Tíminn - 07.05.1983, Page 17
LAUGARDAGUR 7. MAI 1983.
17
bridge
Uppskeruhátíð tvímenn
ingsspilara framundan
■ Eins og komið hefur fram í blaðinu unnu
Jón Baldursson og Sævar t>orbjörnsson Port-
orozmótið unrsíðustu helgi .með nokkrum
yfirburðum. Fyrir síðustu umferð voru þeir
25 stigum á eftir Jóni Andréssyni og Ragnari
Björnssyni en í síðustu umferðinni skoruðu
þeir 220 stig (meðalskor var 156) á meðan
Jón og Ragnar fengu „aðeins" 178. Jón og
Sævar fengu 3ja vikna ferð til Portoroz með
Samvinnuferðum að launum; Jón og Ragnar
fengu ílugfar til Kaupmannahafnar fyrir
annað sætið.
Einnig voru veitt peningaverðlaun fyrir
3.-5. sætið og eins fyrir bæstu skor í B- og
C-riðli í síðustu umferð. Vilhjálmur Pálsson
og Pórður Sigurðsson frá Selfossi urðu í 3ja
sæti, Ragnar Magnússon og Rúnar Magnús-
son í 4rða og Bragi Erlendsson og Ríkharður
Steinbergsson lentu í 5ta sæti. Runólfur
Pálsson og Egill Guðjohnsen og Aðalsteinn
Jörgensen og Stefán Pálsson fengu riðlaverð-
launin.
Pað er ekki hægt að skilja við þetta mót án
þess að minnast á vandamál sem kom upp við
framkvæmdina. Mótið var opið og spilarar
gátu tilkynnt þátttöku símleiðis. Þegar þátt-
tökufrestur var útrunninn höfðu 48 pör skráð
sig og mótið þar með fullt. Síðan fóru menn
að fá bakþanka og einnig spiluðu veikindi
inní og þegar mótið átti að hefjast á
laugardagsmorgunn voru aðeins 39 pör eftir.
Þá voru settir upp þrír 14 para riðlar með
yfirsetu, sem var auðvitað nógu slæmt í sjálfu
sér. Síðán létu 2 pör ekki sjá sig á mótsstað
og þá var komin upp ómöguleg staða því ekki
var hægt að spila í þrem 14 para riðlum með
2 yfirsetum í tveimur og 1 yfirsetu í einum.
Til að bjarga málunum bauðst eitt parið til
að hætta við og þá var hægt að spila í þrem
12 para riðlum.
Við þetta riðluðust auðvitað allar tímasetn-
ingar en sem betur fer tóku flestir þessum
óþægindum með skilningi. En þetta mál er
rakið hér til að benda á vandamál sem því
miður kemur of oft fyrir á opnum bridge-
mótum. Auðvitað er ekki hægt að gera að
veikindum en spilarar ættu að minnsta kosti
að geta sýnst þá kurteisi að skrá sig ekki í
mót án þess að vita hvort þeir geta tekið þátt
í þeim vegna atvinnu eða annarra einkamála.
Ég tala nú ekki um að láta ekki einu sinni
vita að þeir séu hættir við. Kannski ætti að
skikka þessa spilara til að sjá um eitt svona
bridgemót í refsingarskyni.
20 ára afmælismót
Bridgefélags Stykkishólms
Bridgefélag Stykkishólms er 20 ára á þessu
ári og í tilefni af því hefur það ákveðið að
halda afmælismót helgina 28.-29 maí í
samvinnu við Hótel Stykkishólm. Mótið
verður í tvímenningsformi og líklega miðað
við 36 pör með 3 spilum í umferð. Verðlaunin
á mótinu verða 12.000 krónur fyrir 1. sætið,
8.000 krónur fyrir annað sætið og 5.000
krónur fyrir það þriðja en einnig verða
aukaverðlaun fyrir hæstu skor í einni setu.
Keppnisgjaldið verður 1.100 kr. á mann
en í því er innifalin gistin og fullt fæði.
Mótið verður auglýst betur síðar en þeir
sem hafa áhuga geta haft samband við
skrifstofu Bridgesambandsins í síma 18350.
