Tíminn - 19.08.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.08.1983, Blaðsíða 1
Dagskrá rlkisfjölmidlanna — sjá bls. 12 Fjárlaga - dæmið: GAHÐ ER NÚ TVEIR MILUARÐAR KRÓNA ■ Gat það scm ríkisstjnrnin er aö giíma við í fjárlagadæm- inu þcssa dagana inun vcra einir 2 milljarðar króna, sam- kvæmt góðum heiinildum Tímans. Miðað við að fjárlög yfirstandandi árs voru um 13 milljarðar má gera ráð fyrir að þctta 2ja milljarða gat þýði að skera þurfi niður um tíundu hverja krónu, þ.c. 10% af fjárlagadæminu, eða vel það, svo Ijóst er að víða verður að beita sparnaðarhnífnum. Vandamálið sem menn cru að glíma við mun ekki síst vera í því fólgið, að skera niður fram- kvæmdir, en þó þannig að ekki komi til samdrát tar í atvinnulíf- inu þar sem síst skyldi. - HEI Evrópumót knapa á íslenskum hestum: HALDIÐA ÍSLANDI 1985? ■ „Við hyggjumst sækja um að halda Evrópumót knapa á islcnskum hestum hér á íslandi árið 1985 og ég býst við að við fáum að halda þetta mót ef þeim hjá Evrópusambandinu líst á okkar plan‘% sagði Gunn- ar Bjamason, hestaútflutn- ingsráðunautur í spjalli við Tímann. ■ Það var mikið fjölnienni samankomið á Lækjartorgi síðdegis í gær, þegar þar var á Reykjavíkurviku efnt til útitónleika í samvinnu við S.A.T.T., samband alþýðutónskálda og tónlistarmanna. Hér er hljómsveitin KIKK, á fullri ferð. Tímamynd Ari FJÖLBREYTTARA 0G BETRA BLAÐ! Föstudagur 19. ágúst 1983 190. tölublað - 67. árgangur Siðumula 15 - Postholf 370 ReyKjavik - Ritstjorn 86300- Augtysingar 18300- Atgreiðsla og askritt 86300 - Kvöidsimar 86387 og 86306 Er umferðarmenning íslendinga að batna: VERULEG FÆKKIIN UMFERMR- SLYSA UNDANFARINIVÖ AR ■ Umferðarslysum í júlímán- uði hefur fækkað verulega ef miðað er við tvö undanfarin ár. í bráðabirgðaskráningu Umferð- arráðs um umferðarslys kemur fram að umferðarslys í nýliðnum júlímánuði urðu 573 en árið 1982 urðu þau 606. í júlí í ár urðu 52 slys með meiðslum, þar af eitt dauðaslys og 1981 urðu 70 slys með meiðslum, þar af eitt dauða- slys. í júlí 1983 slasaðist 71 maður í umferðinni, árið 1982 slösuðust 90 manns, og árið 1981 slösuðust 103 í júnímánuði. Nokkur fækkun hefur orðið á umferðarslysum með meiðslum fyrstu sex mánuði ársins 1983 miðað við síðasta ár. 1 ár hafa 255 slasast í umferðinni og þar af hafa 8 látist en fyrstu sex mánuði ársins 1982 slösuðust 298 manns og 12 létust af slysförum. Óhöpp í umferðinni þar sem einungis eignatjón hefur orðið eru fleiri fyrstu 7 mánuði ársins 1983 en 1982 eða 4159 á móti 3853. I frétt frá Umferðarráði kemur fram að þar muni mest um janúarmánuð þegar ófærðin var sem mest. í frétt frá Umferðarráði er bent á að slys með meiriháttar meiðslum eru hlutfallslega mörg í ár. Á fyrstu sex mánuðum ársins slösuðust 284 í umferðinni og þar af voru 140 með það sem talið var meiriháttar meiðsl. Um- ferðarráð bendir á að þetta sé hrein vísbending um að draga mætti úr þessum meiðslum með notkun bílbelta. - GSH Stórbruninn á Hellissandi: RANNSÚKNARNEFND SKIPUB AÐ BEIBNI RANNSÓKNARLDGREGLU ■ Brunamálastofnun hefur að beiðni Rannsóknarlögreglu ríkisins skipað sérstaka rann- sóknarnefnd til að rannsaka upptök og útbreiðslu brunans á Hellissandi. Nefndin er skipuð tveim sérfróðum mönnum, slökkviliðsmanni og verkfræð- ingi og þessir menn munu fara á staðinn í dag til að athuga að- stæður og taka sýni. í samtali við Tímann sagði Þórir Hilmarsson brunamála- stjóri að það væri regla að skipa sérstaka rannsóknarnefnd þegar stórbrunar verða. Þórir sagði að I íklega myndu nokkrar vikur líða þar til nefndin gæti skilað áliti. Rannsóknarlögreglan hefur gert frumrannsókn á bruna- staðnum en ekkert ákveðið hefur komið fram sem bendir til hver eldsupptök hafi verið. - GSH „Þetta hefur verið þó nokk- uð rætt i Evrópusambandinu á síðustu árum og strax áð loknu Evrópumótinu sem nú fer fram í Þýskalandi í september, hyggjumst við sækja um þetta á aðalfundi sambandsins", sagði Gunnar. „Eg hafði hugsað mér að keppt yrði í Mosfellssveitinni þar sem aðstæður eru ákaflega æskilegar, völlurinn fagur og umhverfið fallegt. Fyrir keppn- ina myndum . við velja sem besta og jafnasta hesta til að láta knapana keppa á. Ætli það yrðu ekki u.þ.b. 100 knapar sem kæmu þá hingað frá 10-12 þjóðum", sagði Gunnar að lokum. i . 1 -Jól

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.