að „skemmta" nágrönnum sínum með söng. Nágrannarnir undu þessu illa og spurðu forsvarsmenn lög- reglunnar hverju það sætti, að hann væri ekki tekinn úr um- ferð lengur. Svarið, sem þeir fengu, var á þessa leið: - Það var orðið óbærilegt að hlusta á hann syngja fullum hálsi í fangaklef- anum. Eina ráðið var að hleypa honuni út. Mixtúran hreif — en samt... ■ í Santiago í Chile var Alf- onso Ramona handtekinn og ákærður fyrir fals. Hann hafði þá selt meira en 5.000 flöskur af hóstamixtúru, sem reyndist vera blanda af blúmkálssoði og hunangi. Alls voru lcidd fram 150 vitni við réttarhöldin, sem báru það, að mixtúran gegndi sínu hlutverki vel. Allt kom þó fvrir ekki og Alfonso var dæmdur í háa fjársekt. er verðmætt með því að sýna dauðann. Getur þú skýrt það? ..Já, það er alveg rétt. Hún hefur oft heillað mig sú mikla og ógnþrungna þögn sem umlykur gamlar styttur eða afsteypur sem gerðar hafa verið af konungum og öðrum einstaklingum í gegnum söguna. Fiestir þekkja söguna af hinum forna konungi. Agamem- non sem hlaut mjög svo dapur- leg öriög en stytta af honum hefur einmitt til að bera þá dularfuliu þögn sem ég er að tala um. Sýning sú sem ég held hér nú er helguð frægum ítölskum manni sem beið svipuð örlög og Agamemnon, en hann hét Piero Paolo Pasolini. Ég reyni í þess- um grímumyndum mínum að ná fram þessari þögn og sýna hvað hún er þrátt fyrir allt lifandi í nútímanum. Þá tel ég að dauði blómanna endurspegli líf þeirra á pappírnum sem litir þeirra eru þrykktir á“. Nú hefur þú sýnt hér áður. Hvað var það? „Ég hélt hér sýningu í Gallerí Langbrók haustið 1981 og hét sú sýning „íslenskt landslíki". Þar sýndi ég myndir sem teknar voru hér á landi og voru þær settar þannig upp, að þær sýndu myndmál og lesmál eða gáfu vísbendingu um nokkurskonar myndmál sem þó lifir í lesmáli. Þar var höfðað til ímyndunar- heims mannsins rétt eins og þessi sýning nú á að gera. Það má e.t.v. segja að þar hafi verið það sama og er nú á þessari sýningu. þ.e. eyðilegging, breyting og endursköpun. Annars tel ég að ljóð mitt um þessa sýningu gefi nokkra innsýn inn í það sem ég er að fara, en einn vinur minn hér snaraði því fyrir mig. Blóm hljóðlaus - gnægð af litum og tegundum af ilmi rotnunar af ólykt eilifðarinnar með opnum munnum með gröðum bikurum drepin grimmilega með þumal- flngri grikkjans nauðguð, gerð ókennileg, gerð að list - á pappír skamrnh'Þ'. -ÞB. lÍBWW 7 erlent yfirlit ■ FYRIR skömrnu var liðið eitt ár síðan George Shultz tók við embætti utanríkisráðherra af Alexander Haig, sém hafði hrökklazt frá eftir að hafa orðið undir í deilunt við William Clark dómara. ráðgjáfa Reagans forseta í öryggismálum og hægri hönd forsetans í Hvíta húsinu. Því var almennt vel tekið bæði í Bandaríkjunum og utan þeirra, þegar Shultz tók viö embætti utanríkisráðherra. Hann hafði áður gegnt nokkrum ráðherra- embættum í stjórnartíð Nixons og þótt leysa þau vel at hendi. Þá voru verkalýðsmál og fjármál helztu starfssvið hans. en á þeim vettvangi hafði hann bæði góða menntun og reynslu. Shultz haföi hins vegar haft