Tíminn - 07.05.1983, Qupperneq 10
ia__________
menningarmál
LAUGARDAGUR 7. MAl 1983.
Maðkar í mysunni
„Úr lífi ánamaðkanna^ eftir Per Olov Enquist
Leikfélag Reykjavíkur sýnir
Ur lífi ánamaðkanna
cftir Per Olov Enquist
Stefán Baldursson þýðir
Lýsing Daníel Williamsson
Leikmynd, búningar Steinþór Sigurðs-
son
Leikstjóri Haukur J. Gunnarsson
■ Nú til dags munu vera grasmaðkar í
mysu fjölskyldunnar; um miðja nítjándu
öldina voru það ótíndir ánamaðkar, ef
marka má þctta nýlega verk sænska
leikskáldsins Per Olov Enquist. Undir-
tifill þess er Fjölskyldumálverk frá 1856,
og það eru orð að sönnu. Eitt kvöld, og
fram á nótt, skyggnumst við áhorfendur
inn á heimili metktarhjónanna Heiberg
í Danmörku, og það væri vitanlega fánýt
iðja ef ekki væri pottur brotinn og
dramatísk spcnna í loftinu. Það vcrður
Ijóst þegar H.C.Andersen kemur í heim-
sókn, niðurbrotinn maður eftir að hafa
misst út úr scr gervitennurnar og kysst
fótinn á greifaynju Danner.
Heiberg-hjónin voru á sínum tíma
mikils metin í dönsku leikhús- og mcnn-
ingarlífi. Hann var leikritahöfundur,
ritstjóri og um hríð leikhússtjóri Kon-
unglega leikhússins; hún var vinsælasta
leikkona Dana á öldinni sem leið, en
fékkst einnig við skriftir og leikstjórn.
Þau voru afar áhrifamikil og áttu scr
óvildarmenn í samræmi við það. Sumir,
eins og til dæmis H.C. Andersen í
upphafi leiksins, töldu hjónaband þeirra
fullkomið dæmi um fagra og göfuga ást,
en aðrir voru nú aldeilis ekki á því.
Athyglin beinist einkum og s'ér í lagi
að frú Heiberg, Jóhönnu Lovísu, og
tveimur gerólíkum þáttum í hennar
persónu. Annar þátturinn hefur mótast
af eðli hennar og umhvcrfi í æsku; hún
er af fátæku foreldri, faðirinn drykk-
felldur ruddi, og móðirin verður að sýna
hörku til að fjölskyldan skrímti. En svo
gerist það að „velgerðarmenn" taka
hana upp á sína arma; fyrst hinn ólánlegi
og gæfusnauði Hermann, og síðar Hei-
berg sem giftist henni. Heiberg lítur á
hana sem efni í listaverk er hann geti
sjálfur búið til og mótað; hún er að sínu
leyti reiðubúin að taka kennslu cf það
getur orðið til þess að hún komist upp úr
forarvilpunni þar sem hún er fædd.
Listaverkið verður á endanum of fallegt;
kennslan heppnast allt of vel. Þegar hér
er komið óttast hún að hluti hennar sé
að eilífu dáinn og hún óskar þess að hún
geti fundið sársaukann upp á nýtt, því
sársaukinn fylgir lífinu. Hún fer aö rita
endurminningar sínar til að reyna að
skilja hvað hafi komið fyrir.
Einn er þó enn verr staddur en
Jóhanna Lovísa; nefnilega kennari
hennar og eiginmaður, herra Heiberg
leikhússtjóri. Hér á árum áður samdi
hann skemmtilega gamanleiki flutti og
vaudivilluna inn til Danmerkur; nú er
hann fastur orðinn í „góðum smekk“ og
lítur svo á að steingeldar leikgerðir
danskrar kellíngar á verkum Shakesp-
eares séu til muna fullkomnari en hin
upprunalegu, ogóhefluðu, leikrit. Hann
hefur sett sér háleitt takmark fagurker-
ans; nú er hann einmana, hjarta hans
ísilagt, og eina huggun hans er að
stjörnurnar, sem þó skína svo bjart, eru
að líkindum flestar jafn steindauðar og
hann. H.C.Anderscn, barnalegur og
klaufalegur snillingur, vekur næstum
ótta hans.
Bara
hamingjusamur...
H.C.Andersen á margt sameiginlegt
með frú Heiberg. Hann er alinn upp í
skítnum en vill leita upp á við; heldur að
markinu sé náð ef hann getur samlagast
gerisneyddu hákúltúrlífi Danmerkur, og
semur í þeim tilgangi hræðileg leikrit og
skáldsögur. Ævintýri sín semur hann
„bara" af því að hann er hamingjusamur,
og áttar sig ekki á því að þau munu lifa
■ Fjölskyldumálverk frá 1856
þegar önnur verk hans eru blessunarlega
gleymd. En H.C.Andersen er að vísu
ekki jafn góður nemandi og Jóhanna
Lovísa Heiberg var á sinni tíð; saklaust
barnið er of ríkur þátttur pcrsónuleika
hans til að hann geti bælt það niður.
