Tíminn - 07.05.1983, Side 4

Tíminn - 07.05.1983, Side 4
4; LAUGARDAGUR 7. MAI 1983. Bændur- Athugið Heyvinnuvélar á verksmiðjuverði f rá 1982 kEtnnEr Hinir velþekktu og vinsælu Kemper heyhleðsluvagnar. Tvær stærðir 24 rúmm. og 28 rúmm. 2 stærðir - vinnsiubr. 135 og 165 cm. Margra ára reynsla tryggir gæðin. Mest selda sláttuþyrlan í áraraðir. Fullkomin varahlutaþjónusta. Stjörnumúgavél 280 P T Heyþyrla 440 T - 440 M - 452 T - 452 M Tvær stærðir - tvær gerðir VÉIADEILD SAMBANDSINS BÚVÉLAR Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900 ÍSSKÁPA- OG FRYSTIKISTU VIÐGERÐIR Breytum gömlum ísskápum i frystiskápa. Góð þjónusta. REYKJAVIKURVEGI 25 Há'fnarfirði simi 50473 útibú að Mjölnisholtí 14 Reykjavfk. fréttir SIGLUFJARÐARBÆR FÆKKAR í EIGIN „KERFI” — og miðar framkvæmdfr við eigið aflafé en ekki lán og skuldasöfnun SIGLUFJÖRUR: Að „kerfið“ ákveði að skera niður hjá sjálfu sér og fækka eigin fólki hlýtur að teljast til tíma- mótaatburða. Frá Siglufirði berast nú þær fréttir að bæjarstjórn hafi ákveðið að bregðast við erfiðleikatímum með því að minnka eigið „kerfi“, fækka á m.a. bæjarskrifstofu, áhaldahúsi og dagheimili og miða framkvæmdir við eigin fjáröflun en hætta að safna skuldum. „Við erum að snúa við af vand- ræðabraut undanfarinna ára, þegar sífellt var aukið við skuldirnar, og ná okkur upp úr óráðsíunni. Við náum að vísu ekki að minnka skuldirnar á þessu ári, en ætlum a.m.k. að halda í horfinu svo þær aukist ekki frá því sem nú er. Þar sem þegar er liðið töluvert á árið og verður komið fram undir haust þegar það verður endanlega komið í gegn sem við erum að gera, fer það ekki að virka að fullu fyrr en á næsta ári“, sagði Bogi Sigurbjörnsson, bæjar- fulltrúi á Siglufirði er við ræddum við hann um sparnaðaraðgerðir bæjarins. - Það er sorglegt að þegar loðnan var hér alveg á toppi í góðærunum 1979-1981 þá söfnuðum við meiri skuldum en nokkru sinni. Það sem þá var t.d. gert í varanlegri gatnagerð var allt framkvæmt fyrir erlent lánsfé. Þá var gengið á sterlingspundinu 13,58 kr., en nú er það komið í um 35 kr. tæpum tveim árum seinna. Svona er hægt að fara illa með peningana sína. Þetta ætlum við nú að afleggja, þ.e. að framkvæmdir í gatnagerð og aðrar slíkar verða ekki gerðar nema fyrir eigið aflafé bæjarsjóðs, sagði Bogi. Bogi sagði hafa verið ákveðið að draga verulega saman, eða um þriðjung í áhaldahúsi bæjarins. Það komi að vísu til framkvæmda í áföngum, þ.e. að engum hafi verið sagt upp í vetur sem leið og menn geti fengið að vinna í sumar, en þeim fækki verulega í' haust þar sem verkefni verði nær engin. Á bæjarskrifstofunum verði fækkað um tvö stöðugildi. Að líkind- um þurfi þó ekki nema einn starfsmað- ur að hætta störfum þar sem sjúkra- samlagið færist nú inn á bæjarskrifstof- urnar, en það sé eitt starf. Einnig nefndi Bogi hagræðinguábarnaheimil- inu til að minnka óþarfa vinnu. Börn- um sem þar eru fyrir hádegi hafa fækkað úr um 20 niður í 8 án þess að starfsfólki hafi verið fækkað þar til nú. „Jú, auðvitað mælist þetta allt illa fyrir hjá ýmsum a.m.k. í bili. En það er bara alltaf svo, að ef maður er búinn að hafa einhverja óstjórn þá mælist það alltaf illa fyrir í fyrstu þegar verið er að koma lagi á hlutina aftur. En þetta er nú búið og gert.