Tíminn - 16.08.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.08.1983, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983 13 á vettvangi dagsins Recep Marasli, Tyrkland Recep Marasli var útgefandi og aðalrit- stjóri KOMAL útgáfunnar í Istanbul, en þar voru aðallega gefin út rit varðandi Kúrda, sögu þeirra og menningu, sem og stöðu hins kúrdiska þjóðarbrots í Tyrk- landi. Marasli afplánar nú í allt 19 ára fangelsisvist fyrir að gefa þessi verk út. Meðal annarra rita sem hann gaf út, voru bækur eftir tyrkneska félags- fræðinginn Dr. Ismail Besieki. Dr. Bes- icki afplánar nú 10 ára fangelsisvist, og er það í 3ja sinn sem hann situr í fangelsi vegna skrifa sinna um kúrdfsk málefni (Sjá fréttabréf AI frá júní 1982). Árið 1979 lauk Recep Marasli 18 mánaða fangelsisvist út af þessari út- gáfustarfsemi. Árið 1980 lét herforingja- stjórnin loka KOMAL útgáfunni. Sú fangelsisvist sem hann afplánar nú er byggð á þremur aðskildum dómum, kveðnum upp af herdómstól, skv. gr. 142, 159 & 311 tyrkneskra herlaga,& Lögum 5816. Honum er gefið að sök, í fyrsta lagi, að „veikja" þjóðareiningu, - í öðru lagi, að útbúa og útbreiða áróður uni skilnaðarstefnu, - í þriðja lagi, að móðga þjóðþingið (The Grand National Assembly) og öryggisráðið, ofbjóða sið- gæðisvitund ríkisstjómarinnar, og lítils- virða minningu Kemal Ataturk, stofn- anda hins nýja tyrkneska ríkis. - í janúar 1982 var hann hnepptur í varðhald, og í júlí sama ár var mál hans tekið fyrir rétt og hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að gefa út bók um kúrdfsk málefni í formi opins bréfs til Kemal Ataturk. ■Selbe Desta Fangar mánadarins hjá Amnesty International - í janúar 1983 var hann aftur dæmdur vegna útgáfustarfsemi, þá í tólf. ára fangelsi. - í maí 1983 fékk hann þriggja ára dóm til viðbótar fyrir að gefa út 2 bækur sem að sögn sækjanda fluttu áróðursboð- skap um skilnaðarstefnu. Kúrdar eru ekki viðurkenndir opin- berlega í Tyrklandi sem sjálfstæð þjóð, og bannað er að nota hið kúrdíska tungumál. Starfandi eru mörg kúrdisk félög/hópar í landinu, sem vinna að því að fá Kúrda viðurkennda í Tyrklandi, og sum vinna að stofnun sérstaks kúrdisks ríkis í hinu tyrkneska ríki. Nokkrir þessara hópa hafa beitt of- beldi, en Recep Marasli hefur ekki verið meðlimur í þessum félögum, eða tekið þátt í neinum ofbeldisverkum. Fangelsun hans er eingöngu tengd baráttu hans fyrir tjáningarfrelsi. í varnarræðu sinni í júlí 1982 sagði hann m.a: „Ég mun ávallt reyna að stuðla að jafnrétti til handa Kúrdum, það er skylda mín sem lýðræðissinna. ...Ég gaf út þessar bækur t.þ.a. benda fólki á hvernig sannleikanum er afneit- að, - í skólum og í stjórnmálaumræðum, og t.þ.a. upplýsa þjóðina um sögu Kúrda." Recep Marasli er haldið í Toptasi fangelsinu í Istanbul. Vinsamlegást sendið kurteislega orð- að bréf og farið fram á að Recep Marasli verði látinn laus úr haldi. Skrifið til: President Kenan Evren Cankaya Ankara TURKEY Þrír Quechua Indíánar, leiðtogar smábænda - Perú. Þeir hafa verið í haldi í tæp tvö ár, án þess að mál þeirra hafi komið fyrir rétt. Þeir voru allir handteknir í október 1981, sakaðir um að hafa stjórnað bændaverkfalli í útjaðri Acomayo í Cuzco héraði. Þeir eru: Julia Choque Choquemani 31 árs leiðtogi félags smá- bænda í Acomayo héraði (Provincial Peasant Federation of Acomayo (FEPCA)), og meðlimur hins kjörna svæðisráðs Pomacanchi