Tíminn - 03.05.1983, Blaðsíða 2
■ „Framtið okkar er i reynd ógnað,“ sagði Halldór Ásgrímsson, formaður bankaráðs Seðlabankans m.a. í ræðu sinni á
ársfundi Seðlabankans í gær, er hann ræddi verðbólguvandann.
Halldór Ásgrímsson, formaður bankaráðs
Seðlabankans á ársfundi Seðlabankans:
„FRAMTID OKKAR
f REYND ÖGNAÐ’’
„Verðum að slíðra sverðin um stund og nota kraftana
til að brjótastúrþeimverðbólgufjötrumsem við erumf’
Rl „Aðalatriðið er að rjúfa verður þá
sjálfvirkni sem ríkir á flestum sviðum.
Ekki aðeins á sviði verðlags og kaup-
gjalds, sjálfvirkni virðist oft ríkja í
útþenslu opinberra stofnana, banka og
annarra sem búa við þau skilyrði að geta
luekkað tekjurnar á móti auknum út-
gjöldum,“ sagði Halldór Asgrímsson,
forinaöur bankaráðs Scðlabanka Is-
lands m.a. á ársfundi Seðlabankans í gær
í ræðu sinni, er liann ræddi hverjir kostir
væru færir í efnahagsmálum, til þess að
koma þeim í viðunandi horf.
„Það þarf róttækar breytingar á flest-
um sviðum,” sagði Halldór, „því vand-
inn er djúpstæðari en margur hyggur.“
Halldór sagði jafnframt að það mætti
deila um það með hvaða hætti skuli tekið
á málunum endalaust, en það væri ljóst
að það væri engin önnur leið til, en að
þau stjórnmálaöfl, sem kosin eru lýð-
ræðislegri kosningu í landinu, leiddu
baráttuna og hagsmunaöflin í þjóðfélag-
inu veittu þeim fuilt svigrúm og aðhalds-
sama aðstoð til að framkvæma það sem
gera þyrfti.
„Það gerist ekki af sjálfu sér, að við
náum tökum á cfnahagslífinu," sagði
Halldór, „það gerist heldur ekki með
þeim hætti, að menn kasti ábyrgðinni
hver á annan. „Ef einhvern tíma hefur
verið ástæða til að slíðra sverðin um
stund og nota kraftana til að brjótast úr
þeim verðbólgufjötrum, sem við erum í,
þá er það nú. Ekki vegna þess, að það
sé áhættulaust eða vegna þess að engar
fórnir þurfi að færa, heldur vegna þess,
að framtíð okkar er í reynd ógnað.
Undirstöðurnar þola ekki það álag sem
hefur myndast."
Halldór gerði í síðari hluta máls síns
grein fyrir afkomu Seðlabanka íslands á
árinu 1982. Hann sagði m.a. „Afkoma
Seðlabankans er mun betri í ár, en á
síðastliðnu ári. Þá voru gjöld umfram
tekjur 233.8 millj. kr. en nú var tekju-
afgangur 106.5 millj. kr. Þessi útkoma
skýrist að talsvcrðu leyti af lakari stöðu
innlánsstofnana gagnvart Seðlabankan-
um á árinu 1982 en á fyrra ári.“
Halldór greindi frá því hvernig eigið
fé bankans hefur þróast undanfarin þrjú
ár og kom þar fram að sem hlutfall af
heildarfjármagni var eigið fé árið 1980
11.7%, árið 1981 var það 9.0% og árið
1982 var það 15.1%. Sem hlutfall af
þjóðframleiðslu var eigið fé á þessum
árum: 1980 2.1%, 1981 1.7% og 1982
3.3%.
Þessar tölur sýna, að því er Halldór
sagði, tiltölulega góða stöðu bankans.
Halldór vék að nokkrum atriðum úr
rekstrarreikningi bankans, og benti á,
að vaxtatekjur bankans umfram vaxta-
gjöld voru á árinu 1982 263 millj. kr. en
á árinu 1981 voru vaxtagjöld umfram
tekjur 158 millj. kr.
Þá kemur frarn að á liðnu ári var
gjaldfærður kostnaður vegna nýbygging-
ar og húsnæðisbreytinga Seðlabankans
24.8 millj. kr.
Halldór gerði einnig lítillega grein
fyrir efnahagsreikningi ársskýrslu Seðla-
bankans og vakti athygli á eftirfarandi
atriðum:
1. Ef miðað er við gengi dollara hafa
erlendar eignir í frjálsum gjaldeyri
að frádregnum erlendum skuldum
til skamms tíma lækkað úr206 millj.
dollara í 114 millj. dollara.
2. Nettó staða innlánsstofnana var í
árslok 1982 sú, að skuldir þeirra við
Seðlabankann voru hærri en inni-
stæður um 1.300 millj. króna, en
árið áður var staða þeirra þannig, að
innistæður voru 504 millj. kr. hærri
en skuldir.
