Tíminn - 03.05.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.05.1983, Blaðsíða 12
ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1983. Eftirlit er haft með nítríti í kjötvörum í verslunum: ,^STANDH> VÍDAST GOTT OG ALLTAF AÐ BATNA“ Eru tengsl milli N-nítroso-sambanda og magakrabbameins og sykursýki? En hvers vegna er nú svo mikill áhugi á nítrötum og nítrítum í matvælum? Þessi áhugi beinist að tvíþættu rann- sóknastarfi. Um langt skeið hafa ýmsir vísinda- menn haldið því fram, að samband geti verið á milli neyslu fæðu, sem inniheldur svokölluð N-nítroso-sambönd og vissra, tegunda krabbameins, svo sem maga- krabbameins. Þessi efnasambönd geta myndast frá nítríti í matvælum (nítröt geta breytst í nítrít), ekki síst í unnum kjötvörum. Auk áhuga vísindamanna á hugsan- legum tengslum milli nítríts í kjötvörum og krabbameins, þá hefur Þórir Helga- son læknir komið fram með þá tilgátu að N-nítroso-sambönd í matvælum gcti cinnig átt sök á „meðfæddri"' sykursýki, jafnvel þótt þessarar fæðu hafi verið neytt fyrir getnað. Unnið er að frekari rannsóknum í þeim efnum. Heilbrigðiseftirlitið hefur eftirlit með kjötvörum í verslunum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar sér um að framfylgja efti'rliti í kjötvöru- verslunum í Reykjavík. Blaðamaður Heimilistímans hafði samband við Guðmund Ingólfsson hjá Heilbrigðiseftirlitinu, en hann sér nú um væri það alls ekki nauðsynlegt í soðnar kjötvörur, svo sem pylsur, sem seldar eru soðnar, þá væri nítrítið einungis litarefni. Nítrat fínnst í sumu grænmeti en C-vítamínið er vörn gegn nítríti Nú fara matvælarannsóknir og athug- anir á nítríti í íslenskum matvælum fram hjá Rannsóknadeild landbúnaðarins, eða Fæðudeild RALA. f þeim rannsókn- um hefur m.a. grænmeti verið tekið til athugunar. Talsvert nítrat hefur fundist í sumu grænmeti. Næsta skref er því að sjá að fylgjast með kjötvörum í verslunum í borginni. Hann sagði, að ástandið í þessum málum væri miklu betra en það hefði verið. Kjötvöruframleiðendur hafa kynnt sér þessi mál og farið eftir ábend- ingum. Yfirleitt væri undantekning ef óleyfilegt magn af nítríti finnst nú orðið í kjötvörum, sagði hann. Sérstaklega sagði Guðmundur, að áhersla væri lögð á að athuga saltkjöt, t.d. í kring um sprengidaginn, þegar óvenjulega mikil sala er í saltkjöti. Það væri sama að segja um það og aðrar unnar kjötvörur, að ástandið væri bara gott - og alltaf batnandi. - Ef það kemur fyrir að of mikið nítrít finnst í kjötvörum hjá einhverju fyrir- tæki, þá reynum við að fylgjast sérstak- lega vel með framleiðslunni, þar til öruggt er að hún er komin í lag, en eins og áður segir, þá er slíkt algjör undan- tekning nú orðið, sagði Guðmundur Ingólfsson. Breyting til hins betra á sl. 10 árum Þegar rannsóknirnar hófust kom í ljós að saltpétur (nítrat) var mikið notað í kjötvörur hér á landi. T.d. var allt upp í 1 gr. af nítrati í kílói af saltkjöti. Nitrat er notað sem rotvarnarefni og litur og getur myndað krabbameinsvaldandi efni. Jón Óttar sagði, að nítrít væri víða að finna í matvælum, sérstaklega í unnum kjötvörum, - en magnið væri mun minna nú en það hefði verið fyrir 10 árum. Þó þyrfti enn að draga úr notkun þess, t.d. ■ Sérstök áhersla er lögð á að athuga saltkjöt t.d. í kringum sprengidaginn en þar er sama sagan og með aðrar unnar kjötvörur, ástandið er gott og fer batnandi. hvort ekki sé nauðsynlegt að draga úr notkun tilbúins áburðar í