Tíminn - 03.05.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.05.1983, Blaðsíða 10
ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1983. 10 viðskiptalffið umsjón: Skaftl Jónsson Mætum erfiðleikum með nýrri hönnun — íslenskur húsgagnaframleiðandi leitar fyrir sér á erlendum mörkuðum ■ „Til að mæta þeim erfiðleikum sem nú ríkja í húsgagna- og innréttingaiðnaði hér heima ákváðum við að snúa vörn í sókn og hefja framleiðslu á nýjum teg- undum húsgagna, sem við ætlum okkur að koma á bæði innlendan og erlendan markað. Við leituðum samstarfs við Pétur B. Lúthersson, húsgagnaarkitekt, og fengum hann til að hanna fyrir okkur nýjar tegundir, scm hægt er að framleiða hér hjá okkur án þess að bæta þurfi við vélakostinn sem fyrir er, en hann er með þeim fullkomnustu sem til eru hér á landi,“ sagði Eyjólfur Axelsson, fram- kvæmdastjóri Axels Eyjólfssonar í Kópavoginum, á fundi með blaða- mönnum. Árangurinn af samstarfinu við Pétur, sem eins og kunnugt er hefur getið sér orð fyrir hönnun sína bæði heima og erlendis, nægir í því sambandi að nefna Stacco-stólinn og Tabella skrifstofuhús- gögnin, eru svokölluð AXIS húsgögn, sem kynnt verða á Alþjóðlegu húsgagna- sýningunni í Kaupmannahöfn 4.-8. maí næstkomandi. Húsgögnin sem hér um ræðir eru svefnherbergishúsgögn sem heita Taxis, og eru úr Ijósum aski, klæðaskápar sem nefndir eru Rexis, sem hægt er að fá úr dökkum viði og ljósum aski, Maxis kallast hillu- og skápasamstæða og verð- ur hún einnig framleidd úr Ijósum aski og dökkum viði og loks er um að ræða Ijós askhúsgögn, Praxis. Við hönnun þessara húsgagna er haft í huga að rýmið nýtist sem best, eining- um er raðað saman eftir þörfum og eru valkostirnir ótrúlega margir. Húsgagnaverslun Axels Eyjólfssonar var stofnuð fyrir fjörutíu og sjö árum, en árið 1970 var fyrirtækinu breytt í hluta- félag. Eftir stækkun og endurskipulagn- ingu verksmiðjunnar 1981 er hún eitt best búna framleiðslufyrirtæki hér á landi. ■ Svefnherbergishúsgögnin sem fara á Alþjóðlegu húsgagnasýninguna í Kaupmannahöfn. I stað ónotaðs rýmis undir rúminu er komið fyrir skúffum. ; i * i Námstefna F.í.l. um flutningatækni og efnismeðferð: „Má spara allt að þrefaldri upphæð fjárfestingarinnar" ■ „í rannsóknum sem gerðar hafa verið meðal helstu nágrannaþjóða okkar, hefur meðal annars komið fram að á milli 40 og 60% af heildarrekstrar- fjármagni iðnfyrirtækja er bundið í hráefnum, vörum í vinnslu og fullunnum vörum," sagði Gunnar J. Friðriksson, formaður fragtnefndar Félags íslenskra iðnrekenda, m.a. í kynningu sem hann hélt á námstefnu um flutningatækni og efnismeðferð (logistik) sem haldin var fyrir skömmu. Einnig sagði Gunnar, að komið hefði í Ijós að kostnaður við efnismeðferð og efnisflutninga nemi á milli 15 og 85 af hundraði af framleiðslukostnaði (háð magni, tegund efnis og vinnslu) og með aukinni tæknivæðingu, sjálfvirkni, og samhæfingu allra þátta flutningakeðj- unnar mætti spara allt að helming af heildarflutningskostnaði einstakra fyrir- tækja, er þá átt við flutning innan sem utan fyrirtækis. Á námstefnunni kom fram, að arð- semi fjárfestinga á sviði „logistikmála" virðist nú almennt mun meiri en á öðrum sviðum hagræðingarmála. „Þannig er talið að með aðgerðum á sviði „logistikmála" megi spara allt að þrefaldri upphæð þeirra fjárfestinga sem kunna að vera nauðsynlegar vegna slíkra aðgerða," sagði einn fyrirlesari á nám- stefnunni. ( umræðum í lok námstefnunnar kom m.a. fram mikill áhugi þátttakenda á því að FÍI kannaði nánar möguleika á samræmdum aðgerðum á sviði „logistik- mála“ meðal fyrirtækja félagsins, t.d. með stofnun sérstaks „logistiksverkefn- is“ á vegum félagsins. ■ Hlutfallshreyting á sölu íslcnskru osta 1981 og 1982. Adalf undur Osta og sm jörsölunnar: IVIikil söluaukning á smjöri og ostum 8,3 kíló.en vár aðeins rúmlega 3 kíló fyrir 25 árum, þegar Osta og smjör- salan var stofnuð. Útflutningur á ostum nam 1.061 tonnum, sem er um 200 tonnum minna en árið 1981. Mest var selt til Bandaríkjanna, en þar næst til Dan- mcrkur og Hollands. Pá var nokkuð af smurosti selt til Tékkóslóvakíu. í nýútkomnum Sambandsfréttum kcmur fram að fyrstu þrjá mánuði þessa árs hefur sala á ostum verið mjög góð. Hefur hún enn aukist, um sem næst 12 af hundraði miðað við sama tíma í fyrra. ONN Sala Osta- og smjörsölunnar OSTUR SMJÖR ■ Mikil gróska var í sölu á ostum, smjöri og smjörva á síðasta ári niiðað við árið þar á undan. Á aðalfundi Osta-og smjörsölunn- ar, sem haldinn var fyrir skömmu, kom fram að söluaukning á smjöri og smjörva var 22,8 af hundraði. Einnig kom fram að smjörbirgðir eru nú með allra minnsta móti, voru aðcins úm 70 tonn 1. apríl s.l. Ostasala I landinu jókst uin 10,8 af hundraði á síðasta ári, en hjá Osta og smjörsöl- unni varð aukningin 13,6 af hundr- aði. Mcðalneysla osta á mann var um ENDURSKIPULAGT FRÁ GRUNNI HJÁ GEFJUN — ■ Fataverksmiðjan Gefjun í Reykja- vík var endurskipulög frá grunni síðast liðið sumar og sett upp í henni nýtt færslukerfi til að auka vinnsluhraðann í framleiðslunni. Jafnfram var unnið að því að koma á nýju bónuskerfi, með það að markmiði að ná niður launakostnað- inum á hverja framleidda einingu. Þessar upplýsingar fengum við hjá Þorbirni Stcfánssyni framleiðslustjóra, og hann skýrði okkur einnig frá því að jafnhliða þessu væru nú komin fram tvö ný vörumerki sem framleiðsluvörurnar eru seldar undir. Annars vegar er það vörumerkið „S1R„, en undir því eru seld karlmannaföt, stakir jakkar og frakkar, og er nú um þessar mundir veriö að hefja kynningarherferð á því. Undir þessu „SIR", merki verður framleiddur herra- fatnaður fyrir flestalla aldurshópa, bæði hefðbundin föt og tískufatnaður. Hins vegar var tekiö upp vörumerkið „Jas“ fyrir stakar buxur, sem verksmiðjan hefur lagt mikla áherslu á, og hefur hún aukið mikið fjölbreytnina í framboði sínu á þeim, jafnt í sniðum sem efnum. Verður lögð áhersla á að kynna þetta vörumcrki jafnframt hinu. Samfara endurskipulagningunni hefur framleiðslumagnið einnig verið aukið, og í framtíðinni mun verksmiðjan leggja aukna áherslú á að selja vörur sínar út um allt land, og í því skyni hyggst hún fyrst og fremst hagnýta sér sölukerfi kaupfélagsbúðanna. í því sambandi tók hún á síðasta ári í fyrsta skipti þátt í samkaupafundum Innflutningsdeildar og kaupfélaganna, og mun gera það aftur í ár. Fataverksmiðjan Gefjun framleiðir auk þess svo til öll þau jakkaföt, staka jakka og fínni stakar buxur, sem seld eru í Herraríkisbúðunum og Torginu. Einn- ig er hún frá fornu fari einn stærsti framleiðandi landsins á hvers konar einkennisfatnaði, jafnt fyrir herra og dömur. Til viðbótar þessu eru uppi hugmyndir hjá verksmiðjunni um framleiðslu á ýmsum gerðum af kvenfatnaði, sem henta framleiðsluuppsetningu hennar, svo sem á drögtum, buxum, kvenjökkum og pilsum. Slík framleiðslulína myndi auk þess falla vel inn í sölukerfið hjá kaupfélögunum, svo að þar eru ýmsir þjónustumöguleikarónýttir. Þáereinnig áhugi hjá verksmiðjunni á auknum sér- saumi á fötum, fyrir þá sem þurfa á afbrigðilegum stærðum að halda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.