Tíminn - 15.05.1983, Qupperneq 2

Tíminn - 15.05.1983, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 15. MAÍ1983 ■ Hótel Loftleiðir sem í huga vclflestra þeirra, sem á annað borð þekkja eitt- hvað til hótela hér á landi, skipar eitt toppsxtið, xtlar sér greinilega ekki að fxrast niður á gxðalistanum, því ef svo má til orða taka um hótel, þá stendur þar yfir nú og um nánustu framtíð ein allsherjar andlitslyfting. Verið er að endurnýja og bxta herbergi hótelsins, móttakan og anddyrið eru að fá á sig nýjan svip og svo mxtti lengi telja. Umsjónarmaður Á faraldsfxti snéri sér til Emils Guðmundssonar hótelstjóra á Hótel Loftleiðum og bað hann að upp- lýsa Tímalesendur um helstu breyting- arnar sem eru á döfinni hjá Hótel Loftleiðum. Stefna að því að gera 40 herbergi upp á þessu ári „Það stendur til að breyta herbergjun- um smátt og smátt og erum við nú þegar búin að breyta 20 herbergjum. Þegar hótclið var byggt, 1965 til 1966, þá þótti ■ Emil Guðmundsson hótelstjóri á Hótel Loftleiðum segir landann vera ánxgðan með þær breytingar sem verið er að frantkvæma á Hótel Loftleiðum. ■ Hér sést inn í eitt af hverbcrgjunum sem hafa farið í gegnum breytingar þær sem Emil lýsir í viðtalinu og er meiningin að á næstunni verði öll hótclhcrbcrgin svona útlítandi. Tímamynd - G.E. Hótel Loftleiðir með allskonar endurbætur yyLandinn fagnar breytingununis - segir Emil Guðmundsson, hótelstjóri það gott og gilt að láta rúmin í tveggja- manna herbergjunum vera gafl í gafl, en kröfurnar hafa breyst á þessum 17 árum, þannig að við höfum nú ráðist í að setja svokölluð hjónarúm í herbergin, sem eru að sjálfsögðu ný, auk þess sem við setjum nýjar sturtur og ný teppi í herbergin um leið, þannig að þetta eru eins og ný herbergi eftir að við erum búin að endurbæta þau. Við ætlum að taka önnur 20 herbergi t gegn í haust og síðan markvisst á ári hverju ákveðinn fjölda herbergja, þangað til við höfum gert megnið af herbergjunum svona upp, en við erum með 200 tveggjamanna herbergi og svo erum við með 17 svítur og þar að auki erum við með svítuna Gimli, sem er cinskonar forsetasvíta. Nú, þá erum við einnig að teppaleggja gangana á nýjan lcik og höfum við lokið því verki á fjórðu hæðinni og erum nú að byrja á þriðju hæðinni. Næsta ár teppaleggjum við svo ganginn á annarri hæðinni, þannig að útlitsbætur eru í fullum gangi hjá okkur. Við verðum auðvitað að dreifa þessum framkvæmd- um á talsverðan tíma, því hér er um kostnaðarsamar framkvæmdir að ræða.“ „Landinn ánægður“ Hvernig hafa þessar breytingar ykkar fallið gestum hótelsins í'geð? „Gestir hafa verið mjög ánægðir með þessar breytingar og það er nú kannski einkum landinn sem lætur í sér heyra og lýsir hrifningu sinni, á því að þurfa ekki lengur að sofa til fóta hjá konunni! En að öllu gamni slepptu, þá hafa undirtektirnar sem við höfum fengið <verið okkur ótvíræð hvatning að halda áfram á sömu braut." - Hvað með breytingar niðri - hvað hafið þið helst gert þar? „Við erum búin að stækka flugafgreiðsluna talsvert og það stendur til að bæta hana eins og hægt er. Plássið fyrir flugfarþegana hefur aukist mikið við þessa stækkun og við ætlum einnig að breyta „lobbyinu“ setja upp skilveggi, blóm og fleira, til þess að gera það meira aðlaðandi og ég reikna með að þessar breytingar verði afstaðnar eftir svona hálfan mánuð.