þorps, Acom- ayo; Florencio Torobeo Mandoza 60 ára stofnandi FEPCA, og leiðtogi smá- bændasamtaka Cuzco héraðs og meðlim- ur héraðsráðs Acomayo héraðs; og Ro- berto Ayma Ouispe, smábóndi (campes- ino). I byrjun voru þeir sakaðir um ofbeld- isverk, en AI telur að þær ásakanir hafi ekki við nein rök að styðjast. Nefnd á vegum A1 fór til Perú 1982 og heimsótti m.a. þá þrjá, þar sem þeir voru í Cuzco Q’enccoro fangelsinu í Perú, (en núna eru þeir í Lurigancho fangelsinu í Lima.) Ásökunum var breytt nú í ár þannig að nú eru þeir sagðir hafa „æst til almenns ófriðar" í verkfallinu. AI telur að þeir hafi verið handteknir vegna þess hve þeir standa framarlega í sveitarmál- um og samtökum smábænda, og vegna þess að þeir voru með þeim fyrstu af Ouecha smábændum sem voru kosnir í sveitarstjórn Acomayo. Einn þeirra, Florencio, skrifaði AI bréf og lýsir ásökunum á hendur þeim sem hefndar- aðgerðum af hálfu hinna hefðbundnu yfirstétta í Acomayo. Hann segir. „Yfir- stéttin í Acomayo á erfitt með að viðurkenna þá staðreynd að smábóndi sem yrkir fjórðung hektara af vatnslausu landi og hefur tvær kýr á beit geti orðið ráðgjafi í sveitarstjórn. Fólkið vill ekki viðurkenna það sem það sér. Það þolir ekki að Indíánar séu kosnir fremur en það sjálft. Þetta er eina raunverulega ástæðan fyrir handtöku okkar. Við höfum verið fangelsaðir fyrir þann „glæp“ að trúa á jafnrétti allra manna. Allir fangarnir þrír þjást af öndunar- erfiðleikum, og Florencio Torobeo er að auki sagður mjög veikur vegna magasárs og nýrnaveiki sem ágerist við hið lélega fæði í fangelsinu. - Lagabreytingar sem nýlega voru gerðar gera kleift að taka ræktunarland eignarnámi ef ekki er staðið í skilum með greiðslur. Þetta þýðir að Julian Choque á það á hættu að missa sína jörð, þar sem hann sá ekki ástæðu t.þ.a. reyna að greiða lán sem hann fékk stuttu áður en hann var handtekinn, og átti að fjármagna vinnu hans árið 1982. Vinsamlegast sendið kurteislega orð- að bréf og biðjið um að þessir þrír Indíánar Julian Choque Choquemam- ani, Florencio Torobeo Mencoza og Roberto Ayma Oiuspe verði látnir laus- ir. Skrifið til: President Fernando Belúnde Terry Palacio Presidencial Lima PERU Seble Desta og tólf aðrar konur - Eþiópia Um er að ræða 13 konur, úrfjölskyldu Haile Selassies fyrrverandi keisara og tveimúr öðrum fjölskyldum. Þær hafa verið í haldi síðan í byltingunni 1974, - án þess að mál þeirra hafi verið tekið fyrir. í byrjun voru þær í stofufangelsi, en síðan í júlí 1975 hafa þær verið í haldi í Alem Bekagne fangelsinu í Addis Ababa. Sebla Desta, sem er 51 árs og dóttur- dóttir Haile Selassies fyrrv. keisara, sem dó í varðhaldi 1975, - er haldið í litlu herbergi í fangelsinu, ásamt móður sinni Tenagneworq Haile Selassie 69 ára, og þremur systrum sínum Aida, Hirut og Sophia Desta, og fjórum frændsystrum. í aðliggjandi herbergi eru fleiri konur, fjórar sem voru hnepptar í varðhald 1974 og aðrar síðar. Engin umræddra 13 kvenna hefur verið dæmd fyrir afbrot. Árið 1975 gáfu eþiopísk stjórnvöld þá skýringu á varð- haldi þeirra að þær væru „í gæsluvarð- haldi t.þ.a. vernda þær gegn gremju fólksins". Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna varðhaldinu er haldið áfram. Nokkrum öðrum háttsett- um konum og embættismönnum úr fyrr- verandi keisarastjórn hefur nú verið sleppt úr haldi, en þau voru handtekin 1974. - Engin kvennanna þrettán hafði neitt embætti í keisarastjórninni, en talið er að þær hafi verið fangelsaðar vegna tengsla sinna við þá stjórn, sérstaklega sjálfan keisarann. Sagt er að aðstæður þeirra í fangelsinu hafi farið batnandi hin síðari ár. Fjölskylda þeirra fær þó ekki að heimsækja þær nema 2-3svar á ári. Þær sofa á dýnum á gólfinu, en hafa ekki rúm. Þær geta fengið læknisfræði- lega hjálp, og eru fluttar á sjúkrahús éf með þarf. Sebla Desta stundaði nám í Oxford, Englandi, og var hún áður varaforseti Kvenréttindasamtaka Eþiopíu. Eigin- maður hennar, Kassa Wolde Mariam, fyrrverandi landbúnaðarráðherra var einnig handtekinn 1974, og er hann einn af þeim sem „hurfu“ í varðhaldi 1979, og hefur ekkert til hans spurst síðan. Börn þeirra eru fimm og eru þau öll flótta- menn. Vinsamlegast sendið kurteislega orð- að bréf og biðjið um að Sebla Desta og hinar konurnar tólf verði látnar lausar. Skrifið til: His Excellency Mengistu Haile Mariam Head of State of the Provisional Military Government of Socialist Ethiopia PO Box 1013 Addis Ababa ETHIOPIA bridge Stormur yfir Góðrarvonarhöfða ■ Skákheimurinn bíður nú í ofvæni eftir hverjar málalyktir verða í deilu Campomanosar og Sovétmanna. Margir búast við að þetta mál verði til þess að Alþjóða skáksambandið klofni. Ég minnist á þetta mál í bridgeþætti vegna þess að sama hætta er yfirvofandi hjá Alþjóða bridge- sambandinu en í því máli leika Suður-Afríkubúar aðalhlutverkið. Þeir senr hafa fylgst með þessum bridgeþætti mínum undanfarið ár vita sjálfsagt að Suður-Afríka hefur verið mikið vandamál meðal bridge- forustunnar. Alþjóða bridgesam- bandið fór fram á það við Suður-Af- ríku í fyrra að taka ekki þátt í Heimsmeistaramótinu í Biarritz, þar sem það gæti haft alvarlegar af- leiðingar fyrir framkvæmd mótsins. Sú ákvörðun vakti miklar deilur og nú stendur Alþjóða bridgesamband- ið frammi fyrir ákvörðun sem á sjálfsagt eftir að valda öðru eins fjaðrafoki. Fyrir dyrum stendur nefnilega Ól- ympímótið í bridge, en þar hefur Suður-Afríka átt keppendur síðan til mótsins var stofnað árið 1960. Mótið verður haldið næsta haust og í upphafi áttu mexíkóbúar að sjá um það. í vor var mótið síðan flutt til Ameríku vegna þess að Ijóst þótti að Mexíkóstjórn myndi ekki veita suður-afrískum spilurum vegabréfs- áritun. Alþjóða bridgesambandið hafði nefnilega lofað Suður-Afríku að spilarar þaðan fengju að vera með í þessu móti ef þeir yrðu samvinnu- þýðir í Biarritz. En málið er ekki svona einfalt og það var ljóst að margar þjóðir myndu ekki taka það í mál að spila við Suður-Afríku. Útfrá þessum svörum átti síðan að skipta þjóðunum niður í flokka í undanrásum. En á meðan var þrýst á Alþjóða- bridgesambandið og Bridgesamband Ameríku úr ýmsum áttum, um að meina Suður-Afríku hreinlega að taka þátt í mótinu. Ýmsir vildu meina að með því að tryggja Suður- Afríku þátttöku í mótinu væri Al- þjóða bridgesambandið og Bridge- samband Ameríku hreinlega að styðja apartheitstefnu stjórnvaida í Suður Afríku. Bridgesamband blökkumanna í Ameríku (American Bridge Association) sendi ma. frá sér yfirlýsingu þar sem allir þeir sem eru á móti kynþáttamisrétti og apartheit eru hvattir til að hundsa Ameríska bridgesambandið þar til það hættir að viðurkenna Bridge-samband Suður-Afríku. Alþjóðabridgesambandið sendi þá annan spurningalista til áðildar- landa sinna, þar sem spurt var að því hvort ætti að bjóða Suður-Afríku þáttöku eða ekki í Ólympíumótinu 1984. Á blaðmannafundi í Wiesbad- en um daginn sagði Ortiz-Patino, forseti ABS, að þá lægju fyrir svör frá 32 þjóðum, þar sem 7 sögðu að ætti að bjóða og 25 að ekki ætti að bjóða. 