Tíminn - 21.08.1983, Page 2
2
SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983
I Kaupmannnahöfn:
Umsjón Agnei Bragadöttlr
Á
faralds- .
fæti
ALLTAF
JAFN-
GAHAN
ÍTÍVOLÍ
■ Kóngsins Köbenhavn þekkja vel-
flestir íslendingar, og þeir sem citt sinn
komast upp á lag með að sækja höfuð-
borg Danaveldis heim, áneljast henni
margir hverjir, og koma aftur og aftur.
Alltaf finnst mér til að mynda janfgaman
að koma til Köben, og þegar nú viðrar
jafnvel og gerði í sumar, þegar ég var
þar, þá liggur jú beint við að skreppa í
Tívolí - það er sko ekkcrt ferðatívolí -
heldur hið síunga, gamla Tívolí Kaup-
mannahafnar.
Ég má til með að segja ykkur frá því
þegar ég rcðst til inngöngu í Tívolí,
vopnuð alþjóðlegum blaðamannapassa
mínum og myndavél. Veifaði ég passan-
um framan í borðum skrýddan vörðinn,
og hugðist við svo búið strunsa inn, en
nei, takk - því var ekki að heilsa.
Danskurinn gerðist hinn valdsmannsleg-
asti og sagði að ef ég væri ekki blaðamað-
ur frá Norðurlöndum, þá mætti ég takk
fyrir, borga mig inn. Himinlifandi dró ég
upp íslenska blaðamannapassann, sem
yfirleitt hefur reynst mcr heldur gagnslít-
ill á ferðum mínum erlendis, og viti
menn - Ná, Island er det, sagði Danskur-
inn elskulegur, og vék úr vegi mínum og
sagði m.a.s. Vær sá god. Danskurinn
hefur sem sé þann ágæta hátt á, að leyfa
einungis blaðamönnum og ljósmyndur-
um frá Norðurlöndunum frían aðgang
að Tívolíi sínu - hef ég hreint enga
athugasemd að gera við slíkt fyrirkomu-
lag, a.m.k. ekki á meðan við teljumst til
Norðurlandanna.
Nú, nú - innan girðingar,k sem utan
var steikjandi hiti, svona 30 gráður,
þannig að maður fór nú ekki andskoti
mörghundruð metra án þess að þurfa
brynningu af Tuborgeða Carlsberg. Það
er hreinn misskilningur, þegar menn
halda að fólk fari aðeins í Tívólí í
Köben, til þess að prófa sem flest
leiktækin. Þau eru fyrir flesta, nema
börnin að sjálfsögðu, algert aukaatriði.
Menn fara í Tívolí til þess að spranga um
í góðviðrinu, sýna sig, sjá aðra, hitta
kunningja, setjast niður í notalegheitum
með einn öllara eða svo, eða setjast
■ Hér fer fram æfing hjá brúðulcikhúsinu - ekki Prúðuleikhúsinu.
■ Fljúgandi teppið þykir hið mesta kostatól, eða svo segja börnin.
Tímmyndir-Agnes
■ A góðviðrisdögum í Tívólí í Kaupmannahöfn, er mannlífið iðandi.
■ Slöngulestin hefur alltaf visst aðdráttarafl, þó að sjálfsögðu jafnist það
enganveginn á við aðdráttarafl „Rútsjebanans“
■ Skemmtanirnar á þessu sviði eru iðulega hinar ágætustu, og svo var í
þessu tilviki.
niður á bekk undir fallegu tré og snæða
nestið sitt.
Auðvitað varð ég mannorðs míns
vegna að fara í öll djörfustu tækin, eins
og Fljúgandi teppið, Rútshebanann að
ég tali nú ekki um Parísarhjólið hroða-
lega, sem alltaf tekur upp á því að
stoppa, þegar ég, sú hin lofthrædda er í
hæstu mögulegu stellingu. Það er alltaf
jafnmikill léttir þegar maður hefur fasta
jörðu undir fótum á nýjan Ieik eftir
svona svaðilfarir, en það er jafnframt
staðreynd að ég hefði ekki viljað missa
af einni einustu, því spennan kitlar
óneitanlega á meðan á förinni stendur,
og eftir á getur maður hreykt sér hátt,
bent og sagt, „Sjáðu - þarna fór ég.
