Tíminn - 03.05.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.05.1983, Blaðsíða 1
t Allt um íþróttlr helgarinnar. Sjá bls. 11-14 FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Þriðjudagur 3. maí 1983 99. tölublað - 67. árgangur Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, eftir fund með Geir Hallgrímssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins í gær: GEIR VERÐtlR AD LiGGJA FRAM TILLÖGUR I EFNAHAGSMALUM” ■ „Við höfum rætt fram og aftur þær leiðir sem færar kunna að vera í efnahagsmálum, en ég er ekki enn farinn að sjá efna- hagsstefnu Sjálfstæðisflokks- ins,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsókn- arflokksins er hann kom af fundi Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins síðdegis í gær, þar sem þeir funduðu um hugsanlegar leiðir í efnahagsmál- um með stjórnarsamstarf í huga. Steinerímur var aðhví spurð- ur hvort' honum sýndist sem Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur gætu sameinast um efnahagsaðgerðir til þess að koma í veg fyrir, eða draga úr þeirri holskeflu verð- og launa- 1. júní nk.: „Ef það á að verða, þarf að hafa hraðann á. Við gætum út.af fyrir sig sameinast um leið, en Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins er með umboðið til stjórnarmynd- leggja fram tillögurog hugmynd- ir sjálfstæðismanna í efnahags- málum. Steingrímur og fleiri forystu- menn Framsóknarflokksins munu í dag hitta Geir Hallgrtms- stæðisflokksins að máli, þar sem þessi mál verða væntanlega efst á baugi. -AB ■ „Ég mælti með því að safn- inu yrði lokað en niálið er nú komið í hendur bæjarfógetans í Hafnarflrði og hann tekur um þetta lokaákvörðun,“ sagði Ingvar Gíslason, menntamála- ráðherra, þegar hann var spurð- ur hvort hann hefði tekið endan- lega ákvörðun í málefnum Sæ- dýrasafnsins í Hafnarfirði. Ingvar sagði að ef forráða- ntenn safnsins tækju sig á og sýndu fram á að þeir hygðust reka safnið á viðunandi hátt væri ekki útilokað að hann breytti ákvörðun sinni. „En eins og er sé ég ekkert sem bendir til að svo verði,“ sagði Ingvar. - í umsögn dýraverndar- nefndar var talað um 6 mánaða frest? „Það er eins og ég segi að það má breyta þessari ákvörðun - þannig að fresturinn stendur eig- inlega ennþá,“ sagði Ingvar Gíslason. „Ég held að það myndi engum lögreglustjóra detta í hug að gefa leyfi sem fer í blóra við umsögn ráðuneytis,“ sagði Einar Ingimundarson, bæjarfógeti í Hafnarfirði, þegar hann var spurður hvað hann hygðist gera í málinu. Einar sagðist í framhaldi af þessu skrifa forráðamönnum Sæ- dýrasafnsins bréf og synja áfram- haldandi rekstrarleyfi. „Þetta eru okkur náttúrulega sár vonbrigði. Við skildum vel að það var ýmislegt sem laga þyrfti, en við reiknuðum með að fá þann frest sem dýraverndar- nefnd mæiti með,“ sagði Magnús Guðmundsson, skrifstofustjóri safnsins í samtali við Tímann í gærkvöldi. Magnús sagði að þegar bréfið frá fógeta bærist myndi stjórn safnsins koma saman til fundar og taka ákvörðun um framhald-, ið. —Sjó Sjá nánar bls. 3. ■ Flest bendir til að ekki líði á löngu þar til Sædýrasafninu í Hafnarflrði verður endanlega lokað. Þó hafa forráðamenn safnsins verið að undirbúa opnun þess undan- farna daga. Hér á myndinni eru Grétar Sveinsson, byggingameistari og Magnús Guðmundsson, skrifstofustjóri. Tímamynd Róbert SteingrímurHermannsson,sjávarútvegsrádherra,um ræðu sedlabankastjóra „GLEYMDI AÐALBÖLVALD- INUM - HAUM VÖXTUM” ■ „Mér fannst dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri boða ógurlegt svartnætti í ræðu sinni nú áðan, og að mínu mati þá gleymdi hann aðalbölvaldinum, háum vöxtum,“ sagði Steingrím- ur Hermannsson, sjávarútvegs- ráðhcrra, er Tíminn spurði hann í gær álits á því sem fram kom í ræðu seðalbankastjóra á árs- fundi Seðlabankans í gær. „Fjármagnskostnaðurinn er einn af verstu þáttunum í íslensku efnahags- og atvinnulífi í dag, og því má ekki gleyma, þegar verið er að gera grein fyrir stöðu íslensks efnahagslífs í dag,“ sagði Steingrímur jafnframt. Steingrímur sagði að sér hefði fundist sem það vantaði nánari útfærslu á því sem seðlabanka- stjóri boðaði. Hann hefði til að mynda ekkert tjáð sig um láns- kjaravísitöluna, hvort hún ætti að halda áfram að leika lausum hala, þannig að hún yrði 110% á ársgrundvelli. „Það að ‘afnema vísitöluna núna þýðir 20% kjaraskerðingu 1. júní,“ sagði Steingrímur, „og á það bara að ganga einhliða yfir launþegana? Og á sama tíma hækka sem þessu nemur. Ætla menn virkilega að fara út í slíkar hörkuaðgerðir?" Þá sagði Steingrímur að sér þætti það nú alger ofrausn hjá Seðlabankanum að hækka eigin- fjárstöðu á sl. ári í 15%, því á sama tíma hefðu rekstrarlán til atvinnuveganna ekki verið Sjá einnig bls. 2 og 15. hækkuð neitt í námunda við það mun fjármagnskostnaður bara sem verðbólgan hefði aukist. „Það hefði að mínu mati,“ sagði Steingrímur, „mátt ráðstafa ein- hverju af þessu eiginfjármagni Seðlabankans í rekstur atvinn- uveganna. -AB ■. -:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.