Tíminn - 03.05.1983, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1983.
í umsjðn: B.St. og K.L.
GÐMKONAN I
VARDEKKI
BARNSHAFANDI!
■ 1982 reyndu Rússar að
gera konu bam útí í geimn-
um, er þeir sendu Svetíana
Savitskaja í vikulanga ferð
með Soljut 7 út í geiminn.
Tilraunin misheppnaðist
þó og Svetíana varð ekki
bamshafandi.
Upplýsingar þessar
koma frá þýskum kven-
sjúkdómalæloii, dr. H.G.
Mutke, og birtust þær í
Súddeutsche Zeitung
ásamt öðrum fréttum af
ráðstefhu sem haldin var
um Iæknisfræðileg efiii í
sambandi við loft- og geim-
ferðir í Fúrstenfeldbmck,
rétt hjá Múnchen. Læknir-
rnn þýsld hafði súiar upp-
lýsmgar frá lækni sovésku
geúnfaranna, dr. Statsha-
detse.
Sovéski læknúinn hafði
veríð sendur tíl Múnchen
af yfirmönnum geúnferða-
læknisfræðistofhunarinnar
í Moskvu til að kynna sér
uppgötvun, sem dr. Mutke
hafði gert, en hún gerír
það kleift að gera skurðað-
gerðfr á fólld í þyngdar-
leysi.
Sovéska tifraunin var
gerð í 250 km. fjarlægð frá
jörðu, þegar geúnfarið var
á 28.000 km. hraða.
Rússar sjálfir hafa opin-
berlega upplýst, að tilraun-
frnar hafi verið læknis-
fræði- og líffræðilegs eðlis,
en sovesld læknfrúm stað-
festí við hinn þýska starfs-
bróður súin nákvæmlega
eftfr hverju var leitað og að
tifraunúi hefði ekld borið
árangur.
með misjöfnum árangri þó. Mér
þótti skákir þeirra félaga í Laug-
ardalshöll oft æði spennandi og í
framhaldi af því fór ég svolítið
að stúdera skákbækur og tímarit
og sækja æfingar".
Hvenær byrjaðir þú svo að
tefla á skákmótum?
„Það var strax árið 1972 en þá
var ég í Taflfélagi Reykjavíkur.
Síðan gekk ég í Taflfélag Sel-
tjarnamess en það var stofnað
árið 1977. Síðan þá hef ég þrí-
vegis orðið skákmeistari á Sel-
tjarnarnesi. Árið 1976 hlaut ég
svo hinn eftirsótta titil að verða
unglingameistari íslands. Ég hef
þó ekki teflt nema einu sinni á
móti í útlöndum, en það var á
Norðurlandamótinu 1973.“
- Var þetta erfitt einvígi?
„Já, þetta var fjandi strembið
og reyndi mikið á mann. Annars
er það nú þannig með skákina að
það er fyrst og fremst úthaldið
sem gildlir í svona mótum. Ég
held að það hafi ráðið úrslitum
hér því óneitanlega var maður
orðinn svolítið taugastrekktur“.
- Áttu þér einhverja upp-
áhaldsbyijun?
„Já, það er E4, kóngspeðið
fram um tvo reiti.
- En áttu þér einhvern upp-
áhalds skákmeistara?
„Það get ég nú varla sagt. Ef
það er einhver þá er það heims-
meistarinn Karpov, en hann tefl-
ir skákir sínar á þann veg sem
mér er mjög að skapi. Fisher er
oft nefndur um leið og Karpov í
þessu sambandi, en ég verð að
segja að ég er ekki eins hrifinn af
taflmennsku hans. Ég er meira
hrifinn af skákum sem tefldar
eru af varúð frekar en þeim sem
tefldar eru með miklum látum.
Ég er lítið fyrir „flugeldasýning-
ar“ í skákinni.
- Er ætlunin að fara út í
atvinnumennskuna?
„Nei, það get ég engan veginn
hugsað mér. Mér finnst þetta
ganga út í öfgar þegar maður er
farinn að hafa skákina bæði fyrir
aðal- og aukastarf. Hitt er svo að
sjálfsögðu ljóst, að þetta á eftir
að taka mikinn tíma frá manni 'í
framtíðinni, eins og skákin hefur
reyndar alltaf gert hingað til.