“ Bogi sagði fjárhagsáætlun vera mið- aða við 68% hækkun á kostnaðarliðum og 58% hækkun á launaliðum milli ára. „Síðan gerum við annað sem eng- inn gerir áíslandi. Samb. ísl. sveitar- félaga ráðleggur mönnum að miða tekjurnar við 54% hækkun milli ára, en við sláum af því 20%, þar sem við vitum að við náum ekki þeim pening- um. Okkur vantar nú loðnuna og við það hafa tekjur minnkað geysilega hér á Siglufirði“, sagði Bogi. -HEI Bæjarstarfsmenn á Siglufirði: Verða nú sjálf ir að borga brauðið sitt SIGLUFJÖRÐUR: Bæjarráð Siglu- fjarðar samþykkti á fundi sínum þann 13. apríl s.I. að frá og með 15. apríl mundi bæjarsjóður ekki greiða annað en kaffi, mjólk og sykur fyrir kaffistofur bæjarstarfsmanna og skóla. En í síðustu kjarasamningum bæjarins við Starfsmannafélag Siglu- fjarðarkaupstaðar var m.a. sam- þykkt að greiða starfsmönnum fæð- ispeninga scm nú ncma 515 krónum á mánuði, að sögn Boga Sigurbjörns- sonar, bæjarfulltrúa á Siglufirði. Að undanförnu hafa starfsmenn á stofnunum bæjarins keypt kaffibrauð á kostnað bæjarsjóðs, án þess að nokkru sinni hafi í raun verið samið um slíka hluti. Bogi sagði það ein- hvem veginn hafa komið af sjálfu sér - byrjað auðvitað á bæjarskrifstofun- um og færst síðan út í skólana og fleiri deildir á vegum bæjarins, þang- að til allir hafi verið komnir rneð brauð. - Urðu starfsmenn ekki súrir yfir að missa brauðið sitt? - Það er auðvitað eitthvert nudd í fyrstu. En ég heid að menn virði stjórnun ef að hún er af einhverju viti - að fólk vilji láta stjórna hlutunum j en ekki láta allt reka á reiðanum. I - Voru „tcrtukaupin“ orðinn stór útgjaldaliður? - Ef til viil ekki mjög stór - | kannski 100-200 þúsund. En margt smátt gerir eitt stórt", sagði Bogi. -HEI Vaxandi áhugi á byggrækt i Kirkjubæjarhreppi Rækta kjarn- fódrið sjálfir KIRKJUBÆJARKLAUSTUR: „Það er afskaplega lítið farið að vora - rétt að við sjáum orðið græna nál svona í rásum í úthaga og aðeins græna nál í túnum. Annars er þetta afskaplega dautt ennþá. Jörðin ætti þó ekki að verða afskaplega sein til, þ.e.a.s. ef við fáum ekki kuldakast í maí, eins og við höfum oft fengið“, sagði Hörður Davíðsson, bóndi í Efrivík, spurður um vorkomu. Hvort um kal sé að ræða kvað Hörður ekki séð ennþá. Hann kvað mikinn hug í bændum á þessum slóðum að fara að koma niður byggi. Hann sagði þó nokkra bændur hafa byrjað smávegis í þessu í fyrra og ætla að fara að sá nú næstu daga og þá heldur meiru en í fyrra. Jafnframt muni líklega fleiri sá byggi þetta vorið, en í fyrra. Sjálfur kvaðst Hörður ætla að sá í 7 hektara. Bændurnir sá hver heima hjá sér, en hafa nokkra sam- vinnu um vélakostinn. Eftir þreskingu sagði Hörður að kornbændurnir hafi súrsað kornið í tunnur og gefið skepnum það yfir vetrarmánuðina. - Þið ætlið sem sagt að rækta ykkar eigin ifóðurbæti og spara þar með fóðurbætiskaup og þar með gjaldeyri fyrir þjóðina? - Já það er ætlunin. Þetta hefur vérkast alveg Ijómandi vel og skepn- urnar eru æstar í kornið. -HEI Leikhópur Eiðaskóla heimsækir Norðurland DALIR: Leikhópur Eiðaskóla hyggst leggja land undir fót í næstu viku og heimsækja ýmsa staði á Norðurlandi með nýtt leikverk sem hópurinn hefur að undanförnu sýnt á ýmsum stöðum á Austurlandi. Þetta nýja verk er eftir Sólveigu Traustadóttur og heitir “Ham- ingjan býr ekki hér - hún er á hæðinni fyrir ofan“. í frétt frá leikhópnum segir að verkið hafi hvarvetna hlotið hinar bestu viðtökur. Fyrsta sýningin á Norðurlandi verður að Breiðumýri mánudaginn 9. maí. Næstu sýningar verða: í Freyvangi þriðjudaginn 10. maí, Hofsósi miðviku- daginn 11. maí og að síðustu á Hótel Höfn á Siglufirði fimmtudaginn 12. maí. Allar sýningarnar hefjast kl. 21.00. Leikhópur Eiðaskóla vakti athygli á síðasta vori með sýningu á verki er bar yfirskriftina: „Enginn veit sína æv- ina...“, hvaryetna við góðau orðstír. -HEI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.