Tíminn - 07.05.1983, Side 14
LAUGARDAGUR 7. MAÍ1983.
14
heim ilistím in n
Umsjón: A.K.B.
Hollustu-
eftirlit
með
eggjum
er
nauð-
synlegt
t*
Wm < Jhi
Lifur er
hollustufæða
■ Yfirdýralæknirinn í Reykjavík
hefur bent á eftirfarandi atriði í
sambandi við viðræður um dreifing-
arstöð og eftirlit með eggjum:
1. Par sem egg eru viðkvæm matvara
er ekki óeðlilegt að með henni s6
haft eftirlit, bæði að því er varðar
hollustuhætti og gæði, en vart er
siíkt eftirlit framkvæmanlegt með
góðu móti nema söluegg fari gegn
um dreifingarstöð eða dreifingar-
stöðvar.
2. Eftirlit með eggjum er nauðsyn-
legt að mínu mati vegna þess að
með því einu móti er hægt að
gripa í taumanagagnvartcinstöku
framleiðendumv verði þeim
eitthvað á viljandi eða óviljandi.
. Ég tel lítinn vafa leika á því að
dreifingarstöð með góðum tækja-
kosti og geymsluaöstöðu ætti þegar
til lengri tíma er litið að geta tryggt
neytendum jafnbetri vöru heldur
en nú er. Auk þess ætti slík stöð
eða stöðvar að geta kontiö í veg
fyrir eggjaskort sept cr nú nær
árlegt fyrirbæri eins og neytendur
þekkja.
■ Nú er lambalifur á sérstaklega góðu
verði eins og sagt var frá hér á síðunni á
miðvikudag. Forsvarsmenn Stéttar-
sambands bænda og Framleiðsluráðs
landbúnaðarins buðu blaðamönnum að
smakka á ljúffengum lifrarréttum í
Brauðbæ og sögðu frá hvers vegna þessi
lækkun væri á lifur. Aðalástæðan er sú
að umframmagn af lambalifur er nú í
landinu vegna þess að lokað hefur verið
fyrir sölu til Bretlands, en þangað höfum
við selt lifur í 60 ár. Nýjar reglur gengu
í gildi þar fyrir ári síðan. Ekki er leyfilegt
að selja þangað lifur nema að hausarnir
fylgi með. Dýralæknar skoða þá og leita
að sérstökum kirtlum, þar sem sést,
hvort dýrið er með vissan sjúkdóm, sem
að vísu mun ekki til hér á landi. En
vegna þess að við íslendingar borðum
sviðahausana er ekki hægt að verða við
þessum nýju kröfum.
Hér hefur alltaf verið umtalsverð sala
í lifur, en nú eru það 300 tonn af lifur,
sem boðin eru á þessu sérstaka kynning-
arverði eða 20 kr. afslætti frá heildsölu-
verði.
Gefinn hefur verið út sérstakur bækl-
ingur með góðum uppskriftum 4 mat-
reiðslumanna að lifrarréttum og fylgja
tvær þeirra hér með. Einnig er í bækl-
ingnum umsögn Dr. Jóns Óttars Ragn-
arssonar um lifrina og hann segir m.a.
Hvers vegna er lifur holl? Vegna þess
að hún er að jafnaði bætiefnaríkari en
flestar, ef ekki allar aðrar algengar
matvörur, sem á boðstólum eru. Lifurer
frábær uppspretta fyrir þau efni, sem við
þurfum mest á að halda við myndun
blóðrauða, en það eru m.a. járn og
kopar, fólasín og B 12 vítamín.
Einnig er lambalifur ein besta A-víta-
mínuppspretta, sem völ er á.
Lifrin er fremur fitusnauð og því
mikið notuð í megrunarfæði. Henni er
stundum fundið til foráttu að vera auðug
af kólesteroli, en þá gleymist að samsetn-
ing fitunnar er tiltölulega hagstæð gagn-
vart æðakölkun og kransæðasjúkdóm-
um.
Verður dreifingarstöð eggja til bóta
fyrir neytendur og framleiðendur?
Eidhúshornið
Lifur í
krydd-
sósu
(matreiðslumaður: Har-
aldur Benediktsson,
Hótel Loftleiðum)
500 g lambalifur,
25 g hveiti,
40 g smjör,
4 stk. laukur, skorinn í sneiðar,
4 stk. tómatar, afhýddir og skornir í
sneiðar,
300 ml. kjúklingasoð, eða vatn og
kjötkraftur,
2 matsk. tómat puré,
'A tsk. tabasko sosa,
1 stk. hvítlauksgeiri, marinn
'h tsk. oregano,
'h tsk. thyme,
150 ml. rjómi,
sait og pipar,
niðurskorinn rauður pipar í skreyt-
ingu.
Skerið lifrina í þunnar sneiðar og
veltið upp úr krydduðu hveiti. Hitið
smjörið í eldföstu móti og brúnið
laukinn varlega, þar til hann er
orðinn mjúkur. Fjarlægið laukinn.
Brúnið lifrina, þar til hún cr orðin
Ijósbrún. Látið laukinn, tómatana,
tómat puré, tabasco sósuna, hvít-
laukinn og kryddið í eldfast mótið
ásamt lifrinni, Hitið í ofni við 180° C
í 10 mínútur. Bætið svo rjómanum út
í. Kryddið ef þarf. Með þessu er
borið fram spaghetti og rauð paprika
ofan á.
■ Á blaðamannafundi með nefndar-
mönnum frá Sambandi eggjaframleið-
enda, þcim Jóni Gíslasyni, Guðbirni
Guðbjörnssyni, Jóni Guðmundssyni og
Inga Tryggvasyni, formanni Stéttar-
sambands bænda, kom fram, að ýmislegt
það, sem fram hefur komið í umræðum
undanfarið um huganslega stofnun
eggjasölusamlags og væntanlega veit-
ingu heildsöluleyfis til Sambands eggja-
framleiðenda, er á misskilningi byggt.
Nefndin vill því eyða þessum misskiln-
ingi og skoða málið í ljósi staðreynda.
Aðdragandi þessa mál erorðinn nokk-
uð langur.
Á fundi í Sambandi eggjaframleið-
enda þann 4. febrúar s.l. var haldinn
almennur félagsfundur í Sambandi
eggjaframleiðenda og þar kosin 5 manna
nefnd til að fylgja eftir eftirfarandi
tillögum, sem samþykktar voru á fundin-
um:
1. Fundurinn samþykkir að Samband
eggjaframleiðenda óski eftir við
Framleiðsluráð landbúnaðarins að
það taki að sér verðskráningu á
eggjum skv. heimild í 45. gr. laga um
Framleiðsluráð landbúnaðarins og
hafi um hana fullt samráð við Sam-
band eggjaframleiðenda.
2. Fundurinn samþykkir að komið skuli
á stjórnun á framleiðslu á eggjum
samkvæmt 2. gr. laga Samband eggja-
■ Ingi Tryggvason og nefnarmenn úr Sambandi eggjaframleiðenda ræða málin við
blaðamenn. Nefndarmennirnir eru frá vinstri talið Jón Gíslason, Hálsi Kjós,
Guðbjörn Guðbjörnsson, Helguvík, Bessastaðahreppi og Jón Guðmundsson,
Reykjum.
framleiðenda sem miðist við að full-
nægja eftirspurn þeirri sem fyrir
hendi er í landinu, og tryggð verði
eðlileg afkoma vísitölubús eins og
það er á hverjum tíma. Eggjafram-
leiðsla verði bundin framleiðslu-
leyfum.
3. Fundurinn samþykkir að Samband
eggjaframleiðenda komi á félags-
bundinni sölu og dreifingu á eggjum
samkvæmt 1. lið 2. gr. og 4. gr. laga
Sambands eggjaframleiðenda og og
samkvæmt 36. gr. laga um Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins.
4. Fundurinn samþykkir að Samband
éggjaframleiðenda óski eftir við
Framleiðsluráð að það veiti fjárfram-
lag úr kjarnfóðursjóði til stofnunar
dreifingarstöðvar sámkvæmt fyrri
ákvörðun þess 1980.
Nefndarmenn töldu að það væri algjör
misskilningur að um einokunarsölu á
eggjum yrði að ræða með tilkomu dreif-
ingarstöðvarinnar eins og haldið hafi
verið fram bæði í ræðu og riti að
undanförnu. Með slíkri dreifingarstöð
eggja myndi fást fram mikil hagræðing
bæði fyrir bændur og neytendur. Fram-
boð yrði jafnt á eggjum allt árið um
kring og eggjum yrði dreift um allt land,
en eins og fyrirkomulag á eggjasölu er
nú, hafa ýmsir staðir orðið útundan hvað
varðar eggjasölu.
Ef af stofnun eggjasölusamlags
verður mun þar verða öflugt gæðaeftirlit
og egg flokkuð eftir stærðum. Öll egg
verða skoðuð og ónýt og sprungin egg
tekin frá. Einnig verður nákvæmt eftirlit
með eggjunum að því er varðar hollustu-
hætti. Tilgangur slíks samlags sagði Ingi
Tryggvason að væri að framleiðendur
gætu rekið bú sín og fengið laun fyrir
vinnu sína og neytendur vöruna á
sanngjörnu verði.
119 eggjaframleiðendur hér hafa 100-
2000 fugla hver, samtals 58 þús. fugla,
23 framleiðendur hafa 2000-10000 fugla
hver, samtals 104 þús. fugla, en 4
framleiðendur hafa meira en 10000 fugla
hver, samtals 108 þús. Auk þess eru svo
20 þús. fuglar hjá bændum, sem hafa
innan við 100 hænur.
Lifrar-
spjót
(matreiðslumaður:
Hilmar B. Jónsson,
Gestgjafanum)
1 pk. lambalifur (2 lifrar)
12 stórar beikonsneiðar (án pöru),
12 nýir sveppir,
soyasósa,
4-6 matsk. olía til steikingar,
100 g smjör,
soðin hrísgrjón.
Snyrtið lifrina og skerið í 2Vi cm
jafna teninga. Þerrið teningana.
Helmingið beikonsneiðamar og vefj-
ið þeim utan um lifrarbitana. I>ræðið
bitana upp á 6 grillspjót um 6 bita á
hvert spjót. Hitið olíuna á þykkbotna
4>önnu og brúnið lifrarspjótin í ca.
4-6mín. á hvorri hlið. Látiðbeikonið
liggja í olíunni. Takið spjótin upp úr
og haldið heitum. Hellið feitinni af
pönnunni og bræðið smjörið. Þegar
það freyðir eru niðursneiddir svepp-
imir settir á pönnuna og fljótlega á
cftir 1 dl. af soyasósu. Borið fram
með soðnum hrísgrjónum.