Tíminn - 15.05.1983, Side 3
3
SUNNUDAGUR 15. MAÍ1983
Umsjún Agnes Bragadýttlr
Drykkjarhornid
endurbirt,
vegna mistaka:
Stripper
íslandsmeistara-
drykkur Harðar
Sigurjónssonar
■ Ég hallast helst að því að einhver
bindindispostuli hafi komist í próf-
arkarlcstur á síðunni minni, scm
birtist í síðasta Helgar-Tíma, því
uppskriftin að Stripper, íslands-
meistaradrykk Harðar Sigurjónsson-
ar, var með öllu horfm úr Drykkjar-
hominu þegar það kom fyrir augu
mín og annarra lesenda sl. laugardag.
Eru lesendur beðnir velvirðingar á
þessum mistökum og birtist hér á
nýjan leik, Drykkjarhomið eins og
það leggur sig, með aðalatriðinu,
sem sé uppskriftinni að Stripper.
- AB
■ Hörður Sigurjónsson, yfirþjónn
í Broadway, nýbakaður íslands-
meistari harþjóna.
■ Hörður Sigurjónsson, yfirþjónn
á Broadway hefur reyndar einu sinni
áður verið hér í Drykkjarhorninu, en
inér fannst vel við hæfi að biðja hann
að gefa okkur aðra uppskrift þar sem
hann er nýbakaður íslandsmeistari og
það var drykkur hans Stripper sem
færði honum titilinn í kcppni bar-
þjóna að Hótel Sögu fyrir skömmu.
Yfirburðir Harðar voru slíkir, að
hann hlaut 59 stig af 60 stigum
mögulegum, en keppnin fór þannig
fram að 20 þjónar hristu eða blönd-
uðu drykk sinn, í fjögur glös, og
dómararnir, smökkuðu síðan á fjór-
um mismunandi drykkjum hver og
gáfu drykkjunum einkunnir. Mest
var hægt að gefa hverjum drykk 15
stig, þannig að þeir sem dæmdu
drykk Harðar, Stripper hafa gefið
honum 14 stig, þannig að það verður
ekki annað séð, en að drykkur Harð-
ar verðskuldi það að heita íslands-
meistaradrykkurinn 1983. Hörður
hefur nú áunnið sér rétt til þess að
taka þátt í HM í Hamborg á næsta
ári og hugsar hann eflaust gott til
glóðarinnar. Hörður, sem var hálf-
partinn eftir sig, eftir síðustu hclgi,
en þá gerði hann víst lítið annað í
Broadway en að hrista drykkinn sinn
Stripper fyrir gesti staðarins, og hristi
líklega hátt í 150 yfir helgina, var svo
elskulegur að gefa okkur uppskrift-
ina að þessum verðlaunadrykk
sínum.
3 cl vodki
1.5 cl kukólíkjör ljós,
Mari Brizcard
1.5 cl coconutlíkjör,
Mari Brizcard
ein barskeið llórsykur
6 cl tropicana
Þetta er hrist saman og sett með
ísnum í longdrink glas. Skreytt ntcð
ferskum ananas og tveimur koktail-
bcrjum og sett strá í. Síðast er cinni
barskeið af Grenadine hellt út í, og
sekkur það á botninn.
Hörður mælir með þessum drykk
að lokinni góðri máltíð.
BÖRNIN FÁ 50% AFSLÁTT
DRAUMAFERÐ
FJÖLSKYIDUNNAR
TIL MALLORKA
27. maí
SANTA PONSA: Ein allra vinsælasta bað-
strönd á Mallorka. Jardin del sol — Nýtt og glæsi-
legt íbúðahótel alveg við sjóinn.
PUERTO DE ANDRAITX: Mini folies lúxusvillur í
fjölskylduparadís.
Á skrifstofu okkar erum við með
myndband frá gististöðum okkar.
FERÐASKRIFSTOFAN
Verið velkomin oj> fáið nánari
upplýsingar um hagstætt verð og kjör.
LAUGAVEGI 66 SIMI 28633
n □
N
/
LAUGARDAG og SUNNUDAG KL. 2-5
Þeir þurfa engin slagorð
Komdu bara ogskoðaðu þá
Verið velkomin
og auðvitað verður heitt á könnunni
Sýndir verða:
DATSUN CHERRY — sá ódýrasti miðað við útlit og gæði.
DATSUN SUNNY — Fallegur og rennilegur
DATSUN CABSTAR — vörubifreið
SUBARU 1800 OG TRABANT.
INGVAR HELGASON HF ■ Sími 33560
SÝNINGARSALURINN / RAUÐAGERÐI
Bilaleigan\§
CAR RENTAL «31
£á> 29090
REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK
Kvöldsími: 82063
Sími 44566
RAFLAGNIR