Tíminn - 15.05.1983, Side 6

Tíminn - 15.05.1983, Side 6
6 SUNNUDAGUR 15. MAI1983 X?Pj i rrE„dor Mane‘ akademtau.ar , París C,nh f‘"“’j"*"8"''lis,a- miklar vonir vM besf mvnH '"T' bu,,did íveinmr ár„m aa PSa mynd’ sem hann Jauk loks skilningur o^ri!íurlv|a‘,i’"V''Vtr,,,ll"l'ladi'' setn nú var hriáo,, ," ,. 8 ai'"rfenda- hingað til ekki valíiú „ J,r*iiaia, ad aidrl'’ kalði sínumálTnJnm 'Le med verkuu, virtist har C Lð tr hl'e,,n Vfeað frá'1 6™" P'U“, þvíhnn vartek.r í '‘'pí’""ri með •'°l>™- jafn ströng ogLr t' iveZ? '" ?5 Var ekki listamönnum sem vísað var frá ™vn með'k rÞ<!,,n leL'ri tilskinnii -.A lawivi Ira 'W" 1,1 e(' keisara- Manet hafði tekið háti'í fersi?ka ''U""SU- Einnig manna með mvnrfl " '£‘m s>'""S“ -langarðs- lofti'. • 'ynd s,,,n, "Morgnnverðnr nndir bern ■ Sjaldan hcfur nokkur mynd vakið jafn mikla gremju, þegar hún hefur verið sýnd opinberlega í fyrsta sinn, og þessi eftir Manet. Hún heitir „Olympía" og var fvrst sýnd 1865. Old liðin frá láti málarans Edouard Manets: „Þessi djúpt sokkna list á ekki einu sinni ámæli skilið” sögðu gagnrýnendur Parísarblaðannna um nýstárleg verk hans, en viðhorfin til listar hans hafa gerbreyst En viðbrögðin gagnvart „Olympíu" á hinni opinberu sýningu 1865 urðu þau sömu og gagnvart „Morgunveröinum" 1863. Tveir verðir urðu um tíma að gæta „Olympíu“ til þess að vernda hana fyrir æstum áhorfendum. Paul de Saint Victor, þekktur listgagnrýnandi, skrifaði á þessa leið: „Mannfjöldinn þyrpist að líkt og í líkhúsinu, rotnunarlyktin af „Olympíu" Manets lokkar hann. Þessi djúpt sokkna list á ekki einu sinni ámæli skilið“. Og gagnrýnandinn Théophile Gautier skrifaði: „Nú nálgumst við myndir herra Manets með vissu ógeði. Þær eru viðkvæmt umræðuefni og samt er ekki hægt að ganga þegjandi fram hjá þeim. Að margra áliti er bcst að hlæja, það er misskilningur. Herra Manet er ekki þýðingarlaus, hann á lærisveina og aðdáendur, áhrif hans ná lengra en mann grunar. Hcrra Manet nýtur þess heiðurs að vera hættulegur. En nú er hættan liðin hjá. „Olympía" er á allan hátt óskiljanleg, jafnvel þótt hún sé tckin eins og hún er, lítilfjörleg fyrir- mynd á lérefti, Hörundsliturinn er skít- ugur, mótunin engin. Skuggarnir eru mismunandi breiðar skósveHUHákit. Qs hvað skal segja um sverf/ngjakomina sem kemur með blómsturvönd vafinn í pappir og svarta köttinn, sem sporar út rúmið með skítugum löppunum?" Ekki farið troðnar slóðir. Til þess að skilja þessa gremju til fulls verður að athuga ríkjandi skoðanir á listum. Sú myndlist sem naut viður- kenningar var einkum ferns konar: mál- verk um sögulegefni, trúarlegarmyndir, myndir frá fjarlægum löndum og að lokum myndir af nöktum fyrirmyndum, sem tengdar voru sögu eða goðheimi fornaldar og mótaðar samkvæmt fegurð- arhugsjón Endurreisnartímans. Ef málarinn flutti ekki fyrirmyndina yfir í framandi heim var hann ásakaður um „raunsæi“ sem þótti mikil synd á þessum árum. Théodore Duret, vinur Manetsog ævisöguritari, lýsir þessu þannig: „Egypskt landslag var listarinnar vert, rétt hugsandi listamaður mátti mála eyðimerkursandinn, en hann gerðist sek- ur um