12 þessara landa höfðu áður lyst sig reiðubúin að spila við Suður- Afríku og sú skoðun virðist því vera ofaná ef S-Afríka kemur til leiks á Ólympíumótið verði það til þess að Alþjóðbridgesambandið klofni. Það liggur því í loftinu að á fundi framkvæmdanefndar Alþjóða- bridgesambandsins í Stokkhólmi í haust verði tekin sú ákvörðun að lögum sambandsins verði breytt þannig að sambandið sé ekki skyld- ugt að bjóða þjóðum að taka þátt í mótum á vegum þess, þó þessar þjóðir hafi uppfyllt allar sínar skyldur gagnvart Alþjóðsambandinu. Til þess þarf samþykki meirihluta aðild- arþjóðanna og 2/3 hlutar fram- kvæmdanefndarmanna. Hér verður ekki lagður dómur á þetta mál en Ijóst er að ef af þessari breytingu verður hefur Alþjóða-' bridgesambandið stigið örlagaríkt skref og afleiðingar þess gætu hæg- lerga leitt til þeirrar klofningar sem Alþjóðabridgesambandið er í raun- inni að forðast. Sumarbridge 64 pör mættu til leiks sl. fimmtudag í Sumarbridge. Spilað var að venju í 5 riðlum og urðu úrslit þessi: A) Inga Bernburg - Vigdís Guðjónsdóttir 236 Dúa og Véný 235 Ingunn Hoffmann - Ólafía Jónsdóttir 232 B) Esther Jakobsdóttir- Guðmundur Pétursson 186 Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 182 Gísli Guðjónsson - Stefán Garðarsson 181 C) Gylfi Baldursson - Sigurður B. Þorsteinsson 195 Björn Hermannsson - Lárus Hermannsson 186 Sigurður Sverrisson - Ársæll Kristjánsson 171 D) Aðalsteinn Jörgensen - Georg Sverrisson 135 Steinberg Ríkharðsson - Þorfinnur Karlsson 124 Ragnar Magnússon - Svavar Björnsson 123 E) Guðni Sigurbjarnarson - Omar Jónsson 144 Hannes Gunnarsson - Ragnar Óskarsson 128 Hrólfur Hjaltason - Jónas P. Erlingsson 118 Og efstu menn að loknum 11 kvöldum eru: Hrólfur Hjaltason og Jónas P. Erlingsson 18.5 Gylfi Baldursson 17 Sigurður B. Þorsteinsson 16 Esther Jakobsdóttir 15 Jafnframt Sumarbridge, var spiluð Firmakeppni Bridgesamband Íslands. Hvert par spilaði fyrir eitt firma og giltu efstu skorir. Stig voru umreiknuð milli riðla, til að fá út rétta viðmiðun. Og Firmameistari íslands varð Efnalaugin HJÁLP (ekki veitti af fyrir spilarana að hafa nafnið með sér.) og spilarar voru þeir Ómar Jónsson og Guðni Sigur- bjarnarson. Röð efstu firma varð þessi: 1. Efnalaugin Hjálp 208 Ómar Jónsson - Guðni Sigurbj. 2. Morgunblaðið 195 Gylfi Bald. - Sigurður B. Þorsts. 3. Sönnak rafgeymar 195 Aðalst. Jörg. - Georg Sverriss. 4. Aðalst.Jónssonútgm.Eskifj. 186 Björn Herm. Lárus Herm. 5. Frón h/f 186 Esther Jakobsd. - Guðm. Péturs. 6. Hampiðjan 185 Hannes Gunn. - Ragnar Óskarss. 7. Vélsm. Dynjandi 182 Baldur Ásg. - Magnús Halldórss. 8. Lakkrísgerðin Drift 181 Gísli Guðj. - Stefán Garðars. 9. Búnaðarbankinn 179 Þorf. Karlsson - Steinberg Ríkh. 10. Brunabótafélagið 179 Guðm. Sv. - Þorgeir Eyjólfss. Alls tóku 68 firma og stofnanir þátt í keppninni. Að gefnu tilefni er minnt á, að spilað verður næst í sumarbridge á miðvikudaginn kemur, en ekki á fimmtudag. Spilarar eru beðnir um að hafa það í huga. Og að venju hefst keppni uppúr sex (eða þannig) og í síðasta lagi kl. 19.30. Og allir eru velkomnir í Domus. Guðmundur S. Hermannsson 1: / skrifar um bridge 1"" m

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.