3. Þá er rétt að benda á, að nettó staða
bankans við Alþjóðagjaldeyrissjóð-
inn var skuld að fjárhæð 36.8 millj.
SDR (Sérstök dráttarréttindi - inn-
skot blm.) í árslok 1982, en nettó
skuldinvar9.8miilj. SDRáriðáður.
Lokaorð Halldórs Ásgrímssonar
voru þessi: „Þrátt fyrir góða reikn-
ingslega stöðu Seðlabankans endur-
spegla þessar upplýsingar í reynd
veika stöðu út á við og sýna glöggt
að mikillar aðgæslu er þörf í stjórn
peningamála á næstunni.“
-AB
■ Ársfundur Seðlabanka íslands var fjölmennur að vanda, og eins og sjá má af þessari mynd, þá eru konur eitthvað sem
heyrir til aigerra undantekninga á ársfundi Seðlabankans, en þar eru samankomnir helstu ráðamenn þjóðfélagsins.
Tímamyndir - G.E.
■ Dr. Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri telur að algjört afnám verðbótakerfisins
sé að verða lífsspursmál fyrir efnahagshfið í landinu.
■ „Af þróuninni að undan-
förnu, þar sem saman hefur farið
samdráttur í þjóðarframleiðslu,
mikill viðskiptahalli og hraðvax-
andi verðbólga, verður sú álykt-
un ein dregin, að íslenskur þjóð-
arbúskapur stefni í ógöngur, sem
ekki verði komist út úr nema
með víðtækum aðgerðum og
stefnubreytingu í stjórn efna-
hagsmála,“ sagði dr. Jóhannes
Nordal Seðlabankastjóri m.a. í
ræðu sinni á 22. ársfundi Seðia-
banka íslands á Hótel Sögu í
gær, en þar dró Seðlabankastjóri
upp mjög svo dökka mynd af
efnahagsþróun síðastliðins árs.
Seðlabankastjóri sagði jafnframt: „Á
næsta leiti.er ný stökkbreyting launa
og verðlags vegna vísitölubóta og
hækkunar á landbúnaðarverðlagi og
fiskverði. Hætt er við því að allur frekari
dráttur á því að takast á við vandann,
muni gera hann erfiðari viðfangs og
verða til þess eins að lausn hans kosti að
lokum mun meiri fórnir í lífskjörum og
atvinnu."
Seðlabankastjóri sagði að augljóst
væri að bót yrði ekki ráðin á þeim
djúpstæðu vandamálum, sem nú væri
við að fást, nema með samræmdri stefnu.
„Ef takast á að tryggja að nýju
viðunandi hagvöxt og koma í veg fyrir
atvinnubrest, verður að gefa bættum
skilyrðum atvinnuveganna forgang,
jafnvel þótt það kosti tímabundna skerð-
ingu lífskjara og frestun félagslegra um-
bóta,“ sagði Seðlabankastjóri, og benti
í því sambandi á að nauðsynlegt væri að
bæta skilyrði fyrirtækja til aukningar á
eigin fé, t.d. með sérstökum skattaíviln-
unum, og benti á að á Norðurlöndunum
hefðu slíkar skattalagabreytingar gefist
vel, og hvatt til stofnunar nýrra fyrir-
tækja.
Seðlabankastjóri sagði að annar meg-
invandinn í efnahagsmálum íslendinga
væri tvímælalaust verðbólguþróunin,
sem nú væri komin á hættulegra stig en
nokkru sinni fyrr. Sagði hann engan vafa
vera á því að árangursleysið í viðureign-
inni við verðbólguna væri m.a. sprottið
af því að almenningur í landinu hefði
ekki gert sér grein fyrir því, hve mikill
dragbítur verðbólgan gæti verið á heil-
brigða efnahagsstjórn og framfarir í
landinu.
„Sú spurning hlýtur því að gerast
sífellt áleitnari," sagði dr. Jóhannes
NordaI,“ hvort það sé ekki að verða
íslendingum lífsnauðsyn að brjótast út
úr þessum vítahring með því að afnema
með öllu hið vélgenga verðbótakerfi
launa og verðlags, sem hér hefur verið
við lýði í meira eða minna mæli um
áratuga skeið.“
„Þótt afnám vísitölukerfisins kunni að
hafa í för með sér tímabundnar fórnir í
lífskjörum sagði Seðlabankastjóri
jafnframt, „er ég sannfærður um, að þar
er ekki um raunverulega fórn að ræða,
a.m.k. ekki þegar til lengri tíma er litið.
Þegar allt kemur til alls, ræðst hagur
almennings og þjóða af sköpun raun-
verulegra verðmæta, en ekki því þrátefli
um skiptingu svikulla fjármuna, sem er
inntak hagsmunabaráttu verðbólguþjóð-
félagsins.11
-AB
Dr. Jóhannes Nordal
Seðlahankastjóri á ársfundi
Sedlabankans í gæn
afnAmverd-
BÖTAKERFIS
AÐVERÐA
LfFSSPURSMAL