lítil afskipti af utanríkismálum. en þess var samt vænzt, að hann myndi tljótt ná tökum á þeim eins og þeim verkefnum, sem hann hafði áðurtekizt á hendur. Það verður ekki annað sagt en aö Shultz hafi farið vel á stað. Honum tókst að jafna þann ágrcining, sem hafði risið milli Bandaríkjastjórnar annars vegar og ríkisstjórnar í Vestur-Evrópu hins vegar í sambandi við sölu á efni og tækjum til gasleiðslunnar miklu, sem flytja á gas frá Síberíu til Vestur-Evrópu. Þá átti hann drjúgan þátt í því að vopnahlé komst á í Libanon. Margir gerðu sér þá vonir um, að Shultz ættl eftir að reynast farsæll á fleiri sviðum. Á ársaf- mæli hans í embætti utanríkis- ráðherra virtist þessi skoðun að mestu horfin. Ástæðan var ckki sú, að menn bæru ckki enn persónulegt traust til hans. Hins vegar benti fleira og flcira til þess, aö hann væri nánast sagt valdalaus. Aðalstjórnun og stcfnumótun ■ Shultz og Clark, Fréttaskýrendur telja fullvíst, að það hafi verið Clark, sent réði því, að Kissinger var skipaður formaður umræddrar nefndar. Kissinger hefur gert sér far um að ná tiltrú Clarks, og þótti það vísasti vegurinn til að koma við sögu aftur. Reagan hcfur verið talinn.tor- trygginn gagnvart Kissinger, og ntun ekki hafa bætt úr skák, að nýlega hcfur verið upplýst, að fyrir forsetakosningarnar 1968 reyndi Kissinger að koma sér í mjúkinn bæði hjá repúblikönum ogdemókrötum. Kissinger hefur bersýnilega gert sér Ijóst, að hann' ætti ekki afturkvæmt að sinni, nema hann næði trausti Clarks. Mikla athygli hefur svo vakið valið á cftirmanni Philips Habib sem sáttasemjara í deilum lsra- elsntanna og Araba. í það starf valdi Reagan Robcrt C. McFar- lanc, sem var nánasti samstarfs- maöur Clarks í Hvíta húsinu. McFarlanc er sagður ágætlcga hæfur maður og því missir að honum úr Hvíta húsinu. Clark er hins vegar talinn liafa metið það nieira að hcr eftir vérður auöveldara fyrir hann að ráða stefnumótuninni í Austur- löndum nær. Með skipan McFarlane er stefnumótunin í þcssum málum raunverulega komin úr höndum Shultz. Þctta er mikiö áfall fvrir hann. því að hann hefur per- sónulega Itaft þessa stefnumótun nreð Itöndum og dvalizt hvað cftir annaö í þessum löndum við sáttagerð. Honum hefur núvcriö augljóslega ýtt til hliðar. FLEST bendir orðið til, að William Clark ráði oröið mestu Clark dómari er búinn að ýta Shultz til hliðar Ordrómur umf ad Shults vilji hætta í utanríkismálum væru ekki lengur í utanríkisráðuneytinu, heldur í Hvíta húsinu. þar sem Clark dómari væri orðinn valda- mcsti maðurinn næst á eftir forsetanum. VAXANDI völd Clarks dóm- ara hafa komið í Ijós á mörgum sviðum að undanförnu, en þó fyrst og fremst á þeim, sem nú þykja skipta mestu máli. Þeir málaflokkar, sem nú þykja mestu skipta. eru afvopnunar- málin, Mið-Ameríka og Austur- lönd nær. Þetta þótti koma í Ijós í sambandi við afvopnunarvið- ræðurnar. þegar Kcnneth Adelman var skipaður yfirmaður afvopnunarstofnunar Banda- ríkjanna og þannig raunverulega falin stjórnin á viðræðunum við Sovétríkin um takmörkun kjarna- vopna. Fyrirrennara Adelmans í