“ Emil sagði að það sem væri helst á döfinni hjá Hótel Loftleiðum í þessum mánuði, svona fyrir utan hefðbundna hótelstarfsemi, væri að á hvítasunnudag myndi Stina Britta Melander verða stödd í Blómasalnum og syngja fyrir gesti eina kvöldstund og svo myndi „Dönsk vika“ í samvinnu við danska sendiráðið hefjast 26. þessa mánaðar og standa til l.júni. Viktor Borge verður gestur kvöldsins eitt kvöldið á „Dönsku vikunni“, Danskur matsveinn, frá Lange linje Pavilionen sér um matreiðsluna á „Dönsku vikunni" og er það Daninn Louis Maagaard. Auk þessa verður dönsk vörusýning á hótelinu þessa viku og eru það íslensk fyrirtæki sem flytja inn vörur frá Danmörku, sem munu standa að þessari sýningu. Umsjón Agnes Bragadóttir Helsta nýbreytnin hjá Flugleidum, millilandaflngið í sumar: Beint flug milli Akur- eyrar og Kaupmannahafnar Gylfi greinir jafnframt frá því að mikill áhugi sé á beina fluginu til Kaupmannahafnar norðanlands og séu bókanir í flugið þegar orðnar margar. Flogið verður frá Keflavík til Kaup- mannahafnar að morgni á fimmtu- dögum í sumar og þaðan til Akureyrar kl. 15.45 og lent á Akureyri kl. 16.50. Brottför frá Akureyri verður svo kl. 17.50 og komið til Kaupmannahafnar kl. 22.50. Vélin verður síðan komin aftur til Keflavíkur um kl. 2 eftir miðnætti. ■ Helsta nýbreytnin í millilandaflugi Flugleiða í sumar verður beint flug á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar, en að öðru leyti verður sumaráætlun félagsins með svipuðu sniði og í fyrra, cn auk beina flugsins þá verður einnig ferðum vestur um haf fjölgað. Gylfi Sigurfinnsson í markaðsdeild Flugleiða segir í samtali við „Við scm fljúgum" að Flugleiðir geri ekkir ráð fyrir að Islendingar verði mikið á faraldsfæti næsta sumar og segir hann að þeir miði þá spá sfna við ástandið í þjóðfélaginu. Sumaráætlim Flug- leiða í sumar Tæp 200 þús- und sæti boðin fram innanlands Velkomin um borð. Guðjón Guðnason, flugþjónn, tekur á móti farþega um borð í Fokkerinn. ■ Flugleiðir bjóða fram 187.956 sæti í sumaráætlun innanlands í sumar. Þetta kemur fram í nýjasta hefti af Við sem fljúgum, sem Flugleiðir gefa út. Suntar- áætlunin tók gildi 1. þessa mánaðar og samkvæmt henni verða jlognar hvorki meira né minna en 1972 ferðir. Það er Sverrir Jónsson, svæðisstjóri sem annast undirbúning innanlandsáætlunar félags- ins. • Þrátt fyrir þennan mikla fjölda flug- ferða í innanlandsfluginu í surnar, þá er um nokkurn samdrátt að ræða frá því í fyrrasumar og kemur hann einkum fram í fækkun ferða til Vestmannaeyja, Pat- reksfjarðar og Þingeyrar, auk þess sem þrjár af fimm vikulegum ferðum til Sauðárkróks verða sameinaðar fluginu til Húsavíkur. Samdrátturinn kemur þannig fram tölulega séð, að á tímabilinu l.mai til l.september verður sætafram- boð á innanlandsflugi Flugleiða 2774 sætum minna en á sama tímabili í fyrra. Segir í Við sem fljúgum að ástæða þessa sé annars vegar reynslan frá í fyrra og hins vegar eínahagsástand í landinu. I Við sem fljúgum kemur einnig fram að Twin-Otter leiguvélin sem Flugleiðir hafa verið með á leigu frá Flugfélagi Norðurlands hefur verið skilað til eig- endanna og munu Fokker-Friendship vélar Flugleiða nú verða notaðar í öllu áætlunarflugi félagsins innanlands. en þær eru fjórar talsins.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.