í þessu leikriti eiga hlutirnir sér orsakir
sem vlð getum komið auga á. Sjálfar og
einstakar sálarkvalir persónanna hef ég
þó grun um að séu höfundinum ekki
ýkja hugstæðar; það eru persónurnar í
heild sinni sem hann er að fjalla um; sem
sé þau Heiberghjónin og H.C.Ander-
sen. Sem slíkt er leikritið afar listilega
samið og vel að merkja ekki eintóm
dramatík; þvert á móti er það með
köflum mjög fyndið, annars staðar
áhugaverður skáldskapur og lýsandi.
Fyrirtaks leikur leikaranna í Iðnó hjálp-
ar svo ekki lítið til að gera sýninguna
minnisstæða.
Guðrún Ásmundsdóttir er frú Hei-
berg, kona sem talar tvö tungumál.
Guðrún var mjög sannfærandi í þeim
atriðum þar sem frúin hafði fulla stjórn
á sér, samkvæmt lærdómi og sjálfsögun
uppvaxtaráranna; .stundum var eins og
skortj eilitla grimmd eða grófleika í
önnur atriði, en í heild þótti mér Guðrún
góð. Þórsteinn Gunnarsson stóð sig
fjarska vel sem H.C. Andersen og var oft
lllugi Jökulsson ífl
skrifar um leikhús
glettilega álappalegur, bæði í tali og
hreyfingum. Fyndnasta sena sýningar-
innar var forkostulegt ævintýri hans um
svokallaðan „staðal-gagnrýnanda", sem
ætíð er samur og jafn, en þetta flutti
Þorsteinn með miklum bravúr. Ekki
stóð hann sig síður vel í annarri frásögn
af því er hann sá frú Heiberg í fyrsta
sinn; þár var annar tónn í máli hans.
Steindpr Hjörleifsson var hæfilega stífur
í hlutverki Heibergs leikhússtjóra; dap-
urlegur óg rammvilltur frá öðru fólki.
Fjórða hlutverkið lék Margrét Ólafs-
dóttir; það er gömul kona sem situr nær
hreyfingarlaus á sviðinu allan tímann og
segir harla fátt; þó er þetta mikilvægt
hlutverk sem Margrét leysti vel af hendi.
Forarplöntur til
skrauts
Haukur J. Gunnarsson sýnist mér
hafa unnið þessa sýningu af mikilli
smekkvísi (þetta orð er ætlað sem hrós!)
og skilningi á eðli leikritsins. Hann
leggur hvergi út í tilgerð eða ofdramatis-
eríngu, heldur sýnir öllum þáttum og
öllum persónum jafnan ogfullan trúnað.
Leikmynd Steinþórs Sigurðssonar var
fallegt verk, og vert er að vekja athygli
á förðun Guðrúnar Þorvarðardóttur á
Þorsteini Gunnarssyni í hlutverki ævin-
týraskáldsins. Þýðing Stefáns Baldurs-
sonar var vandaður og góður texti en
mátti ekki „hitt málið" sem frú Heiberg
og H.C. Andersen lærðu í barnæsku
vera allmiklu kjarnyrtara? Skal fúslega
taka fram að ég hef ekki lesið leikinn á
frumntálinu, svo ekki veit ég hvernig Per
Olov Enquist hefur þetta, en „skaufi" er
ekki mjög ruddalegt orð - nema fyrir
pent fólk af borgarastétt.
Ég hafði gaman af þessari sýningu.
Hún fjallar, kannski, um ástina, kannski
um fólk sem reynir að bæla niður eðli sitt
og tilfinningar, kannski um deyjandi
fólk. Fyrst og fremst fjallar hún um fólk.
Ánamaðka sem orðnir eru hreinir; forar-
plöntur sem búið er að setja til skrauts í
stofu.
Revíuleikhúsið sýnir
Islensku revíuna
eftir „Geirharð Markgreifa", Gísla Rún-
ar Jónsson og leikhópinn
Leikmynd Steinþór Sigurðsson
Ingvar Björnsson sá um lýsingu
Tónlist Magnús Kjartansson
Leíkstjóri Gísli Rúnar Jónsson
■ í leikskrá segir Þórir Steingrímsson,
sem myndi kallast framkvæmdastjóri,leik-
hússtjóri, prímus mótor Revíuleikhússins
hann segir sem sé: „Til þess að revían
lifi, þá þarf hún að hafa sínar lífvænlegu
aðstæður. Helst mega þær ekki vera of
góðar og alls ekki of frjálsar. Það verða
að vera til hlutir sem ekki má segja ncma
með revíuforminu einu, eða réttara sagt
að revíuformið eitt getur stungið á því
kýli sem vill grafa um sig í þjóðfélaginu."