Þessu þorði ég.“
Þá er alltaf gaman að setjast fyrir
framan Ieiksviðið í Tívolí og reyna að
liðka dönskuna sína. Það gerði ég ein-
mitt þcnnan eftirmiðdag, en þá var
hreint bráðskemmtilegur kómiker, sem
ég man ekki hvað heitir að skemmta
börnunum með aðstoð sprenghlægilegs
trúðs, og svei mér þá, ef mér tókst ekki
bara að ná innihaldi svona annars hvers
brandara, og þess á milli hló ég bara
þegar aðrir hlógu.
Það var sko enginn Kóreubragur á
Tívolíbörnunum í Kaupmannahöfn, því
þegar þau voru í Rútshebananum og
Fljúgandi teppinu, þá öskruðu þau eins
og þau ættu lífið að leysa, en eins og ég
sagði frá í gein minni um Kóreu, þá sátu
allir hinir rólegustu í drápstækjunum, og
gáfu ekki frá sér múkk. Eg íslenskur
barbari, kann betur við háttinn sem við
Norðurlandabúar höfum áTívolíferðum
okkar, þó sá kóreanski sýni ólíkt meiri
sjálfstjórn og stillingu.
Ég gekk fram á brúðuleikhús, ég var
næstum búin að skrifa Prúðuleikhús, þar
sem æfingar voru í fullum gangi, og
virtist mér sem brúðustjórnendur væru
bara heilmikið leiknir.
Þá þótti mér vinalegt að fylgjast með
tveimur eldri konum sem sátu á bekk og
ræddu lífsins gagn og nauðsynjar, og sú
sem eldri var, tottaði um leið, á afar
heimspekilegan hátt, þennan líka svaka-
vindil, en hin hlýddi á, eins og sú gamla
hefði nú lausn heimsgátunnar alveg á
hreinu.
Slöngulestin er ákaflega vinsælt fyrir-
bæri, og mátulega krefjandi hvað hug-
rekki snertir, að foreldrar geta farið með
börnum sínum í slönguna, en það geta
þeir ekki í mörgum öðrum tilfellum, því
yfirleitt eru börnin miklu hugaðri en
foreldrarnir.
Það sem mér finnst einn af „sjörmum“
Tívolís, er að þegar maður er orðinn
þreyttur á fólksmergðinni og hávaðanum,
sem hvorttveggja var vissulega fyrir
hendi þennan heita sumardag, þá er
hægastur vandinn að draga sig örlítið
útúr skarkalanum og fá sér hressingar-
göngu meðfram fallegum tjörnum, á
rnilli laufgaðra trjánna. Þar er auðvitað
mannfólk einnig, en í sömu erindagerð-
um og maður sjálfur, þannig að það er
raunveruleg hvíld að skreppa út úr
ysnum og þysnum í eins og hálftíma, og
svo er hægt að hefja hamaganginn á
nýjan Ieik, eða bara gera eins og ég
gerði, setjast niður, fá sér einn öl og
fylgjast með fólkinu, -það er síbreytilegt
og alitaf jafnskemmtilegt skoðunarefni.
Mér varð hugsað til þess þennan fallega
dag í Tívolí, að Kaupmannahöfn án
Tívolís væri miklu fátæklegri borg
fyrir Danskinn er að sumu leyti eins og
koma farfuglanna fyrir okkur - þegar
Tívolí opnar á vorin í Kaupmannahöfn,
þá taka borgarbúar því sem ákveðnum
vorboða, rétt eins og við lítum á komu
fyrstu vorfuglanna okkar, sem mjög svo
sterkan vorboða. Ég held ég hætti þessu
mali, og láti myndirnar frá Tvívolí í
Kaupmannahöfn heldur tala sínu máli.
■ Alltaf fæ ég einhvem ónotafiðring í
mallakútinn þegar ég ferðast með París-
arhjólinu.