raunsæi, lítillækkaði sig, ef hann málaði engi í Normandí, með búfé og eplatrjám." Var „Olympía" Manets þá grísk gyð/a? Hún var samtíða Parisarkona! Og það hlaut aðeins að auka á gremjuna að efnismeðferðin var sú sama og í Venusarmyndum 16. aldarinnar. Alþýðustúlka, afsprengi stórborgarinn- ar, hafði vogað sér inn í hin helgu vé Olymps! Fyrirmyndin að þessu og fleiri verkum, Parísarstúlkan Victorine Meur- end, líktist auk þess í því nær engu tilliti ríkjandi fegurðarsjónarmiðum tímans. Að lokum hefur liturinn sennilega hneykslað. í stað hinna viðurkenndu lita koma þróttmiklir bjartir litir. Almenningur og gagnrýnendur hneykslast. Manet átti, sem fyrrsagði, einnig verk á sýningu utangarðsmanna 1863. Að- sökn að þeirri sýningu varð meiri en að hinni opinberu sýningu. Það stafaði ekki af hrifningu almennings, heldur hneykslunargirni. Gagnrýnendur París- arblaðanna úthúðuðu henni og fólk flykktist þangað til að hneykslast á Ijótleika, ósiðsemi og hlæja af afkára- skapnum. Helsta hneykslunarefnið var verk Manets „Morgunverður undir beru lofti.“ Hvað sýnir þessi mynd? Tveir karlmenn klæddir að hætti þessa tíma og ■ „Morgunverður undir beru lofti“ frá 1863. Eins og margar aðrar myndir Manets varð þessi tilefni hneykslunar. ■ _ „Nana“, málverk Manets frá 1877. Henni var hafnað á opinberu listsýningunni þar sem myndefniö, lauslætisdrós, sxrði siðfcrðiskennd sýningarnefndarinnar. ein óklædd kona sitja í rjóðri. Að baki þeint sést tjörn þar sem önnur kona er að baða sig. Karfa oltin um koll ásamt matvælum sýnir greinilega hvað átt er við: tveir listamenn í skemmtiferð með fyrirsætum sínum, hvílast í forsælunni hjá hinu svalandi vatni. Myndin er máluð í björtum og hreinum lit sem standa saman milliliðalaust. Áhorfendur voru aftur á móti vanir birtu- og lit- lausum myndum þar sem hver litur blandaðist þeim næsta og botnuðu ekk- ert í þessu „klessuverki" eins og gagn- rýnandinn Paul Mantz komst að orði. En einkum var það þó efnisvalið sem vakti gremju. I Louvre-safni er hið fræga málverk Feneyjarmálarans Giorgine „Tónleikar í sveit" frá fyrri hluta 16. aldar. Líkt og í „Morgunverðinum“ sitja tveir ungir menn ásamt nakinni konu og leika á hljóðfæri, en önnur kona, einnig nakin, eys vatni úr brunni. í baksýn sést landslag. Báðar myndirnar fjalla um sama efnið; er því eðlilegt að Manet spyrði hvers vegna sér væri álasað fyrir það sem Giorgione leyfðist. En í augum þeirra sem mótuðu ríkjandi smekk skildi óbrúanleg gjá þessar tvær myndir. „Tónleikar" Giorgione virtust tilheyra öðrum, betri heimi. Mynd Man- ets aftur á móti tilheyrði samtíðinni. Ef hann hefði haft mennina frá fornöld eða 16. öldinni ítölsku, hefði ekkert verið við myndina að athuga frá siðferðilegu sjónarmiði, enda þótt gagnrýnendur hefðu haft ýmislegt á móti henni að öðru leyti. Uppreisnargjarn nemandi. Nú á dögum eru viðhorf manna til listar Edouard Manets gerbreytt. Til marks um það er hin viðamikla sýning á Grand Palais í París á verkum h ans sem haldin er til minningar um að öld er liðin frá andláti hans. Sú sýning hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.