Tíminn - 15.05.1983, Síða 8

Tíminn - 15.05.1983, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 15. MAÍ1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Rltstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrimsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leif sdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjórnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 15.00, en 18.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 180.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Utanþingsstjórn er neyðarurræði ■ Fram hefur komið í fjölmiðlum, að forseti íslands hafi látið að því liggja við forystumenn þingflokkanna, að þeir hefðu aðeins fram á hvítasunnu til þess að mynda meirihluta- stjórn. Hefur þetta verið túlkað á þann veg, að eftir þann tíma kunni forsetinn að skipa utanþingsstjórn - aðeins mánuði eftir að alþingskosningarnar fóru frai]i. Auðvitað má alltaf deila um, hversu mikill tími eigi að fara í stjórnarmyndunarviðræður að þingkosningum loknum. Oft hafa slíkar viðræður tekið marga mánuði. Nú er hins vegar ljóst, að mikilvægt er að mynda.ríkisstjórn nægilega snemma til þess að hún geti tekið á málum fyrir 1. júní næstkomandi, því þá mun að öðrum kosti steypast yfir landsmenn 20% verðbólguholskefla. í vísitölutengdu efna- hagskerfi okkar þýðir það, að á skömmum tíma hækkar allt; laun, verðlag jafnt innlendra framleiðsluvara sem og innfluttra og margvísleg þjónusta. Þá verður farið í nýjan, stóran hring óðaverðbólgu, sem allir tapa á að lokum ogsem sett getur atvinnuöryggi landsmanna í mjög mikla hættu. Með þctta í hpga er skiljanlegt að áhersla sé á það lögð jafnt af forseta íslands sem stjórnmálamönnunum sjálfum að stjórnarmyndunarviðræðum verði hraðað. Að vísu verður það að segjast eins og er, að þær viðræður, sem Geir Hallgrímsson stjórnaði, gengu ekki sérlega hratt fyrir sig, en Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem fékk umboð til stjórnarmyndunar á miðvikudagskvöld- ið, hefur hins vegar lýst því yfir, að hann muni aðeins taka örfáá daga til að kanna,"hvort honum takist myndun meirihlutastjórnar eða ekki. Fað ætti því að liggja fyrir um eða upp úr helginni, hvort tilraunir Steingríms Hermanns- sonar bera árangur eða ekki. Staðreyndin virðist hins vegar sú, að stjórnmálamennirnir hafi aðeins um það bil eina viku enn til þess að reyna myndun meirihlutastjórnar, og satt best að segja ætti það að reynast nægur tími til þess að ganga úr skugga um, hvort raunverulega er vilji til meirihlutasamstarfs eða ekki hjá nægilega mörgum aðilum til þess að stjórn verði mynduð. Ef stjórnmálamönnunum tekst ekki að mynda meirihluta- stjórn virðist utanþingsstjórn blasa við. Það hefur komið fyrir einu sinni áður að skipuð hefur verið utanþingsstjórn og sat hún í um tvö ár. Það var reyndar sú ríkisstjórn sem sat að völdum þegar lýðveldi var stofnað á íslandi. En auðvitað er utanþingsstjórn algjört neyðarúrræði í þingræðisþjóðfélagi. Alþingismenn eru kjörnir á þing ekki aðeins sem fulltrúar flokka sinna, heldur til þess að fara með stjórn landsmálanna. Og auðvitað ætlast þjóðin til þess að þingmennirnir leysi það verkefni af hendi. Það er þeirra hlutverk. Það verður því að vona að þingmönnum takist að mynda meirihlutastjórn, sem sé fær um að takast á við efnahags- vandann og fær um að fylgja stefnu sinni fram nægilega lengi til þess að árangur náist í