Samt sem áður kem ég ábyggi-
lega ekki tiÞeð að sjá eftir þeim
tíma.“
-ÞB
■ Þýzka vikuritið Stern hefur tryggt sér útgáfuréttinn á meintum dagbókum Hitlers. Þessi mynd úr blaðinu sýnir sýnishorn af rithönd
Hitlers, ásamt mynd af foringjunum tveimur, Mussolini og Hitler.
Seinen Freund,
Italiens Duce,
hat Hitler nie ganz ernst
genommen
• Gial CUno bei mlr. Musiolinl hat keinenScnneid mit untei d>e Augenzu kommen.
1 schon Gufing geeegl, ich betrecme Museolmi al» meinen Statihnliei m Rom Ciano isl lnlk
nledaigeschlagen. ei hal eehr viel von samcr Hochnasigkeit verloren. Unsere Trup-
pen marschieren derwcilcn in Warschau eln,- - 1, Oktcber 1939
Nur m oer ÖKentlichhuu ftvt Mussohn: rni Qioichschnu. Na<
inðrsch der ÖOMtschen Wohrmacht m Polon machl sich Hitier v
densbemuhungen des Duco und dessnn Aunenministeis Gral
v / stom
storn
Dagbækur eignaðar Musso
lini reyndust falsaðar
■ í MORGUNBLAÐINU
birtist um þessar mundir athygl-
isverð söguleg framhaldssaga
eftir Matthías Johannessen rit-
stjóra, sem hann nefnir: Spunnið
um Stalín.
Matthías Johannessen er
mikilvirkur og skemmtilegur rit-
höfundur, en sjaldan hefur hon-
um betur tekizt en að þessu
sinni. Hann hefur bersýnilega
unnið þetta verk af mikilli kost-
gæfni, leitað víða fanga og lesið
flestar meiriháttar bækur, sem
skrifaðar hafa verið um Stalín og
valdaskeið hans í Sovétríkjun-
um.
Úr þessu efni hefur Matthías
unnið mikinn róman, sem
jöfnum liöndum byggist á sögu-
legum heimildum og hugarflugi
hans. Frásögnin er hin læsileg-
asta.
Það leynir sér ekki, að verkið
er unnið af alúð, sem virðist
stafa öðrum þræði af duldri að-
dáun á söguhetjunni.
Matthías Johannessen hefur
eins og áður segir, valið þessari
frásögn sinni heitið: Spunnið um
Stalín. Mér hefur stundum kom-
ið í hug, hvort Matthíasi hefði
ekki tekizt enn betur, ef hann
hefði lagt dagbókarformið til
grundvallar. Frásögnin hefði þá
verið lögð Stalín í munn, en að
sjálfsögðu innan þess ramma, að
hér væri um róman að ræða,
studdan sögulegum heimildum.
MÉR hafði komið í hug að
vekja athygli Matthíasar á þessu,
en hefi horfið frá því eftir að
umræður hófust um meintar dag-
bækur Hitlers, sem talið er, að
nýlega hafi fundizt.
Nú væri hægt að telja þetta
óeðlilega stælingu. Ég hvet því
Matthías til þess að halda áfram
því frásagnarformi, sem hann
hefur valið sér.
Hitt er ég ekki efins um, að
Matthías er búinn að setja sig
svo vel í spor söguhetju sinnar,
að hann hefði getað samið dag-
bókarblöð Stalíns, sem hefðu
þótt trúleg. Matthías mundi þó
sennilega hafa þurft að lesa
meira af ritverkum Stalíns, en
það hygg ég, að hann hafi mest
vanrækt í hinni rækilegu undir-
búningsvinnu sinni.
Þessi hæfileiki snjalls rithöf-
undar, en þó einkum snjalls
blaðamanns, að geta samið dag-
bækur í nafni einhvers þekkts og
látins stjórnmálamanns, hefur
I
■ Mussolini.
aukið mér efasemdir um það, að
hinar meintu dagbækur Hitlers
séu ófalsaðar.