íslandsmótið í tvímenning
Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í
Íslandsmótið í tvímenning en skráning líkur
á hádegi næsta miðvikudag. Mótið verður
spilað í Domus Medica og hefst klukkan
13.00 á fimmtudag 13. maí. Þá verða spilaðar
2 umferðir í undankeppni en síðasta umferð-
in hefst á föstudag kl. 14.00. Úrslitin hefjast
síðan kl. 13. á laugardag en þá keppa 24 efstu
pörin úr undankeppninni.. Keppnisstjóri
verður Agnar Jörgensen.
Einnig má minna á að hægt er að skrá sig
í Bikarkeppnina til 15. maí.
Bridgeferð með Eddunni
Samvinnuferðir/Landsýn hafa svo sannar-
lega lagt sitt að mörkum og vel það til að efla
bridgelífið hérlendis. Þegar sölustjóri Sam-
vinnuferða, Helgi Jóhannsson, setti Portoroz
mótið um síðustu helgi tilkynnnti hann að í
undirbúningi væri vikufefð með MS Eddu í
haust sem aðallega yrði miðuð við þarfir
bridgespilara. Áætlað er að ferðin verði í
byrjun september og m.a. verði komið við í
Newcastle og Rotterdam. Um borð verða
skipulögð bridgemót og jafnvel bridge-
kennsla og einnig verður reynt að koma á
keppni við enska spilara á leiðinni.
Þessi ferð verður auglýst nánar bráðlega.
Bridgefélag kvenna
Nú er lokið 1 umferð af 5 í árlegri
parakeppni félagsins. Alls taka 42 pör þátt í
mótinu og þeim er skipt í 3 14 para riðla.
Efstu pör eftir 1. umferð eru:
Guðrún Bergsdóttir -
Eggert Benónýsson 198
Esther J akobsdóttir - Svavar Björnsson 195
Sigríður Pálsdóttir- Óskar Karlsson 192
Gerður ísberg - Sigurþór 184
Guðbjörg Þórðardóttir -
Valdemar Jóhannsson 180
Næsta umferð verður spiluð í Domus
Medica á mánudagskvöld.
Frá Bridgefélagi Reykjavíkur
S.l. miðvikudag lauk butler keppni félags-
ins með því að sex efstu pör úr hvorum riðli
í undankeppninni spiluðu til úrslita. Þeir
Hörður Blöndal og Jón Baldursson sigruðu í
mótinu eftir harða keppni við félaga sína
Sigurð og Val, en lokastaða efstu para varð
þessi:
Hörður Blöndal - Jón Baldursson 137
Sigurður Sverrisson - Valur Sigurðsson 133
Guðmundur Sveinsson -
Þorgeir Eyjólfsson 126
Helgi Sigurðsson -
Sigurður B. Þorsteinsson 122
Jón Ásbjörnsson - Stefán Pálsson 122
Jakob R. Möller - Runólfur Pálsson 121
Aðrir spilarar, sem mættu til leiks, spiluðu
sveitakeppni þriggja sveita. í þeirri keppni
sigraði sveit skipuð þeim Birni Eysteinssyni,
Guðmundi Hermannssyni, Hallgrfmi Hall-
grímssyni og Sigmundi Stefánssyni.
Þetta var-síðasta spilakvöld hjá félaginu á
þessu starfsári og þakkar stjórn félagsins
öllum félagsmönnum fyrir þátttökuna í vetur
og bridgefréttariturum blaðanna fyrir sam-
starfið.
Aðalfundur féiagsins verður haldinn í
fyrrihíuta júní og verður nánar tilkynnt um
hann síðar.
Bridgefélag Selfoss
Nú er lokið aðalsveitakeppni félagsins og
lokastaðan varð þessi:
Sigfús Þórðarson 199
Þórður Sigurðsson 172
Gunnar Þórðarsson 160
Brynjólfur Gestsson 155
Hrannar Erlingsson 135
Páil Árnason 95
Aðalfundur og árshátíð félagsins var hald-
in laugardaginn 30.apríl. Kjörin var stjórn og
er hún þannig skipuð: Formaður: Valgarð
Blöndal, Gjaldkeri: Eygló Gráns, Ritari:
Gestur Haraldsson, Varastjórn: Sigfús Þórð-
arson, Valey Guðmundsdóttir og Halldór
Magnússon.
