Tíminn - 03.05.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.05.1983, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1983. ItBÉm 5 ■ I Laugardalshollinni gat folk tyllt ser mður og hlytt a 1. maí dagskrána án þess að skjálfa úr kulda. (Tímamyndir Árni Sæberg) 1. maí dagskráin flutt innan húss: „Þátttakan hefði mátt vera meiri” — segir Magnús L. Sveinsson, formaður V.R. ■ „Mér finnst þetta ágæt breyt- ing og held að það sé rétt stefna að hafa 1. maí hátíðarhöldin innan húss í framtíðinni. Veður- farið er nú oft þannig um þetta leyti árs, að fólki finnst betra að vera innan dyra en utan. Hún hefur oft verið köld golan á Lækjartorgi og fólk illa haldist við“ sagði Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Breytt .var um form á 1. maí hátíðarhöldum verkalýðsfélag- anna í Reykjavík að þessu sinni, sem kunngligt er. Kröfugangan var frá skrifstofum Alþýðusam- bandsins við Grensásveg og að Laugardalshöll, þar sem 1. maí dagskráin var flutt. Talið er að 2 til 3 þús. manns hafi tekið þátt í hátíðarhöldunum í Höllinni. „Ég verð að segja eins og er, að mér fannst þátttakan heldur lítil - hefði mátt vera meiri“, sagði Magnús. Hann kvaðst þó vera ánægður með 1. maí, því hátt í 2 þús. félagar í V.R. hafi komið í kaffi í húsnæði félagsins í Húsi versl- unarinnar. V.R. hafi boðið fólki þangað að loknum hátíðarhöld- unum í Laugardalshöllinni. Húsnæði V.R. hafi verið troð- fullt af fólki alveg frá því kl. þrjú og til kl. sex í eftirmiðdaginn. - HEI ■ SnQldarverk meistaranna Þórbergs og Halldórs Kiljans hafa löngum þótt notadrjúg í verkalýðsbaráttunni. Meðal upplesara var Jón Júlíusson, leikari. Upprennandi verkalýður vildi líka fá yfirsýn yfir hátíðina. ■ Verndnm kaupmáttinn - stóð m.a. á kröfuspjöldunum Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík: Fundur verður haldinn í fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Reykjavík, að Rauðarárstíg 18, þriðjudaginn 3. maí n.k. og hefst kL 20.30. Fundarefni: Úrslit alþingiskosninganna 1983 Skorað er á alla meðlimi fulltrúaráðsins að mæta. Stjórn fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík n ,NIEMEYER sláttuþyrlur meö eöa knosara. Veitum allar nánari upplýsingar í síma 22123. Veldu þér vandaða vél. Sími 22123. Pósthólf 1444. Tryggvagötu, Reykjavík Kennara vantar Kennara vantar að Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar n.k. skólaár. Æskilegar kennslugreinar: íþróttir, handmennt, danska og kennsla yngri barna. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-5224 og 97-5159. Skólanefnd Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar hnakkaH Vönduð vinargjöf Allt til reiðbúnaðar Þoivaldur msnKR Guðjonsson íhnakkar .Söðlasmiðameistari, Einholti 2 - inngangur trá Stórholti - simi 24180.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.