Þó verður ekkert fullyrt um
það á þessu stigi. Sagan um það,
hvernig dagbækurnar varðveitt-
ust virðist þó harla ósennileg, en
stundum getur raunveruleikinn
verið ótrúlegri en mesta lygi.
Það er ekki nýtt, að talið er,
að fundizt hafi dagbækur eða
endurminningar merkra manna,
sem enginn vissi þó um, að væru
til. Oft hefur verið um falsanir
að ræða, en einstökum sinnum
hefur þó hið gagnstæða komið í
ijós.
í ÞESSU sambandi er ekki úr
vegi að rifja upp, að fyrir 26
árum eða 1957 var talið, að
dagbækur Mussolinis hefðu
fundizt í fataskáp heima hjá
gamalli ekkju í Vercelli í Ítalíu,
Rosa Parvini að nafni. Með
henni bjó 44 ára gömul dóttir
hennar, Amela.
ítalska leyniþjónustan komst
á snoðir um þetta vegna orðróms
um, að mæðgurnar væru að
semja við amerísk blöð um að
selja þeim dagbækurnar.
Hún gerði því húsleit hjá
mæðgunum. Dagbækurnar
fundust. Samkvæmt lögregluúr-
skurði voru þær teknar og af-
hentar forsætisráðuneytinu.
Þegar hér var komið sögu,
voru rithandarsérfræðingar í
Lausanne í Sviss búnir að fella
þann úrskurð, að þeir álitu dag-
bækurnar ófalsaðar. Rithönd
Mussolinis leyndi sér ekki. Að-
eins frábær smllingur hefði átt
hlut aö máli, ef um fölsun væri
að ræða.
Mæðgurnar töldu, að dagbæk-
urnar hafi komizt þannig í sínar
hendur, að eiginmaður Rósu og
faðir Amelu, hefði verið beðinn
þess af háttsettum embættis-
manni að geyma bækurnar, þar
sem þær myndu verða í örugg-
astri geymslu, á stað, þar sem
engar líkur bentu til, að þær
gætu verið niðurkomnar.
FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ
hóf mikla rannsókn í málinu.
Börn Mussolinis voru kölluðsem
vitni. Dóttir hans lýsti yfir mikl-
um efasemdum, en sonurinn lýsti
sig þess fullvissan, að um fölsun
væri að ræða. Faðir sinn hefði
ekki haft tíma til að skrifa dag-
bækur.
Mæðgurnar voru teknar til
strangrar yfirheyrslu og eftir
mikil og ströng réttarhöld, játaði
Amela á sig fölsunina.
Hún hafði lagt á sig mikla
undirbúningsvinnu. ( Dögum
saman hafði hún sótt bókasöfn
og lesið dagblöðin frá 1920-1943.
Hún skrifaði hjá sér margt af
því, sem þar var sagt frá Mussol-
ini. Hún skrifaði einnig hjá sér
veðurlýsingar og gat því látið
Mussolini lýsa því í dagbókum
hvernig veðrið var. Þetta gerði
þær enn sennilegri.
Móðir hennar mundi svo eftir
ýmsu frá þessu tímabili og gaf
henni góð ráð.
Myndin, sem dagbækurnar
drógu upp af Mussolini, var
mjög í samræmi við lýsingar
fasista á lifnaðarháttum hans og
skapgerð á þeim tíma, þegar
valdasól hans lýsti skærast. Hann
var einstakur fjölskýldufaðir og
eiginmaður, viðkvæmur og til-
finningaríkur, vinurbarna,dýra
og blóma. Á einum stað segir
svo frá fundum þeirra Hitlers:
Hitler talaði og talaði, meðan ég
dáðist að rós í blómavasa á
borðinu.
Amela bar fyrir réttinum, að
upphaflega hefði hún ekki ætlað
að semja falsrit, heldur bók-
menntalegt verk. Það stafaði af
aðdáun sinni á Mussolini, að hún
hefði svipaða rithönd og hann.
Hún var eigi að síður dæmd í
tveggja ára fangelsi fyrir fölsun,
en sat aðeins eitt ár inni. Móðir
hennar fékk skilorðsbundinn
dóm. Þannig lauk þessu máli,
sem vakti mikið umtal á sinni tíð.
Þórarinn
Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar