Tíminn - 03.05.1983, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1983.
17
■ Jane Fonda og Kris Kristofferson í hlutverkum sínum í Rollover.
menningarmál
I heljargreipum
olíugróða Araba
ROLLOVER. Leikstjóri: Alan A. Pakula. Handrit: David Shaber. Aðalhlutverk:
Jane Fonda (Lee Winters), Kris Kristoffersson (Hub Smith), Hume Cronyn (Maxwell
Emery). Myndataka: Giuseppe Rotunno. Framleiðandi: Bruce Gilbert fyrir IPC
Films, 1982. Sýnd í Austurbæjarbíó.
■ Kvikmyndafyrirtæki Jane Fonda og
Bruce Gilbert - IPC Films — hefur gert
röð kvikmynda um viðfangsefni „sem
skipta máli“, ef nota má svo útjaskað
hugtak. Þetta eru myndirnar „Coming
Home“, sem fjallaði um Víetnamstríðið
og hina fötluðu hermenn, sem komu
heim til fjölskyldna sinna eftir að hafa
særst illa í stríðinu, The China Syn-
drome, þar sem flett er ofan af þeim
hættum, sem fylgja kjarnorkuverum,
gamanmyndin Nine to Five, þar sem
fjallað er um misrétti kynjanna á vinnu-
stað, og On Golden Pond um samskipti
kynslóðanna og ævikvöldið. Jane Fonda
hefur leikið í öllum þessum myndum, og
það gerir hún einnig í fimmtu kvikmynd
IPC-fyrirtækisins: Rollover, sem nú er
sýnd í Austurbæjarbíó. Og þar er enn
tekið til meðferðar mál, sem skiptir
miklu; hina gífurlegu peningaeign Ar-
abaríkjanna í vestrænum bankastofnun-
um og þær hættur, sem olíugróði þessara
ríkja hefur í för með sér fyrir efnahagslíf
iðnþróaðra ríkja.
Rollover er hnyttilegt sambland ástar-
drama og fjármálaþrillers. Höfuðpers-
ónurnar eru Lee Winters, ekkja ungs
kaupsýslumanns, sem er ráðinn af
dögum, og Hub Smith, ungur sérfræð-
ingur í bankamálum, sem hefur orð á sér
fyrir að redda málum þegar í óefni er
komið. Ekkjan erfði eignarhlut manns
síns í alþjóðlegum auðhring, sem hann
stjórnaði, og hefur hug á að ná tökum á
fyrirtækinu- Hub Smith er hins vegar
fenginn til þess að taka við banka, sem
stendur mjög illa, og reyna að koma
honum á réttan kjöl. Bankinn á í
miklum viðskiptum við áðurnefndan
auðhring, og þannig hefjast kynni þeirra
Smith og Winters, sem dragast fljótt
hvort að öðru og hafa jafnframt það
sameiginlega áhugamál að ná árangri í
viðskiptalífinu.
En ástarsagan er þó ekki meginvið-
fangsefni myndarinnar, heldur banka-
kerfi Vesturlanda, og það ægivald sem
Arabaríkin hafaíbönkunum. Innstæður
Arabaríkjanna í vestrænum bönkum -
olíugróði síðustu ára - eru svo gífurleg-
ar, að ef ákveðið væri að draga þá
peninga út úr bönkunum og kaupa fyrir
þá t.d. gull, þá myndi bankakerfið
sennilega hrynja og við taka kreppa sem
gera myndi kreppuna miklu að barnaleik
í samanburði. Pað er í það minnsta sú
aðvörun, sem Rollover vill koma á
framfæri.
Alan J. Pakula sýndi heim blaða-
mennskunnar í Bandaríkjunum með
áhrifamiklum hætti í „All the Presidents
Men“, þar sem fjallað var um þátt
Washington Post í afhjúpun Watergate-
hneykslisins. í þessari mynd sýnir hann
okkur inn í lokaðan kuldalegan heim
bankavaldsins vestra; við kynnumst því
hvernig alþjóðaviðskipti stórs banka í
Bandarikjunum ganga fyrir sig. Mynd-
ræn úrvinnsla efnisins er vel heppnuð og
oft áhrifamikil, enda enginn aukvisi við
stjórn myndatökunnar (Rotunno annað-
ist m.a. myndatökuna í All That Jazz og
í nokkrum kvikmynda Fellinis). Jane
Fonda og Kris Kristofferson eru mjög
trúverðug í hlutverkum sínum, og kemur
það kannski á óvart með Kristofferson,
sem hér leikur gjörólíkt hlutverk frá því
sem hann hefur áður gert, og gerir það
mjög sannfærandi.