baráttunni fyrir hjöðnun verðbólgunnar án þess að atvinnu landsmanna sé stefnt í voða. Framsóknarmenn hafa lagt á það áherslu að þeirra stefna sé sú eina, sem líkleg sé til þess að ná árangri* sem sé að lögbinda til ákveðins tíma hækkanir allra helstu þátta efnahagslífsins og telja þannig smátt og smátt niður verðbólguna en halda jafnframt fullri atvinnu og vernda með sérstökum aðgerðum kaupmátt lægri launa og þeirra sem þyngra framfæri hafa. Framsóknarmenn eru auðvitað reiðu- búnir í samningaviðræðum að ná skynsamlegum málamiðl- unum í þessu efni, en þó aldrei svo að það dragi úr líkunum á því, að efnahagsstefnan nái tilætluðum árangri. Það er komið nóg af því að sitja í ríkisstjórn sem hefur ekki úthald til að fylgja fast og ákveðið fram efnahagsstefnu, sem ber árangur. Slíkt má ekki endurtaka sig. - ESJ Væri ekki ráð að hafa sáttasemjara í stj órnarmyndunum? ■ Þegar þetta er ritað seint á fimmtudegi eru nær þrjár vikur liðnar frá kosningum og fyrsta tilraun til stjórnarmyndunar er runnin í sandinn. Önnur stendur yfir og ekki séð fyrir úrslit hennar, en vonir í daufara lagi. Á meðan renna dagarnir úr greipum okkar og 1. júní nálagst - dagur dómsins - þegar ný holskefia óðaverðbólgu ríður yfir. Sú stjórnarmyndunartilraun Steingríms og Geirs, sem ekki tókst, er þó um margt alllærdómsrík og til þess fallin að skerpa sjónir á stjórnarfarsleg vandamál sem við okkur blasa og hafa blasað áratugum saman en sjaldan í skýrara Ijósi en nú. Pess vegna gæti verið gagnlegt að reyna að glöggva sig á sérkennum hennar og nýjum tilbrigðum sem þar láta í sig skína og gætu verið tímanna tákn og leiðarvísir. Þræll þingræðis eða þjónn lýðræðis Það sem er sérkennilegast í ytri ásýnd þessarar síðustu stjórnarmyndunartilraunar er líklega það að róðrarformaður- inn var ekki þingmaður, þótt hann sé formaður flokks síns, en slíkt hefur ekki gerst síðustu sextíu árin. Svo ráðríkur húsbóndi lýðræðisins er þingræðið orðið. Margir eru nú að átta sig á því í ljósi meiri fjölbreytni og víðsýni í stjórnmála- stefnum og fjölgun flokka í kjölfar þess, að sívaxandi röskun jafnvægis á vogarskálúm lýðræðis og þingræðis er meðal sjúkdómseinkenna íslensks stjórnarfars á síðustu áratugum, og æ meiri flutningur valdþungans af vogarskál lýðræðis yfir á vogarskál þingræðis er undirrót og orsök margra vandkvæða síðustu ára á stjórnarmyndunum og flokkasamstarfi í ríkis- stjórn. Tilhneiging alþingis við að gera þingræðið æ ráðríkara og að einhlítu og óskoruðu framkvæmdavaldi er hættulegasta stjórnmálaþróun síðustu áratuga. Þeir verða æ meiri þrælar þingræðis en minni þjónar lýðræðis. Um þetta eru mýmörg dæmi - samningur þingflokkanna og flokksformanna um fjölgun þingmanna og tilfærslur þeirra á bak við kjósendur er það síðasta ogversta, og skíptir ekki máli íþvísambandi hvert er efnislegt réttmæti þeirra gerða. Það er Ijósglæta í þessu svartnætti að engar teljandi mótbárur hafa sést gegn því að fela utanþingsmanni umboð til stjórnarmyndunartilraunar, að minnsta kosti má telja víst að almenningi - þ.e.a.s. lýðræðinu utan þings - finnist það á engan hátt aðfinnsluvert. Á hinu virðist hafa örlað, að þingmenn séu ekki jafnsáttir við þetta, og margt bendir til að þetta viðhorf þeirra sumra hverra hafi orðið þrándur í götu stjórnarmyndunar. Þannig sést enn einu sinni hættuleg viðleitni þingmanna til þess að verja vald sitt og auka við það í krafti