Ojá, ojá og það er nú það. Þetta með að
stinga á kýlum; íslenska revían svo-
kölluð sem nú hefur verið sett upp í
Gamla bíói mun ekki stinga á neinum
kýlum. (Ekki nema veriðsé aðsneiða að
jafnvægisskyni fólks; leikendurnir eru
sífellt að detta.) Það er auövitað laukrétt
sem „Geirharður Markgreifi", höfundur
upprunalegrar gerðar revíunnar, segir í
leikskránni að aðrir miðlar, og ekki síst
sjónvarpið og kjaftadálkar blaðanna,
hafa tekið við stóru hlutverki revíunnar;
stjórnmálamenn herma bcst eftir sér
sjálfir, frásagnir af öllum voðalegum
„hneykslum" eru strax komin í blöðin -
nógir um hituna í kýlabransanum. Auk
þess erum við orðin svo skelfing umburð-
arlynd; er það ekki ? Þurfum við ádeilu-
revíuna sem bæði hneykslar og hlægir?
(Raunar er ég ekki viss um að grínið í
Gamla bíói geti með sæmilegum rétti
kallast revía, þetta er samansafn af
sketsum; ekki svo að skilja að það skipti
verulegu máli.) v
Þurfum og þurfum ekki. Var íslenska-
revían fyndin? Þar er smekkurinn mis-
vitrastur sent lýtur að húmor; svari nú
■ Magnús ■ Örn Áraason
Kjartansson
hver sem bctur getur fyrir sig. Formið
var sniðugt; hópur af vondum leikurum
er að basla við að setja upp hitt og þefta
undir stjórn vonds leikstjóra. Flestum
spjotum er beint að menningarlífi bæjar-
ins; margir nafngreindir. Áhorfendur
hlógu þegar þeir könnuðust við eitthvað
upp á sviði; það þurfti ekki að vera svo
fyndið. (Mig grunar að íslendingar séu
ekki mjög fyndin þjóð.) Og þá fellur nú
víst allt í ljúfa löð; úr því við hlæjum.
Tilganginum náð.
En var hún
fyndin?
En var revían fyndin? Nei, ekki mjög.
Sumt var auðvitað sniðugt og stöku
atriði meira að segja mjög fyndin en
annað þótti mér fjarska leiðinlegt. Þetta
segir nú að vísu ekkert annað en það að
sumt hafi akkúrat mér þótt sniðugt,
stöku atriði mjög fyndin cn annað
fiarska leiðinlegt. Ekki er þetta nú
■ Guðrún ■ Þórhallur
Alfreðsdóttir Sigurðsson
merkiiegri dómur. Aftur á móti get ég
leyft mér að halda því fram, og byggt
þaö á öðru en minni prívat kímnigáfu,
að flest atriðin hafi verið ívið of löng,
ekki síst óperuatriðið sem þó var býsna
sniðugt; að litlar eða engar tengingar milli
atriða hafi orsakað tilfinnanlegt spennu-
fall í hlátursvöðvunum; að lítilfjörleg
leikræn útfærsla söngvanna hafi gert hið
sama. I þessari revíu er sömuleiðis alltof
mikið um endurtekningar; samanber
fyrrnefndar dettur. Flestallt skrifast á
reikning leikstjórans; aukin sjálfsgagn-
rýni hefði gert þessari revíu mjög gott.
■ Kjartan ■ Guðrún
Bjargmundsson Þórðardóttu-
Lcikarar eru sjö, auk þess sem Magn-
ús Kjartansson, píanóleikari, tekur virk-
an þátt í sýningunni. Flestir eru frentur
lítt þekktir; Guðrún Alfreðsdóttir.
Guðrún Þórðardóttir, Kjartan Bjarg-
mundsson, Pálmi A. Gestsson, Saga
Jónsdóttir og Örn Árnason. Öll sýna.
ágæta gamanleikarahæfileika en lognast
svolítið út af inn á milli; enn hefði
beittari leikstjórn sennilega ráðið bót á
því. Annars snýst revían að talsverðu
leyti kringum Þórhall Sigurðsson,
Ladda. en hann er ýmist í hlutverki
leikstjórans eða Ladda.
■ Pálmi A. ■ Saga Jónsdóttir
Gestsson
I stuttu máli sagt; maðurinn er skop-
leikari af guðs náð.
Skulda-
fangelsi?
Steinþór Sigurðsson gerði flókna leik-
myndina, hún erskemmtilegt verk. Ingv-
ar Björnsson hélt uppi klaufalegri lýs-
ingu, vísvitandi.
Eitthvað er Gerard... nei, Geirharður
Markgreifi að barma sér í leikskránni;
segist eiga von á því að lenda í skulda-
fangelsi með öllum hópnum ef fólk
kemur ekki að sjá revíuna. Ég get nú satt
að segja ekki ímyndað mér að svo illa
fari. Þótt deila megi um hversu fyndið
þetta eða hitt atriðið er, þá fann ég ekki
betur en að á frumsýningu skemmti fólk
sér hið besta, jvo sem til var ætlast. Það
kæmi mér hreint ekki á óvart þó þjóðin
kæmi aftur í næstu viku með afa gamla
og frænku frá Ólafsfirði - eins og
markgreifinn hvetur til...
Illugi Jökulsson skrifar
um revíuleikhús
Frænka frá Ólafs-
firöi kemur nokk!
— „íslenska revían“ I Gamla bíói