sumum tilvik- um. Þetta þarf að athuga betur, að sögn Jóns Óttars. Jón Óttar vill brýna fyrir fólki, að borða grænmeti helst hrátt, eða matreitt þannig, að C-vítamínið eyðist sem minnst. Sjóða það hið minnsta og þá helst gufusjóða grænmetið. C-vítamínið spornar mikið gegn eituráhrifum nítrits, svo nauðsynlegt er að vernda það í matnum. Fólk með magabólgur ætti sérstaklega að varast að nota reyktan og/eða saltað- an mat nema hið minnsta, og fylgjast vel með því að nóg C-vítamín sé í fæðunni. Gott er að venja sig á að borða alltaf ■ Jón Óttar Ragnarsson hefur um 10 ára skeið unnið að sérstökum rannsókn- um á matvælum og umhveifi íslendinga. eitthvað af fersku grænmeti eða ávöxtum á degi hverjum og þá einkum ef á borðum er reyktur eða saltaður matur. Annars ættu þeir, sem hafa magabólgur eða viðkvæman maga, að draga sem mest úr neyslu á slíkum mat, að sögn dr. Jóns Óttars Ragnarssonar. ■ Á síðari árum hefur áhugi alls almennings vaknað á hollustuháttum í mataræði og á rann- sóknastarfí, sem unnið hefur verið í þeim málum. Fyrír réttum tíu árum hófust rannsóknir við matvæladeild Raunvísindastofnunar Háskólans á nítrötum og nítrítum í matvælum, - en nítrítið er hinn virki undanfarí hinna varasömu N-nítróso sam- banda. Rannsóknin var unnin undir stjórn Jóns Óttars Ragnarssonar og Sigmundar Guðbjarnason- ar. Þær leiddu í ljós, að í vissum afurðum, þ.á.m. saltkjöti, beikoni og hangikjöti, var magn nítríts mun meira en búist hafði verið við. Jafnvel allt að einu grammi í kílói af kjöti. Jón Óttar Ragnarsson gaf blaðamanni Heimilis- tímans ýmsar upplýsingar um rannsóknarstarfíð og árangur þess. ■ Sóllampar eru vinsælir og gera húðina faUega brúna, en áríðandi er að fara eftir varúðarregl um, t.d. að nota vamargleraugu, en því hefur stúlkan á myndinni gleymt. Notkun sóllampa: Hollustuvernd ríkisins sendir út viðvaranir ■ Hollustuvernd ríkisins í Reykjavík hefur sent frá sér fréttatilkynningu til fjölmiðla. Þetta dreifibréf er sent til heilbrigðisnefnda vegna fjölda fyrirspurna sem borist hafa til Hollustuverndar. Fréttatilkynningin er á þessa leið: Notkun sóllampa hefur aukist mjög hérlendis hin síðari ár og sólbaðsstofum fjölgar ört. Notkun sóllampa getur fylgt nokkur áhætta. Af þeim sökum og vegna fjölda fyrirspurna hefur Hollustuvemd ríkisins sent út dreifibréf til heilbrigðisnefnda með upplýsingum og leiðbeiningum um slíka starfsemi. Geislar lampanna geta skaðað augun, ef ekki eru notuð þar til ætluð varnargleraugu og vitað er að langvarandi útfjólublá geislun getur valdið varanlegum breytingum á húð. Gestum sólbaðsstofa skal ennfremur bent á að leita ráða læknis noti þeir lyf t.d. fúkalyf eða geðlyf. Þá er vitað að viss fegrunarlyf geta valdið ofnæmi og ber því að hreinsa húðina vandlega fyrir sólböð. Persónulegt hreinlæti og góð þrif alls búnaðar eru mikilvæg. Aðeins er heimilt að nota sóllampa sem viðurkenndir hafa verið af Hollustuvernd ríkisins og þess gætt að farið sé eftir þeim reglum er um slíka lampa gilda og notkun þeirra. Eftirfarandi leiðheiningar skulu hanga uppi á sólbaðs- stofum: 1. Notið hlífðargleraugu. 2. Baðið yður að Iokinni geislun. 3. Hafið samráð við lækni yðar, ef þér notið lyf. 4. Viss fegrunarlyf geta valdið ofnæmi, hreinsið því húðina vandlega fyrir sólböð. 5. Búnaður sé hreinsaður eftir hverja notkun. 6. Fylgið leiðbeiningunum um lengd og tíðni sólbaða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.