Það er vissulega hægt að mæla með
þessari mynd, því hún er bæði skemmti-
leg og spennandi og fjallar þar að auki
um viðfangsefni, sem ætti að vera öllum
tilefni til umhugsunar - því ef svo skyldi
fara, sem gert er ráð fyrir í myndinni, að
Arabarnir kippi peningum sínum út úr
vestræna bankakerfinu, þá munu af-
leiðingar þess dynja á okkur sem og
öllum öðrum þjóðum í hinum vestræna
heimi.
-ESJ
Rollover
r" ..... ........ ..........— —
VIÐ HÖNNUM, TÖLVUSETJUM OG PRENTUM
SKÝRSLU- OG REIKNINGSEYÐUBLÖÐ FYRIR TÖLVUR.
TÖLVUPAPPÍR Á LAGER.
NÝ, FULLKOMIN LEISER-LJÓSSETNINGARVÉL
OG PRENTVÉLASAMSTÆÐA.
REYNIÐ VIÐSKIPTIN.
PRENTSMIDJAN £JLL F. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur, sími 45000
RÍKISSPITALARNIR
lausar stöður
Landspítalinn
SÉRFRÆÐINGUR í geislagreiningu óskast við rönt-
gendeild. Umsækjandi þarf að hafa reynslu í hjarta-
og æðaþræðingum einkum með tilliti til kransæða-
skoðana.
Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist
stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 15. júní n.k. á þartil
gerðum eyðublöðum.
Upplýsingar veita yfirlæknar röntgendeildar í síma
29000.
AÐSTOÐARLÆKNAR (2) óskast við geislalækninga-
deild til 6 mánaða frá 15ffjúní n.k.
Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist
skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 30. maí n.k. ásérstökum
umsóknareyðublöðum lækna.
Upplýsingar veita yfirlæknar röntgendeildar í síma
29000.
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast við lyflækninga-
deildir
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast við blóðskilunar-
deild
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast við taugalækn-
ingadeild.
Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir hjúkrunar-
forstjóri í síma 29000.
LJÓSMÓÐIR óskast til afleysinga á Kvennadeild
Landspítalans. Upplýsingar veitir yfirljósmóðir í síma
29000.
STARFSMAÐUR óskast strax til afleysinga í birgða-
stöð ríkisspítalanna aö Tunguhálsi 2. Upplýsingar
veitir starfsmannastjóri í síma 29000.
Geðdeildir Ríkisspítalanna
HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast á dagdeild
geðdeildar Barnaspítala Hringsins.
HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast við geðdeild
Landspítalans 32C frá 1. júlí n.k. eða eftir samkomu-
lagi.
FÓSTRAóskastviðgeðdeild Barnaspítala Hringsins.
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast til sumarafleys-
inga á ýmsar deildir.
Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarfor-
stjóri Kleppsspítala í síma 38160.
Skrifstofa Ríkisspítalanna
KERFISFRÆÐINGUR óskast til frambúðar við tölvu-
deild ríkisspítalanna fyrir 20. maí n.k.
Upplýsingar veitir forstöðumaður tölvudeildar í síma
29000.
RÍKISSPÍTALAR
Reykjavík, 1. maí 1983.
Þú færð allt
fyrir gæludýrin hjá okkur.
Sendum í póstkröfu.
AMASON
Laugavegi 30 - sími 91-16611.
Meltaway
Snjóbræðslukerfi
í bílastæði, tröppur, götur, gangstíga
torg og íþróttavelli.
Síminn er:
77400
Þú nærð sambandi
hvort sem er
að nóttu eða degi.
PÍPULAGNIR sf.
Smiðjuvegur 28 — BOX 116
202 Kópavogur