starfinu. Eugene Rostow. var vikið frá, því að hann hafði verið með í ráðum um þær tillögur. sem fulltrúar risaveldanna, sem fjalla um takmörkun meðaldræg- ra cldflauga í Evrópu, höfðu orðið ásáttir um. Skipun Adel- mans í embættið vakti mikla andspyrnu, þar sem hann þótti bæði þekkingarlaus og reynslu- laus á þcssu sviði, og hafði bersýnilcga fengið þctta örlaga- ríka starf vegna þess að hann var skoðanabróðir Clarks og Kirk- patricks sendiherra hjá Samein- uðu þjóðunum. Svipað gerðist, þegar skipt var um sendiherra í É1 Salvador og aðstoðarráðherra í málefnum rómönsku Ameríku. Hinn nýi aðstoöarráðherra var valinn af Clark og Reagan vegna þess, að þeim hafði geðjazt vel að honum ■ Clark, Haig og Reagan sem sendiherra í Brazilíu, er Rcagan fór þangað í heimsókn á síöastliðnum vetri. Almennt var talið, að hann hefði verið valinn til starfsins, án samráðs við Shultz. Þctta varð þó enn mcira áber- andi, þegar Reagan valdi sér sérstakan sendiherra í Mið- Amcríku, scm heyrði beint undir hann. Valið féll á Richard B. Stone, fyrrv. öldungadeildar- mann frá Florida. Fullvíst þykir, að þar hafi verið farið eftir ráðum Clarks. Mest var þetta þó ábcrandi, þegar Henry Kissinger var skip- aður formaður ncfndar, sem á að skila áliti um ástand niála í Mið-Ameríku og tillögum tii úr- bóta fyrir eða um næstu mánaða- mót. Mcðþcssari ncfndarskipun var stefnumótunin raunar tckin af utanríkisráöuneytinu. Með tilnefningu Stoncs scm sérstaks scndihcrra forsctans og skipan Kissingernefndarinnar hefurShultzverið mjögábcrandi ýtt til hliðar varðandi málefni Miö-Amcríku. um utanríkisstcínu Bandaríkj- anna, næst forsetanum. Þetta hcfði þótt ótrúlcgt veturinn 1981, þcgar liann var til yfir- hcyrslu hjá utanríkisncfnd öld- ungadcildarinnar, cn Rcagan hafði þá skipað hann sem aöstoö- arráðhcrra, sem gcngi næst Haig aö völdum í utanríkisráðuncyt- inu. Clark rcyndist þá vita lítið um utanríkismá! og voru sum svör hans höfð að gamanmáli lcngi á cftir. Clark kom sér hins vegar vel í ráöuncytinu og líkaöi Haig allvcl við liann að sögn. Það vakti því ekki ncina andspyrnu, þcgar Clark var í ársbyrjun 1982 fluttur úr utanríkisráðuneytinu og skipaöur sérstakur ráðunaut- ur Rcagans í utanríkis- og örygg- ismálum. Það er kunnugt, að Clark er haukur í öryggis- og utanríkis- málum og mikill andstæðingur Sovétríkjanna. Fyrst og fremst cr þó afstaða hans talin sú að reyna að framfylgja sjónarmiðum og skoðunum Reagans. H'ann gerir því engar aðrar tillögur en þær, sem hann veit að eru forset- anunt að skapi. Völd hans byggj- ast á því, að Reagan ber óbilandi traust til hans. Það hjálpar svo Clark, að hann er þægilegur í umgcngni og persónulega vel lafinn af samstarfsmönnum sínum. En mörgum heimildum ber saman um það, að Shultz sé farið að líða illa í embætti utanríkis- ráðhcrra og hefur hvað eftir annað komizt á kreik sá orðróm- ur, að hann vilji hætta. Hann hefur nú opinberlega mótmælt þessu. en þeim mótmælum er tekið með gætni. Þórarinn O Þórarinsson, ritstjóri, skrifar itl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.