NÝIR KAUPENDUR
H.RINGIÐU£\
BLAÐID
KEMUR UM HÆL
SIMI 86300
SPENNUM i BELTIN sjálfra okkar vegnal
\
tímarit
Iceland Review
■ Fyrsta tölublað þessa árs af lceland
Review er komið út og er efni þess að vanda
hið fjölbreytilegasta - bæði í máli og
myndum.
Meðal efnis í blaðinu má nefna grein um
laxarækt og hafbeit eftir Magnús Bjarnfreðs-
son, - umfjöllun Aðalsteins Ingólfssonar um
fimm íslenskalistmálaraafyngri kynslóðinni,
- samantekt Don Brandts um „Gullskipið"
margfræga á Skeiðarársandi og grein eftir Pál
Magnússon um hinar athyglisverðu fornleifar
í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Með þeirri
grein fylgja áður óbirtar litmyndir frá upp-
greftrinum.
Auk þess má nefna litmyndaraðir bæði frá
„Scandinavian today", og þætti Vigdísar
Finnbogadóttur í þeim hátíðarhöldum, og
höfnum á íslandi.
Ýmislegt annað efni er að finna í blaðinu
og að venju er það prýtt miklum fjölda
litmynda og hið vandaðasta varðandi útlit og
frágang.
Iceland Review kemur út ársfjórðungslega
og sem fyrr er Haraldur J. Hamar ritstjóri
þess og útgefandi.
FERMINGARGJAFIR
BIBLÍAN
OG
Sálmabókin
Fást í bókaversiunum og
hjá kristilegu félögunum.
HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG
(fuibbraiitjsötofu
Hallgrimskirkja Reykjavlk
simi 17805 opi6 3-5e.h.
PÓSTSEIMDUM
SPORTVÖRUVERSLUN
INGÓLFS ÓSKARSSONAR
Klapparstíg 44, sími 11783
Þroskaþjálfaskóli
Islands
Þroskaþjálfaskóli íslands auglýsir inntöku
nemenda skólaárið 1983-1984.
Nemendur skulu hafa lokið a.m.k. 2ja ára námi í
framhaldsskóla. Æskilegt er að umsæk[endur
hafi starfað 4-6 mánuði á stofnun, þar sem
þroskaheftir dveljast. Samkvæmt heimild í reglu-
gerð fyrir skólann (9. gr. 3.) verða haldin stöðupróf
í íslensku, dönsku og ensku fyrir þá umsækjendur
er ekki fullnægja skilyrðum um bóklegt nám.
Umsóknarfrestur er til 8. júní n.k.
Umsóknareyðublöð eru afhent í skólanum milli kl.
10-12 alla virka daga.
Umsóknir skal senda til Þ.S.Í. pósthólf 261, 212
Kópavogi.
Forstöðumann
vantar
á leikskólann v/Hlíðarveg á ísafirði, fóstru-
menntun áskilin.
Umsóknarfrestur er til 20. maí 1983.
Umsóknir sendist til undirritaðs, sem einnig veitir
nánari upplýsingar.
Félagsmálafulltrúinn ísafirði,
Austurvegi 2, sími 94-3722,
400 ísafirði.
r
Islandsmeistaramót
í hárgreiðslu og tiárskurði
veröur haldið í BROADWAY
sunnudaginn 15. mai ’83.
Keppnin hefst kl. 10 f.h, og lýk-
urkl. 17.
„Galadinner11 um kvöldið.
Miðapantanir í síma 27667.
5 efstu í hvorri iðngrein fá rétt til
keppni á Norðurlandamóti.
Erlendirdómarar.
Fjölmenniðog sjáið
skemmtilega keppni.
Samband
hárgrei&siu-og
hárskere.eistara.