þingræðis. Er æðsta skylda Alþingis stjórnarmyndun? Margir flokkar á Alþingi eru staðreynd sem ekki þýðir annað en beygja sig fyrir. Ýmsir hafa talið að tveggja flokka kerfi sé ákjósanlegasta útfærsla stjórnmála. Það er rétt að slíkt kerfi auðveldar mjög þingræðislegar stjórnarmyndanir. Það kerfi er alveldi þingræðis en engan veginn bjartasta hyr lýðræðis. Frá lýðræðissjónarmiði nútímans er slíkt kerfi úrelt og allt of þröngt í sambúð við fjölmiðlun, ör fkoðanaskipti og upplýsingaflæði. í sterkasta vígi þess óskakerfis þingræðis, Bretlandi, er það að molna niður þessi árin og ber þar aldrei sitt barr framar. Hér á landi er slíkt líka borin von. Á þessu hljóta menn að verða að átta sig ef ekki á ver að fara. Hér á landi verður margflokka- eða marghreyfingakerfi, héðan af um langa famtíð og við það verðum við að miða hjálpartæki okkar til stjómarmyndunar - bæði með ákvæðum í stjórnar- skrá, hefðum og lögbundnum aðferðum. Að þessari staðrcynd leiðir ýmislegt annað. Hin skörpu stjórnmálaskil tvíflokkakerfis hverfa úr sögu, en í staðinn kemur mismunandi skyldleiki þingflokka, og í þeim hópi hlýtur að myndast meginlína milli flokkahópa, þar sem öðrum megin er óheft einstaklingshyggja - scm nú gengur aðallega undir nafninu frjálshyggja eða markaðshyggja - og hinum megin félagshyggjuhópar, sem reisa einstaklingshyggjunni skorður við því að skaða aðra og leggja henni á herðar félagslegar skyldur um samhjálp. Við þessi landamæri er eðlilegt að stjórnarsamstarf sé miðað en eigi sér ekki stað yfir þau nema sérstakur þjóðarvoði strt'ðs, náttúruhamfara eða efnahagsöngþveitis kalli að og krefjist sameiginlegra átaka, en stefnumál séu að meiru eða minna leyti lögð til hliðar á meðan björgun fer fram. Nú er það brýnast í íslenskum stjórnmálum að finna sér nothæfar stjórnarmyndunaraðferðirvið hæfi margflokkakerfis og lauslegri framboðshreyfingar. 1 því efni er mikilvægast að losa um alveldistök Alþingis við stjórnarmyndun. í orði kveðnu á ríkisstjórn að bera ábyrgð gerðá sinna fyrir Alþingi. Svo er alls ekki í raun eftir að Alþingi hefur með sívaxandi ofríki þingmanna og þingflokka sölsað undinsig stjórnvaldið. I raun er þetta svo nú, að ráðherrar bera ábyrgð gagnvart sjálfum sér, þar scm svo getur æxlast að atkvæði þeirra sjálfra á þingi ráði úrslitum til réttlætingar gerða þeirra, komi slíkt mat til úrskurðar Alþingis, t.a.m. við vantrauststillögu. Allir sjá að þetta er ekki aðeins lýðræðisbrot heldur fullkomið siðleysi. Ráðið til þess að bæta úr þessu er auðvitað það að ráðherrar séu ekki þingmenn. Séu þeir það við stjórnarmyndun á stjórnarskrá að mæla svo fyrir að þeir afhendi varaþingmanni þingmannsumboð sitt meðan þeir sitja í ráðherrastóli. En þetta mælir líka með því að ráðherra sé ekki síður leitað utan þings en innan. í hinum mörgu stjórnarkreppum síðustu ára hefur eitt hróp svokallaðra ábyrgra stjórnmálamanna yfirgnæft annan há- vaða.Það er á þessa leið: Æðsta skylda Alþingis er að mynda ríkisstjórn.Þetta er eitthvert lýðræðisfjandsamlegasta hróp sem um getur nú á dögum. Þetta er beinlínis krafa um það að flokkar og framboðshreyfingar á Alþingi svíki þau málefni sem þeir hafa á stefnuskrá og kosið hefur verið um tíl þess að gegna þessari „æðstu skyldu“ - svíki lýðræðið fyrir valdtryggt þingræði. En auk þess er þetta rangtúíkun á stjórnarskránni. Æðsta skylda Alþingis er auðvitað samkvæmt stjórnarskrá og öllum lýðræðisboðum löggjafarstarfið og æðsta skylda flokk- anna þar þjónusta við stefnuskrá og kosningamál sín í því. Næsta skylda er ef til vill stjórnarmyndun, en það eru svik og aftur svik að láta aðalskylduna víkja fyrir aukaskyldunni. 1 stjórnarskránni eru beinlínis ákvæði um úrræði ef Alþingi tekst ekki að gegna aukaskyldunni, en hins vegar cru þar engin sérstök ákvæði til úrræða ef löggjafarstarfið bregst. Þetta sýnir gerla hver er „æðsta skylda" Alþingis samkvæmt lýðræðis stjórnarskrá. Hún er löggjafarstarfið, en stjórnarmyndun næsta skylda. Hvað segja menn um sáttasemjara? Þessu falshrópi um stjórnarmyndun sem æðstu skyldu Alþingis, og þar með kröfunni um að flokkarnir svíki lýðræðislega málefnaþjónustu og löggjafarstarf fyrir hana, verður nú að linna, og það er einnig kerfisnauðsyn í sambúð við framtíðarstaðreyndina um margflokka Alþingi. í stað þess verður að efla nýjar aðferðir til stjórnarmyndunar, jafnt utan sem innan Alþingis. Ýmislegt kemur að sjálfsögðu til greina - annað en forseti með stjórnarmyndunarvald eða þjóðkjörinn forsætisráðherra með valfrelsi um ráðherra, þótt líklegast sé að þjóðin kjósi það að lokum yfir sig, ef stjórnmálaflokkarnir skilja ekki eða hafa ekki endurnýjunargetutil þess að draga sjálfir úr valdi sínu fyrir skynsamleg og sveigjanleg úrræði áður en þá dagar uppi í skotheldri brynju sinni eins og nátttröll. Hvernig væri til að mynda að þeir gerðu sér að reglu að velja fulltrúa sína til stjórnarmyndunar ekki síður utan þings en innan? Það gæti komið að miklu haldi - bæði í þessu efni og fyrir flokkana sjálfa - að formenn þeirra ættu alls ekki sæti á Alþingi, þ.e.a.s. vikju úr formannsæti meðan þeirsitja á þingi, alveg.eins og ráðherrar ættu að fara með þingsæti sitt. Og hvernig væri að setja á stofn embætti sáttasemjara í stjórnarmyndunum, eða þá að fela það forseta Hæstaréttar ef fært þætti? Slíkur maður gæti verið eins konar sambandsliðs- foringi forseta og flokka, og jafnframt ráðgjafi forseta í þessum málum. Það þykir nú eðlilegt og nauðsynlegt í félagshyggjuþjóðfé- lagi að hafa rikissáttasemjara í launa- og kjaradeilum, og það heftir ekki á neinn hátt frjálsa samnigna ef sá maður er starfi sínu vaxinn. Þetta er nú viðurkennt og satt. að segja lítt hugsanlegt að leggja niður þetta fyrirgreiðslustarf. Stjórnar- myndunarsamningar eru núorðið í fjölflokkakerfi á Alþingi um margt eðlislíkir samningum launþega og vinnuveitenda. Er ekki leiðandi huga að því, hvort sáttasemjari með lagaumboði gæti orðið til fyrirgreiðslu við stjórnarmyndanir? Eitt er víst: Það er orðið lífsnauðsyn íslensku stjórnmálalífi og lýðræði að losa stjórnarmyndanir með einhverjum hætti úr þeirri spennitreyju, sem valdasjúkir alþingismenn hafa á löngum tíma riðið um þær og verður nú æ oftar að óleysanlegum dróma í fjölflokkakerfi Alþingis. Það er ekki til neins að hrópa: Fækkum bara flokkunum. í þeim efnum verður ekki snúið við. Aðalatriðiðer að finna nýjar hugmyndir og hafa þor til að skoða þær og reyna. En mættum við byrja á því að biðja „ábyrga stjórnmála- menn“ að hætta að hrópa að þjóðinni ósannindum um það, hver sé æðsta skylda þjóðþingsins og hætta þannig að verja þann valdakastala sem þeir hafa sjálfir hlaðið gegn lýðræðinu í landinu. Það væri fyrsta sporið til betri tíðar - og betri stjórnar. A.J. Andrés Kristjánsson skrifar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.